Tíminn - 08.05.1945, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.05.1945, Blaðsíða 1
KITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFPANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Símar 2353 Og 4373. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9A. Símar 2353 Og 4373. AFGREIÐSLA. INNFEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Síml 2323. 29. árg. Reykjavík, þriðjudagiim 8. maí 1945. 34. blað Bíýrækt oæstn ára Viðtal við Árua G. Eylands, framkvæmdastj. Búnaðardeildar S. f. S. Tíðindamaður Tímans hefir fyrir nokkru átt viðtal við Árna Eylands framkvæmdastjóra Búnaðardeildar S. f. S., en hann er nýkominn frá Ameríku. Fór hann þangað til að athuga ýmis- legt viðkomandi búvélum. f viðtalinu, sem hér fer á eftir, ræðir Árni m. a. um það úrræði í ræktunarmálunum, að kaupfélögin taki að sér rekstur stórvirkra ræktunarvéla. Mun þetta þegar hafa verið rætt í nokkrum kaupfélögum, enda gæti það vafa- laust greitt víða fyrir framkvæmdum, að samstarf kaupfélag- anna og bú^aðarsambandanna verði aukið á þessu sviði. — Sást þú margt nýtt í ferð- inni, er að gagni má koma við búnaðarumbætur hér á landi? — Líklega er of mælt að segja, að ég hafi séð margt af slíku, enda vitum við góð skil á ame- rískum búvélum. Mestu varðar að finna einstakar tegundir véla, er megi verða að gagni við að leysa aðkallandi verkefni. Árið 1939 skrapp ég vestur kynning- arferð. Árangurinn af þeirri ferð varð fyrst og fremst sá, að haf- izt var handa um notkun stór- virkra skurðgrafa hér á landi, eins og kunnugt er. Vona ég að eins verði um þessa ferð og senn hvað líður komi í ljós ár- angur af henni, á ákveðnu sviði, er til úrbóta horfi við nýrækt og landnám. Ég lagði einkum aðaláherzlu á að kynna mér hinar stórvirkari dráttarvéiar og margvísleg verkfæri, er nota má með þeim. Hefi ég á grund- velli þeirra athugana gert mér ákveðna grein fyrir því hvaða tæki ber að nota við hinar stærri ræktunarframkvæmdir og hvernig á að beita þeim. Læt ég þó útrætt um það atriði að sinni, en kýs heldur að ræða nokkuð önnur framkvæmdaat- riði í nýræktarmálunum. En það má vera ljóst öllum, að framundan er stórkostlegur samdráttur við mest allan sveit- arbúskap, nema hart og skjótt sé að gengið að losa bændurna og framleiðsluna undan oki lé- legs útengjaheyskapar og þúfnakollareitins. — Má ekki búast við að aukin tækni létti þetta starf mikið? — Völ er á tækni, er gerir allskjóta breytingu mögulega. Hafin er vinna með stórvirkari dráttarvélum heldur en notað- Hátíðahöldin í dag Ákveðið hefir verið að forseti íslands og forsætisráðherra flytji ávörp af svölum Alþingis- hússins kl. 2 e. h. í dag. Verður ávörpum þeirra útvarpað. Að athöfninni lokinni verður guðsþjónusta haldin í dóm- kirkjunni. Biskupinn prédikar. Öllum opinberum skrifstofum verður lokað frá kl. 12 á hádegi. Ríkisstjórnin lætur í ljós þá ósk, að vinna verði látin falla niður alls staðar þar, sem því verður við komið, frá kl. 12 á hádegi, eins og helgidegi. Lúðrasveit Reykjavíkur leik- ur á Austurvelli frá kl. 1.45 og aftur í hálfa klukkustund að guðsþjónustunni lokinni. ar hafa verið til skamms tima. Haldið verður áfram að afla slíkra véla eins skjótt og ört og nokkur tök eru á. Jarð- virinsluverkfæri til notkunar með vélum þessum hafa ekki verið fullnægjandi, ekki sam- svarað þeim. Nú er á næstu grösum úrbót í því máli. Þung- byggð og þrælsterk diskaherfi og rótherfi að sama sl?api, er taka langt fram þeim dráttarvéla- herfum, sem völ hefir verið á, verða fáanleg von bráðar. Þetta gerir starfið að slétta land til frumræktunar, einfaldara og auðveldara heldur en verið hef- ir. Plægingu má sleppa, við fyrsta árs vinnzlu, nema þegar um nær slétt og vel gróið land er að ræða, s. s. gamlar túna- sléttur og nær sléttar, fram- ræstar mýrar. Slíkt land má plægja með tví- eða þrískera- plógum, sömuleiðis land, sem unnið er í annað og þriðja sinn til fullkominnar sáðslétturækt- unar. Þessi umræddu nýræktarherfi eru raunar ekki nýjung í heim- inum; það hefir aðeins ekki verið gengið úr skugga um not- hæfi þeirra hér á landi fyrr en ég skoðaði þau í Kaliforníu nú nýlega. Þau eru mest nötuð í Mið-Ameríku, Suður-Ameriku og Norður-Afríku.' Er nokkur vorkunn, þótt ekki hafi verið hugleitt, að ísl. landnámsmenn ættu samleið með stórbúskap þessara landa um verkfæraval, og leita bæri landnámsverkfæra handa ísl. bændum í verksmiðj- ur, er framleiða búvélar til suð- urlandasölu. Til viðbótar þessu höfum við svo jarðýturnar, til þess að setja á hinar aflmiklu dráttarvélar á skrið’beltum. Með þeim jöfnum við allt, sem ekki er fært um með herfin án jöfnunar. Þannig fer saman afl, afköst og mikil yfirferð. Sumstaðar notazt ekki að þessum tækjum nema að miklar framræsluframkvæmdir fari á undan. Þær er hægt að framkvæma með nýtízku skurð- gröfum og vinnuflokkum kunnáttumanna. En til þeirra á fyrst og fremst að stofna á stórum svæðum, í einstökum sveitum, þar sem möguleikar eru fyrir hendi til þess að þéttbýlisbúskapur geti þrifizt. Til að nota vélarnar þarf kunnuáttu. Hún kemur brátt, ef ekki er farið allt of geyst, ef við höfum tíma til þess að horfa niður á tærnar á okkur. — Eru þessi tæki mjög dýr? — Vélarnar kosta að sönnu mikla peninga, en þeir eru til í landinu, en það kostar mikla forsjá, umhirðu og rekstursfé að halda úti vinnuflokkum með (Framhald á 8. síðuj Danmörk frjáls Síðan íslpnzka lýðveldið var stofnað á síðastl. ári, hefir enginn atburður vakið hér jafnmikinn fögnuð og frelsun Danmerkur. Strax þegar fregnin um uppgjöf þýzka hersins í Danmörku barst hingað að kvöldi 4. þ. m., voru fánar víða dregnir að hún, og allan næsta dag blöktu fánar á stöng víðs vegar i sveitum, þorpum og kaupstöðum landsins, í tilefni af þessum atburði. Á margan annan hátt kom það glöggt í Ijós, hve sterkur er bróðurhugur ís- Iendinga til dönsku þjóðarinnar. Á þessari sögulegu fagnaðarstund dönsku þjóðarinnar mun og íslending- um hafa verið almennt hugsað til hins fyrra konungs síns, Kristjáns X., er verið hefir Dönum ómetanlegur styrkur og stoð á þrautatímum þeirra. Kon- ungur fær nú líka að sjá laun verka sinna, jafnframt og hann hefir tryggt sér sess meðal frcmstu norrænna kónga fyr og síðar. Það eitt skyggði á fögnuð íslendinga í þessu sambandi, að enn höfðu ekki borizt fregnir um frelsun hinnar norrænu þjóðarinnar, Norðmanna, sem sætt hefir sömu kjörum og Danir undanfarin ár. Sá tími virðist þó skammt u.idan, að Norðmenn hljóti sömu laun hinnar frækilegu baráttu sinnar og Danir, og þessar tvær þjóðir fái aftur að skipa málum sínum, frjálsar og ó- háðar. Það er einlæg ósk íslendinga, að með því hefjist nýtt tímabil frelsis og framfara á Norðurlöndum og aukið samstarf hinna norrænu þjóða. Til slíks samstarfs vilja íslendingar leggja allan þann skerf, sem þeir megna. Svíkín á samkomulagi sexmannanefndarinnar Þýzka hersfjórnin íéllst á skílyrðislausa uppgjöí í íyrrinótt I dag kl. 13 lýkur styrjöldinni i Evrópu. Stórveldiu þrjú, Bretland, Bandaríkin og Bússland, munu |»á birta sameiginlega yfirlýs- ingu um að Evrópustyrjöldinni sé lokið. I»ess- ara miklu gleðitíðinda mun síðan hátíðlega minnst í öllum |»eim löndum, sem hafa átt í styrjöld við Þjóðverja, nema |>ar sem enn er þýzkt lið «ií Bandamcnn hafa ekki að öllu leyti tekið við stjórninni. Almennt var búist við því í gær, að tilkynningin um stríðslok- m yrði birt þá um daginn, þar sem það varð kunnugt um há- degisleytið, að herstjórn Þjóðverja væri búin að undirrita samn- inga um skilyrðislausa uppgjöf þýzka hersins. Var þetta fyrst til- kynnt af þýzka utanríkisráðherranum, Sckverin-Krosigh greifa, í ræðu, er hann flutti í Flensborgarútvarpið. Síðar vitnaðist, að samningurinn um uppgjöf þýzka hersins hefði verið undirrit- aður kl. 2.40 í fyrrinótt í bækistöð Eisenhower í Rheims í Frakk- landi. Var hann undirritaður af Jodl hershöfðingja fyrir hönd þýzku herstjórnarinnar og Smith hershöfðingja fyrir hönd yfir- herstjórnar Bandamanna. Síðari fregnir benda til þess, að sá hluti þýzka hersins, er berst gegn Rússum í Bæheimi, hafi neitað að gefast upp og vopnavið- skipti því haldið áfram. — Eftir að yfirlýsingin um stríðs- Iokin hefir verið birt, verða þeir þýzkir hermenn, sem halda samt áfram styrjöldinni, taldir útlagar og njóta engra réttinda stríðs- fanga, ef þeir eru handteknir. Hefir stríðslokayfirlýsingunni sennilega verið frestað til að at- huga til fullnustu, hvort umræddur þýzkur her fengist ekki til friðsamlegrar uppgjafar. Þegar seinast fréttist í gærkvöldi, hafði Bandamannaher ekki enn komið til Noregs, en sænskar fregnir sögðu frá stórri flota- deild í mynni Oslófjarðar. Fullvíst var talið, að þýzki herinn í Noregi mundi hlýða fyrirskipun herstjórnarinnar um algera upp- gjöf og frelsun Noregs væri því örskammt undan. Þýzki herinn í Danmörku, Hollandi og Norður-Þýzkalandi gafst upp Skilyrðislaust 5. þ. m., og kom uppgjöfin þar þegar til framkvæmda. Kristján konungur myndaði strax ríkisstjórn und- ir forustu Bull fyrv. forsætisráðherra, og hefir hún þegar tekið við stjórn. Þegar styrjöldinni lýkur í dag, verða liðin 5 ár og rúmlega átta mánuðir frá innrás Þjóðverja í Pólland, er var upphaf styrjald- arinnar. Á þessum tíma hafa hinar mestu hörmungar þjáð flestar þjóðir Evrópu. Stríðslokunum verður því fagnað af miklum inni- leik og heitum óskum um, að takast megi að þessu sinni að leggja grundvöll að varanlegum og réttlátum friði. Fyrsti friðardagurinn mun verða dagur mikils fagnaðar og göfugra óska. Sýning irá baráttu Dana Stjórn Mjólkursamsölunnar svarar landbúnaðarráðherra Stjórn Samsölunnar hefir nú svarað skýrslu landbúnaðarráð- herrans um vangreiðsluna á fé úr ríkissjóði, til þess að bændur iái sexmannanefndarverðið fyrir mjólkina á síðastl. ári. Þetta svar Mjólkursamsölustjórnarinnar fer hér á eftir: Árið 1944 notaði ríkisstjórnin heimild í lögum frá 1943 til að greiða niður verð á mjólk, sem seld var á verðjöfnunarsvæðinu. Verðlagsyfirvöld höfðu 'ákveðið kr. 1,70 pr. mjólkurlítra, en rík- isstjórnin ákvað að greiða verð þetta niður um 25 au. pr. líter, eða að mjólkin skyldi seld á að- eins 1,45 au. líterinn. Af þeim 25 au. pr. líter, sem ríkisstjórnin færði verðið niður, hefir hún nú endurgreitt til sölusamtaka bænda, á þessu svæði, aðeins 14,77 au. á hvern líter, og mun það vera upphæð sú, er ríkisstjórnin nefnir verð- uppbætur á mjólk. Að niður- færsla ríkisstjórnarinnar á verði mjólkurinnar hefir ekki verið að fullu endurgreidd á þessu verðjöfnunarsvæði, eins og hjá öðrum mjólkurbúum utan þess, réttlætir ríkisstjórnin með því, að sölusamtök þessa svæðis þurfi ekki að fá endurgreitt nema rúml. 14 au. til að geta (Framhald á 8. síðu) Ludvig Storr konsúll skýrði blaðamönnum nýlega frá danskri sýningu, sem opnuð verður í Listamannaskálan- um í Reykjavík miðvikudag- inn 9. maí. Það eru félög Dana og Færeyinga í Reykja- vík, sem gangast fyrir sýn- ingunni. Upphaflega var áformað að opna þessa sýningu hér 9. apríl, en af því gat ekki orðið. Sýn- ingin er kölluð „Barátta Dana“ („Danmark kæmper“) og eru á henni ljósmyndir frá lífi dönsku þjóðarinnar á hernámstímun- um og baráttu danskra frelsis- viná. Á sýningunni verða 150 mynd- ir. Er þeim skipt í flokka, t. d.: Hin skipulagða skemmdarstarf- semi danskra föðurlandsvina, Þegar Gestapó lét leysa dönsku lögregluna upp, Þegar lögregl- an danska varði konung sinn, Danskir föðurlandsvinir leysa félaga sína úr halcli hjá Þjóð- verjum. Þá eru myndir er sýna þátttöku hins danska verzlun- arflota í baráttunni um Atlants- hafið, og aðstoð þá, er hann veitti bandamönnum við inn- rásina í Frakkland og Ítalíu, og við flutninga til Rússlands. Sýnd mynd af líki sr. Kaj. Munks, er hann fannst, eftir að nazistar höfðu myrt hann. — Þá eru myndir, er teknar voru, er alls- herjarverkfallið varð í Dan- mörku. — Þrjátíu og fimm myndir eru þar af leyniblöðum danskra föðurlandsvina og fleira. Sýningin verður opin frá 9. til 15. maí frá kl. 10 árd. til kl. 10 síðd. — Ágóði sá, er kann að verða af sýningunni, verður lát- inn ganga til danskra barna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.