Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						7. árjf.,  86. tbl.
Miðvikudag 18 febrúar 1920
Isafol dari> r entsmiOI»
Pyrirliggjandi  í  heildsölu  til
kaupmanna og kaupfélaga:
OARR'S enska kex og kökur, 10
mismunandi tegundir. Gerið svo
vel að senda pantanir hið fyrsta
þar eð lítið er óselt og verðið
á næstu sendingu hærra.
G. EIRÍKSS, Reykjavík
Einkasali á íslandi.
Spáoska veikin
komin aftur.
í tveimur húsum liér í bænum hef-
ir orðð vart við sjúkdómseinkenni,
sem ekki er fyrirtakandi að kunni
íið vera inflúenzan, eða spánska
veikin svokallaða. IIús þessi hafa
verið einangruð þegar.
Vegna þessa munu sjálfsagt sótt-
varnir hafðar um „Lagarfoss", sem
héðan fór í gær til Vesturlands og
Norðurlands, á þeim höfnum er
Jiaun kemtir við á.
Samkomur bannaSar.
í gærkvöldi gaf lögreglustjóri út
tilkynningu um það að allar sam
komur væru bannaðar hér í bænum,
tftt-af spönsku veikinni.
Samkomur, sem áttu að vera í gær
kvöldi, svo sem Bip ogNorðlendinga-
mót voru aflýstar og kaffihúsum
var lokað. Kirkjum er og lokað og
Öllum mannamótum, hverju nafiii
sem nefnast.
Skólum lokaS.
Jafnhliða því, að banna allar sam-
komur, hefir öllum skólum hér í bæ
verið lokað. Ráðstafanir hafa verið
gerðar til þess að tryggja húsrúm
og sængur ef til þess skyldi koma að
að veikin gripi um sig.
Hvaðan veikin er komin.
Sé spanska veikin komin hingað,
iiggur víst ekki neinn efi á því, að
hún er frá Vestmanneyjum, komin.
Þangað mun hún fyrst hafa borist
með dauðveikum mahni, sem flúttur
var í land úr þýzkum botnvörpung.
Sá maður dó skömmu eftir að
hann var fluttur í land. Síðan urðu
samgöngúr frá Vestmdnnáeyjöm' við
Reykjavík, og á þeim tveim heimil-
um, sem þegar hafa verið einangruð
vegna gruns, höfðn menn frá Vest-
mannaeyjum komið, þessir sem nú
hafa verið settir í sóttkví.
Það er talið, að síðan veikin kom
1 Eyjarnar, hafi verið samgöngur
milli þeirra og Stokkseyrar og Eyr-
arbakka og ma því búast við, að
veikin sé þangaS komin.
Alþingi skerst í leikinn.
í sameinuðu þingi.í gær, var sam-
þykt með öllum atkvæðum, þingsá-
lyktisnartíllaga nm það, að skora á
stjórnina, að hlutast til um, að sem
öflugast verði haldið uppi vórnum
gegn því, að spanska veikin breiðist
xit innanlands og spara til. þess
hvorki fé né fyrirhöfn.
Þingsályktunin er komin fram
fi'á Gísla Sveinssyni, Magnúsi Pét-
urssyni, Halldóri Steinssyni og
Sveini Björnssyni.
Vegna þess að hér er óbeint um
f,;árveitingu úr landsjóði að ræða,
verða hafðar tvær umræður um
málið.
Auglýsing
um íf fltezu S Vestm^nasyjum,
Samkvæmt upplýsingum frá héraöslækninum í Vestmannaeyjahér-
a.8i veröur a3 telja Vestmannaeyjar sýktar af inflúenzu.
Fyrir því skal nú beita hinum sömu reglum um samgöngur við
Vestmannaeyjar, sem settar eru um samgöngur vi8 útlönd, meS
sóttvarnarauglýsingu 29. f. m., sbr auglýsing 8. þ. m. um lenging tótt-
varnartímans.
Allar skipa- og bátafer8ir milli Vestmannaeyja og suSurstrandar
íandsins eru bannaðar.
Auglýsing þessi öðlast þegar gildi.
Þetta birtist öllum þeim til leiSbeiningar, er hlut eiga að máli.
Dóms og kirkjumáladeild Stjórnarrá8sins.
14. fefcrúar 1920
|óo Magnússson
G. Sveiubjörusson.
Ættingjum og vinum tilkynnist að okkar kæra eiginkona og
móðir, acdaðist kl. 12 að kvcldi hinn 16. þ. m.
Reykjavík 17. febr. 1920.
Hjalti Jónsson og dætur.
Vikadreng
15—16 ára, vantar mig nú þegar
G, Eirikss
Tövinna.
í vetur reii frú Laufey Vtrhjálms-
dóttir S'róðlega grein um heÍmílÍB-
iðnað á íslandi hér í blaSinu og
skýrði frá áformum félags þess,
sem stofnað var fyrir nokkrum ár-
mn til þess að reisa við þjóSlegan
heimilisiðnað íslendinga og greiða
útleiidum heimilisiðnaði braut inn
í landið.
Pélag þetta á eflaust mikið verk
og þarft að vinna. Heimilisiðnaðin-
um hefir farið hnignandi á síðari
tímum. Gamli glitvefnaðurinn var
\ir sögunni, tréskurðurinn horfmn,
gull og silfursmíðin að hverfa. Hef-
ir þessu þó farið nokknð fram á
seinni árnm. Nú er aftur farið að
kenna vefnað eftir útlendri fyrir-
mynd og tréskurðinum hefir fleygt
mjög fram, fyrir ötula framgöngu
Stefáus Eiríkssonar og ýmsra dug-
legra lærisveina hans. Pá fslending-
ar seint þakkað honum lífsstarf
hans eius og hann á skilið.
Pélagið nýtur nú 5000 króna
styrks af opinberu fé til þess að
styðja að útbreiðslu heimilisiðnað-
ar. Verður fé þessu varið til þess,
sS fræða fólk um málið,halda náms-
skeið og styrkja efnilega menn til
náms erlendis.
Hér skal sérstaklega vikið að
einni iðn, sem hingað til hefir get-
að kallast heimilisiðnaður, en nú er
á fallanda fæti. Það er tóvinnan,
bæði prjónles og diikavefnaður.
Hér er um svo mikla atvinnugrein
að ræða, að fylsta ástæða er til að
rannsaka, hvort ekki muni kleyft
að breyta má'linu úr því horfi, sem
það er komið í. Og Heimilisiðnaðar-
Eélagið mundi standa vel að vígi,
að koma breytingtinni á, ef það
aiinars er mögulegt.
íslendingar eru að hætta aðvinna
í fatnað utan á sig sjálfir. í kaup-
stöðunum sést varia íslenzkur fatn-
aður af neinu tagi, og upp til sveita
er útlendi fatnaðurinn farinn að
ryðja sér til rúms líka. Pólksekl-
nnni má eflaust kenna um þetta,
að nokkru leyti. En ekki að öllu
leyti. Önnur veigamikil ástæða hef-
ir verið svi, að íslenzkir dúkar hafa
ekki þótt  eins útlitsgóðir og át-
lendir, ekki eins fallegir fyrir aug-
að. Pólkið — einkum unga fólkið —
í sveitunum, kýs heldur endingar-
lítið og óvandað útlent fataeíni, en
íslenzku dúkana, sem þó eru marg-
falt haldbetri. Og íslenzki nærfatn-
aðurinn á líka örðugt uppdráttar.
Hann þykir böðulslegur, óþægileg-
ur og miklu óviðkunnanlegri en sá
útlejidi, en er ma.Tgfalt endingar-
betri.
Innflutningur vefnaðarvöru hing-
að fer vaxandi ár frá ári. Árið 1915
fluttist hingað :
Verð kr.
30,151 kg. ullarvefnaður----  299,590
184,042 — bómullarvefn.....662,840
118,660 — „jute"-vefn.....138,309
74,390 — hör- og hampvefn. 219,348
22,918 — prjónavörur  .....  181,681
18,253 — línvörur .........  86,602
5,147 — kvenfatnaður  ....  34,296
25,849 — karlafatnaður___154,143
Með öðrum orðum nær 480 þús.
kg. af vefnaðarvöru fyrir nál. eina
miljón 780 þrisund krónur. Sama
árið var flutt út 800 þús. kg. af
ull fyrir 3.460.000 kr. Var ullar-
verðið óvenjuhátt þetta ár. Enu
fremur nær hálf milj. kg. af söltuð-
um gærum. En af unninni ull var
flutt út: 'sokkar og vetlingar fyrir
tæp 14 þúsund krónur.
Engar skýrslur eru til um það,
live mikil ull «r unnin til heimilis-
þarfa í landinu og er því eigi hægt
að sjá hlutfallið milli notkunar inn-
lendrar og útlendrar tóvinnu í land-
inu. En það eitt er víst, að hlutfall-
ið er altaf að breytast og að það
verður minna með ári hverju, sem
uunið er af ull í landinu.
Það er sagt, að heimilisiðnaður-
inn verði of dýr og geti ekki kept
við útlendan verksmiðjuiðnað. Þetta
er alveg rétt, ef miðað er við kaup-
gjald það, sem goldið er fyrir aðra
vinnu. En þess er að gæta, að til-
vera heimilisiðnaðarins byggist á
notkun tómstundanna, á ígripa-
vinnu, sem höfð er til að fylla út
vinnu'leysistíma, sem ella kæmu
ekki að neinum notum. Og þegar á
þetta er litið, getur heimilisiðnaS-
urinn staðist samkepni, eins og til
hagar á flestum sveitaheimilum.
En tóvinnuaðferðirnaT þurfa að
breytast og varan, sem framleidd
er, að batna, til þess að geta stað-
ist samkepni. Það þarf meiri fjöl-
breytni í framleiðsluna, endurbætt-
ar vinnuaðferðir, og þó sumum
finnist það máske hégómi, þarf ís-
lenzka tóvinnan að ganga betur í
augun en áður, <en á þá hlið máls-
ins hefir lítil áherzla verið lögð til
þeesa. — Heimilisiðnaðarfélagið
hefir hér mikið og þarft verkefni,
sem það lætur sig væntanlega miklu
skifta. í sambandi við þetta mál má
minnast á, að íslenzka ullin er orð-
in of dýr til þess að vinna úr henni
rnargt það, sem hún er notuð í. Áð-
ux hefir verið minst á það hér í
blaðinu, hvort eigi væri rétt að
flytja inn bómull, til þess að nota1
saman við íslenzka ull og var bent
á, að með því móti mætti fá miklu
útlitsfallegri dúka en úr eintómri
ull. Þarflegt væri, að komast að bví
Pyrirliggjandi  í  heildsölu  til
kaupmanna og kaupfélaga:
LIPTONS THE, sem er hið bezta í
heimi. — Aðeins tegund nr. 1
(hin bezta) í y^, y2 og 1 lbs
pökkum.
G. EIRÍKSS, Reykjavík
Einkasali a Islandi.
með tilraun. hvort þetta mætti tak-
ast.
M'eðan tóvinnuverksmiðjurnar eru
eigi fleiri og stærri en nú, verður
íslenzkur tóvöruiðnaður að kallast
heimilisiðnaður. Og sjálfsagt er að
reyna að halda þeim heimilisiðnaSi
við. Þegar fram líða stundir, mun
fara svo hér sem annarstaðar, að
dúkavefnaður og prjónavöruiðnað-
ur verði verksmiðjuvinna. En þang-
að til ætti að reyna að halda þess-
ari iðju sem bezt við á heimilun-
um og ekki nema gott fyrir seinni
tíma, að hún sé endurbætt og full-
komnuð svo sem mest má verða.
Af tölunum, sem birtar eru hér
að framan, ætti mönnum að verða
ljóst, að þjóðirnar munar það eigi'
svo litlu, ef hægt væri að draga eitt-
hvað úr innflutningi vefnaðarvöru
með inn'lendri framleiðslu. íslend-
ingar bbrga nálægt 200 kr. á hvert
mannsbarn að meðaltali fyrir út-
lendan fatnað. Það eru miklir pen-
ingar og bera vott um, að þjóðin
kunni lítt til verka sjálf og verði
að iáta aðra vinna utan á sig garm-
ana.
Og þegar litið er á það geypiverS,
sem nú er goldið fyrir úflendan
fatnað, þá virðist það vera til þess
fallið, að hvetja menn 'til'þess, að
láta eigi sitja við svo búið. Karl-
mannafatnaður úr góðu efni kostar
nú 200 til 300 krónur og tilbúin föt
úr lélegu bómullarefni yfir 100 kr.
Þegar litið er á, hve mikil ull fer
í >einn alklæðnað, dylst engum, að
vinnulaunin við vefnað og saum
verða ærið há. Og þó er vefnaður-
irm verksmiðjuvinna.
Hér þarf samkepni. Og það er
vafalítið, að íslenzkur heimilisiðn-
aður getur kept á þessu sviði — ef
meiri stund er lögð á að framleiða
smekklega vöru.
Reykvíkingar kaupa útlenda
sokka, sem vantar ált nema gott
útlit og hátt verð, og reka tær og
hæla út úr þeim á örstuttum tíma
og er kalt í þeim á vetrum, af því
þeir eru ónýtir og eiga ekki við
staðhætti. íslenzka ullin tekur fram
flestri annari ull hvao hlýleik snert
ir ogsokkar úr henni eru,endingar-
góðir. En það er eins og enginn
viti af þeim. Eina verzlunin. sem
máske hefir þá að staðaldri, er
Thorvaldsens-bazarinn, og þar
verzla fáir nema útlendingar.
íslendingar eru lítt ræktarsamir
við eigin iðnað, enda, er hann á lágu
stigi. En á þessum tímum, þegar
ópið um það, að hver þjóð eigi að
vera sjálfri sér nóg, kveður við um
alla veröldina,veitir sannarlega sízt
af, að við reynum að komast sem
mest af við það, sem við höfum sjálf
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4