Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 93. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						7. árg.,  102. tbl.

ffl^

Fimtudag 26 februar 1920

Iaafoldarprentsmiðja

GAMLA BIO

Sýning ikvöld kl. 9.

Þiiú valkvendi

(De tre Gratier)

Gamanl. 1 5 þáttum

Aðalfalutv. leíkur:

Marguerite Clark.

litla fagra leikkonan sem allir

kannast við úr Einkadóttirin og

D-igbók Babs. Mynd þessi er

einnig framúrskarandi skemti-

leg og listavel leikin.

NýkomiS:

Graphophone-plötur  með  frönsk-

um textum til að læra af franska

tungu. Texta-bækur fylgja. Að-

ferðin er viðurkend um allan

heim. fullkomið kerfi sendist

hvert á land sem er gegn póst-

kröfu.

G. EIRÍKSS, Reykjavík

Einkasali á íslandi.

Frá Aiþingi.

Þinglok.

I upphafi þingfundar í neðrij

deild í gær, gat forseti þess, að

þingi mundi slitið á mánudaginn,

¦en þinglok mundu verða á laugar-

dag og yrði því þeir þingmenn, er

ætluðu sér að fara með fslandi, að

skila þingfararkaupsreiknin'gum

sínum.

Prá fundi í neðri deild.

Níu mál voru á. dagskrá og öll

nema eitt tekin fyrir með afbrigð-

Tsm frá þingsköpum. Fimm fyrstu

málin voru afgreidd til efri deildar

óbreytt. Það voru frumv. um gull-

mál íslandsbanka, sáttanefndir, tak

mörkun eða bann gegn innflntningi

óþarfa varnings, kenslu í mótorvél-

fræði og lögreglusamþyktir.

Tveim næstu frv., um manntalið

«g breytingar á póstlögunum, var

vísað til 3. og 2. umræðu.

Bann gegn botnvörpuveiðum.

Frv. er, eins og áður er getið,

komið fram frá samvinnunefnd

sjávarútvegsnefnda beggja deilda.

Frá sjávarútvegsnefnd neðri deild-

ar befir og komið fram þingsálykt-

unartillaga um það, að alþingi

skori á stjórnina „að annast um að

á þessu ári verði að minsta kosti

tvö skip að staðaldri við landhelg-

isgæzlu hér við land" og heimilist

heuni að verja úr ríkissjóði því

fé er til þess þarf og eínnig til

frekari undirbúnings og fram-

kvæmda í strandvarnarmálinu.

Frv. er samsteypa úr öllum áður

gildandi lögum um bann gegn botn-

vörpuveiðum í landhelgi, og er lág-

mark sekta hækkað tífalt, eða úr

1000 krónum í 10000 kr. Ennfrem-

ur er feld burt sú heimild, er ís-

lenzkir botnvörpungar höfðu, til

þess að mega hafa hlera utanborðs

innan landhelgi.

Einar Þorgilsson hafði framsögu

í mélinu. Þótti honum sektarákvæð-

in sízt of há, þegar' tekið væri tillit

til verðfalls peninga og hins, að

nú fá botnvörpUngar að jafnaði

jaí'nmörg þúsund pund fyrir afla

sinn í Bretlandi eins og beir fengu

þúsund krónur áður. Fyrir sitt leyti

kvaðst haim hafa viljað hafa sekta-

ákvæðin hærri og virtist margt

mæla með því, þar sem t. d. lands-

stjórnin hefði verið svo stimamjúk

við húsbændurna, Englendinga, hér

áður, að gefa út lög og ákvæði að

viðlögðum 100—500 þús. kr. sekt-

um ef út af væri brugðið.

Frv. var samþykt við 1. umr. og

að loknum fundi var fundur settur

aftur og þetta mál tekið fyrir til 2.

umræðu. Var það enn samþykt með

öllum greiddum atkvæðum til 3.

umræðu, sem verður í dag.

Varpf uglarnir!

Frv. Bjarna frá Vogi um heimild

fyrir landsstjórnina að gera Lands-

bankann að hlutabanka, var til 1.

umræðu. Bjarni gat þess, að komið

væri frá sér annað frv. um eftirlit

með bönkunv. Málið gekk til 2. umr.

óg fjárhagsnefndar, Fanst það þó

á sumum, að því mundi lítil lífs von

með því að komast í nefnd, þar sem

mörg mál mundu sofna í nefnda-

höndum A þessu ]úngi.Bjarni spurði

forseta, hvort honum virtist eigi

s>vd, scui sinnir varpfugl'arnir í 'þing

inu hefði legið nógu lengi á. Ejváost

hann mæla það aðallega til landbún

aðarnefndar, sem ek'ki væri enn far-

in að skila áliti í fjárkláðamálinu,

og væri 'það þó eigi þýðingarlaust

fyrir bændur að það drægist, að j

f járkláðamaurinn væri útdrepinn. j

Bað hann forseta að stugga við 'þess .

um fuglum og varð forseti við því ¦

á þann hátt, að hann skoraði á

nefndir, er hafa mál með höndum,

að skila áliti hið allra fyrista.

Skaðabótakrafa á hendur

landsverzlun.

Eitt af erindum þeim, er alþingi

hafa borist, er frá Torfa Jörgen

Tómassyni. ítrekar hann skaðabóta

kröfu þá, er hann gerði til alþingis

1919 á hendur Landsverzluninni

;!vegna atvinnusviftingar án fyrir-

vara, og ómannúðlegrar meðferð-

ar" á sér og leitar þess, að þingið

kveði nú upp álit sitt um það, og

hverrar uppreistar hann meigi

vænta af Landsverzluninni. Vonar

hann, að alþingi líti og á þá hlið

málsins, að „samvizkusamir 0g

reyndir skrifstofumenn eru reknir

á brott frá Landsverzluninni, en

lítt nothæfar telpur teknar í stað-

inn''.

Var erindi þetta lesið í aeðrideild

í gær og gerðist hlátur mikill a

þingbekkjum.

vantar nokkra

til að hnýta þorskanet

Sígurjón Pétarsson, Hafnarstræti 18.

Eiðaskólinn.

Ungmennafélag Fljótsdæla, 38

kjósendur á Jökuldal og 184 kjós-

endnr á Fljótsdalshéraði, skora á

þingmenn Mýlsýslunga að hlutast

til um, að Eiðaskólinn verði fluttur

að Hallormsstað.


Syiida sða sðkkva.

Meðan Islendingar fluttust ár

frá ári til Ameríku, þar sem menn

trúðu á ótæmandi möguleika til

frama og velmegunar, várð einatt

alt komið undir dugnaði og vilja-

krafti manna. Ólík skilyrði þar og

hér kröfðust atfylgis og ódrepandi

áhuga á því, að brjóta sér braut, ef

hún ætti að vinnast. Ameríka mætti

mörgum innflytjendum með hið

¦stuttorða svar: söktu eða syntu!

Og það varð ti'l þess, að þar í ál.fu

hefir alist upp kappsom kynslóð,

sem ekki hikar við að tefla öllum

kröftu'm fram, ella þurkast burtu

og líverfa í skugga þeirra, sem

meiri hafa máttinn. Þessir erfið-

leikar, sem oftast urðu á vegi ný-

innfluttra manna, 'hafa orðið til

þess, að íbúarnir hafa brotið nýtt

land og gert Ameríku að voldugu

ríki. Þeir kusu að synda í staðinn

fyrir að sökkva. —

Ástandinu í heiminum nú mætti

líkja við þá erfiðleika, sem urðu á

vegi innflytjendanna í Ameríku.

Pað er hrópað til hvers lands og

allra þjóða: „sökkvið eða syndið" !

Mönnum er að skiljast það, að síð-

ustu tímar og þeir sem eru fram

undan, þrýsta þeirri 'kröfu að sér-

hverri þjóð, að v i n n a eða hverfa

úr sögunni.

Og þessi krafa er ekki síður lögð

á okkur Islendinga. Þó að svo megi

teljast, að hér sé enginn bráður

voði fyrir dyrum, þá er enginn kom

inn til að segja um 'það, hvernig

naasta ár verður okkur til handa

Itvað atvinnuvegi snertir, eða hvern

ig umhorfs verður hjá þeim þjóð-

um, sem við erum komnir upp é og

höfum mest skifti við nú.

Það «r því s'kylda okkar að gera

okkur ljóst, hvað við þurfum að

gera til 'þess að bjarga við fjárhag

þjóðarinnar og koma samræmi á

ýmsar stefnur og hreyfingar, sem

nú lítur út fyrir að ætli að sundra

þjóðinni. Þótt nú kunni að sýnast

hættulítið útlitið, þá er engum auð-

ið,að segja um breytingar og bylt-

ingar næstu ára, hvað verzlunar-

magn vort verður mikið, hve fram-

leiðsla vor verður arðberandi eða

mikil, hve vinnumagn þjóðarinnar

verður frjótt og margt fleira. Alt

þetta verður að koma til greina og

athugast og leiðir að finnast til

þess að sporna við því, að alt fari

í mola.

En það sem öllum er ljóst er það,

að fyrst og fremst verðum við að

leggja alt kapp á að framleiða,

Astandið í heiminum gerir þá óum-

flýjanlegu kröfu til vor, eins og

allra annara þjóða. En erum við

komnir svó langt, að við getum sam

einað okkur um þetta? Er öllum

ljóst, að hver dagur, sem missist

frá framleiðslunni, er tap fyrir f jár-

hagslega framtíð þjóðarinnar?

Og enn er það annað, sem eng-

inn má gleyma. Það er sparsemin,

sparsemin á öllum sviðum, hjá æðri

sem lægri. Þjóðarheildinni stendur

hinn mesti voði af því andvara-

leysi, sem virðist ríkja í þeim efn-

um nii, þrátt fyrir alvöru þeirra

tíma, sem standa yfir.

Erfiðleikarnír sköpuðu framtaks-

og viljasterka menn úr innflytjend

unum íslenzku, er þeir fluttust vest

ur um haf. Ef til vill skapar nú al-

vara þessara tíma einingu og at-

fylgi í þjóð vdra til þess að sjá hag

vorum borgið í framtíðinni. Og sé-

um við íslendingar næmir fyrir

þessu hrópi, sem alstaðar heyrist

nú: sökk þvi eða syntu! þá mun

ekki örvænt um góðan framgang

þjóðarhagsins.

Sígurðarnír.

Hvað um þá verður, Sigurðana

(Eggerz og Yztafells), er þeir nú

fara úr stjórn, vita menn eigi með

vissu. Víst má þó þykja, að Sig.

Eggerz fer aftur á eftirlaun þau,

er hann lét úrskurða sér hið fyrra

skiftið er hann var ráðherra, sæll-

ar minningar. Þá var ekki úr lögum

tekið, að ráðherrar mættu hafa eft-

irlaun. Og líklegt telja menn, að

hann fái einhver „bein" til upp-

fyldar (ráðherra-eftirlaun hans

munu nú vera með dýrtíðarupp-

bót nál. 6600 kr.). — Nafni hans f er

sjálfsagt aftur heim á f ornar stöðv-

ar, norður að Yztafelli, og mun

þingið sjá honum fyrir einhverjum

ellistyrk.

NÝ[A BÍÓ

Hætiájj vínkona

Ágætur sjónleikur  i 4 þátíum

eftir Garduer Sullivan.

Aðalhlutverkið leikur

Lilian Gish.

Myndin sýnir hverjum áhrif

um léttúðug mær uær á nng-

um manni og hvernig hún get-

ur hvað eftir annað látið hann

falla fyrir freistingam sinum,

enda þótt hann sé skilinn við

hana og sé giftur ágætri konn

En að lokum getnr hann þó

brotið af sér töfrafjöturinn.

Sýning i kvöld kl.  9.

Breyting

á póstlðgunum.

Bneytingar þær á póstlögunum,

sem nú liggja fyrir 'þinginu, felast

í því, að hvert skip, sem er íslenzk

eign, eða skip, sem menn, búsettir

hér á landi, hafa á leigu, er skyld-

ugt til, þegar það er aforeitt frá

höfn í útlöndum til Islanæ, að láta

pósthús þar á staðnum vita um för

sína, og taka til flutnings, ef þess

er óskað, allskonar bréfasendingar,

og að sektir megi fimmfalda þegar

miklar sakir eru, og auk þess sé

póststjórninni heimilt a.ð  útiloka

Fyrirlggjandi hér á staðnum:

ARCHIMEDES land-mótorar, y2,

% og 3 hestafla, fyrir bensin. —

Verðið óbreytt.

G. EIRÍKSS, Reykjavík.

Einkasali á íslandi.

hlutaðeigendur frlá póstsambandi

ðiu ákveðinn tíma, og eins þá menn,

sem gera sig seka í megnum van-

skilum gagnvart póststjórninni.

Breytingar þessar eru frá aðal-

póstmeistara komnar og fer hann

svo feldum orðum um nauðsyn

þeirra:

Það hefir verið torsótt að fá

póststjórnina á Englandi til að nota

tækifærisferðir til póstflutninga

hingað. Þó tókst mér síðastliðið

haust að fá hana til að senda bréfa-

póst til Fleetwood, til þess að koma

honum með botnvörpungum, sem

áttu þaðan tíðar ferðir, og til þess

að eigi yrði of mikið á þá lagt, tók

eg það sérstaklega fram, að með

þessum ferðum mætti eigi senda

neinn bögglapóst, því að botnvörp-

ungar mundu eiga erfitt með að

flytja hann.

Þetta gekk nú ágætlega í nóvem-

ber og desember, og kom þá bréfa-

póstur hingað frá Englandi, Dan-

mörku og öðrum löndum, stundnm

oft í viku.

1 byrjun janúar ætlaði póststjórn

in enska, eins og áður, að senda

bréfapóst með einum af botnvörp-

ungum Kveldúlfs, en var gerð aftur

reka, því að skipstjórinn neitaði að

taka póstinn.

Póststjórnin á Englandi hefir eigi

notað þessar ferðir frá Fleetwood

síðan, og býst eg við, að hún muni

eigi fáanleg til að senda póst fram-

vegis frá öðrum stöðum en Leith,

meðan hún getur átt á hættu að

verða rekin með póstinn til baka

aftur, og það gæti líka komið fyrir,

að þau skip, sem sigla frá Leith,

ueiti að taka póstflutning, að minsta

kosti láti pósthúsið þar eða í Edin-

borg ekkert vita um f erðir sínar.

Það gæti e.innig verið heppilegt

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4