Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						7. árg.,  84 tfol.

snuundag 15  fúbrúai* 1920

Isafoldsu'prentHuniOjtti

GAMLA BIO

Sýning kl. 6 og 7

Tvo afarskemtilega

gamanleika.

sem ekkeit gefa Ch plin eftir, og

Isl. kvifeuayndirnar

í síðasta sinn.

kl. 8..og 9V4

Leyndarmál

systranna

ÁhrifamkiU og afarspennandi

nútimaskáldsaga 5 þáttum. Að-

alhlutverkin sem Ae;nes og Láru

leikur Páline Frederich

sama laglega Ieikkonan sem lék

Sappho, og leikur hún svo sem

oftar af frábærri snild.

Aðgm. seldir í Gamla Bíó kl.

2—4 siðd.

Ekki tekið á móti pöntunum.

í heildsölu til kauprnanna og

kaupf élaga:

NETJAGRN og FISKILÍNUR, all-

ar algengar tegundir, frá Linifi-

cio e Canapificio Nazionale, Mil-

ano, C. Castellini & Co., Milano,

•Commissionaria Lino e Canape,

Milano, er væntanlegt innan

skamms. Þar eð örlítið er eftir

óselt, eru kaupendur beðnir að

,gera pantanir sínar hið allra

fyrsta.

Einkasali a íslandi.

G. EIRÍKSS, Reykjavík

Fyrsta ínnlenda

ríklslanið.

—o----

3 miljónir boðnar út.

Svo sem séð verður á auglýsingu

stjórnarráðsins á öðrum stað 1 blað-

inu, hefir stjórnin ákveðið að nota

hehnild sína til þess að taka lán til

ýmsra nauðsynlegra fyrirtækja,

sem mjög er æskilegt að komist í

framkvæmd þegar á þessu ári. í

fyrsta sinni í sögu landsins hefir

¦stjórnin ákveðið, að leita fyrir sér

aneð lánið hjá landsmönnum sjálf-

um, í stað þess að fara „út fyrir

pol'linn" til framandi þjóða, með

lánbeiðnina. Oss þykir líkfegt að

landsmenn kunni að meta 'þessa til-

raun landstjórnarinnar og sýni það

að hugsunarháttur íslendinga sé

eitthvað farinn að breytast til batn-

aðar í því, að vér þurfum ekki

ætíð að sækja fé til útlanda, held-

ur séum oss sjálfir nógir að ein-

hverju leyti. Hér í landi eru nógir

peningar til þess að ávaxta í þarf-

legum opinberum fyrirtækjum og

vér trúum eigi öðru að óreyndu,

«n að þátttaka í lánínu verði mikil,

«inkum og sérílagi þar sem kjörin

virðast vera mjög aðgengileg.

Viðtal við f jármálaráðherra.

Vér hittum fjármálaráðherra í

alþingishúsinu í gær og spurðum

hann um lántökuútboðið.

— Þegar við ákváðum að bjóða

Út þessa f járupphæð, þá var það í

fullum ski'lningi á því, að fram-

kvæmdir á mörgu, sem landsjóður

þarf að koma í kring, eigi mætti

bíða. Flest af því þolir enga bið

margra hluta vegna. Landsjóður

héfir nægilegt fé til allra venju-

legra útgjalda. Til þeirra þurfum

vér ekki að taka lán,ogþetta vil eg,

segir ráðherrann, leggja isérstaka

áherzlu á. Menn, sem taka þátt í

láninu, styðja með því nauðsynleg

epinber fyrirtæki, hafa fulla trygg-

ingu fyrir upphæðinni <og fá ágæta

vexti af fé s'ínu.

— Hvaða fyrirtæki á ráðherran

við?

—  Það þarf nauðsynlega að

stækk'a Kleppsspítala. Það má ekki

dragast lengur, því margir geðveik-

ir menn bíða eftir rúmi á spítal-

anum, sem orðinn er alt of lítill.

Þá mun vera nauðsyn'legt að byggja

k Eiðum og líklega á Hvanneyri.

Þetta kostar mikið f é með því verðí

sem nú er á öllu byggingarefni og

vinnulaunum.

Og svo eru brýrnar. Ráðgert er

að brúa Jökulsá á Sólheimasandi

og Eyjafjarðará. Og loks er Flóa-

áveitan, sem er stórkostlega þarf-

'legt og nytsamt fyrirtæki, er ætti

að geta gefið mikið í aðra hönd

þegar fram líða stundir.

—  Til þessara framkvæmda er

lánið tekið. Vér væntum þess, segir

ráðherrann, að undirtektir manna

verði góðar.

Ér það og von vor að svo verði.

Frá [Alþiiigi.

Fastanefndir nerði deildar hafa

kosið sér formenn og skrifara og

erii þeir þessir: Formaður í fjár-

hagsnefnd Magnús Guðmundsson,

skrif ari Þórarinn Jónsson; f járveit-

inganefnd Pétur Jónsson formaður,

Magnús Pétursson skrifari; sam-

göngumálanefnd Þórarinn Jónsson

form., Gísli Sveinsson skrif.; land-

búnaðarnefnd Stefán Stefánsson

f orm., Magnús Cuðmundsson skrif.;

sjávarútvegsnefnd Magnús Krist-

jánsson f orm., Pétur Ottesen skrif.;

mentam'álanefnd Gísli Sveinsson

f orm., Eiríkur Einarsson skrif,;

allsherjarnefnd Sveinn Björnsson

form., Björn Hallsson skrif.

Vatnalögin tekin út af dagskrá.

Þrjú mál voru á dagskrá í neðri

deild í gær, vatnalögin, sérleyfis-

lögin og stímpilgjaldið. Voru þau

öll tekin út af dagskrá, en umræður

um hið fyrsta urðu alllangar.

Atvinumálaráðherra fylgdi frv.

úr hlaði með nokkrum orðum.

Skýrði frá því, að vatnamálunum

hefði verið Vísað til stjórnariirnar

á síðasta þingi með rökstuddri dag-

skrá, með 'þeim tilmælum, að stjórn

in léti rannsaka málið. Það hefði

henni ekki unnist tími til, en hún

hefði öll getað fallist á frumvarp

minni Mutans og að undanteknum

fiármálaráðherra, gæti stjórnin

einnig fallist á frv. Sv. Ólafssonar

til sérleyfislaga og því þætti henni

rétt að leggja frv. þessi fyrir þing-

ið.

Sig. Stefánsson, sem bar fram

rökstuddu dagskrána 'á síðasta

þingi, sagði að það hefði ekki ver-

ið tilætlun sín, og dagskráin ekki

þannig orðuð, að stjórnin færi að

demba málinu órannsökuðu inn á

þetta þing.Enda mundu flestir hafa

búist við því, að málið kæmi alls

eigi fyrir þetta þing, sem aðeins á

að sitja stutt og kvatt samantilþess

að fjalla um stjórnarskrána og

mynda nýja stjórn. Bar hann síð-

an fram rökstudda dagskrá þess

efnis, að í trausti þess, að stjórnin

tæki málið aftur til mcðferðar, þar

sem það sé ekki hlutverk þessa

þings, þá taki deildin fyrir næsta

mál á dagskrá.

Bjarni frá Vogi: Stjórninni hef-

ir iekki unnist tími til þess að sjá

það, að frá meiri hluta fossanefnd-

ar var fram komið frv. til samfeldr-

ar vatnalöggjafar. Er undarlegt, að

istjórninni skyldi ekki vinnast tími

til að leggja fram frv. meiri hlutans

um tryggingar og vatnatjón, sem

eru alveg nauðsynleg. Og undar-

legast ;þó, að stjórnin skyldi ekki

leggja fyrir þingið frv. um rann-

sókn Sogsfossanna. — Það er og

einkennilegt, að stjórnin skyldi

ekki velja frv. meiri hl., sem er

miklu fyllra. Ef stjórninni var svo

umhugað um það, að slá því föstu,

að einstaklingar ætti alla vatns-

orku, þá gat hún bætt þeim ákvæð-

um inn í frv. með því að breyta

2—3 greimim. Réttast hefði verið

fyrir stjórnina, að láta eignarrétar-

spursmálið liggja milli hluta og fá

tyrir því dóm,hver sé eigandi vatns

orkunnar í landinu.

Atvinumálaráðh.: Frv. eru lögð

iram til þess að þingið geti tekið

málin fyrir ef því sýndist svo. Hitt

var ekki tilætlunin, að málin yrði

útkljáð á þessu þingi. Fyrir mitt

leyti hefi eg ekkert á móti frestun

málsins. Óþarft var að leggja hin

minni frv. fyrir þingið í upphafi,

það mátti gera hvenær sem vildi.

Sveinn Ólafsson: Það virðist svo,

sem mönnum hafi ekki enn skilist

það, að frv. minni hluta f ossanefnd-

ár er samfeld fossalöggjöf, þar sem

öll áður gildandi vatnaákvæði eru

tekin upp í og einnig hin smærri

frumv. meiri hlutans.

Eiríkur Einarsson: Tel sjálfsagt

að vísa máli þessu til nefndar til

rannsóknar. Menn hafa óttast það,

að mál þessi mundu kafna í skrif-

finsku og ekkert gert vegna ein-

tómra bollaleggina. Dagskráin rök-

studda er ekkert annað en tilraun

til að humma málið fram af sér,

svo ekkert verði gert.

Bjarni frá Vogi: Til eru þeir

menn, sem eudilega vilja byrja á

einhverju — til þess að eitthvað

verði gert. En eg sé -ekki að það

þurfi að hrapa svo að þessu máli,

að þjóðin bindi sér sjálf hengingar-

ól með því. Og til þess að byrjun-

in verði ekki til stórtjóns, vil eg að

Sogið sé rannsakað. Hefir stjórniu

lagt drög fyrir að fá hingað sér-

fróðan mann t. d. frá Svíum, mann

sem hefir margra ára þekkingu á

vatnamálum ? Okkur hefir ekki enn

tekist að koma mönnum í skilning

um það, að það þurfi menn 'með

viti og þekkingu til þess að stýra

vatnamálunum. Þá þekkingu, sem

til þess þarf, getur enginn ætlast

til að stjórnin hafi.

Atvinnumálaráðh.: Okkur var

það ljóst, að hér á landi voru ekki

þeir menn, sem gátu aðstoðað

stjórnina, við þá rannsókn, sem síð-

asta þing ætlaðist til að færi fram

r. má'linu. Vegna þess að vissa var

fyrir stjórnarskiftum, var ekki

f enginn maður f rá útlöndum, en til-

raun hefir verið gerð til þess að fá

hingað verkf ræðing á næsta vori og

ekki vonlaust að það takist.

Gunnar Sigurðsson: Eg beini

þeim tilmælum til flutningsm. dag-

skrárinnar, að hann taki hana aftur

og geymi hana til þriðju umræðu

málsins.

Sig. Stefánsson: Eg tek ekki dag-

skrána aftur. Stjórnin hefir viður-

kent, að hún hafi ekki haft tíma til

að rannsaka málið og þá hefir þing-

ið miklu síður tíma til þess, og alls

eigi þau tök á að afla sér þeirra

skýrsla og upplýsinga, sem stjórnin

gat aflað.

Gísli Sveinsson: Mér kom það á

óvart, að stjórnin skyldi kasta mál-

inu jafn óköruðu inn á þingið,. eins

og það fór í hennar hendur. Þing-

ið hefir eigi ástæðu til að grauta

meira í því. Þá fyrst á málið að

koma fyrir þingið, er hægt er að

taka fullnaðarákvörðun í því. Verði

kosin nefnd í málið, verður hún að

taka tillit til alls, sem fram hefir

komið í því, alt verður að prentast

og útbýtast og þá verður komið

fram á sumar. En ekkert vinst við

það. Nefndin getur ekkert gert af

því, sem þarf að gera í málinu.

Eiríkur Einarsson: Mér f inst það

skylda iþingsins við vatnahéruðin,

Árnessýslu og Rangárvallasýslu,

sem nú hafa algerlega skift um

þingmenn, að þetta þing taki mál-

ið fyrir.

Pétur Jónsson: Eg er á sama máli

og þm. Norður-ísf. að það hafi ekki

verið. ástæða fyrir stjórnina að

koma með málið inn á þetta þing,

heldur hefði hún átt að kryfja það

til mergjar og taka afstöðu í því.

En eg er ekki með því að það sé

felt frá nefnd. Nýir menn geta kom-

ist í nefndina og þá áttað sig á mál-

inu.

Sveinn Björnsson: Það mundi

verða til þess, að tefja málið enn

meir, ef það væri sett í nefnd. Og

ekki mundi skriffinskan minka við

það. Það mundi ef til vill heppileg-

ast, til þess að kjósendur geti átt-

að sig á málinu, að gerður væri út-

dráttur úr nefndarálitunum, en

slíkt er stjórnar en ekki þings. Þess

er ekki að vænta, að þing né stjórn

geti tekið afstöðu til málsins fyr en

það liggur upplýst fyrir, sérstak-

lega hin „praktiska" hlið þess. Það

s

NÝJA BÍÓ

Msljónamær

viS þvott

Amerískur gamanleikur, afar-

skemtilegur, í 4 þáttum, íek-

inn af »Trianglef-fé!aginu.

Aðalhlutverkið, miljónaœær-

ina, sem send er í háskóla

og tekur þar upp á því fá-

heyrða og ósæmilega fram-

ferði að gerast þvottakona,

leikur hin fagra og

fræga ieikkona

Enid Bennett

Sýning í kvöld kl. 6, 7, 8 og?.

Nýkomið:

ESTEY heimsfrægu piano, flygel

J8 grgJðA 'ouBid ipuBrrdsjx'BCs So-

hið sama og áður og hljóðfærin

hafa veraldar-nafn og reynslu að

baki sér, <enda munu þau hljóð-

færi, sem hér eru á boðstólum

með lægra verði, ekki jafnast við

ESTEY að endingu, smíði og

ytra frágangi. — Til sýnis hjá

G. EIRÍKSS, Reykjavík

Einkasali á Mandi.

væri vel, ef flýtt væri þeim rann-

sóknum, sem síðasta alþing vildi

láta gera. En eg sé enga ástæðu til

þess að kjósa nefnd með einhverj-

um nýjum þingmönnum, ef það ætti

að vera til þess, að þeir geti kynt

sér málið, því að slíkt yrði ekki ann

að en nokkurs konar upplestur fyr-

ir þá á nefndarálitum þeim.erliggja

íyrir.

Gísli Sveinsson: Eg mótmæli því,

að hin svo köliuðu vatnahéruð

(Arn. og Rangárvallasýsla) hafi

riokkurn sérrétt til að heimta það,

að málið verði tekið fyrir og þing-

ið þar með lengt. Eg veit líka, að

meiri hluti þingmanna úr þeim

sýslum bjóst ekki við að málið

kæmi fyrir þetta þing og að þeir

vildu, «f það kæmi fyrir, að það

færi jafnharðan út. (Eir. Ein.:

Þingmaður Skaftfellinga veit ekk-

ert um þetta). Eg hefi ekki talao

við háttv. 1. þm. Árnesinga, en skil-

góðir menn hafa sagt mér það eftir

honum og við hina hefi eg talað

suma.

Jón Auðunn Jónsson: Mér skilst,

að hér sé um. það að ræða, hvort

málið hafi betra af því að koma

fyrir þingið nú eða bíða. Dylst mér

þá ekki, að betra er að það bíði.

Þorl. Guðmundsson: Fyrst er um

það að ræða, hvort við viljum hafa

langt þing eða skamt. Eg býst við,

að allir hafi nú gert ráð fyrir stuttu

þingi, og það gerði eg áður en eg

fór að heiman.

Þórarinn Jónsson: Það mega aðr

ir en eg samþykkja það, að skipa

nefnd í þetta mál. Þingið kostar á

4. þús. kr. á dag og að setja máli5

í nefnd, sem lengja mundi þingi<5;

um mánuð, eða lengur, það get eg

ekki fallist á. —

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4