Breiðablik - 01.04.1909, Blaðsíða 16

Breiðablik - 01.04.1909, Blaðsíða 16
176 BREIÐABLIK kenningum sínum, gefist upp sjálfkrafa er æskilegra, hu'gsaði hann nieð sér, heldur en trúvilling'brenna, sem er síðustu úrræðin, og- sjaldan er gripið til af helztu mönnum kirkjunnar. Hann kallar þjón sinn upp á loftsvalir ráðhúss- ins, þar sem hann situr, klæddur rauðri skikkju, og biður hann að segja söku- dólgnum, að honum og fjölskyldu hans og jafnvel þorpinu, þar sem hann átti heima, skuli sýnd hin mesta líknsemd, svo framarlega setn hann láti nú undan. En þessi krossberi kvalanna veitir slíkum freistingarboðskap áheyrn með fyrirlitn- ingu. Þá bilar þolinmæði trúvilludómstjórans og í bræðiskasti, sem yfir hann kemur, skipar hann böðlinum að höggva af vinstri hönd trúvillingsins. En trúvill- ingurinn réttir fram hægri höndina og biður hann að höggva hana líka. Því meiri kvöl, því ákafari písl, þeim mun hærri verða óp hans og þeim mun lengra berst röddin. Hún heyrist yfir völlinn, eftir strætunum,borast gegn um húsvegg- ina og ómar jafnvel utan borgarhliða. Svitinn stendur í pollum á enni kardíná- lans. Honum hefir verið falið að útvega afneitan, játningu, afturköllun. Svívirð- ing finst honum nú bíða sín og föðursins helga, og kardínálaráðsins alls. ,,Hvað veitir honum þenna yfirnáttúr- lega mátt ?“ spurði hann sjálfan sig og þá, sem voru kring um hann. En engutn hugkvæmist nokkur skýring. Hingað til höfðu pyndingarnar komið öllum til að gefast upp. Þá gekk hirðfíflið fram — það fylgdi hinum háæruverðuga m anni, jafnvel á ferðum hans— og biður leyfis, að fá að mæla nokkur orð. ,,Tala þú!“, sagði trúvilludómstjórinn. ,,Látið munnkefli upp í hann !“ Svo hljóðaði ráð fíflsins. ,,Óp hans draga úr sársaukanum, en sársaukinn tvöfaldast, ef komið er í veg fyrir ópin. “ ,,Það er fíflslegt ráð !“ sagði trúvillu- dómstjórinn. ,,Hvernig geturhann játað villu vegar síns og afneitað rangri trú, ef við troðum munn hans fullan ?“ ,,Þögn er samþykki !“ ,.Þú spaka fífl ! Þú djúpvitri rænuleys- ingi“ hrópar trúvilludómstjórinn af fögn- uði. Þegar í stað hýður hatin böðlinum að breyta eftir bendingu fíflsins. Kefli er troðið í mutin sökudólgsins og bundið aftur um hálsinn og þegar þeir hengja hann upp um bitann Og festa blýpundar- ana við fætur honum, heyrist ekkert til hans. Og þegar þeir setja hann í gadda- stólinn, kemur honum ekkert hljóð yfir varir, jafnvel eigi, þegar þeir klípa hann glóðheitum töngum. En þegar fólkið heyrir eigi lengur óp hans, fer það sjálft að æpa. Vellir og stræti, húsþök og gluggar gefa frá sér sama volduga bergmálið : ,,Neita þú ekki ! Játa þú ekki ! Gefst ekki upp !“ Og hann gafst ekki upp. Því þó mað- urinn gæti eigi lengur borið fram mót- mæli sín hárri röddu,linuðust kvalirhans, og hugrekki var blásið í hjarta hans með ópunum, sem hann heyrði frá öðrum. Og hatin barst af, unz hann hneig dauðttr í faðm kvölurum sínum. En í sama bili heyrðist nýtt óp frá völlunum, frá strætunum, húsþökunum og gluggunum : ,,Hann afneitaði ekki ! Hann játaði ekki ! Hann gafst ekki upp !‘ ‘ Trúvilludómstjórinn varð óður og reitti af sér hárið. En fíflið hló með sjálfu sér í kyrrþey. Það var ráðið, setn því hafði hugkvæmst, ráðið, sem kom öllum mannfjöldanum til að æpa, þegar þessum eina manni var þrýst til þagnar. LEIDRÉTTING. I listanum í Brbl. síðast yfir nemendur við Wesley College, sem innritast hafa þar síðast- liðið ár, vantar eitt nafn: Matthildur J. Krist- jánsson, sem er í síðara bekk undirbúning'sdeild- ar. Sigrún S. Helgason er talin í fyrsta bekk, en er í síðara bekk undirbúningsdeildar, og Óla- fía Jónsson, sem talin er í þeim bekk, er í fyrsta ári College-deildar. BREIDABLI K Mánaðarrit til stuðnings íslenzkri menning:. Fridrik J. Bergmann ritstjóri. Heimili: 259 Spence St., Winnipeg, Canada. _ Telephone 6345. Utgefendur: Breidablik Publishing Co., M. Markússon, ráðsmaður. 605 Mclntyre Block, - Winnipeg, Canada. Verð : Hver árg-. 1 doll., á Islandi 4 kr. Hvert eintak 10 cts. Borgist fyrirfram. Prentsmidja Ólafs S. Thorgeirssonar 678 Sherbrooke St., Winnipeg

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.