Tíminn - 23.12.1945, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.12.1945, Blaðsíða 2
T í M I N N (juttnuhdur tíamtah: Sjáið þrílit minn fagna fold og grœði, honum faldast hver mœnir og stafn, hann sem táknar þér heimsins dýrstu gæði: Það er himinn þinn, arinn og nafn. Sœl þú kynslóð, er sást hér aftur morgna yfir sögu þíns lands, og það veizt, að með lögum úr álögum leyst er nú lýðvéldið forna. Gleym þó áldrei: Mín sár, borin sjö hundruð ár, hjó mér sundrungin ykkar, mín börn. Ef þið leggist á eitt, mun nú lífskjörum breytt, og ég lyfti þá vœngjum sem nýfleygur örn. Nýir búgarðar blómgast fram til dala, brúar loftið mín skœðústu fljót. Stórfelld verkból og stimplar vélasala 'greypa í starfið sitt iðnaðarmót. Opnast berggöng við beizlun minna fossa, rís þar baðtún sem á mœtir hver. Hag minn þjóðfloti víðförull ver meðan vitarnir blossa. Þá skal akur og mörk, þá skal álmur og björk skrýða ýmist vor holt eða torg. Og af hafi skal sjást hversu eldþrungin ást til þíns ættlands mér reisti hér veglega borg. Þetta Ijóð orti Guðmundur Kamban vorið 1944, þegar íslend- ingaf endurheimtu aö fullu sjálfstceði og lýðveldið var stofnað. Axel Arnfjörð tónskáld, stjórnandi fslendingakórsins í Kaup- mannahöfn, samdi lag við það, er kórinn aefði síðan og söng á fslendingahátíð. En ef hörmungum hrannar oss að grindum, þá skál hvert eitt það barn sem ég á klífa Aleflishnjúk að himintindum, það sem hæst kemst mun bjargráð mér sjá. Allra manngildi mœlir aðeins vandinn, munið verkin sem gerðu ykkur frœg! Ei mun þjóð vor né réttindi ræg, verði rómaður landinn. Því skal Þingvállaheit hverjum bœ, hverri sveit verða hélgað og svarið, mín börn: Hvar sem hugvitið grœr, skal því hlúð, unz það nœr sínu hámagni! Það er mín sterkasta vörn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.