Tíminn - 27.08.1942, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.08.1942, Blaðsíða 2
370 TÍMIM, fimmtiidagfim 27. ágnst 1942 94. blað 'gímirm Fimmtudag 27. áqúst Orð og efndir í upphafi ófriðarins voru bæði stjórnmálamenn og alþýða manna fyllilega á einu máli um það, að meðan þessi hildar- leikur stæði yfir, ættum við að búa sem mest að okkar, gæta hófs í öllu, gera sem minnstar breytingar á lífsvenjum, láta stríðsgróða ekki villa okkur sýn, forðast umfram allt verðbólgu og verðhækkun eftir fremsta megni. Allir fulltíða menn voru minn- ugir fyrri heimsstyrjaldar og hinnar taumlausu dýrtíðar, sem þá ríkti í landinu. Þeir mundu, hve fljótt stríðsgróðinn fjaraði út, hve lítið hann skildi eftir af varanlegum verðmætum, hve örðugt reyndist að klifra niður stigann af hátindi verðbólg- unnar og koma jafnvægi í bú- skap þjóðarinnar og lífsvenjur einstaklinga. Allt þetta átti að forðast a,f fremsta megni. Öll þjóðin fagn- aði því, að samstarf hafði tek- izt með aðalþingflokkunum og full eining virtist ríkja milli þeirra um vandamál líðandi stundar og komandi ófriðarára. Síðan ófriðurinn hófst eru senn liðin þrjú ár. Margt hefir breyzt. Hin góðu áform hafa liðið undir lok. í stað þess að standa saman gegn aðsteðjandi hættum og örðugleikum, höfum við tekið upp harðar deilur um innan- landsmál. í stað þess að hafa hemil á stríðsgróðanum, höfum við gerzt þrælar hans. Saga þessarar hnignunar í ís- lenzkum þjóðmálum, er sorgar- saga. Hún er saga um það, hvernig menn missa sjónar á hlutverki sínu, skyldum sínum og loforðum, jafnvel orðum og eiðum. Af þeim þremur flokkum, sem stóðu að ríkisstjórn í upphafi styrjaldar, hefir Framsóknar- flokkurinn einn haldið þeirri stefnu óbreyttri að vara við ó- gætilegri stefnu í fjármálum, vara við afleiðingum þess að sprengja aðhald í verðlagsmál- um. Sú stefna hefir orðið í minni hluta á Alþingi nú í bili. En hitt er jafn víst, að meginþorti þjóð- arinnar óttast þá stefnu, sem leiðtogar hennar virðast fylgja, og hún óttast það syndaflóð dýrtíðar og verðbólgu, sem þessir menn hafa leitt yfir hana. Af fldkkum þeim, er tóku þátt í þjóðstjórninni bilaði Alþýðu- flokkurinn fyrst. Hann braut gegn áður lýstri stefnu af ótta við nágrannaflokkinn, sósíal- ista eða kommúnista. Þess vegna fór hann úr stjórninni, þegar átti að setja varnargarð í elfi verðbólgunnar og stemma hana að ósi. Sjálfstæðisflokkurinn virtist þá enn vilja halda í horfinu. En hann rauf einnig samstarfið með því að taka upp ótímabært fjandskaparmál gegn sam- starfsflokki sínum. í raun og veru er kjördæma- málið sameiginlegt átak þeirra afla í þjóðfélaginu, sem ekki vildu eira því, að verðbólgu og dýrtíð væri haldið í skefjum. Sjálfstæðisflokkurinn á Al- þingi hefir komizt í þá grát- broslegustu aðstöðu, sem hent getur nokkurn stjórnmálaflokk. Hann fleygir frá sér öllu taumhaldi • í verðlagsmálum, sem hann lengi vel taldi höfuð- nauðsyn að stjórna með hygg- indum og festu. Framsóknarmenn hafa valið stjórnarskrárfrumvarpi því, sem nú er verið að sigla hrað- byri í gegnum þingið: Stjórnar- skrá upplausnarinnar. f þeirri nafngift fólst frá upphafi sá spádómur, að í kjölfar hennar mundi fljóta upplausn í flest- um þeim stjórnargerðum, sem mest eru aðkallandi eins og sakir standa og mestu geta skipt fyrir sjálfstæði þjóðarinnar og heiður á komandi árum. Það má nú öllum ljóst vera, að þessi hrakspá hefir ræzt og er að rætast. Hin nýja dýrtíðaralda, sem nú er að flæða yfir landið, er Timburvandræðí - úrræði íbaldsíns Fiskírœkt og Iridun Viðtal við Ólaf á Hellulandi Um þessar mundir eru liðin 10 ár frá því að lögin um fiski- rækt og friðun bergvatnsánna voru samþykkt á Alþingi. Ólafur Sigurðsson fiskirækt- arráðunautur leit inn á skrif- stofu Tímans fyrir skömmu síðan, og átti þá tíðindamaður blaðsins viðtal við hann um fiskiræktina og það helzta, sem gerzt hefir í þeim málum síðan hið opinbera fór að hafa af- skipti af þeim. — Lögin um friðun berg- vatnsánna og fiskiræktina eru 10 ára um þessar mundir, segir Ólafur. Nokkrar breytingar og viðaukar hafa verið gerð við lögin eftir því, sem reynslan hefir sýnt að þörf var fyrir. Á síðasta Alþingi var bætt inn í þau heimild til að friða göngu- silung í sjó. Að dómi þeirra, sem bezt þekkja til erlendis í þess- um efnum, er okkar Iöggjöf um þessi mál orðin einhver hin fullkomnasta, sem til er. Lög þessi byggjast á þremur aðaF atriðum: Bönnuð er laxveiði í sjó, stofna má veiðifélög, sem hafa stuðning landslaga að baki sér, svo að öll veiði í við- komandi vatnsfalli er á valdi félagsstjórnarinnar og heimilt er að banna veiði göngusilungs í sjó. — Hvað eru mörg veiði- og fiskiræktarfélög á landinu? — Slík félög eru alls orðin um 60 og skilyrði eru til að fjölga þeim nokkuð enn. Langflest þessara félaga hafa horfið að því ráði, að leggja niður neta- veiði og veiða einungis á stöng. Þó er leyfð netaveiði þar, sem veiðifélög eru við jökulárnar, enda eru þær einu vatnsföllin, sem þola þá veiðiaðferð án þess að stofninn þrjóti á stuttum tíma. Ég hefi rekið mig á, að hugsunarhátturinn varðandi þessi mál er mikið að breytast hjá landsmönnum, einkum á svæðum elztu veiðifélaganna. Bændurnir eru farnir að tala um vaxandi veiði í ánum með talsverðum drýgindum. Margir hafa sagt við mig: „Nú er að koma góður stofn í ána; hún var bókstaflega full af laxi í haust“. Með því að leggja nið- ur netaveiðina í bergvatnsán- um, var horfið frá rupli og rán- veiði, en í staðinn kom ræktun og fyrirhyggja. Eitt aðalvið- fangsefnið síðustu 10 árin hef- ir verið að uppræta netaveið- ina úr bergvatnsánum, því að þær eru beztu upepldisstöðvarn- ar fyrir laxinn og silunginn. Þetta tímabil hefir stofninn aukizt svo hröðum skrefum í ánum, að mér þykir sennilegt, að innan skamms fari að veið- ast stöðugt eins mikið á stöng, að minnsta kosti í sumum þeirra, og áður veiddist í net, þegar mest fiskaðist. Svo virð- ist, sem stofninn í íslenzku án- um vaxi örar en dæmi eru til erlendis. Mun það meðal ann- ars stafa af því, að vatnið í ís- lenzku ánum er yfirleitt hreint og heilnæmt og ekki blandað sora frá verksmiðjum eða öðru slíku frárennsli, eins og marg- ar af ánum í hinum þéttbyggðu löndum. — Hvað er að segja um veið- ina í stöðuvötnunum? — Aðalveiðivötnin í byggð eru þrjú: Mývatn, Þingvallavatn og Apavatn. Við Mývatn er fiski- ræktin að komast í viðunandi horf. Þar eru reknar tvær klak- stöðvar, og sú þriðja er að verða fullbúin til notkunar. Tekizt hefir að stemma stigu fyrir veiði riðsilungsins að mestu leyti og álftin fæld burtu af riðstöðvunum, en hún var hinn mesti vargur í véum. Um Apavatn og Þingvalla- vatn gegnir allt öðru máli, enn sem komið er. Þó munu veiði- eigendur við þessi vötn vera farnir að átta sig á, að fram- vegis verði eitthvað að gera til að viðhalda og auka veiðina í vötnunum. í óbyggðum er ara- grúi af vötnum, sem eru full af silungi, en í flestum þeirra er lítið sem ekkert veitt. — Er ekki búið að gera laxa- stiga og bæta gönguskilyrðin fyrir laxinn í mörgum ám? — Síðustu árin hefir komizt talsverður skriður á slíkar að- gerðir. Alls er búið að gera um 16 fiskvegi. Flestir eru í Flóka- dalsá í Borgarfirði. Þessi fisk- vegagerð hefir margskonar þýð- ingu. í mörgum ám eru stað- hættir þannig, að hár foss er skammt frá ósi árinnar, sem stöðvar laxinn á göngu sinni, og veldur því, að engin veiði er í miklum hluta árinnar. Með fiskvegunum er hægt að koma laxinum í alla ána. Veiðin verð- ur miklu betri við það að rýmra er um laxinn, og auk þess fá miklu fleiri jarðir aðgang að veiðinni. — En hvað er að segja um silungarækt í volgu vatni? — Fiskirækt í tjörnum tíðk- ast víða erlendis, og hefir náðst góður árangur af þeirri aðferð. Hér á landi getur verið um að ræða fiskirækt í volgu vatni. Geri ég ráð fyrir, að í framtíð- inni megi ná stórkostlegum árangri í fiskiræktinni með því móti, því að volga vatnið þýðir hið sama og eilíft sumar fyrir Úti um byggðir landsins og kauptún hefir undanfarið ríkt stórkostlegt vandræðaástand, vegna timburskorts. Mest allt timbur, sem til landsins hefir flutzt, hefir verið notað í Reykjavík — sumt að vísu til nauðsynlegra framkvæmda, en að mjög miklu leyti hefir timr- ið verið notað til bygginga skrauthýsa, sumarbústaða og annarra slíkra framkvæmda, sem auðvitað eiga að sitja á hakanum, þegar skortur er byggingarefnis. Tímanum er kunnugt um, að í maímánuði í vor gerði fyrrver- andi viðskiptamálaráðherra það að skilyrði fyrir flutningi á timburförmum, sem þá voru væntanlegir, að timrinu væri ráðstafað eftir ákvörðun við- skiptamálaráðuneytisins, enda þvert á möti þeim fyrirheitum sem unnin voru í upphafi styrj- aldarinnar. Ólafur Thors og ríkisstjórn hans ber fyrst og fremst á- byrgðina. Þessari stjórn er hrófað upp' með fylgi þeirra flokka, sem fyrstir brugðust í verðlagsmálunum og harðast hafa barizt gegn öllum skyn- samlegum ráðstöfunum í því efni. Margir hinna vitrari Sjálf- stæðismanna voru svo óánægðir yfir atferli hans við síðustu kosningar, að þeir sátu hjá og vildu eigi kjósa. Hvað mun þá síðar verða? En það er ekki nóg fyrir þessa menn að láta andúð sína í ljós með því að sitja hjá. Þeir verða að horfast í augu við veruleik- ann. Þeir verða að gera það upp við sjálfa sig, hvort þeir eru samþykkir þeirri upplausn og verðbólgu, sem stjórn Ólafs Thors hefir veitt yfir landið. Og séu þeir mótfallnir hel- stefnu þessari, verða þeir að taka höndum saman við þann flokk, sem einn hefir varað við hættunni og reynzt trúr mál- stað þjóðarinnar: Framsóknar- flokkurinn. Á næstu krossgötum, sem væntanlega eru ekki langt framundan, verður Sjálfstæð- isflokkurinn krafinn reiknings- skila. -f A ð norðan: i. Kvenfélag Suður-Þingeyinga var stofnað skömmu eftir alda- mót. Það starfar í deildum í flestum sveitum milli Reykja- j hlíðar og Vaðlaheiðar og mun vera elzta samband kvenfélaga á landinu. Það hefir jafnan starfað með miklum þrótti og beitt sér fyrir mörgum góðum málum. Fyrstu frumherjarnir hófu langvinna og þrautseiga baráttu fyrir stofnun hús- mæðraskóla í héraðinu, og unnu að lokum, eftir næstum tvo áratugi, glæsilegan sigur, því húsmæðraskóli sá, sem reistur var að lokum, markar tímamót i menningarsögu kvenna i sveitunum. Þegar félagið var stofnað, var hinn forni heimilisiðnaður nær því að deyja út. Félagið setti sér það takmark að rétta hann við. Hér var erfiðu hlut- verki að sinna, en þrautseigja kvennanna varð hér einnig sigursæl. Félagið hefir einnig haldið sýningar á heimilisiðn- aði héraðsins, í fyrsta sinni 1915, nú síðast 27. júlí 1942. II. Margir örvæntu um sýning þessa og töldu óráð, nú væru flestar konur einyrkjar, en ungu var slík ráðstöfun sjálfsögð eins og þá horfði. Magnús Jónsson mun hins vegar ekki hafa talið miklu skipta, þótt bændur og útgerð- armenn og aðrir atvinnurek- endur næðu ekki í nokkra spýtu á sama tíma, sem timbrið var keypt upp af stríðsgróðamönn- unum í Reykjavík. Hann hefir því fellt niður öll afskipti af þessu máli og árangurinn af þeirri stefnu ráðherrans þekkja flestir utan Reykjavíkur a. m. k. Nú hefir flokksbróður ráð- herrans, Bjarna Benediktssyni, víst þótt nóg um afskiptaleysi ráðherrans í málum þessum og það öngþveiti, sem af því leiðir. Flytur hann nú frumvarp á Al- þingi um notkun byggingarefn- is. Virðist vaka fyrir flutn- ingsmanni, að ríkisstjórnin geti haft afskipti af sölu bygg- ingarefnis á hverjum stað, — og ekki er hægt að sjá annað en að ætlunin sé, að það bygg- ingarefni, sem kemur til Reykjavíkur t. d., skuli þar notað o. s. 'frv. Slík,ar ráðstafanir mundu gera illt verra. — Hér þarf full- komið vald yfir byggingarefn- inu og tryggingu þess, að það sé flutt þangað, sem þess er mest þörf, — hvar sem það er á landinu og hvar sem bygging- arefnið kemur að landi. Auðvitað vænta menn sér ekki neinnar úrlausnar á þessu máli af þeirri ríkisstjórn, sem nú situr. Hún hugsar um það eitt í þessum málum, að hafa fyrirkomulagið sem allra heppi- legast fyrir kaupmennina og framkvæmir því vitaskuld aldrei neitt, sem getur minnkað gróða þeirra, hversu aðkallandi sem nauðsyn almennings kann að vera. Mikil loitárás í mikilli loftorustu yfir Port Darwin fyrir skömmu, þar sem flugvélar Bandamanna og Jap- ana áttust við, biðu Japanir mikinn ósigur. Japanir sendu 47 flugvélar til árása á borgina, þar af 27 þung- ar sprengjuflugvélar. Flugvélar Bandamanna skutu niður 13 japanskar flugvélar en misstu enga sjálfir. stúlkurnar hyrfu sem farfuglar á haustnóttum, enda komnar háannir túnasláttar og veður fremur válynd í lofti. Dagur- J inn var kaldur og úrillur. Og þó kom mikið fjölmenni, mörg hundruð manna, að Laugum þennan dag. Og hvað var þar að sjá? Tvennt mun hafa vakið mesta athygli. Þelband og prjónles úr því og ýmiskonar listvefnaður. Þeir, sem bezt til þekkja, telja þingeyska ull fínni og þelbetri en aðra ull hérlenda. Þetta mun hafa hvatt þing- eysku konurnar til þess að hafa þelið til nokkurskonar listiðn- aðar. Það hefir myndazt keppni um, hver gæti unnið bezt og fínast úr þelum. Halldóra Bjarnadóttir telur, að þessi tó- skapur eigi hvergi sinn líka er- lendis eða hérlendis. Hún vill bæta þriðju burst- inni við húsmæðraskólann á Laugum og stofna þar tóvinnu- skóla fyrir allt landið, kenna þar listrænan og hagnýtan ull- ariðnað, svo sem bezt hentar húsmæðrum. Þelbandið og prjónlesið var að miklu verk hinna eldri kvenna, og bar meiri svip hins gamla tíma, og lét minna yfir sér en hinir marglitu listofnu og saumuðu dúkar og áklæði, er þöktu veggi og bekki tveggja stórra sala, framar öllu öðru. Þar var vinna ungu stúlkn- anna, og augsýnileg áhrif hús- mæðraskólans. Margar fyrir- myndir höfðu verið sóttar í fornan íslenzkan listvefnað. Þó gætti þar allmikið erlendra fyrirmynda og er illt til þess að vita, að svo mikil og góð vinna skuli lögð í muni, sem aldrei geta skartað vel í ís- lenzkum stofum. III. Miklu minna gætti þarna þess, sem karlar höfðu unnið. Mikla athygli vöktu þó ýms- ar gipssteypur Aðalgeirs frá Stórutjörnum, frumlegar myndir, steyptar og málaðar á ýmsa muni úr gipsi. Og nokkuð var þarna af ýmsum smámun- um úr tré. En enga hugmynd gáfu þeir þó um hina miklu smíði, sem nú er framkvæmd í héraðinu. Hin síðari árin hefir fjöldi sveitabýla verið endurreistur, bæði að bæjum og útihúsum, úr varanlegu efni. Öll sú mikla smíði, er nær eingöngu fram- kvæmd af bændum sjálfum, varla fenginn utansveitarmað- ur til smíða. Lærisveinar Þór- halls kennara frá Ljósavatni að Laugaskóla, éru margir lista- smiðir og færir að búa heimili að húsgögnum. Ungu stúlkurnar hafa marg- ar hverjar klætt hin nýju hús og muni þeirra með dúkum sín- um. Að því ber að stefna, að ungu mennirnir smíði eigi að- eins húsin, heldur einnig hús- munina almennt í sveitum. En til þess þarf enn að herða sókn- ina. Það þarf meðal annars að finna snotran og hagnýtan hús- gagnastíl. Og helzt þyrftu í sveitunum að rísa iðnaðarmið- stöðvar með vélum og tækjum, sem léttu vinnuna, söguðu efni til o. s. frv. Þetta er allmikið hagsmuna- mál. Sveitirnar verða varla numdar að nýju svo vel sé, nema iðnaður hjálpi sem aukaat- vinna. En það er öllu framar menningarmál. Sveitaheimilin njóta sín ekki, missa eitthvað af arinyl sínum, ef þau bera ekki svipmót þess, að bóndinn og húsfreyjan hafi búið þau eigin höndum. IV. í þúsund ár hefir þjóðin full- nægt fegurðarþrá sinni með heimilisiðnaði. Nú gengur öld efnishyggju yfir heiminn, allt er metið til fjár, fegurðin og listin eins og annað, almenn- ingur sækir æ meir að því að kaupa fegrun umhverfisins, heldur en að leggja tóm- stundavinnu sína í sköpun þess fagra. Nú fara tómstundir margra í fánýtar skemmtanir. Þeir einir eru taldir listamenn, sem lærð- ir eru, en „fúskararnir" fyrir- litnir. Þessi aldarandi glæðir ekki verkgleði unga fólksins til listiðnaðar, tízkukonunni finnst hann ekki „borga sig“. Ég veit ekki hvort í öðrum málum finnst orð, sem svarar Handavinnusýníng- í Laugaskóla Hitaveituefni á haSsbotni Blaðinu hefir borizt tilkynn- ing frá amerísku herstjórninni um, að skipi, sem flutti hluta af efni til hitaveitunnar hafi verið sökkt í árás, er óvinirnir gerðu. Talið er að um 1000 smá- lestir af efni til hitaveitunnar hafi verið í þessu skipi, auk um 600 símastaura, varahluta í bifreiðar og ýmiss annars varnings. Ekki er enn vitað hvað af efninu til hitaveitunnar var með þessu skipi, en óhætt er að fullyrða, að þetta skipatjón verður til að seinka framgangi hitaveitumálsins enn um óá- kveðinn tíma. Vestur-Isl. söngkona Ung íslenzk söngkona, ungfrú Þóra Matthíasson, hefir getið sér mjög góðan orðstír fyrir söng sinn í Ameríku. Ungfrú Þóra er dóttir Gunnars Matt- híassonar (Jochumss. skálds) og er hún fædd vestan hafs. Ungfrú Þóra hefir sungið m. a. fyrir hin stóru útvarpsfyr- irtæki National Broadcosting Company og Columbia Broad- costing System og hlotið ein- róma hrós allra blaða, sem minnst hafa á söng hennar. Eitt blaðið segir m. a. um ungfrú Þóru: „Þóra Matthíasson, óvænt coloratursöngkona frá íslandi vann hreinan sigur. Hin hreina og fagra rödd hennar hreif á- heyrendur með yndisleik sín- um. Hún var eins og vorblóm, ljós, grannvaxin og örugg í framkomu. Hin rólega, örugga framkoma hennar er augsýni- lega byggð á réttum undirbún- ingi og minnir á Flagstad (Kristine, norsku operusöng- konuna frægu).“ Benda allar líkur til, að þarna sé komin fram á sjónarsviðið söngkona, sem gera má ráð fyr- ir að hljóti mikla frægð og við- urkenningu í framtíðinni. laxa- og silungsseiðin. Tveir bændur norður í Kelduhverfi hafa gert tilraun í þessum efn- um í smáum stíl með talsvert góðum árangri. En okkur ís- lendinga vantar alla verklega þekkingu á þessum málum. Hana verðum við að fá erlend- is frá. Gæti ég vel trúað, að í framtíðinni yrði þessi uppeldis- aðferð mikilvæg atvinnugrein, ef við getum tileinkað okkur þær aðferðir, sem til þessa þarf, því að nóg fóður má fá úr úr- gangi frá slátur- og frystihús- um handa seiðunum. til nýyrðis Jónasar um „yndis- arðinn“. En eitt er víst, að þó að hávaða manna finnist hann ennþá engu skipta, er hann þó öllum vinnulaunum æðri og sælli að þiggja. Margir hinir eldri menn virð- ast örvænta um andlega menn- ingu unga fólksins, finnst að það hyggi mest til fánýtra skemmtana og gjálífis, og sé þar kvenþjóðin enn þá meir á undanhaldi frá sveitalífinu. Þessir svartsýnu menn fengu svar á sýningunni að Lauga- skóla. Ennþá eru hundruð ungra kvenna í litlu héraði, sem verja tómstundum sínum til að skreyta heimili foreldra sinna, meta meir yndisarð vinnunnar, en glys og skemmtanir tízk- unnar. V. Ekki verður minnst þessa sýningardags svo, að því sé gleymt hvers virði héraðinu er húsakostur Laugaskóla. Svo má segja, að þar sé húsakostur er rúmi alla úr nálægum sveit- um, sem líklegt er að heiman- gengt eigi í senn. Auk skólans sjálfs er leikfimissalurinn, sem Inun vera einn stærsti sam- komsalur í sveitum landsins. Héraðið verður sem eitt heim- ili slíka daga. í leikfimissalnum fóru fram ýmsar skemmtanir: ræðuhöld, ágætur kórsöngur kvenna, einsöngur frú Lissyar á Halldórsstöðum, en að lokum var' stiginn dans. Sýningargestur. ttbreiðið Tímann!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.