Tíminn - 08.10.1946, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.10.1946, Blaðsíða 4
Skrifstofa Framsóknarflokksins er Edduhúsinu v/ð Lindargötu. 4 l Sími 6066 REYKJAVÍK FRAMS'ÖKNARMBNN! Komið 8. OKT. 1946 skrifstofu Framsóknarftokksins 182. blað Óverjandi framkoma utanríkismála- ráðherra. (Framhald af 3. tiOu) hver niðurstaðan hefði getað orðið, ef öðru vísi hefði verið á því haldið og sjónarmið þeirra, sem vilja góða sambúð við Bandaríkin og eðlileg samskipti, en ekki voru til samninganna kvaddir, hefðu komið til, áður en málið var komið of langt. Breytingartillögur þær, sem fyrir liggja frá meirihlutanum, eru til verulegra bóta frá mínu sjónarmiði, en ég vil leggja á- herzlu á það, að mér sýnist sú leið eðlilegust og tryggilegust, sem fulltrúar Pramsóknar- manna í utanríkismálanefnd hafa lagt fram í -flokksins nafni og háttvirtur þingmaður Sranda manna hefir rökstutt. Þar er gert ráð fyrir því, að Bandarikjamenn fái afnotarétt þann, sem þeim er nauðsynleg- ur, að íslendingar reki völlinn sjálfir þannig, að þessi umferð geti átt sér stað, en Bandaríkja- menn borgi kostnað þann, sem af þessum ráðstöfunum þeirra vegna leiðir. Því er borið við af háttvirtum framsögum. meirihlutans að það þýði ekki að samþykkja þetta af því að það sé vitað, að inn á þetta verði ekki gengið af gagnaðila. Málið hefir legið þannig fyrir að upp á þetta hefir boðið af Alþingi og því ekki fullprófað, hvort samningur ekki gæti tek- ist á þessum grundvelli, ef meiri hluti þingsins væri á þessari skoðun. En það tel ég alveg víst, og byggi þar á þeim undirtektum, sem þessar tillögur okkar hafa fengið, að samningur á þeim grundvelli, væri fleiri íslending- um að skapi, en sá sem hér ligg- ur fyrir og eins þótt breytingar yrðu á uppkastinu gerðar svo sem til stendur. Ég vil því beina því til hátt- virtra þingmanna að endur- skoða hug sinn og samþykkja breytingartillögur Framsóknar- manna. Ég fæ ekki betur séð, en að það hlyti að leiða til fram- haldssamninga við Bandaríkja- menn á grundvelli, sem væri ís- lendingum betur að skapi, en annað, sem fyrir liggur, og full- nægði Bandaríkjamönnum. Ég vil benda mönnum á, að verði hin leiðin tekin, að láta málið koma til fullnaðarúrslita nú melð því að felia tillögu Framsóknarmanna, sem þýðir framhaldssamninga, og úrslita- atkvæðagreiðsla látin fara fram um samninginn, þá getur það leitt til þess, að úrslit málsins gefi villandi mynd af viðhorfi Alþingis í utanríkismálum og hjá slíku væri gott að geta kom- ist. En hvernig, sem þessu máli lyktar nú, þá skulum við vona, að meðferð þess af hendi utan- ríkismálastjórnarinnar verði mönnum svo til varnaðar, að þannig verði aldrei framar hald- ið á viðkvæmu utanríkismáli af hendi íslenzkra stjórnarvalda. Að lokum vil ég minnast ör- fáum orðum á hið pólitíska á- stand. Mikið hefir verið spurt um það undanfarna daga, hvaða pólitiskar afleiðingar afgreiðsla þessa máls mundu hafa. Nú hafa menn fengið svarið. Út af þessu máli segjast Sósialistar ætla úr ríkisstjórninni. Það er nú svo. Þeir segja nú, að það sé af þessu. En því er ekki að leyna, að mafgir eru þeirrar skoðunar, að leysist stjórnin upp, þá sé hin raunverulega ástæða það uppiausnarástand í fjárhags- og atvinnumálum, sem nú er búið að stofna til og verður ekki lengur með nokkru móti dulið, en sem minna hefir verið rætt undanfarnar vikur, vegna þess, hve það mál, sem við nú ræðum, hefir gripið hugi manna. Telja margir.að ef stjórnin hefði ekki séð sig að þrotum komna, og engin sköpuð ráð séð út úr öng- þeitinu, verið gætilegar farið með sprengiefnið í stjórnarhús- inu og minna borið í mannlýs- ingar stjórnarblaðanna síðustu dagana og nú við umræðurnar. En hver sem hin raunverulega ástæða er, þá sýnist svo, sem stjórnin muni nú leysast upp, og mér þykir ólíklegt, að það verði þjóðarsorg út af því. Dulnrfullur flutn- ingur. (Framhald af 1. síOu) brott af staðnum, tilvísaði hann, hvar hann ætlaðist til að Jónas yrði grafinn í kirkjugarðinum. Kostaði Sigurjón á Álafossi heimflutning beinanna? Lét Sigurjón svo ummælt við bændur nyrðra, að hann hefði kostað uppgröft og heimflutn- ing beinanna og hefði yfir þeim full umráð. Hlýtur mönnum að koma þaö einkennilega fyrir, þar sem hingað til hefir verið látið í veðri vaka, að þetta hafi verið gert á ríkiskostnað, sem og var eðlilegt og sjálfsagt. Enda mun sendiráðið í Kaupmanna- höfn hafa útvegað leyfi da^nskra yfirvalda fyrir uppgreftinum. Ennfremur lét Sigurjón þau orð falla nyrðra, að hann hefði flutt beinin norður að vilja Jónasar sjálfs, er hann taldi sig hafa daglegt samband við. Loks skýrði Sigurjón frá því, að hann hefði tekið á móti bein- unum á hafnarbakkanum í Reykjavík, ásamt þjóðminja- verði, og, að þvi er virðist, verið viðstaddur þegar þau voru kistu- lögð. Hvaðan er silfurskjöldurinn? Kistan stendur nú á kirkju- gólfi á Bakka. Er hún smekkfceg en látlaus. Á gafli hennar er silfurskjöldur, sem á er letrað: „Jónas Hallgrímsson skáld, fluttur heim 4. 10. 1946. Kveðja frá vinum.“ Ekki veit blaðið, hverjir þess- ir „vinir“ þjóðskáldsins eru, en fróðlegt væri að fá upplýst, eins og raunar fleýra i þessu sambandi, hvort þessi skjöldur er kominn á kistuna fyrir til- stilli opinberra aðila. Hverjir hafa umráðaréttinn? Nú þegar bein Jónasar eru komin norður á æskustöðvar hahs með svo kynlegum hætti, hafa komið fram eindregnar óskir um það, að þau verði ekki flutt suður aftur, heldur jarð- sett nyrðra. Mun í gær hafa verið safnað í Öxnadal undir- skriftum að áskorun þess efnis: Jafnframt hefir skotið upp þeirri spurningu, hverjir hafi raunverulegan og lagalegan um- ráðarétt yfir beinum — hvort það sé ríkisvaldið eða nánustu ættingjar. Nánasti ættingi Jón- asar mun vera búsettur á Akur- eyri, aldraður maður, og var Jónas afabróðir hans. Bændur í Öxnadal hafa haft við orð að afhenda kistuna ekki, nema áð- ur falli úrskurður um þetta. Umsögn þjóðminjavarðar. í gærkvöldi átti Tíminn tal við Matthías Þórðarson þjóð- minjavörð um þetta mál. Sagð- ist honum svo frá: „Það var svo, að í upphafi þótti álitamál, hvar grafa skyldi beinin. En með það hafði Þing- vallanefnd að gera. Einn maður, sem var mikill áhugamaður um heimflutninginn og hafði stuðlað að því, að úr honum yrði, var því mjög fylgjandi, að beinin yrðu grafin norður í Bakkakirkjugarði, þar sem for- eldrar skáldsins hvíla. Þessi maður var Sigurjón Pétursson Fyrrv. alþingism. og skólastjóri, Jósef J. Bjurnssoii, andaðist að heimili sínu, Þingholtsstræti 31, Reykja- vík, að morgni 7. þ. m. Eíginkona, börn og tengdabörn. SLÁTRUN ER Nt I FELLEM GANGI. Daglega fáum vér nýtt dilkakjöt úr Borgarfirði, Döluin, af Ströndum, úr Húnavatnssýsluin og' viðar. mör — lifur — hjörtu — heil slátur — — hausa — SPADSÖLTt M ef koniið er ineð tunnur. Pantið sem fyrst. Aðeins 10 dagar eftir af sláturtíð. Frystihúsub Herhubreib Fríkirkjuveg 7. Sími 2678. (jatnla Bíó SIÍADM/FBIA (Bathing Beauty) Amerísk músík- og gamanmynd, tekin í eðlilegum litum. Esther Williams Red Skelton Harry James & hljómsveit Xavier Cugat & hljómsveit Sýnd kl. 5 og 9. TÍMINN kemur á hvert sveitaheimlli og þúsundir kaupstaðaheimila.enda gefinn út í mjög stóru upplagi. Hann er þvi GOTT AUGLÝS- INGABLAÐ. Þeir, sem ekki hafa reynt það, œttu að spyrja hína, er reynt hafa. IÍMINN Lindargötu 9A, síml 2323 og 2353 < n-.n,-r- ■ - ■ r ■ Vtjja Síc (vsiif Skúlagötu) Sönghallarundrin (“Phantom of the Opera") Hin stórfenglega „óperu“-söng- mynd I eðlilegum litum — sýnd aftur eftir ósk margra. Nelson Eddy. Susanna Foster Claude Rains Bönnuð bömum yngri en 14 ara. Sýnd kl. 5, 7 og 9. “Tjatwatbíc IJiiaðsómar (A Song to Remember) Paul Muni Merle Oberon Cornel Wilde Sýnd ki. 7 og 9. Draugurinn glottir (The Smiling Ghost) Spennandi og gamansöm lög- reglusaga. Brenda Marshall Wayne Morris Alexis Smith Sýnd kl. 5. Bönnuð innan 12 óra. Sala hefst kl. 11. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR: „1 ondeleyo" Leikrit í 3 þáttum. Sýning á miðvikudag kl. 8 síðdegis. Aðgöngumiðasala í Iðnó frá kl. 3 í dag. — Sími 3191. Ath. Aðgöngumiða er hægt að panta í síma (3191) kl. 1— 2 og eftir 4. söludaginn. Pantanir skulu sækjast fyrir kl. 6 sama dag. SKIPAUTCERÐ ni'.yi.-n ' „Sverrir” Aukaferð til Sands, Ólafsvík- ur, Grundarfjarðar og Stykkis- hólms. PYRINATE Hið nýja ameríska meðal, sem eyðir lúsum og nitum þeira á 15 mínútum, og er þó hættu- laust, líka börn. Fyrirsögn meðfylgir. 30 grömm (í tinbelg) kr. 6,10. Fílabeinskambur — 6,50. Sendum um land allt. Vörumóttaka í dag. Seyðisfjarðar Apótek. Jarðarför Guðmundar Hannessonar, fyrrv. prófessors, fer fram frá dómkirkjunni miðvikudaginn 9. október. kl. 2 síð'deg'is. Þeir, sem hafa hugsað sér að senda blóm eða blómsveig, eru vinsamlega beðnir að láta andvirði þeirra renna til Styrktarsjóðs ekkna og munaðarlausra barna íslenzkra lækna. Börn og tengdabörn hins látna. á Álafossi. Hann tók sig til og flutti beinin norður.“ „Hvernig komust þau í hans hendur?“ „Hann varðveitti þaú. Hann kom með líkvagn niður á bryggju, þegar beinin komu heim, og flutti þau með sér á Laufásveg 14, þar sem við skiptum um umbúðir og lögð- um þau í kistuna. Þetta var í yfirbyggðu anddyri og járnhurð fyrir, læst með lykli. Lykilinn geymdi hann.“ „Hvenær vissuð þér um norð- urförina?“ „Ég bjóst alls ekki við þessu. Ég frétti fyrst um hana á laug- ardagskvöldið. Þá vjir símað til mín að norðan. Þá var Sigurjón kominn norður. En þeir fyrir norðan hafa líklega vitað, að ekki var allt með felldu, svo að ekkert var gert. Annars lít ég svo á, að beinin hafi verið kom- in úr minni umsjá.“ „Er það rétt, að Sigurjón á Álafossi hafi kostað heimflutn- inginn?“ „Nei — ekki er nú hægt að segjá það. En hann bauðst til þess að leggja út peninga, sem honum verða sjálfsagt end- urgreiddir.“ „Þér vitið um silfurskjöldinn á kistunni. Hvaðan er hann kominn?“ „Sigurjón mun hafa fest hann á. Hann pantaði kistuna hjá Eyvindi.” HAUSTMARKAÐUR o Þórsgötu 1 við Óðinstorg l\ýtt trippa- o}»’ folaldakjöt, Gulrófur, lækkað verð, 80 kr. pokinn. SVIÐAHALSAR. Harðfiskur og riklingur, barinn I 5 kg. buntuni Hausskorin síld í 1/8. tn., KARTÖFLLR. Safnið vetrarforða. - Sendið tunnur. - Þaulvanir söltunarmenn annast söltun. Dragið ekki að gera innkaup! Sími 5664. Sími 5664.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.