Tíminn - 17.03.1917, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.03.1917, Blaðsíða 1
TIMINN kemur út einu sinni í ■viku og kostar 4 kr. til áramóta. TÍMINN ÁFGREIÐ8LA á Laugaveg 4 (Bóka- búðinni). Þar er tekið á móti áskrifendum. í. ár. Reykjavík, 17. marz 1917. 1. blað. Iiiniíansur. Um nokkur undanfarin misseri liafa verið á döfinni samtök all- margra eldri og yngri manna af ýmsum stéttum víðsvegar um land, sem stefnt hafa að því, að is- lenzka þjóðin sldftist framvegis fremur en hingað til í flokka eftir því, hvort menn væru framsæknir eða íhaldsamir í skoðunum. Þessir menn voru óánægðir með árangur- inn af gömlu ílokkaskiftingunni. Þeir sáu þessa flokka klofna og bráðna saman aftur, oft af litlum orsökum. Þeir sáu menn sem verið höfðu samherjar í gær, verða fénd- ur í dag. Og þegar til athafna kom í þinginu, gekk illa að halda þess- uin flokksbrotum saman um á- kveðin mál. í innanlands málun- um a. m. k. var ekki hægtað greina nokkurn verulegan stefnumun. Af þessu öllu hefir mjög dvínað trúin á lífsgildi gömlu flokkanna. Og svo mjög heflr kveðið að þessu trúleysi, að tvö nafnkendustu stjórn- málablöð landsins, hafa eigi alls fyrir löngu viðurkent, að gamla flokkaskipunin væri úrelt og eigi til frambúðar. En þjóð sem býr við þingræði getur ekki án ílokka verið. Og stjórnarhættir og framkvæmdir í þingræðislöndunum fara mjög eftir þvi, hvort flokkarnir, cru sterkir og heilbrigðir, eða sjúkir og sjálfum sér sundurþykkir. Þar sem flokk- arnir eru reykulir og óútreiknan- anlegir, eins og roksandur á eyði- mörk, verða framkvæmdirnar litlar og skipulagslausar. Því að hver höndin er þar upp á móti annari. Heilbrigð flokkaskipun hlýtur að byggjast á þvi, að flokksbræðurnir séu andlega skyldir, séu samhuga um mörg mál en ekki að eins eitt, og það þau málin sem mestu skifta í hverju landi. Erlendis heíir reynslan orðið sú í flestum þingræðislöndunum, að þjóðirnar skiftast í tvo liöfuð- ílokka framsóknarmenn og ihalds- menn. Að vísu gætir alla jafna nokkurar undirskiftingar, en þó marka þessir tveir skoðunarhættir aðal línurnar. Og svo þarf einnig að verða hér á landi, ef stjórnar- form það sem þjóðin býr við, á að verða sæmilega hagstælt lands- fólkinu. Þetta blað mun eftir föngum beitast fyrir heilbrigðri framfara- stefnu í landsmálunum. Þar þarf að gæta samræmis, hvorki hlynna um of að einum atvinnuveginum á kostnað annars, né hefja einn bæ eða eitt hérað á kostnað ann- ara landshluta, því að takmarkið er framför alls landsins og allrar þjóðarinnar. Að þessu sinni verður ekki farið ítarlega út í einstök stefnuatriði, en að eins bent á fjögur mál sem blaðið mun láta til sin taka, og lítur það svo á, að heppileg úr- lausn þeirra geti verið hin bezta undirstaða allra annara framfara. Er þar fyrst að nefna banka- málin, sem eru og hafa verið í ó- lagi, svo megnu að seðlaútgáfu- rélturinn heflr af þinginu verið atlientur erlendu gróðafélagi. í'þvi máli ber þrenns að gæta: 1. Að ekki verði gengið lengra en orðið er í þvi, að veita hluta- bankanum sérréttindi. 2. Að bankarnir hafi í náinni fram- tið nægilegt veltufé handa lands- mönnum. 3. Að fyrirkomulag bankanna sé heilbrigt, og að allar stéttir og allir landshlutar eigi jafn hægt með að hagnýta sér veltufé þeirra. Um samgöngumálin verður spyrnt á móti því að nokkurt félag, inn- lent eða útlent, fái einkarétt til að eiga samgöngutæki hér á landi. Hefir áður borið á þeirri hættu, og á orði að sá draugur muni endurvakinn nú með vorinu. Hins vegar verður lögð áherzla á að koma samgöngunum á sjó i við- unanlegt horf, og að jafnframt verði samgöngurnar á landi bættar svo sem efni þjóðarinnar frekast leyfa. í verzlunarmálum, mun blaðið fylgja fram samvinnuslefnunni til hins ítrasta, og gera sér far um að benda á hvar og með hverjum hætti sú hreyfing geti orðið þjóð- inni til mestra nota. Að þvi er snertir andlegar fram- farir mun verða lögð stund á að benda á hverjir þættir séu sterk- ir og lífvænlegir í íslenzkri menn- ing, og haldið fram máli þeirra manna sem vilja nema af öðrum Jjjóðum, þar sem þær standa ís- lendingum framar, og þá kostað kapps um, að numið sé á hverju sviði af þeim, sem færastir eru og lengst á veg komnir. En nieðan hverskonar hæltur og ófarnaður volir yfir þjóðinni af völdum heimsstyrjaldarinnar, mun blaðið leggja meiri áherzlu á að ræða bjargráð yfirstandandi stund- ar, fremur en framtíðannálin. Er þar einkum tveggja hlula að gæta, fyrst að einskis sé látið ó- freistað til þess að tryggja landinu nægilegan skipakost, og í öðru lagi að matvöruaðdrættir frá út- löndum og skifting matvælanna hér á landi, verði framkvæmd með þeirri réttvísi og hagsýni, sem frekast verður við komið. Einmilt þessar sérstöku ástæður eru þess valdandi, að blaðið hefur göngu sína nokkru fyr en ætlað var upphaflega, og áður en sá maður, sem búist er við að verði framtíðarritstjóri þess, getur fluzt hingað til bæjarins. Fyrir því stýr- ir því nú i byrjun einn af eigend- um þess, Guðbrandur Magnússon bóndi frá Holti undir Eyjafjöllum, þótt eigi geti hann sint því starfi nema skamma stund. Nafnið á blaðinu þarf naumast skýringar við. Þó má taka það fram, að eins og það er ekki að eins nútíð og framtíð, heldur einn- ig fortíðin sem felst í hugtakinu' tíminn, þannig mun og blaðið hafa það fyrir augum sem læra má af liðinni þjóðarævi, til leiðbeiningar í nútíð og framtíð. Skipakanp lanðssjóðs. Allir sém spyrja frétta frá Reykja- vik um þessar mundir, spyrja einna fyrst um það, hvað skipa- kaupunum líði. Menn vita sem er, að þingið í vetur veitti landstjórninni heimild lil þess að kaupa skip sem full- nægðu brýnum þörfum Iands- manna, og vita hitt líka, að þing- ið ætlaðist blátt áfram til þess, að skip yrðu lceypt, bæði til strand- ferða og millilandaferða. Síðan þingið sat á röggstólum, hefir mjög harnað á um allar sam- göngur er vér eigum mest undir, svo ekki er að undra, þótt menn bíði þeirra frétta með óþreyju, að landstjórnin hafi fest kaup á skipi. Enda munu skipakaupin vera einna efst á baugi af áhugamálutn stjórnarinnar, þótt enn hafi henni eigi tekist að fá þeim komið í kring. Og heldur eykur það á ótta manna um þetta mál, að siðustu erlendar fregnir benda til þess, að jafnvel ein af aðal siglingaþjóðum heimsins, Englendingar, virðast eigi hafa umráð yfir þeim skipa- kosti, er hún þarf til aðdrátta. Væri það því eigi nema von, þótt landstjórnin færi fremur lengra en skemra en þingið gerði ráð fyrir, um skipakaup. Stjórnin mun hafa' leitað fyrir sér um kaup á skipum hvar sem var 'á Norðurlöndum og notið til þess aðstoðar íslenzku stjórnar- skrifstofunnar í Kaupmannahöfn, hr. E. Nielsens framkvæmdarstjóra Eimskipafélagsins, og hr. stórkaup- manns Thor E. Tuliníusar. En árangurslaust mun það hafa verið til þessa. Kaupin að ein- hverju leyti eigi þótt aðgengileg, er tilboð hafa fengist. Auk þess sem siglingaskilyrði Englendinga gera það næstum frágangssök að kaupa skipin þaðan, meðan svona stendur. Virðist því sem víðar þurfi að leita, og þá eigi síst til Vesturheims. Enda munu flest skipin þaðan, sem einstakir menn hafa fest kaup á í seinni tíð. Fyrir milligöngu danska ræðis- mannsins i New-York gæti stjórnin útvegað sér ábyggilegan sérfræðing til kaupanna. Og kaupin þannig að fullu gerð simaleiðina, og á til- tölulega skömmum tíma. Heyrst hefir að einstöku fjármála- menn hér í Reykjavík hugsi sér að komast að samningum við lands- stjórnina um það, að i stað þess að liún kaupi skip, þá semdi hún við þá um leigu á skipum er þeir sjálfir keyptu eða leigðu. Það væri að álasa framsýni þess- ara manna, að lialda því fram, að landssjóður mundi liafa hag af sliku. Enda eigi ólíklegt að alþingi hefði þá gert ráð fyrir þeirri leið út úr vandræðunum, ef það hefði liaft trú á aðferðinni. Satt að segja er það ámælisvert, að nokkur skuli geta látið sér koma slíkt til hugar, — maður talar nú ekki um, ef hugsað skyldi til þess, að landssjóður ætti að ganga í ábyrgð fyrir skipsverðinu, svo að mennirnir gætu keypt sér skip. Að vísu eru skipakaup fjárhættu- spil eins og stendur. En yfirvofandi hungur heillar þjóðar er ærin á- stæða til þess að afsaka það. Og úr því að farmgjöld eru nú' fimmföld við það sem var nokkru fyrir ófriðinn, þá þarf eigi lengi að sigla til þess að hafa talsvert upp í skipsverðið, því vitanlega hefir útgerðarkosnaðurinn eigi vax- ið að sama skapi. Og óviðkunnanlegt væri það, að gera landssjóð að »lotterii« ein- stakra manna — jafnvel þótt þeir gætu tapað á því. SkipaþSrjia. Gleðin er almenn yfir því, hversu skipaflotinn íslenzki eykst hröðum skrefum, en hálfgerða ónotakend vekur það samt, þegar 16 þúsund smálesta skip, sem þó eru ekki nema meðalskip nágranna þjóð- anna sumra, koma og blanda sér í hópinn. Það er eins og það sé hart, að verða að finna til smæðarinnar einmitt þar, sem menn eru að gleðjast yfir einna mestum fram- förunum En þótt skipaeignin hafi stórum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.