Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 15.03.1963, Blaðsíða 8

Verkamaðurinn - 15.03.1963, Blaðsíða 8
Landssðlumenn eru enn d lerðl Verkamaðurinn ^ÓIiugnanleg ræða Gylfa Þ. á aldarafmæli ÞJóðminjaisafns Þjóðminjasafn íslands átti hundrað ára afmæli í síðasta mánuði. Voru af því tilefni mikil hátíðahöld, erlendum gestum boð- ið og margar ræður fluttar. En aðalræðuna flutti menntamála- ráðherrann, Gylfi Þ. Gíslason. — Oft hefur sá maður sagt ýmislegt misviturt, en við þetta tækifæri keyrði um þverbak. Allt innihald ræðunnar var opinskár áróður fyrir sjálfstæðisafsali, aðild að ríkjasamsteypu og bandalögum. Skulu hér tilfærð nokkur dæmi um málflutning þessa manns, sem jafnframt ættu að vera full sönn- un þess, að ríkisstjórnin hefur síður en svo snúið baki við hug- myndinni um innlimun lands og þjóðar í EBE eða aðra álíka ríkj asamsteypu, þar sem við yrð- um áhrifalaust þjóðarbrot, sem enginn tæki eftir. Ráðherrann sagði m. a.: Brimi í Oddeyri Sl. laugardag brann lítið bíla- verkstæði, er var til húsa í skúr í svonefndu Kelduhverfi á Odd- eyri. Tveir bílar voru í skúrnum. Tókst að bjarga öðrum, en hinn brann og eyðilagðist ásamt verk- færum og fleiru. Eigandi verkstæðisins var Osk- ar Ingimarsson bifvélavirki. Skúr- inn var tryggður og einnig bíll- inn, sem brann. Btrinn (Inttnr Húsavík 14. marz. Nú liggja fyrir niðurstöður í bormálunum. Þann 7. marz var lokið við að bora fyrstu holu, sem Norðurlandsborinn átti að gera hér. Dýpt er nú llödVá™ vídd holu tomma. Mælingar sýna 110 gr. (celsíus) borhita, og má gera ráð fyrir ört vaxandi hita með dýpt. „Einn mestur stjórnmálaskörungur á fyrri hluta þessarar aldar sagði ekki alls fyrir löngu, að svo virtist nú komið, að helzta ráðið til þess að efla sjálfstæði þjóðar væri að fórna sjálfstæði hennar. Þetta kann að hljóma sem öfug- mæli. En orðið sjálfstæði er hér auðvitað notað í tvenns konar merkingu. Átt er við það, að svo virðist sem ein teg- und sjálfstæðis verði ekki efld nema á kostnað annarrar. Tuttugasta öld er tími fjöldaframleiðslu, stórs markaðs, kjarnorku og geimferða. Tvö mestu stórveldi Vesturlanda og þá um leið veraldar eru til orðin við samruna þjóða og þjóðarbrota, jafnvel ríkja. í Austurlöndum eru að rísa upp risaveldi, sem eru ólíkari hið innra en Evrópa, og greinist hún þó í sundurleitar þjóðir og mörg þjóðríki. Hvarvetna gætir viðleitni til þess að efla samvinnu, tengjast böndum, mynda bandalög. Hvers vegna? Vegna þess, að fjöldafram- leiðsla og stór markaður, kjarnorka og geimferðir krefjast stórra átaka, sterkra afla, mikils valds. En fær það dulizt mönnum, að sérhver samningur milli þjóða, sérhver samtök ríkja, sérhvert bandalag bindur alla þá, sem aðild eiga, takmarkar sjálfforæði þeirra? Auðvitað vinnst annað. Hversu lengi varðveitir sú þjóð sjálfstæði sitt, sem dregst aftur úr öllum? Og kemur ekki hlutdeild í auknu sjálfstæði og vaxandi öryggi voldugs bandalags í stað minnk- andi sjálfsforræðis hvers einstaks? Ágreiningur getur varla verið um það, að þetta er að gerast í heiminum um þessar mundir. Um hitt getur mönn- um sýnzt sitt hvað, hvort hér stefni í rétta átt eða ranga. En ef menn á annað borð óska bættra lífskjara, ef menn keppa að auknu öryggi, þá virðist þetta leiðin í þá átt. Það, sem er að gerast í kringum okkur, er, að stórveldi eflast, banda- lög myndast, olnbogarúm hinna smáu minnkar, skilyrði þeirra til þess að tileinka sér hlutdeild í framförum skerð- ast, kæna smáríkis dregst aftur úr hafskipi stórveldis eða bandalags. En hvað kemur þetta því við, sem er tilefni þess, að við erum hér saman komin? í dag minnast íslendingar aldar- afmælis einnar merkustu stofnunar sinnar, Þjóðminjasafns íslands. Þetta safn á fyrst og fremst að sýna þjóðmenningu íslendinga. Það varðveitir sýnilegar minjar um það er gert hefur og gerir íslendinga að þjóð. En nú má spyrja: Er það svo, að í kjölfar vaxandi alþjóðasamstarfs og minnkandi einangrunar hljúti það að sigla, að þjóðir glati sérkennum sínum, týni tungu sinni, gleymi sögu sinni, spilli menningu sinni? Það væri bæði léttúð og barnaskapur að gera sér þess ekki grein, að á slíku getur verið hætta. En hitt er fjar- stæða, að ekki sé unnt að varðveita þjóðerni og þjóðmenn- ingu í þeim straumi tímans, er nú rennur, og gerir þjóðir heims æ háðari hverri annarri á sviði efnahagsmála og stjórnmála. Máli skiptir hér sem oftar það eitt, sem maður vill. Sú þjóð, sem vill varðveita menningu sína og sérkenni, getur það, hver svo sem hlutur hennar er í samskiptum við aðrar þjóðir.“ VÍSA VIKUNNAR Þorri hló í þetta sinn, þýddi mó og grundir. Skyldi góugróðurinn grofast snjóum undir? Kirkjuviku Iokið Á sunnudag lauk svonefndri kirkjuviku á Akureyri. Alla vik- una voru kvöldsamkomur í kirkj- unni með mismunandi dagskrá. Kirkjugestir þessa viku töldust um 2300, en að auki sóttu 1500 börn kvikmyndasýningar og sunnudagaskóla. Hér skal ekki rætt ýtarlega um einstök atriði þessa málflutnings, enda augljóst hvert stefnt er með honum, en nokkra punkta er rétt að benda á: 1) Helzta ráðið til að efla sjálf- stæði þjóðar á að vera að fórna sjálfstæðinu. Stofnuð- um við þá lýðveldið 1944 til þess eins að geta fórnað því aftur? 2) Viðleitni gætir til að mynda bandalög. Þurfum við endi- lega að hlaupa eftir því? Hef- ur ekki eyþjóðin nyrzt í At- lantshafi nokkra sérstöðu? 3) Þótt úti í heimi sé krafizt sterkra afla, mikils valds, hvers vegna eigum við að beygja okkur fyrir því valdi? 4) Hví eigum við að selja okkar sjálfstæði til að eignast hlut í sjálfstæði annarra? Eða hví skyldi okkur vegna betur und- ir annarra stjórn en okkar sjálfra? Við erum ekki endi- lega bundnir við að hafa alltaf „viðreisnarstj órn“. 5) Enginn hefur ennþá getað sannað, að lífskjör batni við myndun bandalaga. Margir telja sig geta sannað, að þau versni fyrir allan almenning. 6) Með samruna þjóða í eina rík- isheild hlýtur hver og ein að glata sérkennum sínum og sér- stakri menningu. Spurningin er aðeins, hversu langan tíma það tekur. 7) Engin smáþjóð getur varðveitt lifandi þjóðminjar sínar undir annarra stjórn. Gleggst dæmi eru Vestur-íslendingar. 8) Ræða Gylfa á aldarafmæli Þjóðminjasafnsins er ókurteis- leg móðgun við íslenzku þjóð- ina, svívirðileg tilraun til að grafa undan þjóðarstolti okk- ar og menningararfleifð. — Myndi nokkur ráðherra í nokkru landi öðru hafa látið sér til hugar koma að nota slíkt tækifæri til áróðurs fyrir land- sölu? Norðurlandsborinn. Hann fer nú til Nómaskarðs um sinn. Ábyrgðarmaður: Þorsteinn Jónatansson. Prentsmiðja Björns Jónssonar h. f. Berglög hafa verið mjög auð- veld í vinnslu, og borhraði er 1 —' 2 m á klst. Ekki hefur orðið vart afmark- aðrar vatnsæðar, árangur er þv1 enginn enn sem komið er. Jarð- hitadeild er þó þeirrar skoðunar, að berglög í holunni séu þannig, að dýpkun í 1500 m. sé æskileg- Nú er borinn ekki gefinn upp fyrir nema 1150 m dýpi, til þess að dýpka holuna það, sem talið er nauðsynlegt, verður að bæta ur þessum ágölium og mun það taka 1—2mánuði. Virðist því ekki o- eðlilegt að flytja borinn að jarð- hitasvæðinu í Námafjalli o g vinna þar, meðan þeir örðugleik- ar, sem valda töf á meiri dýpkun hér, eru leystir. Svo myndi bor- inn fiuttur hingað aftur og þa gengið úr skugga um hvort vatn- ið næðist ekki neðar. Bæjarráð og hitaveitunefnd Húsavíkur hafa fjallað um þetta mál og fallist fyrir sitt leyti a þessa tilhögun við vinnuna. INFLÚENZA OG ATVINNULEYSI ÞÓRSHÖFN 13. marz. — Ve5l- áttan er alveg einstök og saiö' göngur góðar. Þó var lokað Hálsaveginum frá Raufarhöfn, vegna aurbleytu. Atvinnulíf er dauft, ekkert rói'ð og flestir, sem gátu, leituðu a aðra staði um vertíðina. Rauðmagaveiðar eru hafnaU en ganga fremur tregt. Hér hefur hettusótt verið a^ stinga sér niður í vetur, en ven° væg. En nú geysar inflúenzan og verður fólk nokkuð mikið veikt, fær um og yfir 40 stiga hita. Er þetta hinn versti faraldur. Það má til tíðinda telja, a® Kvenfélag Þistilfjarðar sýndi leik' ritið Mann og konu. Þótti þetta takast með afburðum vel, þeSar miðað er við allar aðstæður, val aðsókn með eindæmum góð. 1 úlk kom allt frá Vopnafirði og RaU^ arhöfn til að sjá leikinn. —' ^ Halldórsson lék séra Sigva^a’ Svanhildur Kristinsdóttir frúna- Grímur Guðbjörnsson Sigur bónda í Hlíð og Sigríður Jóha011 esdóttir konu hans. Hjái11131 Tudda lék Sigfús Ragnarsson. Leikfélagið á Þórshöfn haf 1 æft „Aumingja Hönnu“, og var Einar Freyr leiðbeinandi. ^111 sýning hafði farið fram, en ®v varð að hætta sýningum ve8n flenzunnar.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.