Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
ÚTGEFANDI:
FRAMSÓKNARPLOKKURINN.
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
Símar 3948 og 3720.
í
RITST JÓRASKRIPSTOFUR:
EDDUHÚSI, LindargötU 9A.
Símar 2353 og 4373.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 9A.
Sími 2323.
27. árg.
Reykjavík, fimmtudagmii 28. okt. 1943
105. Mað
Rofiíð drengskaparheít
Skýrsla Eysteins Jónssonar og Hermanns Jónassonar
Undanfarið hefir veriS rætt
nokkuð í blöðum og manna á
milli um drengskaparheit fyr-
verandi ráðherra Sjálfstæðis-
flokksins.
Er nú deilu þessari svo komið,
að málið hefir verið rætt á Al-
þingi vegna ummæla, sem Sig-
urður alþingismaður Bjarnáson
frá Vigur lét þar um það falla.
f bréfi til nokkurra flokks-
manna, dags. 21. júni s. 1., skýrð-
um við, sem gefum þessa skýrslu,
svo frá:
„Eftir að gerðardómslögin
höfðu verið sett, var samið við
Sjálfstæðisflokkinn um kosn-
ingafrestun í Reykjavík og um
skattamálin, og jafnframt lof-
uðu þeir Ólafur Thors og Jakob
Möller því, og lögðu við dreng-
skap sinn, að þeir skyldu sjá
um, að breytingar á kjördæma-
skipuninni yrðu ekki samþykkt-
ar fyrir kosningar um vorið
1942, sem þá voru ráðnar."
í skýrslu, sem Ólafur Thors
las upp á Alþingi fyrir fáum
dögum, er það véfengt, að hér sé
rétt frá skýrt, og reynt að gera
það sennilegt með líkindarök-
um, að við hljótum að fara með
rangt mál. Röksemdirnar, sem
fram komu hjá Ólafi Thors, eru
aðallega þessar:
" a) Að það sé ósennilegt, að
við höfum farið þess á leit, að
við fengjum borgun fyrir að
fylgja því, að kosningum yrði
frestað í Reykjavík, þar sem
Hermann Jónasson hafi lýst
yfir því, að hann teldi frestun-
ina réttláta.
b) Að það sé ósennilegt, að við
undirritaðir hefðum látið okkur
til hugar koma að krefjast þess
af Ólafi Thors og Jakob Möller,
að þeir lofuðu að fresta af-
greiðslu kjördæmamálsins, þar
sem það sé margra ára áhuga-
mál Sjálfstæðisflokksins, og
jafn ósennilegt, að þeir hefðu
nokkurntíma lofað slíku, — og
c)  Að það sé ósennilegt og
(sérstaklega undirstrikað í
skýrslu Ólafs Thors) „hefði ver-
ið fávíslegt af Hermanni Jónas-
syni og Eysteini Jónssyni--------
að taka það (loforðið) gilt, þó
gefið hefði verið".
Við munum nú rekja nokkuð
aðdraganda þessa máls og sögu,
enda liggja þar fyrir nokk'ur
gögn, sem ekki hefir verið skýrt
frá fyr.
1. Þegar gerðardómslögin voru
sett, baðst Stefán Jóh. Stefáns-
son lausnar úr ráðuneytinu.
Hann dró enga dul á það, eftir
að hann fór úr ríkisstjórninni,
að hann mundi gera það, sem í
valdi Alþýðuflokksins stæði, til
þess að koma þessum lögum
fyrir kattarnef. Vaknaði fljótt
grunur um, að þetta ætti að ger-
ast með því, að bera fram á Al-
þingi frumvarp til breytinga á
kjördæmaskipuninni, sem kæmi
því til vegar, að ráðherrar
Framsóknarflokksins segðu af
sér, ef Sjálfstæðismenn fylgdu
málinu, eða með skattafrum-
varpi, sem Framsóknarflokkur-
inn fylgdi en væri þannig, að
ráðherrar Sjálfstæðisflokksins
neyddust til að slíta samstarf-
inu.
2. Frestun bæjarstjórnarkosn-
inga var rædd á miðstjórnar-
fundi Framsóknarflokksins, sem
haldinn var í Hlaðbúð í þing-
húsinu klukkan 5 síðdegis 12.
janúar 1942. Samkvæmt gerða-
bók miðstjórnar Framsóknar-
flokksins, þar sem nákvæmlega
er skráð það er á fundum mið-
stjórnar gerist, hafa þáverandi
ráðherrar Framsóknarflokksins
(þ. e. undirritaðir) þá skýrt frá
því, að Sjálfstæðisflokkurinn
geri kröfu til þess, að bæjar-
stjórnarkosningum verði frest-
að, með því að Alþýðuflokkurinn
hafi þau forréttindi að fá blað
sitt prentað, en aðrir gætu ekki
borið hönd fyrir höfuð sér. —
3. Samkvæmt sömu gerðabók
er fundur á ný haldinn í mið-
stjórninni á sama stað 14. jan-
úar 1942, kl. 5 síðdegis. — Sama
mál er til umræðu. Hermann
Jónasson ræðir um ástandið í
stjórnmálum og þá kröfu ráð-
herra Sjálfstæðisflokksins að
fá     bæjarstjórnarkösningum
frestað. Hann leggur fyrir fund-
inn það sjónarmið Sjálfstæðis-
flokksins, að ráðherrar hans
telji sig rangindum beitta, ef nú
eigi að kjósa, er Alþýðuflokkur-
inn hafi aðstöðu til að gefa út
blað og ráðast á Sjálfstæðis-
flokkinn, án þess að hann geti
komið út blaði til að bera hönd
fyrir höfuð sér. Síðan segir orð-
rétt í gerðabókinni: „Þess vegna
sé ósk þeirra nú um frestun
kosninga eins konar prófsteinn
á það, hvort undirferli sé í sam-
starfinu af hálfu Framsóknar-
manna. Hafa ráðherrar Sjálf-
stæðisflokksins á orði að segja
af sér ef ekki fáist frestun á
kosningum."
Skoðanir eru skiptar uift mál-
ið, endanleg ákvörðun ekki tek-
in, en mjög um það rætt, að þótt
íifstýrt sé stjórnarslitum og pól-
itískri upplausn með frestun
bæjarstj.kosninga, sé það að
tjalda til einnar nætur, því að
líklegt sé, að á þinginu komi
fram ágreiningur, sem valdi
slitum (kjördæmamálið, skatta-
málin). Það skal tekið fram til
skýringar, að kosningafrestun-
ina var ekki hægt að fram-
kvæma nema með útgáfu bráða-
birgðalaga, sem flokkurinn varð
að bera ábyrgð á. Ýmsum þótti
og réttmæti kosningafrestunar
út af fyrir sig, mjög orka tví-
mælis.
5. Enn er fundur í miðstjórn
Framsóknarflokksins 16. janúar
kl. 2,30 e. h. Er þá málið rætt á
þeim grundvelli að fresta kosn-
ingum aðeins í Reykjavík, vegna
þess, að það sé fyrst og fremst
þar, sem þess misréttis gæti, að
einn flokkur geti gefið -út dag-
blað.
Skoðanir voru svo skiptar, að
ráðherrar flokksins (þ. e. undir-
ritaðir) vildu ekki gefa út
bráðabirgðalög með ráðherrum
Sjálfstæðisflokksins um kosn-
ingafrestunina. Þá var jafn-
framt gert ráð fyrir, að ráðherr-
ar Sjálfstæðisflokksins bæðust
lausnar, og talið svo víst, að í
lok þessa fundar var eftirfar-
andi samþykkt — (orðrétt úr
gerðabókinni):
„Þá var einum rómi samþykkt,
að heimila forsætisráðherra að
velja sér mann í ríkisstjórnina,
ef til kæmi". —
Höfðum við þá leitað til ákveð-
ins manns og lét hann tilleiðast
að lofa því, að taka sæti með
okkur í ríkisstjórn, ef ráðherrar
Sjálfstæðisflokksins     bæðust
lausnar.              >
6. Að loknum þessum fundi er
svo haldinn fundur í ríkisstjórn-
inni og skýrum við ráðherrum
Sjálfstæðisflokksins frá því, að
við gætum ekki samþykkt að
fresta bæjarstjórnarkosningum.
Skýrðum við sjónarmið flokks-
manna okkar, að slitna mundi
á öðrum málum, þótt 'riú yrði'
því afstýrt með samkomulagi
um eitt mál. Kváðust ráðherrar
Sjálfstæðisflokksins'þá verða að
biðjast lausnar. En áður en af
því yrði,  hófust viðræður  um
það, hvort ekki væri unnt að
ná samkomulagi, sem væri við-
unandi málefnalega fyrir báða
flokkana og tryggði samstarf
um dýrtíðarmálin og málin yf-
irleitt fram yfir kosningar.
Við vissum það allir, að það,
sem ííklegast var, að gæti vald-
ið samstarfsslitum, var að Sjálf-
stæðisflokkurinn afgreiddi kjör-
dæmamálið með Alþýðuflokkn-
um,því að þá var vitað,að Fram-
sóknarflokkurinn mundi leggja
fyrir ráðherra sína að biðjast
lausnar, •—¦ eða að Framsóknar-
flokkurinn afgreiddi skattamál-
in með Alþýðuflokknum, þann-
ig, að Sjálfstæðisflokkurinn
leggði fyrir ráðherra sína að
biðjast lausnar. Okkur var það
áhugamál, að um hvort tveggja
væri samið til að fyrirbyggja
frekari samstarfsslit og upp-
lausn, en eðlilega var okkur það
fyrst og fremst áhugamál að
fyrirbyggja það, að mál, sem við
vorum mótfallnir (kjördæma-
málið), yrði afgreitt með öðrum
flokki. En ef um bæði þessi mál
semdist, töldum við líklegt, að
Framsóknarflokkurinn mundi
ganga inn á takmarkaða frest-
un bæjarstjórnarkosninga, og
þá aðeins í Reykjavík.
7. Skattamálin voru nú at-
huguð af sérfróðum mönnum í
báðum flokkum. í blaðinu Þjóð-
ólfi, 2. nóv. 1942, skýrir Árni
Jónsson frá Múla frá því í grein
með fyrirsögninni „Saga um
svik", að síðdegisfundur hafi
verið haldinn um skattamálin í
Sjálfstæðisflokknum, 16. janú-
ar 1942, þar sem samþykkt var
að ganga að kröfum Framsókn-
arflokksins í þeim málum.
Við undirritaðir kynntum
okkur það nú til hlítar í flokkn-
um, að íallizt mundi verða á að
fresta bæjarstjórnarkosningum
i Reykjavík, ef frestunin væri
aðeins um tiltekinn tíma, enda
væri þá jafnframt tryggt með
samningum um að kjördæma-
málið yrði ekki afgreitt, og um
ákveðna afgreiðslu skattamála
(sem þá lá tillaga fyrir um), að
ekki yrðu samstarfsslit fram yf-
ir kosningar. — Þetta er auð-
velt að staðfesta með vottorðum
þeirra manna, sem ákvörðun
tóku.
8. Þegar kom á ráðherrafund-
inn seint um kvöldið 16. janú-
ar, voru ráðherrar fúsir til að
undirrita samninga um skatta-
málin og frestun bæjarstjórnar-
kosninga. Kváðust og reiðu-
búnir til að lofa því, að
koma í veg fyrir afgreiðslu
kjördæmamálsins á næsta þingi.
En þeir kváðust ekki geta gert
skriflegan samning um þetta.
Röksemdir þeirra voru aðal-
lega þessar: Þeir kváðust þeirr-
ar skoðunar, að ekki kæmi til
mála að afgreiða málið á svo al-
varlegum tímum, svo mikinn
pólitískan ófrið, sem það hefði
í för með sér, og vera staðráðn-
ir í að afstýra því. Þeir ræddu
um það, að Alþýðuflokkurinn
hefði 'í nokkur ár, í samráði við
Framsóknarflokkinn og það á
friðartímum, stöðvað kjördæma-
breytingu til' að forðast sam-
starfsslit og ófrið um önnur mál,
enda þótt Sjálfstæðisflokkurinn
byðist til að afgreiða málið.
Neitun Sjálfstæðisflokksins að
afgreiða kjördæmamálið nú, og
stofna til friðarslita á hættuleg-
um tímum, væri því sízt þannig,
að Alþýðuflokkurinn eða aðrir
gætu með réttu deilt á Sjálf-
stæðisflokkinn fyrir það, enda
almennur óvilu' hjá þjóðinni
gegn slíkum ófriði. Þetta væri
því ekki nein hætta-fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn, ef aðeins væri
fétt með málið farið. En ef þeir
gerðu um þetta skriflegan
samning og það vitnaðist, yrði
það vopn í höndum andstæðing-
anna (jafnaðarmanna og sósíal-
ista) og þeim röksemdum Sjálf-
stæðismanna yrði þá ekki trúað,
að þeir beittu sér gegn af-
greiðslu málsins vegna þess, að
þeir teldu tímana of hættulega
til að stofna til ófriðar um það,
sem væri þó skoðun þeirra og
sannfæring.
Andstæðingarnir mundu þá
hamra á því, að mótstaða þeirra
gegn lausn málsins stafaði af
því, að þeir hefðu verið bundnir
með samningum.
Þó að við teldum þessi rök
ekki óeðlileg og höfum ekki enn
rökstudda ástæðu til að álíta, að
þau hafi ekki verið meint, bent-
um við á, að það væri ekki beint
í þágu okkar málefna að semja
við Sjálfstæðismenn um kosn-
ingafrestun og raunar ekki held-
ur um skattamálin (þau gætum
við leyst með Alþýðuflokknum).
En það vildum við þó gera til
að taka tillit til aðstöðu þeirra
og tryggja með undirskrift okk-
ar, að flokkur þeirra, yrði ekki
neyddur til að skipa þeim að
biðjast lausnar og stofna til
friðarslita á hættulegum tíma.
En slík tillátsemi væri vitanlega
alveg tilgangslaust af okkar
hendi, ef það væri ekki fyrir-
byggt með sama hætti (með
skriflegum samningi), að þeirra
flokkur kæmi á eftir aftan að
okkur og stofnaði til friðarslita
með því að afgreiða kjördæma-
málið með Alþýðuflokknum,
sem fyrir fram var vitað að
leiddi til þess, að Framsóknar-
flokkurinn yrði að leggja'fyrir
ráðherra sína að segja af sér.
Ef samninga ætti að gera til
að tryggja samstarf, yrði sá eini
þáttur þessa samnings, er væri
í okkar þágu, einnig að vera
skriflegur. Ef því væri neitað,
litum við svo á, að samstarfið
væri ekki með þeim heilindum,
að það tæki því að gera neina
samninga til að framlengja
það. —
Við þetta sat. Engir samning-
ar voru undirritaðir, en ákveðið
var að hittast morguninn eftir,
þ. e. 17. janúar. Eftir að ráðherr-
ar Siálfstæðisflokksins fóru af
þessum fundi, virðast þeir hafa
haft næturfundinn með sínum
mönnum (sbr. grein Árna Jóns-
sonar „Saga um svik"). Þar
skýrði Ólafur Thors flokks-
mönnum sínum frá því, eftir því
sem Á. J. segir, „að Framsókn-
arflokkurinn krefðist þess, að
Sjálfstæðismenn féllu frá af-
greiðslu kjördæmamálsins á
þinginu".
9. Þegar við hittumst á ráð-
herrafundi um morguninn, 17.
janúar, var rætt um málið án
niðurstöðu þangað til klukkan
að ganga eitt. Við neituðum af-
dráttarlaust að taka gilt munn-
legt loforð um það, að kjör-
dæmamálið yrði ekki afgreitt á
þinginu. Kröfðumst þess, að lof-
orðið væri skriflegt og neituð-
um öllum samningum að öðrum
kosti. En þá bauð Ólafur Thors
það miðlunarboð að staðfesta
loforð sitt með drengskaparheiti
í stað skriflegs samnings, á
þann hátt, sem greint er í þess-
ari skýrslu.
Við svöruðum því, að þessu
boði gætum við ekki neitað frá
mönnum, sem við he/ðum sam-
starf við, og tækjum slíkt dreng-
skaparheit jafngilt og skriflegan
samning. Eftir að Ólafur Thors
hafði staðfest loforð sitt með
þessum  hætti  kvaðst  Jakob'
Möller vera því samþykkur.
Eftir að þessu var lokið, var
samningurinn     undirritaður,
dags. 17. jan. Við rituðum síðan
niður í aðalatriðum það, sem
fram hafði farið og færðum inn
(aftan við) á samninginn hve-
nær loforðið hafði verið gefið,
með hverjum hætti og hvaða
orð hefðu verið þar um höfð, til
þess að ekki færi á milli mála á
eftir. — Þess vegna getum við
greint svo nákvæmlega frá þess-
um atburðum, sem við nú höf-
um gert. —
Eftir þennan fund sneri und-
irritaður (H. J.) sér til þess
manns, sem af drenglund hafði
gengizt undir að taka að sér
starf í ríkisstjórninni, ef með
þyrfti, og sagði honum, að sam-
komulag hefði náðzt um öll á-
greiningsmálin og Framsóknar-
flokkurinn hefði fengið öllum
kröfum sínum fullnægt.
10. Samkvæmt gerðabók Fram
sóknarflokksins, er fundur
haldinn í miðstjórninni 17.
janúar kl. 5 síðdegis. Þar er bók-
að, að Eysteinn Jónsson hafi
skýrt frá hinum skriflega samn-
ingi, sem undirritaður var á ráð-
herrafundi um morguninn. Þeg-
ar því var lokið segir, að einn
nafngreindur fundarmaður hafi
spurt um það, hvað gerzt hafi
viðvíkjandi kjördæmamálinu.
Síðan stendur orðrétt svar Her-
manns Jónassonar:
„Ég get lýst því yfir, að kjör-
dæmabreytingin verður ekki
gerð á næsta þingi". Frekar er
ekki spurt né um þetta rætt.
11.  Samkvæmt skýrsln Árna
Jónssonar í „Saga um svik", hélt
Sjálfstæðisflokurinn fund í
þinghúsinu 17. janúar. Ólafur
Thors skýrði frá því, að sam-
komulag hefði náðzt um frestun
kosninga í Reykjavík, og lausn
skattamála. Árna Jónsson grun-
ar bersýnilega, að búið sé að
semja um kjördæmamálið, seg-
ist hafa stungið upp á að kjósa
nefnd í það mál. Ólafur brást
reiður við og kom í veg fyrir
það.
12. Á þessum fundi lýsir Árni
því yfir, að hann muni ræða
lausn kjördæmamálsins á Varð-
arfundi, sem halda átti daginn
eftir (sunnudag 18. jan.). Ólaf-
ur gerir hverja tilraunina á fæt-
ur annarri til að afstýra því, að
fundurinn sé' haldinn. —
13.  Sunnudaginn 25. janúar
birtir Alþýðublaðið grein undir
fyrirsögninni:     „Sjálfstæðis-
flokkurinn keypti frestun kosn-
inganna fyrir „réttlætismálið".
Árni Jónsson segist hafa gert
ítrekaða tilraun til þess að fá
flokksforustuna til að mótmæla
þessari frásögn. Það fékkst
ekki. —
14. Kjördæmamál Alþýðu-
flokksins kemur til fyrstu um-
ræðu á Alþingi. Jakob Möller
segir þar meðal annars: „Og við
erum allir með því marki brennd
ir að vera ekki fullkomnir, og
ekkert er við því að segja, þó að
slettist Uppá vinskapinn öðru
hverju.En það má nokkuð á milli
vera, hvort við lifum í þeim ein-
læga ásetningi að lifa í alls-
herjarfriðd okkar á milli og hins
að stofna til hatrammra deilna
eins og við höfum dæmi um út
af kjördæmamálinu. Ég tel rétt
að rifja það upp fyrir hv. þm.,
að árið 1931 var borið fram
frumvarp um breyt. á stj.skr. og
kjördæmaskipuninni. Það leiddi
til þess, að þingið var rofið, —
ja, það töldu margir, að það hafi
legið við byltingu í landinu út af
því tilefni. Ég hygg nú, aö menn
hafi stillzt svo, síðan það var, að
það þurfi ekki beint að óttast
slíkar afleiðingar, og mönnum
hafi lærzt að taka með meira
jafnaðargeði því, sem að hönd-
um ber, heldur en þá var raun
á. En áframhaldið var þó ekki
þannig, að við getum af því
dregið þær ályktanir, að allt
muni fara með friði og spekt
fram, ef á að fara að skejrða
þann helga rétt vissra hluta
landsins, sem menn telja, að
felist í núverandi kjördæma-
skipulagi landsins".
15. Hinn 14. maí er haldinn
fundur í miðstjórn Framsóknar-
flokksins. Þá hefir Sjálfstæðis-
flokkurinn tekið afstöðu með
kjördæmaskipuninni. Þar er
skýrt frá drengskaparloforðinu
frá 17. janúar. Samningurinn
frá 17. janúar gekk á milli fund-
armanna með fyrrgreindri árit-
un okkar um það, hvenær og
hvernig um kjördæmamálið
hefði verið samið. ¦—¦ Útvarps-
umræður áttu þá að hefjast
eftir fáa daga. —
Við lögðum til, að málinu yrði
ekki hreyft í kosningunum. Her-
mann Jónasson færði fyrir því
þessi rök (orðrétt úr gerðabók
miðstjórnar Framsöknarflokks-
ins): „En þótt þetta sé svona, þá
lit ég svo á, að þetta mál sé svo
sérstakt og þannig vaxið, að
ekki megi nota það í kosningun-
um né skýra frá því. Við erum "
hér í nábýli við tvær þjóðir og
megum ekki láta þær sjá, hve
eymd okkar getur orðið mikil.
Við Eysteinn Jónsson höfum
mikið um þetta mál rætt og för-
um þess eindregið á leit,að þetta
vopn verði látið óhreyft í þess-
um kosningum, og verði tryggt
með samþykki".*)
Eysteinn Jónsson tekur í sama
streng og segir, orðrétt úr
gerðabókinni: „Ég staðfesti það,
sem forsætisráðherra hefir sagt
um loforöin um kjördæmamálið
og stjórnarskrárbreytinguna. Ég
legg á það hina mestu áherzlu,
að þetta mál verði ekki notað í
kosningabaráttunni."
Þótt um þetta væru skiptar
skoðanir, varð það niðurstaðan,
að hreyfa málinu ekki í kosn-
ingabaráttunni.
16. Hinn 19. maí voru útvarps-
umræður um vantraust á rík-
isstjórnina. Hermann Jónasson
sagði þá orðrétt, sbr. ræðu hans
í Tímanum 21. s. m.:
„Þegar samstarfið var treyst
milli Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknarflokksins eftir ára-
mótin í vetur, hafði ég rökstudda
ástæðu til að telja það tryggt og
treysti því, að Sj álfstæðisflokk-
urinn léði ekki máls á því að
afgreiða kjördæmamálið á þessu
þingi. — En Sjálfstæðisflokkur-
inn hefir nú kosið annað hlut-
skipti."
í svarinu sagði Ólafur Thors:
„Eins t og háttvirtur þingmaður
Strandamanna tók réttilega
fram, hafði hann rökstudda á-
stæðu til að telja, að sti^rnar-
skrárbreyting mundi ekki ná
fram að ganga".
17.  í útvarpsumræðunum 29.
júní, sbr. Alþýðublaðið dag-
sett 30 júní, bar Jón Blöndal
það mjög ákveðið á Sjálfstæð-
ismenn, að ráðherrar þeirra
hefðu samið um það að afgreiða
ekki kjördæmamálið á þinginu.
(Framh. á 4. slðu)
*) Ólafur Thors var þá í þann veg-
inn að taka við störíum sem forsætis-
og utanríkismálaráðherra oíí þurfti því
að standa í samninp-um við erlendar
þjóðir. Frá þessu máli var ekki skýrt
opinberleea meðan hann gegndi fyr-
ne,fndu trúnaðarstarfi fyrir þjcðina.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 417
Blašsķša 417
Blašsķša 418
Blašsķša 418
Blašsķša 419
Blašsķša 419
Blašsķša 420
Blašsķša 420