Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						302
TlMITVTV, föstndagtnn 30. Julí 1943
76. l»Iað
Föstudagur 30. júlí
Nýbýlí
Menn tala nú mjög um fólks-
flutninga úr sveitunum og svo
hefir lengi gengið.
Eftir að þjóðinni fór að fjölga
nokkurnveginn eðlilega fluttust
menn um skeið vestur um haf
og siðar að sjónum.
Það ætti að vera augljóst, að
Lítil von er um að straumhvörf
eigi sér stað í þessum efnum fyr
en svo er um búið, að mörg ný
býli verði stofnuð í sveitunum á
ári hverju.
Stofnkostnaður við að reisa
nýbýli er hins vegar svo stór-
kostlegur, að óhugsandi er að
ungir menn og konur geti komið
slíku við af eigin rammleik —
auk þess eiga menn ekki aðgang
að heppilegum löndum.
Það eru nú nokkur ár síðan
Framsóknarflokkurinn     kom
fram lóggjöf um nýbýli.
Með þeirri löggjöf hófst nýtt
landnám í sveitunum. Fram-
kvæmdir þessar hafa ekki verið
stórfelldar fram að þessu, en
hafa fært mönnum mikilsverða
reynslu. Sú reynsla kemur
mönnum að góðu Iiði þegar í
stórfelldari framkvæmdir verð-
ur ráðizt. Þær verða að hefjast
svo fljótt sem verða má, vegna
vinnuorku og efniskaupa.
Það er mikils um vert að
skipulega verði unnið og um-
fram allt ber brýna nauðsyn til
þess að heppilegustu löndin séu
valin til nýbýlagerðar.
Mér virðist nauðsynlegt að
undirbúa mál þetta nú þannig,
að nýbýlastjórnin taki forustu
um að gert sé yfirlit um öll þau
landsvæði, sem heppileg eru
fyrir nýbýli.
Taki yfirlit þetta til allra
byggðarlaga í landinu, sem ekki
eru þegar 'fullsetin og sé miðað
við þann búrekstur, sem líklegt
er að bezt henti á hverjum
stað.
Yfirliti, sem þessu, yrðu að
fylgja upplýsingar um það
hversu háttað væri umráðum
þeirra landssvæða, sem bezt
hehta.
Kæmi síðan að því að tryggja
það með sem heppilegustu móti,
að lönd þessi gætu orðið notuð
til nýbýlamyndunar.
í þessu sambandi má nefna,
þótt það sé ekki einhlítt, að rik-
ið á margar ágætar prestsset-
ursjarðir, sem eru alls ekki full-
setnar. Það verður að gera ráð-
stafanir til þess að hæfilegur
hluti af slíkum jörðum geti orð-
ið til afnota við skipulegar ný-
býlaframkvæmdir.
ÞaS er margbúið að sýna sig
á síðari árum, að mjög sjaldgæft
er að ungir prestar hafi bol-
magn til þess að notfæra sér
stórar og fólksfrekar jarðir.
Þessa er heldur ekki að vænta.
Það á að ætla prestunum hæfi-
legt jarðnæði, miðað við að þeir
geti rekið bú rífléga sér til
heimanytja og launa þeim bet-
ur en gert hefir verið. Prestset-
ursjörðunum mörgum á" því að
skipta til nýbýla. Á þessu hefir
verið byrjað og reynst vel, en
þetta gengur allt of seint og
þyrfti að setja um þetta sérstaka
löggjöf, til þess að flýta fram-
kvæmdum. Er vonandi, að
kirkjustjórnin taki þessu máli
af skilningi og velvilja.
Hér verða ekki rædd einstök
atriði framkvæmdanna. Hér
verður því hins vegar slegið
föstu, að það verður að leysa
þetta mál á skipulegan hátt og
uhdirbúningur pess þolir enga
bið.
Undirstaðan er landið sjálft.
Menn verða að gera sér það
ljóst, hvar unnt er að byggja
býli án þess að þrengja um
of kosti þeirra, sem fyrir eru
og gera ráðstafanir til þess að
heppileg lönd séu tiltæk þegar
hefjast á handa. Það þarf að
leggja fram mikið starf að þess-
um undirbúningi nú þegar.
Sá tími nálgast óðum, að til
framkvæmda kemur og þá verða
menn að vita hvað þeir ætla að
gera.
Framtíð landbúnaðarins bygg-
ist á aukinni ræktun. Byggist
á því, að áfram sé haldið á sömu
braut og farin hefir verið und-
anfarið framfaratímabil — en
Vinsamlegt brél til  Ólais Thorss
Svika-Mörður og 17, janúar
Ólafur Thors!
Þú hefur nýlega veitt mér
þann sóma að minnast mín í
Morgunblaðinu á þann hátt,
sem mér finnst æskilegast-
ur. Þú ert nefnilega einn af
þeim mönnum, sem betra er að
hljóta hjá last en lof.
í þessu ávarpi þínu, er lýsir
vel hæversku þinni og grand-
varleik, kallar þú mig ýms-
um nöfnum, m. a. Svika-Mörð.
Þú telur, að framkoma mín í
skilnaðarmálinu verðskuldi það
nafn. Vitanlega færir þú enga
ástæðu fyrir þessari nafngjöf.
Mér má því þetta uppnefni þitt
í léttu rúmi liggja.
Ég ætla heldur ekki að fara
að rífast við þig um liðna at-
burði í skilnaðarmálinu. Ég er
þeirrar skoðunar, að það sé mál-
inu ekki til ávinnings á þessu
stigi að hafnar séu um það ó-
þarfar deilur. Uppnefni þitt fær
ekki breytt þeirri skoðun minni.
Ég hefi líka litla löngun til að
ræða við þig um það mál, því
að ég hefi sama álit á „sjálf-
stæðisbaráttu" þinni og ýmsir
félagar þínir frá unglingsárun-
um, sem sáu þig vera að draga
danska fánann að hún í húsi
föður þíns. Þeir þykjast þekkja
þig svo vel, að eigi þurfi að efast
um, að þú myndir fús til að
hylla danska fánann aftur, ef þú
sæir þér hag í því.
En það var annars þetta, orö,
stigið enn stærri skrefum.
Nýtízku áhöld koma til sögunn-
ar — nýju skurðgröfurnar opna
nýja möguleika, dráttarvélun-
um fjölgar stórkostlega og ný
og ný tæki bætast við. Það má
aldrei henda, að við getum ekki
notað okkur til hlítar hin nýju
tæki og þá möguleika, sem þau
bjóða, vegna þess að við höfum
ekki framsýni til þess að leysa
þau undirstöðuatriði ræktunar
og nýbýlamálanna, sem verður
að ráða fram úr á skipulegan
hátt.
Það er fásinna að halda, að
ótímabært sé að tala um stofn-
un nýbýla og aukna ræktun og
framleiðslu landbúnaðarafurða
margskonar, þótt svo hafi vilj-
að til um stundarsakir á styrj-
aldartímum, að markaðir hafi
lokast fyrir ýmsar tegundir
landbúnaðarvara.
Hitt væri mönnum nær að
hafa í huga, að enginsú þjóð
fær staðizt, sem ekki ræktar og
nýtir sitt eigið land.      E. J.
sem þú nefndir, Svika-Mórður,
sem mig langaði til að minnast
á við þig ofurlítið. Finnst þér
ekki, þegar þú hugleiðir þetta
nánar, að þetta orð eigi betur
við persónu, sem er nákomnari
þér en ég? Heldur þú ekki við
nánari athugun, að öðruvísi
væri nú umhorfs í íslenzkum
stjórnmálum, ef viss persóna,
sem þú ættir að þekkja öðrum
betur, hefði ekki á alvörustund
í lífi þjóðarinnar valið sér veg
Svika-Marðar?
Ég skal reyna að rifja þetta
dálítið betur upp fyrir þér. Við
byrjum á deginum 16. janúar
1942. í húsi Stjórnarráðs íslands
höfðu verið haldnir langir og
strangir ráðherrafundir þennan
dag. Það hafði verið rætt um
frestun bæjarstjórnarkosninga í
Reykjavík, um afgreiðslu skatta-
mála á næsta þingi o. s. frv.
Fundir þessir stóðu fram á að-
faranótt þess 17. janúar. Þá
voru nokkrir áhrifamenn Sjálf-
stæðisflokksins kvaddir í skyndi
á fund heima hjá þér. Einn
þeirra, Árni Jónsson frá Múla,
hefir síðar lýst aðkomunni
þangað á þessa leið:
„Þegar við komum heim til
Ólafs um nóttina, lá Jakob endi-
langur á legubekk og virtist vera
lasinn. Ólafur sat í hæginda-
stól, þreytulegur. Áður en hann
skýrði frá tilefni þess að menn
væru kallaðir saman um hánótt,
strauk hann hvað eftir annað
um höfuðið og hafði einhver orð
um það, hvað hann væri orðinn
steinuppgefinn á þessu bölvaða
stappi. Það var auðfundið á öllu
að eitthvað leiðinlegt var á seiði.
Og svo sprakk bomban. Ólaf-
ur skýrði frá því, að tilefni þessa
næturfundar væri það, að Fram-
sóknarflokkurinn krefðist þess,
að Sjálfstæðismenn féllu frá af-
greiðslu kjördæmamálsins á
þinginu og vildi hann nú heyra
undirtektir manna." (Þjóðólfur
2. nóv. 1942).
Til þess að minna þig enn
betur á það, sem gerðist þessa
sömu nótt og næsta morgun,
fara hér á eftir svohljóðandi
ummæli úr þingræðu, sem þú
fluttir 19. maí 1942:
• „Eins og háttvirtur þing-
maður Strandamanna tók rétti-
lega fram, hafði hann rökstudda
ástæðu til að telja að stjórnar-
skrárbreyting myndi ekki ná
fram að ganga."
Ég þykist ekki þurfa að rekja
þessa sögu meira til þess, að þú
munir allar gerðir þínar 17.
janúar 1942 og framkomu þína
síðar í sambandi við þær.  Ég
trúi því líka, að þér skiljist þá
ekki aðeins, hversu misráðið sé
af þér að nefna Svika-Mörð á
nafn, heldur sjáir þú einnig, að
eiðrof og ódrengrýndi er ein
meginorsök þess stjórnmálalega
öngþveitis, er ríkir nú hér á
landi.
Þú ætlaðir einu sinni að læra
sagnfræði. Það varð þó víst
minna úr því en ætlað var, þótt
eigi skorti fjárráð. En vafalaust
kanntu þó það mikið í sagn-
fræði, að þér sé ljóst, hversu
illu einn Svika-Mörður getur
komið til leiðar, ef honum hafa
hlotnazt mannaforráð. Slíkur
maður hefir oft leitt af sér inn-
anlandsófrið eða erlenda áþján.
Stjórnarkerfið getur orðið ó-
starfhæft, ef slíkur maður nær
verulegum áhrifum. Samvinna
andstæðra flokka getur því að-
eins lánast, að þeim samning-
um megi treysta, sem gerðir eru
og reistir eru á drengskapar-
heitum. Þessvegna hefir sam-
starf Framsóknarmanna við
Sjálfstæðismenn í ýmsum bæj-
ar- og sveitastjórnum út á landi,
t. d. á Akureyri og í Húsavík,
lánast vel, þótt skoðanamunur
sé mikill í ýmsum aðalmálum.
Við forustumenn Sjálfstæðis-
flokksins á þessum stöðum hefir
mátt semja um mörg mál, því
að loforðum þeirra og dreng-
skaparheitum hefir mátt
treysta. Hefðu þeir hins vegar
farið að líkt og Hrafn, sem laun-
aði keppinaut sínum svala-
drykkinn með því að höggva ex-
inni í höfuð honum, væri sam-
starfið fyrir löngu rofið. Þegar
reynslan hefir sýnt, að enga til-
trú má bera til heiðarleika og
drengskapar andstæðingsins, er
friðnum algerlega glatað. Svika-
Mörðurinn hefir þá jafnvel
unnið meira spellvirki en hann
ætlaði sér í upphafi.
Það, sem nú hefir verið sagt,
skýrir bezt þann stjórnmála-
lega ófarnað, er ríkt hefir hér
á landi seinustu missirin. Hefði
eitt drengskaparheit verið
haldið, myndi aldrei hafa komið
til þeirrar pólitísku sundrung-
ar og niðurlægingar, sem þjóð-
in býr við um þessar mundir.
Samstarfið um að sporna gegn
dýrtíðinni hefði haldist. Hinni
illvígu kosningabaráttu síðsum-
arsins 1942, er skapaði mestan
(Framh. á 4. síSu)
Baðsiofuhja l
NÚ  ER  KOMINN  SLÁTTUR.
Þeir, sem farið hafa um landið,
segja, að sprettan sé eftir öllum
vonum og meira en það, að
minnsta kosti á túnum. Vorið
var kalt eins og allir vita. Á-
burðarkaup bænda hafa víst
yfirleitt ekki minnkað, þrátt
fyrir dýrtíðina, og er það vel
farið. Það er ekki nóg að eiga
stór tún. Túnin verða að spretta.
Illa sprottið tún er eins og léleg
kýr. Hvorugt ætti að vera til.
Ólafur Jónsson á Akureyri skrif-
aði nýlega um þetta í bænda-
blaðið Frey. Hann segir, að með-
al töðufall af túnunum sé fjarri
því að vera viðunandi. Hann
segir, að það sé allt of mikil
nægjusemi að sætta sig við að
fá tíu hesta af dagsláttunni,
þegar hægt sé að fá tuttugu.
Vinnan má heita sú sama. Sum-
ir góðir jarðræktarmenn hafa
tekið upp þann sið að plægja
upp slétturnar sínar á nokkurra
ára fresti og bæta um leið í þær
áburði. Þeir segja, að það borgi
sig og meira en það.
EN MESTA VANDAMÁL HEY-
SKAPARINS hefir alltaf verið
og er enn, að þurrka heyið. Ef
hægt væri að finna upp örugga
og ódýra verkunaraðferð á öll-
um heyfeng landsmanna, þyrfti
ekki að kvíða framtíð landbún-
aðarins. Það finnst mér að
minnsta kosti.
HVERNIG  STENDUR  Á  ÞVÍ
að Sunnlendingar telja heyfeng
sinn í hestum en Þingeyingar og
Austfirðingar í böggum? Sumir
segja mér, að bandið á Suður-
landi sé svo smátt, að hesturinn
þar sé ekki stærri en baggirin
fyrir norðan og austan. Fróðlegt
væri að fá upplýsingar um þetta
hjá þeim, sem stundað hafa
heyvinnu á ýmsum stöðum á
landinu.
MARGIR SAKNA SÍLDAR-
FRÉTTANNA í útvarpinu. Þær
voru felldar niður af hernaðar-
ástæðum eins og veðurfréttirn-
ar. En sildveiðin er nú orðinn
einn höfuðatvinnuvegur lands-
manna. Margir, sem fjarri búa
sjó, eiga ættmenn eða kunn-
ing}a á síldveiðiflotanum.
ALLT FRAM UNDIR LOK
NÍTJÁNDU ALDAR var mönn-
um ókunnugt um hina miklu
möguleika til síldveiða við ís-
land. Árið 1849 voru fluttar út
23 tunnur af síld, sem veidd var
í Faxaflóa, og nokkrum árum
síðar eru taldar útfluttar fimm
síldartunnur úr Eyjafirði. Menn
urðu þess að vísu varir, að hinir
þrengri firðir fylltust stundum
af smásíld, en kunnu lítil tök á
að hagnýta sér þann feng. Jón
Sigurðsson skrifaði um síldina
árið 1861 og segir þar meðal
annars: „Hafsíldin er sú hirí
ypparsta síldartegundin og er
sú, sem mest gengur að kaupum
og sölum. Hún kemur og einnig
til íslands en svo lítill gaumur
er henni gefinn, að mörínum eru
enganveginn kunnar göngur
hennar. Náttúrufræðingar hafa
sagt, að hún kæmi ekki til ís-
lands nema stundum og þá ekki
mikið af henni. En þó höldum
vér, að þessu sé varla svo var-
ið, heldur muni hún koma þar
oftastnær, djúpt eða grunnt, ef
menn þaf eftir gaumgæfðu
göngur hennar." Þetta var fyrir
82 árum.
Á HÓLUM í HJALTADAL var
gestkvæmt núna í sláttarbyrjun.
Samband íslenzkra samvinnu-
félaga hélt þar aðalfund sinn að
þessu sinni. Er það fjölmenn
samkoma sem nærri má geta,
því að sambandsfélögin eru nú
orðin rúmlega fimmtíu, og tvö
fjölmennustu félögin senda
marga fulltrúa, og sum hinna
fleiri en einn. Þátttaka almenn-
ings í samvinnufélögum mun
nú vera orðin meiri hér en í
nokkuru öðru landi að tiltölu
við fólksfjölda. Áður störfuðu
samvinnufélögin aðallega í
sveitum landsins, en á síðustu
árum hefir félagsskapurinn náð
mikilli útbreiðslu í kaupstöðum
og kauptúnum. Sambandið var
stofnað árið 1902 og átti því
fjörutíu ára afmæli á árinu,
sem leið. En fyrstu verzlunar-
samtök almennings hér á landi
voru stofnuð um miðja nítjándu
öld eða jafnvel fyr.
ALLIR TALA UM BARDAG-
ANA Á SIKILEY. Menn reyna
að rifja upp fyrir sér allt, sem
þeir hafa heyrt eða lesið um
þetta merkilega eyland, því að
nú er það miðdepill hinna stóru
heimsviðburða. Frægustu staðir
á eynni eru eldfjallið Etna og
borgin Syrakusa. Talið er, að
Syrakusa sé álíka gömul og
Rómaborg og séu báðar byggðar
á áttundu öld fyrir Krist.
Grískir farmenn byggðu Syra-
kusu, en seinna unnu Rómverj-
ar borgina og alla Sikiley, og
var Sikiley fyrsta skattland
Rómaveldis. Einn af frægustu
mönnum forn-Grikkja, reikni-
meistarinn Arkimedes, ' átti
heima í Syrakusu á þeim tíma.
Sagan segir, að hann hafi hjálp-
að til að verja borgina með ein-
kennilegum hætti. Með aðstoð
brennispegla tókst honum að
láta sólarhitann kveikja í her-
skipum Rómverja, sem sóttu inn
á  höfnina.  Um  síðir  tókst þó
(Framh. a 3. síSu)
Frægir fomstumenn:
Alexander  hershöiðingí
Sigrar Bandamanna í Egiptalandi og Líbyu á síðastliðn-
um vetri má öðrum fremur þakka einum manni, Alexander
hershöfðingja. Hann hafði yfirstjórn hersins, lagði á ráðin
og fylgdist með framkvæmd þeirra. Montgomery, sem var
næsti undirmaður hans og framkvæmdi fyrirskipanir hans,
hefir hlotið meiri frægð, en það stafar ekki sízt af því, að
Alexander lætur jafnan lítið á sér bera.
Þegar Libyustyrjöldinni lauk, var Alexander yfirstjórn-
andi herja Bandamanna í Túnis, en Eisenhower var yfir-
maður alls herafla þeirra í Afríku. Það var Alexander,
sem lagði á ráðin um Túnisstyrjöldina og leiddi hana til
sigursælla lykta. Þá hefir hann unnið öðrum meira að inn-
' rásinni á Sikiley, eins og sjá má á því, að hann hefir verið
skipaður landstjóri þar.
Alexander hershöfðingi er 51
árs. Hann er írskur að ætt og
uppruna. Þegar fyrri heims-
styrjöldin hófst var hann orð-
inn liðsforingi. í þeirri styrjöld
gat hann sér gott orð og jafnan
síðan, eins og sjá má á því, að
hann hlaut hershöfðingjatign
45 ára gamall og var þá yngsti
hershöfðingi Breta.
. Þegar styrjöldin hófst 1939
var Alexander stjórnandi fyrsta
herfylkisins, er fór til Frakk-
lands. Við Dunkirk tók hann við
yfirstjórn brezka hersins, er
Gort lávarður fór til Englands.
Hann steig þar seinast allra
brezkra hermanna á skipsfjöl og
vann jafnt hermönnum sínum
allan tímann meðan liðflutn-
ingarnir stóðu yfir. Seinasta
daginn  við  Dunkirk  klæddist
hann skrautlegasta búningi
enskra hershöfðingja og þótti
það mjög í frásagnlr færandi.
íslendingar munu minnast ekki
ósvipaðrar sagnar af Skúla fó-
geta.
¦ í ársbyrjun 1942 var Alex-
ander falin yfirherstjórn í
Burma. Vörnin þar var von-
laus, en hann stjórnaði undan-
haldinu með slíkum ágætum, að
það mæltist hvarvetna vel fyrir,
þegar honum var falin her-
stjórnin í Egiptalandi síðastl.
sumar.
Enski blaðamaðurinn, Allan
Moorehead, er var í Tunis, þeg-
ar styrjöldin. geisaði þar, sendi
þá blaði sínu frásögn þá um
Alexander, er hér fer á eftir,
nokkuð stytt:
— Hæf ileikar Alexanders f elast
ekki í því, að hann sé leikari
eða yfirborðsmaður, sem veki
þannig á sér athygli og aðdáun.
Það er ekki neitt við útlit hans,
framkomu eða talsmáta, er
dregur að honum athygli.
Ég hefi séð hann nokkuð oft
undir ólíkum kringumstæðum.
Hann hefir alltaf verið eins,
snoturlegur og snarlegur. Höf-
uðið er lítið, augnaráðið kalt.
Hann talar hratt, en þægilega
og lætur sér oftast nægja að
segja stuttar, gagnorðar setn-
ingar. Ýmsaf setningar hans
hafa verið notaðar sem kjörorð
af hermönnum hans.
Einkalíf hans er líka mjög
venjulegt. írskur riddaraliðs-
maður, málarí í tómstundum, á
konu og þrjú bórn^— allt er
þetta mjög algengt.
Hann er lítið gefinn fyrir að
láta bera á sér opinberlega,
sennilega miklu minna en flest-
ir hershöfðingjar. Þótt hann
stjórnaði sigursókn Breta í Li-
byu, kom hann nær aldrei fram
er herinn hélt hátíðlega innreið
sína, t. d. í Tripolis.
Hann er vingjarnlegur og
greiðasamur við stríðsfréttarit-
ara. En þeir koma oftast litlu
fróðari af fundi hans. Hann
hefir lag á að láta umræðurnar
snúast á þann veg.
Vegna þess hvað Alexander er
blátt áfram og ósérkennilegur í
öllu hátterni sínu, er næsta erf-
itt að kynnast honum til hlítar
og gera sér grein fyrir hæfileik-
um hans. En hvarvetna, þar sem
hann vinnur eða hefir unnið,
mætir manni sú lýsing á hon-
um, að hann komi sér vel við
alla. Það er ekki ólíkleg tilgáta,
að þetta sé lykill að „leyndar-
dómjnum" um hann.
Það, sem má sín meira en
mikil starfsorka og þrautseigja
hans, er hæfileiki hans til að
koma sér vel við menn, vinna
sér vinsemd þeirra og tiltrú.
Alexander hefir alveg sérstaka
hæfni til að hlusta á menn, en
það er mikilsverðara en marga
grunar.
Hann er líka sérstaklega vin-
margur. Það má segja, að til
herstöðva hans sé stöðugur
straumur af mönnum, er koma
til að heimsækja hann. Það eru
herforingjar og stjórnmála-
menn o. s. frv. Hann getur veitt
öllum móttöku og allir virðast
fara ánægðari af fundi hans.
Framar öllu má þakka vin-
sældum hans, hversu vel honum
hefir tekizt. Hann hefir óvenju-
legt lag á að fá menn til að
vinna fyrir sig. Hann gerir það
ekki með of sa og eldmóði, heldur
með hóflegri og skynsamlegri
röksemdaleiðslu.
Lifnaðarhættir Alexanders eru
mjög fábreyttir. Hann fer
venjulega á fætur kl. 6.30, borð-
ar morgunverð með ýmsum for-
ingjum sínum og fer síðan oft-
ast til vígstöðvanna, ýmist í
flugvél eða bifreið. Þegar hann
hefir heimsótt hinar ýmsu her-
deildarstöðvar, fer hann iðulega
til hersveitanna í fremstu víg-
línu, ræðir við hermennina þar,
fregnar álit þeirra og athugar
staðhætti eins vel og hann getur
í gegnum kíki sinn. Það er ekki
ósjaldgæft að sj'á Alexander á
fremstu vígstöðvum með landa-
bréf á knjánum, kíki fyrir aug-
um og liðsforingja hjá honum,
er skýra fyrir honum fyrirætl-
anir sínar um næstu árás á and-
stæðingana.
Síðari hluta dagsins heldur
Alexander heim til aðalbæki-
stöðva sinna aftur, hefir fund
með herráði. sínu, afgreiðir ýms
erindi o. s. frv. Kl. 21.30 er
hann venjulega háttaður og les
skemmtirit stuttan tíma áður
en hann fer að sofa.
Á aðalbækistöðvum Alexand-
ers er allt mjög einfalt og óbrot-
ið. Meðan Tunisstyrjöldin stóð
yfir, yfirgaf hann vígstöðvarnar
ekki nema í 2—3 skipti, er hann
fór til fundar við Eisenhower í
Algier.
Þó að hann kunni að vera
orðinn þreyttur, verður þess
ekki vart. Hann vinnur, borðar
og sefur jafn reglubundið og í
upphafi stríðsins og engin
breyting er sjáanleg á honum.
Mér dettur þó ekki í hug að
halda, að hann sé nein vél. Ég
álít heldur ekki að hann sé frá-
bær yfirburðamaður. Ég vll
heldur segja, að hann sameini
marga algenga hæfileika góðra
hermanna. Einn hæfileikinn ber
ekki annan ofurliði. Hann er
laus við mótsetningar. Jafn-
vægið er mesti kostur hans.
Hann er laus við allt ofstæki.
Hann reykir og drekkur, en
hvorttveggja í fullkomnu hófi.
Það er hófsemd hans og jafn-
vægi, er gerir hann öruggari
flestum hershöfðingjum. —
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 301
Blašsķša 301
Blašsķša 302
Blašsķša 302
Blašsķša 303
Blašsķša 303
Blašsķša 304
Blašsķša 304