Tíminn - 28.03.1946, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.03.1946, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDT7HÚSI. Lindargötu 9 A Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, JNNHEIMTA OG AUG LÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI. Llndargötu 9 A Siml 2323 30. árg. Reykjavík, fimmtudagiim 38. marz 1946 55. blað Brezkur sjónarvottur segir frá: Algert öryggisleysi borgaranna á hernámssv. Rússa í Þýzkalandi Tíðindamaður blaðsins hitti nýlega brezkan hermann, sem var hér framan af styrjöldinni en tók síðan þátt í innrásinni í Frakk- land og barðist með brezka hernum í Hollandi, Belgíu og Þýzka- landi. Síðar tók hann þátt í hernámi Berlínar, er Bretar tóku við liemámssvæði þar. Eins og gefur að skilja, hefir hann séð margt og misjafnt og kann því frá mörgu að segja, sem ekki hefir birzt í fréttum. Einkum er frásögn af hernámi Berlínarborgar athygl- isverð, en yfirleitt er lítið sagt frá því í erlendum blöðum. Fer hér á eftir frásögn hans: ÍRANMÁLIÐ lekur fulltrái Riissa ckki þátt í afgrciðslu þess í Öryggisráðinu? Rússar virðast ákveðnir í að reyna í lengstu lög að koma í veg fyrir, að íranmálið verði rætt í Öryggisráðinu. í fyrra- kvöld felldi ráðið tillögu Rússa um að vísa málinu frá meö 8 atkv. gegn 2. Fulltrúi Pólverja studdi Rúása. Var kosin þriggja manna nefnd til að athuga hvernig haga skyldi meðferð málsins í. Öryggisráðinu. Sæti í nefndinni áttu fulltrúi Frakka, Breta og Rússa. Nefndin átti að skila áliti á fundi, sem hófst kl. 8 í gærkvöldi. Fulltrúi Rússa, Gromyko, hef- ir lýst því yfir, að Rússar muni ekki taka þátt í umræðum um málið eða afgreiðslu þess, ef ekki verður fallizt á tillögu þeirra um að fresta málinu til 10. apríl, eins og þeir hafa áður lagt til. Svía vantar verkafólk Nefnd, sem sænska stjórnin skipaði fyrir nokkru til að at- huga verkafólksþörf atvinnu- veganna í Svíþjóð, hefir kom- izt að þeirri niðurstöðu, að flytja þurfi um 30—40 þús. er- lenda verkamenn inn á næst- unni, ef fullnægja eigi þörf at- vinnuveganna. Nefndin telur, að æskilegast sé að fá þessa verkamenn frá Noregi og Danmörku. ERLENDAR FRÉTTIR I STUTTU MÁLI — Danska þingið hefir fellt vantrauststillögu gegn stjórn- inni, er jafnaðarmenn báru fram, með 74:63 atkv. íhalds- menn og radikalir fylgdu stjórn- inni. — í Finnlandi hefir Pekalla lokið stjórnarmynduninni. í stjórninni eiga sæti sex menn úr samfylkingarflokki kommún- ista, 5 jafnaðarmenn, 3 bænda- flokksmenn og einn maður úr sænska flokknum. — Sopilis, forsætisráðherra Grikkja, hefir lýst yfir því, að hann muni biðja brezku stjórn- ina um að hafa her í Grikk- landi, unz ný stjórn hafi verið mynduð eftir kosningarnar. En það mun vart verða fyrr en seint í maí, því að fyrr kem- ur hið nýkjörna þing ekki sam- an. — — Rússneskur sjóliðsforingi (Framhald á 4. síOu). — Þegar Bretar tóku við her- námssvæði sínu í Berlín vakti það allmikla undrun brezku hermannanna, hve mjög vörur vildu tapast af lestunum til Ber- línar, er farið var í gegnum rúss- neska hernámssvæðið. Kom það jafnvel fyrir, að stórar vörusendingar hurfu af lestun- um. Síðar kom í ljós, að það voru rússneskir hermenn, sem höfðu þessar gripdeildir í frammi og seldu svo Þjóðverjum varninginn á svörtum markaði fyrir ýmis konar muni, einkum eru þeir áfjáðir í háværar klukk- ur og úr. Nú orðið þora Bretar ekki annað, vegna þessara grip- deilda Rússa, en að hafa her- vörð með öllum lestunum, sem gæta þess vandlega, að engu sé stolið á stöðvum, þar sem lest- irnar verða að stanza á leiðinni til Berlínar. Mjög mikið ber einnig á grip- deildum og jafnvel ránum rúss- \ neskra hermanna í Þýzkalandi. Fólk á hernámssvæðum Banda- manna í Berlín segir, að rúss nesku hermennirnir hafi ráðizt á fólk á götum úti og 'tekið af því það, er þeir höfðu ágirnd á og langaði til að eiga. Sömu sögu hafa þeir að segja, er koma af hernámssvæðum Rússa yfir á hernámssvæði Bandamanna. í Berlín er það daglegur við- burður, jafnvel á hernámssvæð um Bandamanna, að rússneskir hermenn taki kvenfólk með valdi á götum úti. Enn verra er þó ástandið í þeim efnum á her námssvæjSi þeirra sjálfra, þar sem þeir geta óáreittir hagað sér sem þeim bezt líkar. Framferði Rússa veldur þVí, að Þjóðverjar bæði hata þá og óttast í senn. Hinn stanzlausi straumur fólks af hernámssvæði Rússa yfir á hernámssvæði Bandamanna sannar þetta líka vel. Rússum er líka síður en svo illa við þennan flótta, því með honum vinna þeir tvennt. Þeir þurfa ekki að fæða þetta fólk og það eykur á erfiðleika brezku hernámsstjórnarinnar. En þeir, sem einu sinni eru komnir út af rússneska hernámssvæðinu, fá ekki að koma þangað aftur. A1 gengt er að karlmenn eigi konu sína og börn yfir á rússneska svæðinu, en séu sjálfir á brezka eða ameríska svæðinu í Berlín Rússar leyfa þeim ekki undir neinum kringumstæðum að komast til kvenna sinna og barna, sem vita ekki um hvort þeir eru lifandi eða dánir. — Margir þeirra, sem kynnast þessu ástandi, óttast að Rússar ali upp með þessari framkomu sinni slíkan hefndarþorsta Þjóð- (Framhald á 4. síðu). Þingsályktunartillaga frá Hermanni Jónassyni: Ríkisstjórnin gefi þjóðinni nákvæma skýrslu um herstöðvamálið Togarar spilla veiðarfærum Ónóg g'æzla á fiskimið- um suðurncsjjamaima. Landlega er nú sem stend- ur við Faxaflóa, og var annar daghrinn í gær, sem ekki hafði gefið á sjó. Vertíðin er samt orðin vel í meðallagi og góð hjá mörgum bátum. Aflahæsti báturinn í Kefla- vík, „Keflvíkingur“, skipstj. Valgarður Þorkelsson, er bú- inn að afla um 930 skippund og er það góður afli. Brezkir togarar hafa að und- anförnu gert mikil spjöll i lóð- um báta frá Keflavík og einkum þó Garði. Hefir það nokkrum sinnum komið fyrir, að brezkir togarar hafa farið yfir lóðirnar, jafnvel um hábjartan dag. Hafa Suðurnesjamenn krafizt þess af ríkisstjórninni, að sent verði tafarlaust varðskip suður á slóð- ir bátanna til að vernda veiðar- færi þeirra fyrir slíkum yfir- gangi. Keflavíkurbátar hafa orðið að salta allmikið af afla sínum það sem af er vertíðarinnar, vegna (Framhald á 4. síðu). Báglega tókst með Alþingi enn.... Þau tíðindi gerðust á fundi í neðri deild í gær, að forseti frestaði atkv.- greiðslu um dýrtíðarlaga- frumvarp ríkisstjórnar- innar í miðjuhi klíðum vegna þess, hve margir I þingmenn voru fjarver- andi. — Allir þingmenn Framsóknarflokksins voru þó viðstaddir. Er þetta nýtt dæmi þess, hvernig þingstörfin eru rækt af stjórnarliðinu. Danskt landslið kemiir hingað Ákveðið er að danskt lands- lið komi hingað í júli og leiki þrjá leiki. Verður einn þeirra milliríkjakeppni við lands- lið íslenzkra knattspyrnu- manna. Þegar knattspyrnulið Fram fór til Danmerkur 1939 bauð það dönskum knattspyrnumönnum að senda lið hingað til lands á>- ið eftir, en af því varð ekki. Danska knattspyrnusamb. hefir skrifað Fram fyrir nökkrú um það, hvort gamla heimboðið stæði, og í samráði við íþrótta- samband íslands hefir, sem fyrr segir, orðið að ráði, að danska landsliðið komi hingað til keppni. Utanför íslenzkra knattspyrnumanna Ákveðið er að úrvalslið ís- lenzkra knattspyrnumanna fari til Bretlands í september n. k. og leiki 4 leiki við brezka meistaraflokka. Tveir leikanna munu verða í London, 21. og 25. sept. o,g 1 í Oxford 28. sept. og þann fjórða leika þeir 2. eða 3. okt. en óráðið er enn hvar hann fer fram. Hollenzka knattspyrnusam- bandið hefir, gegnum brezka á- hugamannasambandið, spurzt fyrir um það,hvort knattspyrnu- flokkur þessi geti ekki komið til Amsterdam í þessari ferð og leikið þar við hollenzka knatt- spyrnumenn, og er það nú í at- hugun meöal knattspyrnumanna hér. ' „Leyndin yfir herstöðvamálinu ósæmaudi og óþolandi fyrir lýðræðisþjó$“. Hermann Jónasson lagði fram í sameinuðu þingi í gær tillögu til þingsályktunar um herstöðvamálið. Tillagan hljóðar á þessa leið: „Alþingi ályktar að leggja fyrir ríkisstjórnina að gefa nú þeg- ar nákvæma skýrslu á opnum þingfundi um hvað líður hinu svo- nefnda herstöðvamáli. Skal ríkisstjórnin jafnframt leggja fyrir Alþingi öll símskeyti og bréf, sem farið hafa milli hennar og full- trúa erlendra ríkja um mál þetta, og einnig þau símskeyti og bréf um sama mál, sem farið hafa milli hennar og fulltrúa ís- lands erlendis“. í greinargerðinni, sem fylgir tillögunni, segir á þessa leið: Þýzkalandssöfnunin Gjafir berast enn til Þýzka- landssöfnunarinnár* hvaðanæva að. Söfnunin til lýsiskaupa handa hungruðum nauðstödd- um þýzkum börnum nemur nú orðið yfir 400 þús. kr. 65 smál. af lýsi hafa verið sendar utan á vegum söfnunarinnár. Fata- söfnuninni heldur enn áfram og hefir strax allmikið borizt af fatnaði. Úrslitin á skíða- landsmótinu Skíðalandsmótið var haldið á Akureyri síðastl. föstudag, laug- ardag ög sunnudag. í mótinu tóku alls þátt rúmlega 200 keppendur og urðu þó Stranda- menn að sitja heima, vegna slæmra samgangna. Úrslit urðu sem hér sgir: Guðmundur Guðmundsson varð fyrstur í stökkkeppni karla, og í göngu. Hann hlaut því titilinn Skíðakonungur íslands 1946, fyrri afrek sín í samanlögðu stökki og göngu. Þórarinn Guðmundsson í Menntaskóla Akureyrar, varð fyrstur í göngu pilta 17—19 ára. Héraðssamband Suður-Þing- eyinga vann þriggja manna sveitarkeppni í göngu. Ari Guðmundsson, MA., sigr- aði í stökkkeppni pilta 17—19 ára. * Magnús Brynjólfsson, Akur- eyri varð hlutskarpastur í svigi karla. (Framhald á 4. slðu). Sú leynd, er ríkisstjórnin heldur yfir svonefndu her- stöðvamáli, er með öllu ósæm- andi og óþolandi fyrir lýðræðis- þjóð. Hvað leynd þessari veldur, er landsmönnum ráðgáta, þar sfem vitað er og lýst yfir af rík- isstjórninni, að stjórn Banda- víkjanna hefir fallizt á fyrir löngu síðan, að birt yrði opin- ber tilkynning um málið hér á landi og í Bandaríkjunum sam- tímis. — Það, sem íslenzka þjóð- in fær að vita um mál þetta, eru margvíslegar lausasögur og fregnir, birtar í útvarpi og blöð- um í ýmsum löndum, austur í Rússlandi og á Norðurlöndum, í; Bandarikjunum og víðar. Frétt- 1 ir þessar eru, eins og oft vill verða; áeði mótsagnakenndar og því útilokað, að þjóðin geti af þeim myndað sér rökstudda 'skoðun á því, hversu málinu er háttað. Ýmsir íslenzkir þing- menn hafa flutt ræður og fyrir- lestra um herstöðvamálið, og flest íslenzk blöð hafa og tals- vert um það ritað. í þeim frá- sögnum gætir og hinna sömu mótsagna og flest á huldu um það, hvað satt er og hvað gert hefir verið í málinu og hvar því er nú komið. Sú yfirborðsvitneskja, *r sem þjóðin fær á þennan hátt, er því alls kostar ófullnægjandi. — Það verður að teljast alveg ó- sæmandi, að þjóðin þurfi með þessu móti að tína saman mis- j munandi áreiðanlega fréttamola víðsvegar að um stærsta og þýð- ingarmesta mál hennar, sem nú er á döfinni. Hún á réttlætis- kröfu á því, meðan hér ríkir lýðræði, að fá nákvæma skýrslu um atburðina frá ríkisstjórn- inni sjálfri. Þörfin á því, að leyndin, sem hvílt hefir yfir mál- inu, sé rofin, er og knýjandi af enn öðrum ástæðum. Vegna hulunnar, sem yfir það hefir verið dregin, hafa margs konar kviksögur og getgátur farið dag- vaxandi. Sum dagblöðin hafa meira að segja hvað eftir annað gefið í skyn, — og meira en það —, að leynilegir samningar hafi þegar verið undirbúnir eða gerð- ir um suma þætti máls þessa. Tækifærið hefir og verið not- að, vegna leyndarinnar, til þess að bera menn og heila flokka getsökum og gera þeim upp stefnu og skoðanir I herstöðva- (Framhald á 4. síðu). Þekktur tónlistar- raaður fimmtugur Þórarinn Guðmundsson fiðlu- leikari varð fimmtugur í gær. Hann er fyrir löngu orðinn þjóð- kunnur maður, svo að heita má að hvert einasta mannsbarn á landi hér kannist við tónlistar- starfsemi hans. Þórarinn gerðist starfsmaður við ríkisútvarpið, er það tók til starfa og liefir starfað þar síðan og aflað sér vinsælda alþjóðar með fiðluieik sínum og stjórn útvarpshljóm- sveitarinnar. Hann byrjaði barn að leika á fiðlu og stundaði 1 æsku tónlistarnám í Konungl. tónlistarskólanum í Höfn. Auk þess, sem Þórarinn er góður fiðluleikari, er hann einriig vin- sælt tónskáld og hafa mórg lög hans orðið landflejg. Víðavangshlaup í. R. fer fram á sumardaginn fyrsta 25. ap- ríl). Er þetta 31. víðavangs- hlaupið, sem háð hefir verið. Öllum félögum innan í. S. í. er heimil þátttaka og tilkynnist hún stjórn í. R. viku fyrir hlaup- ið. Keppt verður um bikar þann, er dagblaðið Vísir gaf í fyrra. Handhafi bikarsins er í. R. — Stjórn í. R. hefir beðið blaðið að geta þess, að félagið muni sjá keppendum utan af landi fyrir húsnæði hér í bænum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.