Dagur - 02.11.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 02.11.1999, Blaðsíða 4
4 - ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 , AKUREYRI NORÐURLAND boltaleíkjiiin. Stjörnuhrap varð í KA-heimilinu sl. föstudag hjá KA í 1. deildinni er liðið mætti Stjörnunni. Flestir reiknuðu með tiltölulega auðveld- um sigri KA eftir gott gengi í síð- ustu leikjum og stórum sigrum gegn Fram og IBV, en því fór fjarri. Nokkrir áhangendur Stjömunnar komu með Iiðinu og létu vel í sér heyra þrátt fyrir of- urefli hvatningarhrópa og trumbu- sláttar heimamanna. Það var þó algjörlega taktlaust af Garðbæing- unum að reyna að trufla kynning- ar á leikmönnum. Fyrsta markið kom ekki fyrr en á 6. mín. er Lars Walther skoraði fyrir KA en Stjarnan komst í eins marks forystu á 9. mín., 4-3, og sleppti henni ekki eftir það. KA- liðið var að spila illa, ótímabær skot frá Lars og Bo Stage sem vömin tók eða Birkir Guðmunds- son varði auðveldlega, en hann varði 16 skot í Ieiknum. I hálfleik var staðan 13-10 fyrir Stjömuna eftir að Stjaman komst í 13-8. í sfðari hálfleik tókst KA að jafna 19-19 á 17. mfn. en þá kom þáttur Konráðs Olavssonar sem setti hvert markið af fætur öðru Lars Walther skoraði fyrsta markið í leik KA gegn Stjörnunni. með því að koma út úr horninu og stökkva upp fyrir framan hripleka vöm KA og skora, en mörkin hans urðu alls 8. Þá skömmu áður hafði Jónatan Magnússon, sem hafði átt ágætan leik, farið af leikvelli meiddur eftir fólskulegt brot Am- ars Péturssonar á honum, en Arn- ar komst upp með það nánast all- an leikinn af arfaslökum dómur- um leiksins, þeim Bjarna Viggós- syni og Valgeiri Omarssyni, að fara sífellt í andstæðinginn í stað bolt- ans án þess svo mikið sem að fá tiltal. Handbolti er harður leikur, en eins og Arnar og félagar í Stjömunni léku vörnina veldur því aðeins að áhorfendum fækkar. Út- affekstur er það eina sem svona „hetjur" skilja og það þurfa dómar- arnir að skilja einnig. Jóhann G. Jóhannsson minnk- aði muninn í 25-26 þegar rúm mínúta var til leiksloka og kveikti smá vornarneista, en hann slokkn- aði þegar Moskalenko skoraði 27. mark Stjörnunnar og innsiglaði sanngjarnan sigur þeirra. Bo Stage var markahæstur KA-manna með 7 mörk, Lars Walther gerði 5, Guðjón Valur Sigurðsson 4, Magnús Agnar Magnússon 4 og eitt mark gerðu Halldór Sigfússon (úr víti), Þorvaldur Þorvaldsson, Jóhann G. Jóhannsson, Heimir Arnason og Jónatan Magnússon. Beynir Þór Reynisson varði 16 skot, þar af tvö víti. Næsti leikur KA er gegn IR næsta föstudag í Breiðholtinu. GG Dalvfldngar stóðu 1 Selfyssingum Lið Dalvík- inga í körfuknatt- leik, sem leikur í 2. deildinni, stóð í liði Selfyssinga er liðin léku í 32 liða úrslit- um í körf- unni á Dalvík sl. Iaugardag. Selfyssingar, sem leika í 1. deild, unnu leikinn 80-74. Lið Smára í Varmahlíð tapaði fyrir GG í Grindavík 63-58, en lið Tindastóls vann lið Ar- manns/Þróttar sannfærandi 115-69. Þórsarar tóku á móti Isfirðingum og voru slegnir út í leik sem var í járnum megnið af leiktímanum. Urslit urðu 91-82, ísfirðingum í vil. Bandaríkjamaðurinn Myers lék ekki með Þór vegna meiðsla. Tindastóll vann Isafjörð á föstudagskvöldið 73-58 og vann þar með þriðja leikinn í röð gegn Isfirðingum en þeir unnu báða leikina í Eggjabik- arnum gegn þeim. Kristinn Friðriksson var bestur Stól- anna, skoraði 15 stig en Lárus Pálsson 16 stig en aðrir leik- menn færri enda stigaskor lágt. Næsti leikur Dalvíkinga er gegn Skotfélagi Akureyrar á Dalvík næsta laugardag og í sömu deild leika þann dag Smári gegn íþróttafélagi Laugaskóla í Reykjadal, og fer sá leikur fram í Varmahlíð. I úrvalsdeildinni leikur Tinda- stóll gegn Skallagrími í Borgar- nesi næsta fimmtudag og Þór leikur gegn KR næsta föstudag í Iþróttahöllinni á Akureyri. GG KA brotlenti gegn Stjömunni Grófux, jafnvel rudda legur vamarleikur eins og sást í KA-heimilinu á föstudaginn, veldur eingöngnþví ad áhorf- endiiin fækkar á liand- KA tapaði fyrirlS KA vann tvær hrin- ur í leiknum á laug- ardag og jafnaði leikinn, en tapaði oddahrinunni. KA lék sína fyrstu leiki í kvennaflokki í blaki um helg- ina, og var leikið gegn liði Stúdína, sem hampaði Is- landsmeistaratitlinum síðasta vor. ÍS vann KA 3-0 á föstu- dag og síðan 3-2 á laugardag. Nokkra Ieikmenn vantaði í bæði liðin m.a. vegna veik- inda og Mike þjálfari KA seg- ir að KA hafi misst af^óðum möguleika á að Ieggja IS Iiðið að velli. I lið KA vantaði m.a. lykilleikmenn eins og Karenu Gunnarsdóttur, Hildigunni Magnúsdóttur og Ashley Todd. Ungir leikmenn léku því með KA-Iiðinu vegna þessara forfalla, m.a. María Indriðadóttir, sem sýndi að þar fer mikill framtíðarleik- maður í kvennablakinu. Fjór- ir leikmenn skoruðu meira en 10 punkta, þær Birna Bald- ursdóttir með 18 punkta, Jóna Harpa Viggósdóttir 16 punkta, Ágústa Tryggvadóttir 12 punkta og Eygló Arnars- dóttir 10 punkta. Jóhanna Hreinsdóttir lék leikina veik, og sýndi þar mikinn karakter og fórn fyrir liðsheildina. Seinni leikurinn var sýnu betri hjá KA og sáralítið vant- aði upp á að vinna hann. Leikurinn á föstudag fór þannig að IS vann fyrstu hrinuna 28- 26, aðra hrinuna 25-22 og þá þriðju 25-23 svo aldrei var munurinn afgerandi. Á Iaug- ardag vann IS fyrstu hrinuna 25-20, aðra hrinuna 25-22 en þá tók KA-liðið við sér og vann tvær næstu hrinur 29- 27 og 25-13, og leikurinn í járnum. Síðustu hrinuna vann ÍS 16-14. Þrátt fyrir tapið er ljóst að KA-stúlkurn- ar munu bíta frá sér í vetur og full ástæða til þess að hvetja fólk til að mæta á heimaleiki liðsins. Næstu leikir eru gegn Þrótti Reykjavík 19. og 20. nóvember í KA-heimilinu. GG Markvörður Vfldngs „sökkti“ KA/Þór KA/Þórs stúlkur skor- uðu aðeins 5 mörk í íyrri hálfleik gegn Vík- ingi er liðin mættust í 1. deild kvenna um helg- ina. KA-Þórs stúlkur reyndu hvað þær gátu en þröskuldurinn sem þær komust ekki yfir var Helga Torfadóttir, markvörður Víkings, sem Iokaði markinu Iengst af og varði alls 19 skot í leiknum. Það var stærri biti en svo að hægt væri að kyngja auk þess sem vörnin hjá Víkingsstúlkum var mjög ákveðin og gaf engan grið. I hálfleik var staðan 10-5 fyrir Víking. Heldur lagaðist leikur KA-Þórs í síðari hálf- leik, en síðari hálfeikur endaði með jafntefli, 8- 8, leikurinn því 18-13 fyrir Vfk- ing. Örvhenta skyttan Ásdís Sig- urðardóttir var Iang markahæst KA-Þórs stúlkna með 7 mörk og ljóst að dvöl hennar í biðröð fyr- ir framan nýja BT-verslun á Ak- ureyri nóttina áður til þess að ná í ódýran GSM-síma hafði ekki slæm áhrif á getu hennar, nema síður væri. „Gamla brýnið“ Þór- unn Sigurðardóttir gerði 3 mörk, stúdentsefnið Heiða Valgeirs- dóttir 2 mörk og Inga Huld Páls- dóttir 1 mark. Hjá Víkingsstúlk- um var Heiðrún Guðmundsdótt- ir markahæst með 6 mörk. Næsti leikur KA/Þórs er gegn IR í Aust- urbergi næsta laugardag, 6. nóv- ember. Sömu lið léku einnig í 2. flokki kvenna á sunnudag- inn, en þá vann KA/Þór stórsigur á Víldngi, 27-14. Þar var Ásdís Sigurðar- dóttir einnig atkvæðamest og skoraði alls 10 mörk og því alls 17 möyk f tveimur leikjum um helgina. Inga Dís Sigurðardóttir skoraði 6 mörk, en þar er á ferð- inni mikið efni, en hún er aðeins 16 ára gömul. Og sjaldan fellur eplið langt frá eiltinni, því hún er dóttir Þórunnar Sigurðar- dóttur, leikmanns meist- araflokks KA/Þórs og Sig- urðar Pálssonar, sem Iék á árum áður með Þórsurum við góðan orðstí. Hulda Sif Ásmundsdóttir gerði 3 mörk , Eyrún Gígja Kára- dóttir og Arna Pálsdóttir 2, en eitt mark gerðu Þór- hildur Björnsdóttir, Marta Her- mannsdóttir, Heiða Valgeirsdótt- ir og Þóra Atladóttir. Það þarf sannarlega ekki að kvíða framtíð- inni í handknattleik kvenna á Ak- ureyri með þennan efnivið ef „stóru" liðin í Reykjavík ná ekki að skera stóra bita úr þeirri góðu köku. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.