NT - 08.06.1985, Page 23
m ~P 8. júní 1985 23
ld íþróttir
Þórdís og Broddi
á HM í badminton
■ Tveir íslendingar, Broddi
Kristjánsson og Þórdís Edwald,
munu keppa á Heimsmeistara-
mótinu í badminton, sem fram
fer í Calgary í Kanada 10.-16.
þessa mánaðar. Þau urðu hvort
um sig efst á styrklcikalista
Badmintonsambandsins, sem
reiknaður er út eftir punktamót-
um s.l. vetrar.
í einliðaleik mætir Broddi
keppanda frá Nígeríu í 1. um-
ferð og ætti að eiga þokkalega
vinningsmöguleika. Hætt er við
að róðurinn verði þyngri hjá
Þórdísi, sem í einliðaleik 1.
umferð leikur gegn Christinu
Magnússon frá Svíþjóð.
1 tvenndarleik spila Broddi
og Þórdís saman og drógust í 1.
umferð á móti pari frá Indlandi.
í tvíliðaleik spilar Broddi
með Júgóslavanum Berder og
keppa þeir við lið frá Kína í 1.
umferð.
Þórdís spilar með skoskri
stúlku, G. Martin, í tvíliðaleik
og ættu þær að eiga meiri mögu-
leika á að komast áfram, því
mótherjar þeirra verða stúlkur
frá Perú.
■ Þórdís Edwald og Broddi Kristjánsson, sem bæði eru í TBR, keppa á heimsmeistaramótinu í
Calgary. Með þeim á myndinni er fararstjóri þeirra,Daníel Stefánsson.
Jafntefli
■ Selfoss og ÍK skildu
jöfn 1-1 á Selfossi í A-riðli
3. deildar í knattspyrnu í
gærkvöldi. í hálfleik
hafði Selfoss yfir 1-0 og
gerði Daníej Gunnarsson
það mark. ÍK jafnaði er
um 10 mínútur voru eftir
af leiknum með niarki
Þóris Gíslasonar.
Selfyssingar höfðu
mikla yfirburði í fyrri
hálfleik og höfðu þá átt
að vera búnir að gera út
um leikinn, en Kópavogs-
búar hresstust mjög í
þeim síðari.
Útisigur
■ Þá var einn leikur í
B-riðli 4. deildar. Hvera-
gerði vann Þór Þ., 1-2 á
útivelli. Guðmundur
Gunnarsson skoraði
mark heimamanna.
Úrslitin í keilunni
■ Undanrásir í flokki karla á ís-
landsmeistaramótinu í Keilu voru
leiknar um síðustu helgi. Á laugar-
dag léku 40 keilarar um 20 sæti í
undanúrslitunum, og þeir 20 sem
þangað komust léku svo þrjá leiki
af sex á sunnudag. Hinir þrír verða
svo leiknir á sunnudagsmorgun kl.
9.30 og kl. 13 hefjast svo úrslitin
milli fimm efstu manna. Þann sama
dag fer svo einnig fram keppni í
flokki kvenna.
Það er Keilu- og veggboltafélag
Reykjavíkur, sem stendur fyrir
keppninni og er staða þeirra 20,
sem í undanúrslitin komust nú
þessi.
1. Bjarni Sveinbjörnsson 538
2. Jóhannes Sölvason 535
3. Hjálratýr Ingason 531
4. Halldór Halldórsson 519
5. Alois Raschhofer 515
6. Ásgeir Heiðar 497
7. Halldór R. Halldórsson 481
8. Jón Á. Jónsson 480
9. Gestur Sigurðsson 461
10.-11. Ólafur Á. Ólafsson 459
10.-11. Sigurður E. Ingason 459
12. Þór P. Magnússon 451
13. Helgi Bergþórsson 448
14. Jóhann Ingibergsson 437
15. ólafur Benediktsson 431
16. Höskuldur Höskuldsson 424
17. Daníel Guðlaugsson 420
18. Ólafur Skúlason 416
19. Stefán Bjarkason 385
20. Jón M. Gunnlaugsson 304
Mótið er opið mót og er öllum
velkomið að fylgjast með keppn-
inni án endurgjalds.
Frí í 1. deildinni
■ Enginn leikur verður í 1. deild
íslandsmótsins í knattspyrnu um
helgina, vegna landsleiksins við
Spán á miðvikudag. I 2. deild
verður aðeins einn leikur, KA og
Fylkir leika á Akureyrarvelli kl. 15
í dag, laugardag.
í Vestmannaeyjum verður bikar-
keppnin á dagskrá í dag. ísfirðingar
sækja Eyjaskeggja heim og hefst
leikur þeirra í 2. umferð kl. 14.30.
Á ísafirði leika heimamenn við
Þór, Akureyri í 1. deild kvenna og
á mánudagskvöld verða þrír leikir
í bikarkeppni kvenna. ÍR leikur við
FH, Selfoss við Fram og Valsstúlk-
urnar taka á móti stöllum sínum úr
Stjörnunni.
í 3. og 4. deild verða fjölmargir
leikir. í A-riðli þeirrar fyrrnefndu
leika HV-Grindavík, Ármann-
Stjarnan og Reynir S.-Víkingur
Ól. í dag og þá verða einnig fjórir
leikir í B-riðli. Leiknir F. leikur við
Tindastól, Austri við Val Rf.,
Þróttur N. við HSÞ og Einherji við
Hugin . Fimmtán leikir verða svo
í 4. deild um helgina.
Þrír á kraftlyftingamót
■ Þrír íslendingar taka þátt í
Norðurlandameistaramóti ungl-
inga í kraftlyftingum, sem haldið
verður í Pargas í Finnlandi nú um
helgina. Matthías Eggertsson
keppir í 110 kg flokki, Hjalti Árna-
son í 125 kg flokki og Torfi Ólafs-
son keppir í yfir 125 kg flokki.
Kvennamót í golfi
■ Opið kvennamót í golfi verður
haldið hjá Keili á sunnudag.
Keppnin hefst kl. 11 og verða
leiknar 18 holur með og án for-
gjafar.