Morgunblaðið - 30.11.1937, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 30. nóv. 1937.
MORGUNBLAÐIÐ
3
Magnús Guömunösson anðaöist
á sunnuðag
Magnús Guðmundsson fyrv. ráðherra
andaðist á sunnudaginn, um nón-
bil af afleiðingum holskurðarins, er
gerður var á hqnum á föstudagskvöldið.
Á laugardaginn var líðan hans sæmileg,
einkum framan af degi, sótthiti lítiil um morg-
nninn, og gerðu menn sér góðar vonir um bata.
En á laugardagskvöld hækkaði hitinn. Þá
komu greinilega í Ijós hjartabilunar og lungna-
bólgu einkenni.
Læknar gáfu honum varnarlyf gegn lungnabólgu og
hjartastyrkjandi meðöl, bæði fyrir uppskurðinn og eins á eftir.
Aa það stoðaði ekki. Á sunnudagsmorgun var hitinn kominn ná-
40 stigum. En hjartabilunin ágerðist þrátt fyrir hin kröft-
ngruetu hjartalyf, og var þá dauðinn vís.
*
Fráfall Magnúsar Guðmundssonar er óvenjulega sviplegt.
hittir vini hans og samstarfsmenn sem þruma úr heiðskíru
lofti. Á föstudag var hann í fullu fjöri á þingfundi. Er hann
kom þangað eftir hádegisverð, kendi hann sjer einskis meins. En
«m kl. 2. vjek hann af fundi og gekk heim vegna lasleika
•* hann kendi til. Er heim kom, taldi hann þó þetta smávægi-
legt. Það dróst því fram undir kvöld, að læknir væri sóttur. En
þá hafði hann fengið óbærilegar kvalir.
Er læknir kom, lá í augum uppi, að hjer var um heiftar-
lega botnlangabólgu að ræða, og ekkert undanfæri með tafar-
lausan uppskurð. Hann var fluttur á Landakotsspítala, um kl. 7
um kvöldið. Á leiðinni í sjúkravagninum var hann aðframkom-
inn af kvölum. Svo skamt var bilið frá því hann gekk um al-
hress, og þangað til hann var í dauðans greipum.
Uppskurðurinn reyndist ekki erfiður, var framkvæmdur
mestmegnis í gassvæfingu og tók ekki nema rúmar 20 mínútur.
Botnlanginn var ekki sprunginn. Þó var þroti kominn í lífhimn-
una út frá honum.
Síðastliðið sumar fjekk Magnús heitinn slæmt lungnakvef
er mun hafa verið bletta-lungrrabólga. Svo þar hefir hann verið
veikur fyrir. Þetta vissu menn. En hitt ekki, að hann væri svo
óstyrkur fyrir hjarta.
*
Er fregnin barst út frá Landakotsspítala um að Magn-
ús Guðmundsson væri dáinn, var þegar dreginn fáni í hálfa
stöng á Alþingishúsinu. Eftir það barst fregnin út eins og eld-
ur í sinu. Fleiri fánar drúptu brátt víðsvegar um bæinn. Menn
mundu til þess, að einn af ástsælustu og mikilvirtustu mönnum
landsins var dáinn. Þó menn hefðu frjett, að Magnús hefði
verið fluttur á spítala, kom dánarfregnin öllum á óvart. Magn-
ús var talinn hraustur maður og heilsugóður. Hann var maður í
fullu starfsfjöri, með óbilaða starfskrafta. Vinsældir hans og
vegur fór vaxandi með hverju ári. Menn töldu víst að hann ætti
svo margt ógert til þjóðnytja.
*
Þingflokkur Sjálfstæðismanna hélt fund í gærmorgun, og
sendi frú Soffíu, ekkju Magnúsar svohljóðandi samúðarávarp:
í djúpri hrygð yfir fráfalli okkar ágæta vinar og forystu-
manns, Magnúsar Guðmundssonar og minnugir hans með mik-
illi þakklátssemi, sendum við, þingmenn Sjálfstæðisflokksins,
yður alúðarfylstu kveðjur, og vottum yður einlæga hluttekningu.
Guð blessi yður og heimilið.
*
Þingfundur var settur í sameinuðu þingi kl. 10 mín. fyrir
1, síðdegis. Þar mintist forseti Jón Baldvinsson, Magnúsar heit-
ins með ræðu, þar sem hann rakti helstu æfiatriði hans, en
komst síðan þannig að orði:
,,Með Magnúsi Guðmundssyni er til moldar genginn einn
þeirra manna, er fremstir hafa staðið í stjórnmálabaráttunni
um síðastliðin 20 ár. Hafði hann og marg'a þá kosti til að bera,
er skipuðu honum sess meðal hinna mest metnu manna í flokki
sínum. Frá embættis- og stjórnmálastarfsemi sinni hafði hann
meiri og víðtækari þekkingu á íslenskum stjórnarháttum en
flestir samtíðarmanna hans. Þá var og mikil þekking hans á at-
vinnuháttum þjóðarinnar, einkum á öllu, er at5 landbúnaði laut,
og Ijet hann sjer jafnan annast um málefni bændastjettarinn-
ar, þó að langur embættisferill og stjórnmálastarfsemi veitti
honum góða yfirsýn um þarfir og hagsmuni annara stjetta þjóð-
fjelagsins. Á Alþingi var Magnús Guðmundsson meðal hinna
starfhæfustu og starfsömustu þingmana og vann að hverju máli
með þeirri samviskusemi og nákvæmni, sem honum var eðlileg,
og þó að flokksmönnum hans sje mest eftirsjá að fráfalli hans,
þá munu einnig þeir, er andstæðingar hans voru í stjórnmálum,
bera honum það vitni, að vart hafi getið samvinnuþýðari mann
Minningarorð
um Magnús
Guðmundsson
Jafnvel þó í fótspor fenni,
fjúki í skjólin heimaranns:
gott er að signa göfugmenni,
gjalda blessun minning hans,
dreifa skini yfir enni,
ilmi um brjóst ’ins fallna manns.
Þegar heyr’ jeg góðs manns g’etið,
g’laðnar yfir mjer um sinn;
þá er eins og dög-un dafni,
dreifi birtu um himininn;
vonum fjölgi, veðrið batni,
vökni af döggum jarðar kinn.
Margur kveður Magnús hljóður,
mænir um öxl, er fer á braut
sonur besti sinnar móður;
sæmdar höldur í hverri þraut.
Breiða yfir hann Birt'a og Gróður
besta vefnað — tvöfalt skraut.
Guðmundur Friðjónsson.
í störfum, innan þings og utan. Hann var velviljaður maður og
friðsamur, en eigi voru þeir miklu kostir hans altaf metnir sem
skyldi. Magnús Guðmundsson rækti þingstörf sín hverjum
manni betur. Hann var á þingfundi síðastliðinn föstudag og virt-
ist þá heill heilsu. En nú hafa hjer orðið snögg umskipti, og þó
að oss samþingismönnum hans falli þungt fráfall hans, verður
hjer engu um þokað.
Jeg vil biðja háttvirta alþingismenn að votta minningu
þessa látna þingbróður vors virðingu sína með því að rísa úr
sætum sínum.“
Er forsetinn hafði þetta mælt, risu þingmenn hljóðir úr
sætum.
Forsetar Alþingis ákváðu í gær, að útför Magnúsar yrði
kostuð af almannafje, í virðingarskyni við hinn mæta stjórn-
málamann.
*
Þeir urðu jafn gamlir starfsbræðurnir, samsýslunga'-nir
Magnús Guðmundsson og Jón Þorláksson. Jón var fæddur 1877,
Magnús 1879, deyja báðir 58 ára. Þeir áttu samleið mikin i
hluta æfinnar. Störf þeirra báru á ýmsan hátt sömu einkenni.
í stjórnmálasögu landsins verða nöfn þeirra jafnan nátengd.
Skamt er milli þungra áfalla fyrir heimilið að Staðastað. í
sumar deyr Bogi Smith sonur þeirra hjóna. Þau frjettu í hafi
um sviplegt fráfall hans. Og nú eiga þær mæðgur, frú Soffía
og dæturnar tvær á bak að sjá manni og föður. Ástríkari,
skylduræknari og heimiliskærari húsföður er vart hægt að
hugsa sjer en hann.
iliiiiilillliliniillllli;
Ólafur Thors:
MAGNÚSI Guðmundssyni
kyntist jeg skömmu eft-
ir 1920. Síðan hefi jeg verið í
óslitinni, mjög náinni samvinnu
við hann, og þegar jeg nú á
honum á bak að sjá, get jeg á
engan hátt lýst honum jafnvel
eins og með því að taka mjer í
munn einmitt þau orð, er hann
sjálfur valdi Jóni Þorlákssyni
látnum:
„Hann var afbragð annara
manna“.
Vart verður því neitað, að
eins og baráttan á stjórnmála-
sviðinu hefir verið háð hjer á
landi að undanförnu, hefir það
fæstum verið hent, að freista
þess að ná þar til vegs og valda,
án þess að hafa hlotið annað-
hvort mikla mælsku eða ritsnild
að vöggugjöf. Magnús Guð-
mundsson var hvorki ræðuskör-
ungur nje ritsnillingur umfram
marga aðra, enda þótt framsetn
ing hans væri óvenju skýr og
auðskilin, jafnt í ræðu sem
riti. Að hann samt sem áður
hefir verið einn allra mestur
áhrifamaður sinnar samtíðar á
sviði stjórnmálanna, er að
þakka óvenju miklum mann-
kostum hans, skapfestu, skiln-
ingi og góðvild, ágætum vits-
munum, djúpsettri þekkingu á
öllum viðfangsefnum stjórn-
málanna og einstakri starf-
hæfni.
Það eru m. a. þessir kostir,
sem því valda, hve mikil áhrif
Magnús Guðmundsson hafði á
allan gang þjóðmálanna síðustu
tvo áratugina. Hafði hann ým-
ist íorystuna eða veitti mikils-
verðan stuðning 1 nær öllum
umbótamálum er löggjöfin tók
til á þessu tímabili, eigi síst
málefnum bændanna, enda var
hann, ásamt Jóni Þorlákssyni
alla tíð áhrifamesti maður í
stærsta stjórnmálaflokki lands-
ins, var ungur settur í 'ráðherra-
stól og átti þar lengri sétu en
hokkur annar Islendingur til
þessa hefir átt.
Magnús Guðmundsson hefir
um langan aldur notið mikill-
ar virðingar og trausts allra,
sem af honum höfðu persónu-
leg kynni og mjög margra ann-
ara. Þó sk^vt r enn nol.kuð á
að hann hafi nlotið jafn al-
menna viðurkenningu og verð-
leikar standa til, en það stafar
af því, er áður greinir, að hann
skorti vígfimi til jafns við
mannvit og mannkosti. En með
hverju árinu sem leið, fjölgaði
þeim er unnu honum sannmæl-