Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						39. blað
TÍMIíVrV, briðjudaginii 18. apríl 1944
159
Gísli Guðmundssoo:
Zöllner og kaupíéiögín
Lonis Zöllner varð níræður í gær
Saga kaupfélaganna (pönt-
unarfélaganna) á 19. öld verð-
ur eigi fullsögð nema sérstak-
lega sé getið viðskipta þeirra
við Louis Zöllner stórkaupmann
í Newcastle á Englandi og fé-
laga hans Jón Pálsson Vídalín.
Kaupfélag Þingeyinga hóf
þessi viðskipti árið 1886, og átti
Jóri Vídalín upptök þess máls.
Rætt hafði verið um það í K. Þ.
í öndverðu, að félaginu væri
nauðsyn að hafa sérstakan er-
indreka erlendis, en þegar til
kom þótti sýnt, að umsetning
þess væri of lítil til að launa
mann við slíkt starf. Jón Vída-
lín samdi þá' við verzlunarhúsið
„Lauritzen & Co." í Bretlandi að
kaupa og selja vörur fyrir fé-
lagið gegn umboðslaunum. En
á öðru ári þessara viðskipta'
varð óvænt verðfall á lifandi fé
ytra. Komst K. Þ. þá í mikla
skuld við Lauritzen, en hann
varð um sömu mundir gjald-
þrota, og gekk þrotabúið eftir
skuldinni.
Þá var það, að Jón Vídalín
samdi við firmað „Zöllner &
Co." um að taka að sér umboð
K. Þ. í þessu firma voru þá
bræður tveir danskir að ætt
Louis og Andreas Zöllner. Það
var þá aðallega eða eingöngu
Louis Zöllner*), sem hafði af-
skipti af íslandsviðskiptunum,
og skildu bræðurnir félag sitt
1888. Um leið og Zöllner tók við
umboði K. Þ. greiddi hann
skuld þess við Lauritzen. Jón
Vídalín varð þá starfsmaður hjá
Zöllner, og árin 1894—1901 var
hann meðeigandi Louis Zölln-
ers í firmanu í Newcastle og
prókúruhafi ásamt Zölner.
Dvaldi Vídalín mikið hér á landi
og einnig í Khöfn. Hann lézt
árið 1909.
Þegar eftir að Zöllner hafði
tekið við umboði K.  Þ.  og á
næstu  árum  voru  stofnuð  í
ýmsum  héröðum  pöntunarfé-
lög, sem fólu honum umboð sitt.
Á ofanverðu ári 1890 voru hér
á  landi  níu  slík  félög,  sem
höfðu  Zöllner  fyrir  umboðs-
mann. Þessi félög voru:
Kaupfélag Þingeyinga,
Verzlunarfélag Dalasýslu,
Kaupfélag Eyfirðinga,
Pöntunarfél. Fljótsdalshéraðs,
Kaupfélag Skagfirðinga,
Kaupfélag Svalbarðseyrar,
Kaupfélag ísfirðinga og
Kaupfélag Rosmhvalaneshr.
Síðar bættust við:
Stokkseyrarfélagið  (1891),
Kaupfélag Norður-Þingeyinga
(1894) og
Kaupfél. Húnvetninga, (1895)
og fleiri félög um og eftir alda-
mót. Þau tólf félög, sem nú hafa
verið nefnd, voru öll stofnuð eft-
ir að viðskipti hófust við Zölln-
er, nema Kaupfélag Þingeyinga.
Viðskiptum Zöllners og kaup-
félaganna var svo háttað, að
Zöllner keypti og seldi vörur
fyrir félögin erlendis gegn á-
kveðnum umboðslaunum, en
þau voru 2y2% af innkaups-
verði erlendra vara og söluverði
innlendra vara. (Innlendar vör-
ur félagsmanna voru fyrir alda-
mót aðallega lifandi sauðfé og
hestar, en þó nokkuð af ull,
fiski o. fl.). Auk þess útvegaði
Zöllner venjulega skip til að
flytja vörur félagsmanna. Fé-
lögin greiddu sjálf farmgjöld og
kostnað erlendan og hér við
land. Eftir 1890 seldi Zöllner
meirahluta lifandi fjár, sem út
var flutt af íslandi, enda var
hinn alkunni sauðakaupmaður
Coghill þá úr sögunni. Sauða-
sala Zöllners þótti yfirleitt gef-
ast vel og lítil vanhöld verða á
sauðaskipum hans.
Kaupfélög þau, er fólu Zölln-
er unboð sitt, voru oft nefnd
„Zöllnersfélög" til aðgreiningar
frá þeim félögum öðrum, er
stofnuð voru fyrir aldamót og
ekki skiptu við ZöíUner. En þau
voru raunar fá og smá. Ekki
hlaut Zöllner þó lof eitt fyrir
umboðsmennsku sína. Kaup-
menn og aðrir, sem litu félögin
*) Louis Zöllner mun hafa
komið til Englands frá Dan-
mörku á unglingsárum og þá
fengið atvinnu hjá brezku verzl-
unarfyrirtæki.
hornauga, beindu stundum
skeytum sínum gegn umboðs-
mönnum þeirra, Zöllner og Jóni
Vídalín. Var þá reynt að gera
félagsmenn í .kaupfélögunum
óánægða með viðskiptin við
Zöllner. Það mál verður ekki
rakið hér, eða hvort það kunni
að einhverju leyti að hafa verið
réttmætt. En geta má þess, að
stundum voru menn ytra til að
fylgjast með sauðasölunni, og
gáfu skýrslur þeirra engin til-
efni til óánægju.
Oft kom það fyrir, eins og við
mátti búast, að Zöllner sendi fé-
lögunum meiri vörur með vor-.
skipum en þau gátu borgað í
sumarkauptíð, en yfirleitt ætl-
aðist hann til, að þau væru
skuldlaus í lok haustkauptíð-
ar'-). Á því vildi þó stundum
verða misbrestur. En það, sem
félógin gátu ekki borgað, stóð
sem skuld við Zöllner, því að
hann greiddi vörurnar erlendis
og hefir e. t. v. stundum haft
þær á „lager" sjálfur. Það var
félÖÉlunum mikill styrkur að
hafa lánstraust hjá Zöllner, því
að þau áttu í þá daga lítið eða
ekkert starfsfé, og litlir mögu-
leikar til að fá rekstrarlán inn-
anlands. Bréfaviðskipti Zöllners
og félagana eru fróðleg. Þau
sýna, enda kemur það fram víð-
ar, að Zöllner hafði meira en
venjulegan kaupmannsáhuga
fyrir starfsemi þeirra. Allhart
tók hann á vanefndum vöru-
loforða, ef hann taldi þau fyrir
hendi vera. Hvatti menn til að
gera félagsskapinn sem traust-
astan, fremur en að auka við-
skiptin. En ekki virðist hann
hafa verið tregur til að taka við
umboði fyrir ný og óreynd fé-
lög og hefir e. t. v. talið það
skyldu sína.
Ýmsir menn íslenzkir störf-
uðu hjá Zöllner eða þeim fé-
lögum hér á landi og erlendis,
einkum menn frá K. Þ., enda
var sambandið við það elzt og
nánast. Má þar nefna Þorlák
Jónsson frá Gautlöndum, sem
enn er á skrifstofu Zöllners í
Englandi, Jón frá Múla, Jón
Jakobsson o. fl. Oft var Louis
Zöllner sjálfur á skipum þeim,
er hingað komu til lands á veg-
um hans, og kynntist mörgum
mönnum hér á landi.
Viðskipti íslenzkra kaupfé-
laga og Zöllners héldust frarn
að heimsstyrjöldinhi fyrri og
eitthvað lengur við sum þeirra.
En þá færðist kaup og sala vara
fyrir þau í hendur Sambands
ísl. samvinnufélaga og útbúa
þess erlendis. Þess má geta, að
um aldamótin bauð Zöllner fé-
lögunum að- stofna ásamt hon-
um nýtt umboðssjplufirma í
Bretlandi og vildi gefa þeim til-
tekna upphæð sem stofnfé, en
af því varð ekki, því að undir-
tektir voru litlar hér. Um 1920
vildi hann selja Sambandinu
verzlunina Framtíðina, er hann
hafði eignazt á Austurlandi og
leggja andvirðið í íslenzkan
samvinnubanka, en mun þá
hafa hugsað sér að annast hin
brezku viðskipti fyrir kaupfé
lögim Síðar varð hann svo með-
eigandi í „Hihum sameinuðu ís-
lenzku verzlunum".
Því  má  heldur ekki gleyma,
þótt  eigi  komi kaupfélögunum
beint við, að þeir Zöllner og Ví-
(Framh. á 4. síðu) ,
Knúts saga Rasmussens
FRAMHALD
Honum tókst að klifa bjargið, er þó má heita þverhnípt. Hann
var aðframkominn af kulda, þreytu og hungri, er hann komst
loks upp á brúnina morguninn eftir þessa ægilegu nótt, pg það
var með naumindum, að hann gat dregizt til byggða. Bátsflakið
fannst þar, sem hann vísaði á það, og þar fundust einnig lík
þriggja manna. En ein gáta varð torleyst: Hvernig gat Davíð
klifið þverhnípt bjargið, örmagna eftir langa hrakninga og volk?
Allir, sem kunnugir voru á þessum slóðum, hristu höfuðið,
þegar björgun Davíðs bax á góma. Enginn gat ímyndað sér, að
dauðlegur maður gæti klifið annaö eins þverhnípi. En sú stað-
reynd, að Davíð hafði gert það, stóð samt sem áður óhögguð.
Sjálfur gat hann alls enga g'rein gert sér fyrir því, hvernig hann
komst upp. „Ég veit það ekki," sagði hann, ef hann var spurður.
„Drottinn lyfti mér." Aðra skýringu reyndi hann ekki að gefa,
og það var tilgangslaust að benda honum, á, að ekki hefði Drott'-
inn rétt út hönd sína og lyft honum upp á brúnina. „Jú," sagði
þá Davíð, „Drottinn lyfti mér, enda sjáið þið sjálfir, að ég hefði
ekki getað komizt upp á annan hátt." Þar með þóttist hann hafa
fært full rök fyrir máli sínu.
Þessi atburður hafði mikil áhrif á næman, hug Knúts. Honum
hafði snemma verið innrætt trúrækni, því að. foreldrar hans
vöru bæði trúuð. Ógagnrýninn barnshugurinn fann engan van-
kant á framburði Eskimóans, og síðar á ævinni sagði Knútur
frá því, hvernig hann hafði ímyndað sér hönd Drottins seilast
niður í brimrótið og velja Davíð úr hópi hinna drukknandi
manna og lyfta honum á þrítugan hamarinn. Varð Davíð upp
frá þessu mikill vinur Knúts,' sem j afnan þóttist eiga honum
skuld að gjalda.
*
Þegar sumri hallaði, fóru allir að búa sig undir komu hins
langa vetrar. Stórbátarnir voru dregnir á land, mó var safnað til
eldsneytis og undirbúningur haustvéiðanna hafinn.
Á vorin leita miklar hjarðir sela norður með Grænlandsströnd-
um og eru þá svo magrir, aö þeir sökkva eins og steinar, ef þeir
eru skotnir á sundi. Á haustin koma þeir aftur feitir og bústnir
eftir velsæld sumarmánaðanna, glensmiklir og ærslafullir. Hóp-
ast þeir þá oft saman og rísa á afturhreifunum upp úr sjónum
og eru tilsýndar ekki óáþekkir fólki á bylgjuföldunum. Stundum
taka þeir .einnig undir sig stökk og láta sig falla í sjóinn aftur
með miklum bægslagangi.
Knútur var snemma mjög hugfanginn af þessum dýrum og
þreyttist aldrei á að horfa á leik þeirra og háttu.
Þegar snjóa tók að leggja og ísa festi, beitti hann hundum fyrir
sleða sinn og ók um allar trissur. Varð hann ungur náinn vinur
hundanna sinna og frábæ'r sleðamaður, sem gæddur var þeim
hæfileika hinna beztu ókumanna á norðurleiðum, að geta látið
dýrin leggja að sér til hins ýtrasta, án þess að beita svipu eða
keyri.
Það hlóð niður æ meiri snjó, eftir því sem leið á veturinn, og
loks var svo komið, að húsin stóðu ekki lengur upp úr fannbreið-
unni. En það var hlýtt og notalegt á prestssetrinu í Jakobshöfn,
þótt snærinn hlæðist hátt á gluggann. Þar var heimilislíf inni-
legt, glatt á hjalla og frjálsle^gt. Knútur kom heim með hina
grænlenzku vini sína, þegar honum sýndist svo, og þar var jafn
alúðlega tekið á móti'ríkum sem fátækum.
. Jólin voru mikil hátið. Þá gengu Eskimóarnir frá einu húsinu
að öðru og sungu sálma við dyrnar að gömlum sið. Við þenna
jólasið voru tengdar margar glaðar minningar, sem aldrei féllu
í'gleymsku. Þær yljuðu til æviloka og brugðu birtu yfir stundir,
er ella hefðu verið ærið myrkar. Út' úr ljósi þessara minninga
gægðust svo andlit horfinna vina af hinni þeldökku þjóð.
Jóladagana fóru börnin í boð hjá lækninum, nýlendustjóran-
um, verzlunarstjóranum og fjölmörgum Eskimóum. Og boð hinna
síðartöldu voru ekki síðri. Þar var gestum fagnað af hugheilli
ástúð, og óskeikulli, fágaðri háttvísi, sem ókunnugum mönnum,
er fyrst og fremst líta á Eskimóana eins og illa launaða erfiðis-
menn eða snauða veiðimenn, auðnast ekki að skilja og meta.
Það geta þeir einir, sem hafa lifað sig inn í hinn grænlenzka
hugarheim.
Á vetrarkvöldum var löngum dansað í vöruskemmunum, og
voru þær gleðir góðar, þótt 30—40 stiga frost væri úti og upp-
hitun í danssalnum ekki önnur en sú, er dansfólkið sjálft lagði
til. Yfir þessum dansvökum var allt annar blær heldur en á
sumrin, þegar útlendu sjómennirnir þyrluðust um gólfið með
grænlenzku blómarósirnar í fanginu.                      .
Fyrsta mánudag í lönguföstu var mikið um dýrðir. Þá klædd-
ust börn byggðarinnar hinum fáránlegustu búningum og þustu
hús úr húsi með gáska og gamanlátum. Þar var Knútur jafnan
fremstur í flokki og mörg uppátækja hans enn í minnum höfð
á þessum slóðum. En í dag, löngu eftir að hann er kominn undir
græna torfu, eru þau óþrjótandi uppsprettav gleði og gáska.
En lífið er ekki óslitinn dans, sízt á norðurslóðum. Oft var hart
í ári og þröngt í búi Eskimóanna. Það var ekki hvað sízt á slík-
um tímum, sem Knútur og margir grannar hans tengdust órjúf-
andi vináttuböndum. Eldhúsið á prestssetrinu stóð þá hverjum
svöngum manni opið. Börnin komu þangað rakleitt til þess að
seðja hungur sitt, og konur komu í heimsókn, þáðu kaffisopa
og fóru heim með vænan rúgbrauðshleif. Þetta gat auðvitað
orðið prestinum kostnaðarsamt, ef bjargarleysið hélzt lengi, en
í það var ekki horft. Þannig vandist Knútur því á barnsaldri, að
deila jafnan kjörum við sambyggðarfólkið, þótt hann væri bet-
ur settur en það. Hann var líka alla ævi gjafmildur maður og
lét sér aldrei óviðkomandi, hvernig kjör annarra voru.
Oftast urðu þó einhver höpp til þess að afstýra langvarandi
hungursneyð. Þá var, eins og nærri má geta, glatt á hjalla hjá
hinu aðþrengda fólki. Eitt sinn hafði um alllangt skeið verið
mjög þröngt í búi hjá þorra fólks í Jakobshöfn. Þá bárust þau
gleðitíðindi, að hvíthvalaþvaga væri í vök við Diskóeyna. Flóann
háfði lagt í hörkufrosti og hvalirnir orðið innilyksa í vök, sem
þrengdist óðum. Selir hafa klær á framhreifunum og geta þess
vegna höggvið göt á lagísinn, en hvalir eiga ekki annars úrkostar*
en hafast þar við sem þeir eru niðurkomnir, ef þeir frjósa inni
og spöngin er svo breið, að þeir geti ekki kafað undir hana út í
auðan sjó í einum áfanga.
iSatnbond fgj. sunivinnufélaga.
SAMVINNUMENN!
Þegar eldsvoða ber að höndum, brenna ná-
lega í hvert sinn óvátryggðir innanstokks-
munir.
Frestið ekki að vátryggja innbú yðar.
Innilegar  þakkir  fyrir  auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför móður minnar
Sigríðar G. Jónsdóttur
frá Fáskrúðarbakka.
Fyrir hönd okkar systkinanna og annarra vandamanna.
GUÐBJÖRG HALLVARÐSDÓTTIR.
Tilkynning
um sölu á útsæði og áburðí
Þeir, sem pöntuðu útsæði og áburð hjá bænum
í vetur, vitji þess á Vegamótastíg í dag eða
næstu daga frá kl. 9—12 og 1—7 e. h.
Ræktunarr áðunautur
bæjarins*
Stór og góð jörðtíl sölu
Jörðin Efri-Hamrar í Holtum, Rangárvallasýslu er til sölu og
ábúðar í næstu fardögum. Jörðin er ^el hýst, stór véltæk tún og
góðar engjar. ,,
Semja ber við eiganda og ábúanda jarðarinnar
Magniis Björnsson.
Tímann vantar
nn^lin^a
til að bera blaðið til fastra kaupenda. — Þeir sem vildu sinna
þessu, tali hið fyrsta við afgreiðsluna Lindargötu 9A. Sími 2323.
Kanpum tuskur
allar tegundír, hœsta verdi.
Húsgagnavínuustoian Baldursg. 30
Símí 2292.
og svo umfram allt að senda
mér 1 stykkl SAVON DE PARIS,
hún er svo Ijómandi góð.
*) Hann var þó vanur að lána
K. Þ. nokkurn vetrarforða og e.
t. v. fleirum.
Vinír Tímans
Útvegið sem flestir ykkar einn
áskrifanda að Tímanum og lát-
ið afgreiðsluna vita um það sem
fyrst.
Askriftar£iald Tímans
utan Rvíkur. og Hafnarfjarðar
er kr. 30.00 árgangurinn.
Auglýsið í Tímanum!
— Já, með ánægju, kæra frö-
Iken, enda seljum við 'langmest
af þeirri handsápu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 157
Blašsķša 157
Blašsķša 158
Blašsķša 158
Blašsķša 159
Blašsķša 159
Blašsķša 160
Blašsķša 160