Tíminn - 30.05.1946, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.05.1946, Blaðsíða 2
2 SDI 95. blað \0V, fimmtndagfnn 30. maí 1946 Minning Huldu skáldkonu Skáldkonan Hulda, Unnur Benediktsdóttir Bjarklind, lézt hinn 10. dag aprílmánaffar síðastliðins. Þar hneig í valinn sú íslenzkra kvenna, er hæst gnæfir í flokki skálda og rithöfunda, bæði fyrr og síðar. — Þorkell Jóhannesson prófessor minnist hér hinnar látnu skáldkonu, sem gaf hinni miklu skáldhörpu íslands nýjan streng, eins og hann kemst að orði. hnigi undir önn. og töf með öll sín beztu ljóð á gröf. Fimmtudaqur 30. maí Þóroddur er í kjöri Það hefir nú verið tilkynnt, að Þóroddur Guðmundsson „verkamaður" á Siglufirði verði efsti maður á lista sósíalista í Eyjafirði. Menn hafa beðið með nokk- urri forvitni eftir fréttum af þessu. Margir héldu, að sósialist- ar myndu vilja láta þögn og gleymsku geyma Þórodd og byðu hann því ekki fram. Aðrir sögðu hins. vegar, að kommúnistar kynnu aldrei að skammast sín, og er svo að sjá, sem þeir séu sannspárri. Þóroddur Guðmundsson ber alveg sérstaklega ábyrgð á bar- áttu kommúnista í kaupfélags- málum Siglfirðinga. Hér verð- ur ekki fjölyrt um afskipti hans af fjármálum félagsins. Þau munu þó ekki vera neinn fremdarauki fyrir hann en segja má.'að flokkur hans hafi ekki tekið neina ábyrgð á þeim. En baráttu hans í réttarmálun- um hefir flokkurinn tekið að sér, með því m. a. að svívirða hæstarétt fyrir að dæma gegn kommúnistum í málinu, og eins hinu að láta Þórodd fá ræðu- tíma flokksins við útvarpsum- ræður um fjárlög, til þess að hella úr skálum reiði sinnar vegna þessara mála. Það, sem gerðist í kaupfélág- inu á Siglufirði, var í stuttu máli það, að kommúnistar, sem höfðu meiri hluta í stjórn,, töp- uðu áliti og urðu í minni hluta á aðalfundi. Til þess að tryggja völd sín áfram leystu þeir Þór- oddur og félagar hans aðalfund- inn upp, og ætluðu að reka mikinn hluta fundarmanna og marga mótgangsmenn sína aðra úr félaginu, án þess að eiga nokkrar réttmætar sakir á hendur þeim. Þessir menn leituðu þá réttar síns fyrir dómstólunum, og þar’var þess- ari ofbeldistilraun hrundið. Á það hefir verið bent í Tím- anum, að hér hafi átt að reyna í framkvæmd „austrænt lýð- ræði“. Það eru stjórnarhættir Rússa, að stjórnin geti rekið og svipt mannréttindum þá, sem eru á móti henni, svo að hún haldi völdum áfram. Þetta ætl- uðu þeir Þóroddur að gera á Siglufirði. Samkvæmt þessum Rússa- rétti, sem upp átti að taka á Siglufirði, gæti hvaða kaupfé- lagsstjórn sem er rekið úr fé- lagi sínu, unz.eftir væru aðeins 15 menn og haft allar eignir fé- lagsins eins og sá litli hópur vildi og teldi sér henta. Tíminn hefir af og til reynt að særa Þjóðviljann til þátttöku í rökræðum um þetta mál, en það hefir engan árangur borið. . I Sennilega mun Þjóðviljinn enn sem fyrr kjósa að þegja um þetta mál. En framboð .Þór- odds sannar það, að flokkurinn skammast sín ekki fyrir málið, þó að hann hafi enga getu til að verja það. Það er áreiðanlegt, að þetta er merkilegt m£l og merkilegt framboð i augum allra þeirra, sem unna íslenzkum félagshátt- um, islenzku frelsi og íslenzk- um mannréttindum. Og hætt er við því, að þeir snúi víða bón- leiðir til búðar, sendimenn austræna lýðræðisins, þeir, sem í vor fara í hverja sveit og hvert þorp meðal frjálsra manna á íslandi til að leita að atkvæðum til að tryggja upp- bótarsæti á Alþingi fyrir for- Hlaðguður. Lítið kvæði rifjast upp, Hlað- guður. Nafnið bendir til unn- ustu Völundar, er flaug í svana- ham sunnan yfir fjöll og myrk- viði, til Úlfdala. Flug valkyrj- unnar yfir fjöll og skóga táknar leit hins óhepta, frjálsa hugar að nýjum örlögum, nýrri reynslu, baráttu, sigrum, nýrri fegurð, fullkomnun. Mærin, sem borin er til svanahamsins, hins frjálsa flugs skáldandans, val- 'kyrjan, sem vísar vígreifum her til orrustu, þar sem afl mætir afli, þor og þrek ræður sigri, eru goðkynjaðar öðrum þræði, en öðrum þræði háðar mannlegum örlögum. Og í Úlfdölum bíða Hlaðguðar örlög konunnar. Bönd ástarinnar, móðurskyld- unnar, verða um sinn öflugri en vængjamegin svanahamsins, út- þráin, töfrar hins ókunna og ó- vænta. Forn og síung reynsla um tvíþætt eðli mannsbarnsins er táknuð með heitinu Hlaðguður: valkyrjan við vefstólinn, saum- ana. Tvíhverft eðli, barátta milli tveggja skauta, hvíldar- laus leit gagnstæðra markmiða — þetta er sagan um Hlaðguði. Og í kvæðinu sjáum við hana sitja í dyngju sinni við Úlfdala- bæ, valkyrjuna — konuna. Hún situr við vöggu dóttur sinnar og saumar af kappi. En ekki saum- ar hún dóttur sinni svanaham, farkost vegalausrar leitar að hamingju, sem bíður bak við fjöll og sæ, en er líka ef til vill aðeins staðlaus hilling. Ef til vill —. Nei. Hún saumar henni giftu hversdagslegra, mannlegra örlaga, með blóðugum fingrun- um. Sjálf er hún vígð sífelldri leit torsóttra markmiða og þar spyr enginn, hvort þraut hæfi megni. Um slíkt fer sem verða má. Og yfir saumunum rifjar hún upp þrár sinar og drauma, bitra reynslu — og ef til vill neista af von, óljóst fyrirheit, meðan líf og þrek endast. — Ég velt um land, ó, ég veit um land, sem vorgyðjan umlykur höndum. Hve hár og sterkur var boðinn sem bar mig burt frá þess ónumdu ströndum. Ég man.hve ég barðist.að síðustu sveik mig sæfarans dugur og kraftur. En þráin er landnema sifellt jafn sár í sæfaðminn aftur og aftur. Ég sauma við gluggann, til blóðs, til blóðs. — Hve blikar á gtill í þeim lundum. Ég veit, að ég átti að vinna úr mold þá vætt, er uind trjárótum sefúr og smíða* úr guilinu gripi og skart. — Það glampar og veit ei hvað tefur. Þetta var kvæðið um Hlað- guði, valkyrjuna — konuna, skáldkonuna. Fagurt kvæði, en þrungið trega og eftirsjá ólok- inna verkefna. Konan, sem orti þetta kvæði, hefir áreiðanlega fundið sinni eigin ruynslu svipa til hinnar fornu jsagnar. Hér kemur fram hinn sári uggur skáldsins, ,að það ingja ofbeldishreylfing arinnár á Siglufirði. Þannig mun ósigur B'ommún- istaflokksins í kaupfélaginu á Siglufirði, þar sena þeír eiga nú engan fulltrúa á aða,lfundi, verða að allsherfar ósigri Sósí- alistaflokksins á íslandi. Þann- ig svara frjálsir' íslendingar of- beldistilraunum austrænnar kúgunar. . < Manni skilst, að skáldkonan hafi einhvern tíma séð sitt ó- vænna í baráttunni við and- spyrnumögn óskáldlegrar til- vistar. Þegar sagan er öll, er þess gott að minnast, að takmarki sinu náði hún, þrátt fyrir allt. Landnámshugurinn brást henni ekki. Og gullið fann hún og það varð henni efni í margar ágætar gersemar, er hún býtti þjóð sinni örlátri hendi. Vorgyðjan og Snær konungur. Og svo kemur frásögn um lítið barn, litla stúlku, sem fæddist á smábýli í afskekktum heiðar- dal norður í Þingeyjarsýslu vor- ið 1881, aðfaraár eins hins lang- vinnasta og grimmasta harðær- is, sém saga þjóðarinnar hermir frá. Aldrei hefir lítil stúlka vax- ið upp til meiri ástar á vori og sól. Það er næstum fráleit fjar- átæða að hugsa til þess, að grimmustu harðviðri ísáranna miklu skuli hafa sungið þessu sólskinsbarni lengstu og róm- dýpstu vöggusöngvana, þar hefði Snær konungur getað sparað sér mikil frost og gnýj- andi stórhríðar. Og þótt hann hefði færzt enn í aukana og varið meira til, myndi hann aldrei hafa náð valdi yfir þessu barni. Aldrei hefir okkar harð- býla, fagra land, eignast ástrík- ari og tryggari dóttur en þessa, sem byrjaði að átta sig á tilver- unni í þann mund, er svo mörg- um virtist helzt til ráða að flytj- ast burtu af slíkri náströnd til annarrar og blíðlátari heims- álfu. Þetta eru staðreyndir og þarflaust, enda reyndar fjar- stætt, að leita þeim röksemda. Nær væri að svipast eftir skýr- ingu á því, er barn hallæris og landflótta vex upp til svo óhagg- anlegrar trúar á framtíð lands- ins og þjóðarinnar. Það verður þó ekki gert hér til neinnar hlítar, slíkt yrði of langt mál. Það er efalaust, að ættjarðarást Huldu átti djúpar rætur í á- hrifum frá bernskustöðvum hennar. Trú hennar á lífið og mennina, á þjóðina og framtíð hennar, er að öndverðu úr sama jarðvegi sprottin. Sumt arfur frá hinum bjartsýna, frjálslynda hugsjónamanni, föður hennar, Benedikt Jónssyni, og menning- arstarfi því, sem hann var tengdur, sumt gamlar, þjóðlegar menningarerfðir. Allt þetta má rekja margvíslega og finna því stað í - verkum skáldkonunnar sjálfrar. En um það ætla ég ekki að orðlengja hér. Ég ætlaði að minnast dálítið á vorgyðjuna. Það er blátt áfram ekki hægt að minnast Huldu, án þess að tala um vorið, gróandina í lífi nátt- úrunnar, lífi mannanna, kær- asta yrkisefni hennar í bundnu máli og óbundnu. Þarflaust er að draga dul á það, að þessi vorgleði, þessi heita trú á fegurð og góðleik á lífi einstaklinganna, í samskiptum manns við mann, í allri athöfn mannsins gagn- vart náttúrunni kvikri og dauðri, sem er hluti af hans eig- in lífi, hefir orðið æ torskildari og fjarlæg4 þeirri kynslóð, er sleit barnsskónum á dögum hinnar fyrri heimsstyrjaldar, lifði æsku sína í skugga hennar og kemur nú með glýju í aug- um út úr myrkri hinnar síðari styrjaldar og sér enn engin átta- skil. Enginn skyldi samt halda, að boðskapurinn um fegurð lífs- ins eigi af þessum sökum ekkert erindi til okkar framar. Þvert á móti. Við höfum aldrei haft hans meiri þörf en nú. Mælt er, að sagan endurtaki sig, og þetta er víst rétt, ef alls er gætt. En þar með er ekki sagt, að hún stagli upp aftur og aft- ur sömu atburðina. Þvert á móti, hún virðist kunna þá list góðra skálda að færa gamalt efni í nýjan búning, oft jafnvel svo haglega, að mönnum sést yfir að sagan er gömul og halda, að hún sé spáný og reyndar allt annað en hún er í raun og veru. Tals- vert almenn forheimskun er ekki nýtt fyrirbrigði, flokka- drættir, gróðafýkn, valdastreita, nautnaþorsti, efnishyggja og mannhatur ekki heldur. Þetta eru reyndar alt gamlar plágur og líkast til verðskuldaðar hverju sinni, sem þær ná undirtökum á einhverju þegnfélagi. En hitt má nýstárlegt kalla, að menn taki hrörnun allflestra mann- dyggða fyrir tákn og stórmerki nýrrar gullaldar. Nei. ísavetur og glórulitlir harðindabálkar eru gamlir kunningjar í sögu okkar. En þó höfum við aldrei trúað á fimbulveturinn (nema þá sem þátt í sjálfum heimsslit- unum). Hingað til höfum við aldrei í alvöru efazt um það, að vora myndi í ríki Snæs kon- ungs, hversu kalt sem blés um hríð. Þp það. Og hver veit nema nú. mitt á meðal vor, meðan enn láta í eyrum eftirómar af vig- dunum og kjarnorkuskruggum hinnar blóðugustu vargaldar í sögu mannkynsins, stígi lítil börn við stokk, börn, sem eiga að vaxa til nýrrar trúar á lífið, feg- urð þess, trúar á sigur hins fag- ur-góða i lífi mannsins, þessarar hrjáðustu skepnu jarðarinnar, trúar á vorið og vorgyðjuna: gyðju lífsins, gróandans. Hjá Sól og Bil. Hver kenndi Snorra Sturlu- syni íslenzku, og hver kenndi hana Einari í Nesi? Þessari spurningu Gröndals er enn ó- svarað. Þær eru víst nokkuð margar spurningarnar, er varða list orðsins og listamenn á ýms- um tímum, sem vandi er að svara. Hverju sætir það t. d„ er lítil stúlka lætur sér til hugar koma að gerast ljóðskáld? Nú, á dögum blekiðnaðarins, vekur slíkt enga furðu, en fyrir fimm- tíu árum horfði málið allt öðru vísi við. í þá daga var ljóða- gerð og skáldskapur yfirleitt aðeins íþrótt, meira eða minna vammi firrð, líkt og á dögum Egils, ágæt list fyrir prest eða* kennara, jafnvel líka fyrir drykkfelldan bóndamann, en annars yfirvofandi háski fyrir sveitarfélagið, jafnvel lands- sjóðinn, svo ekki sé meira sagt. Þetta var á þeim dögum, er þjóð- in átti aðeins tvö atvinnuskáld, þau Símon Bjarnason og Torf- hildi Hólm, en reyndar v^rð ann- að þeirra að styðjast jafnframt við flakk, en hitt við blaða- mennsku, og var hvorugur kost- urinn góður. Nei, fyrir hálfri öld var það allt annað en glæsilegt að gerast skáld á íslandi og þó líkast til svo sem tíu sinnum örðugra að gerast skáldkona. Hvers mátti lítil stúlka vænta á þeirri braut? Ekki freistaði fer- illinn Torfhildar, þeiruar þraut- seigu en litt rómuðu skáldkonu. Vergangskonan Látra-Björg og ólánsmanneskjan Guðný í Klömbrum — hver kaus að fylgja í þau klakaspor? Nei, hér stoðar ekki að spyrja fremur en oftast fyrri, er skáldin eiga í hlut. Gömul þjóðsögn verður að nægja til skýringar svo óskyn- samlegri fyrirtekt: Stúlkan var borin til svanahamsins, henni var ekki sjálfrátt! Og hvað átti svo bóndinn á Auðnum að taka til bragðs, er hann varð þess var, að dóttir hans um fermingu var farin að iðka hina lánlitlu í- þrótt skáldanna? Sitthvað gæti manni til hugar komið — gömul húsráð til leiðréttingar vand- gæfum unglingum. En Benedikt á Auðnum gerði yfirleitt aldrei neitt, sem vani eða fordómar hvöttu tll. Ég hugsa, að hann hafi haft innilega skemmtun af viðleitni litlu dóttur sinnar, líkt og af fáséðu blómi eða fiðrildi, eða nýstárlegu, fögru smíði, til hvers skrattans sem það var nú eiginlega notandi. Blessaður karlinn. Sjálfur var hann fædd- ur listamaður, unni íþrótt, feg- urð og snilld, hvar sem fram kom, átti ekki aðra fegurri hug- sjón en þá, að sjá möguleika verða að veruleika. Sjáum til, hér var víst efni, gaman að sjá hvað úr því rættist! Nú hefst mikil saga, en rúms- ins vegna verða henni lítil skil gerð að þessu sinni. Brestur og þann, er þetta ritar, ofmargt til þess að hætta til að rekja hana. Það munu aðrir gera, sem betur eru til færir, þótt síðar verði. Hér skulu aðeins rifjaðir upp helztu áfangarnir á rithöfund- arferli Huldu. Fyrstu kvæðin hennar, sem fyrir almennings- sjónir komu, birtust í kvenna- blaðinu Framsókn undir árslok 1901. Þá var Hulda rúmlega tvítug að aldri. Þessi kvæði voru látlaus og ekki veigamikil, en áferðargóð og fallegt byrj- andaverk. Svo liðu rúm tvö ár og ekkert birtist frá hendi hinn- ar ungu skáldkonu. Lofleg og hvetjandi ummæli hinnar gáf- uðu og skáldmæltu ritstýru Fýamsóknar, frú Jarþrúðar Jónsdóttur, er fylgdu. fyrstu kvæðum Huldu úr hlaði, virtust ekki hafa haft þau áhrif sem til var ætlazt — eða hvað olli bið- fhni? Ég ætla, að einmitt það, hversu vel kvæðunum var tekið, hafi valdið því, að Hulda hikaði við. Hingað til hafði ljóðagerð hennar verið æfing, leikur. Nú kom til alvörunnar. Skáld eða ekki skáld, um þetta var spurt. Kannske var hún sjálf í mestum vafanum og á meðan birti hún ekki fleiri kvæði. En hún hélt á- fram að yrkja, og haustið 1903 er hún kom til Reykjavíkur til náms vetrarlangt, hafði hún náð föstum tökum á list sinni. Um það vitna kvæði þau, er hún birti í blaðinu Ingólfi í ársbyrj- un 1904. Og kvæði Einars Bene- ^iktssonar: Til Huldu, er éirtist í Ingólfi um sama leyti, sýnir , bezt, hvers álits hún hafði þá þegar aflað sér. í líkan streng tók Þorsteinn Erlingsson 1905, en það ár birtust fyrstu þulurn- ar hennar í Sumargjöf Bjarna frá Vogi, þessir endurómar gamallar, þjóðlegrar ljóðlistar, er þá vöktu mesta athygli. Á því lék nú enginn vafi leng- ur, að Hulda væri eitt hið efni- légasta ljóðskáld í hópi hinna yngstu höfunda. Harpan mikla hafði eignazt nýjan streng. Síðan eru nú liðin rúm 40 ár. Á þeim tíma birti Hulda 18 rit- verk, stór og smá: Kvæði 1909; Æskuástir 1915; Syngi, syngi svanir mínir, ævintýri i ljóðum, 1916; Tvær sögur 1918; Æsku- ástir II. 1919; Segðu mér að sunnan, kvæði, 1920; Myndir 1924; Við yzta haf, kvæði, 1926; Berðu mig upp til skýja, ævin- týri, 1930; 'Þú hlustar, Vör, ljóða- flokkur, 1933; Undir steinum, smásögur 1936; Dalafólk I., skáldsaga, 1936; Fyrir miðja morgunsól, ævintýri, 1938; Dala- fólk II., 1939; Skrítnir náungar, smásögur, 1940; Hjá Sól og Bil, sjö þættir, 1941; Bogga og búálf- urinn, ævintýri, 1942; í ættlandi mínu, sögur, 1945. Auk þessa er til í handriti allstórt kvæðasafn, er um hríð hefir beðið prentun- ar. Hér var mikið starf af hendi leyst, svo mikið, að undrum sæt- ir, ekki sízt ef þess er gætt, að jafnframt þessu geysimikla bókmenntastarfi átti skáldkon- an að gegna umfangsmiklum húsmóðurstörfum, er kröfðu milcils tíma og árvekni, og auk þess átti hún við þráláta van- heilsu að stríða, einkum hin síð- ari ár. En hún var gædd frá- bæru andlegu þreki, sem aldrei brást henni. Þess þarf naumast að geta, að rithöfundarstarfið varð henni ekki mjög fésælt. Skáldlaun fékk hún ekki fyrri en seint og síðar og þá lægri en sómíjsamlegt mátti kalla, en ég ætla, að hún hafi aldrei fengizt um slíkt. Henni myndi aldrei hafa í hug komið að gera „verk- fall“ sökum þess, að öðrum hlotnaðist meira af þeim fjár- munum en sjálfri henni. í raun réttri var skáldskapurinn henni (Framhald á 3. síOuJ. \ \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.