Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						RITSTJÓRI:
ÞÓRARDíN  ÞÓRARIN8SON
ÍJTGEFANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKtTRINN
Simar 23SS og «71
PRENTSMIBJAN EDDA hJ.
RITSTJrtRASKRIPSTO FD H
EDr'JI   SI  Ui)" rítOMi 4 *
Slmar  235t  xt  4STJ
AFGREIBSLA  INNHKJM" •
OG AUG&Ý&ENGAfffi    «
EDDUHtJSl.  LL iHrgftti. \l r,
3iml 2323
30. árg.
Reykjavík, laugardaginn 30. nóv. 1946
221. blað
Frystihúsin geta ekki starf aö á
næsta ári að óbreyttum að-
stæðum
Ályktun aukafundar í Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna
Dagana 14.—16. þ. m. var haldinn aukafundur í Sölumiðstöð
Hraðfrystihúsanna. Á fundinum voru mættir um 50 fulltrúar
frá hinum ýmsu hraðfrystihúsum í Sölumiðstöðinni.
Á fundinum var rætt um ýmis mál, sem varða Sölumiðstöð-
ina innbyrðis, um afstöðu hraðfrystihúsanna til annarra fram-
leiðslugreina í sambandi við afurðasöluna, um óráðstafaðar
eftirstöðvar af þessa árs framleiðslu og um framleiðslu og sölu-
horfur á næsta ári.
Á fundinum var upplýst, að
þann 1. þ. m. voru í landinu
4000 smál. af hraðfrystum fiski
á vegum Sölumiðstöðvarinnar.
Nokkrum hluta af þessum fiski
hefir hegar verið ráðstafað og
ekki ástæða til að óttast um
sölumöguleika á þeim hlutan-
um, sem enn er óseldur. 4000
smál. eru um það bil 15% af
heildarframleiðslu ársins.
Eftirfarandi tillögur voru
samþykktar:
Verði ekkert verulegt magn af
væntanlegri framleiðslu frysti-
húsanna 1947 selt fyrirfram um
næstu áramót, en allt útlit fyrir
stórfellda hækkun hráefnis og
annars framleiðslukostnaðar,
ályktar aukafundur S. H. hald-
inn í Reykjavík 14.—16. nóvem-
ber 1946, að ekki séu skilyrði
fyrir hendi hjá frystihúsunum
að hefja framleiðslu á'næsta
ári, nema að tryggður sé eigi
lakari starfsgrundvöllur fyrir
framleiðslu þeirra en var í árs-
bvrjun 1946.
Fundurinn felur stjórn fé-
lagsins að vinna að því, að svo
geti orðið og neyta til þess allra
ráða, er hún telur nauðsynleg.
Ennfremur kýs fundurinn 3ja
manna nefnd, er starfi með
stjórn félagsins í þessum mál-
um.
Fundur S. H. samþykkir að
fara þess á leit við híinkana, að
frystihúsin fái lánað út á fram-
leiðslu ársins 1947 hæfileg
rekstrarlán og ekki minna, en
•% hluta af söluverði, eða ef sala
hefir ekki farið fram, þá af á-
ætluðu söluverði, svo að þau
geti þess vegna framleitt við-
stöðulaust. Fáist bankarnir ekki
til að lofa þessu verði leitað að-
stoðar ríkisvaldsins.
Aukafundur S. H. 15./11. 1946
samþykkir að heimila stjórn-
inni, ef hún telur það nauð-
synlegt, að leigja flutningaskip
til flutninga á framleiðslu fé-
lagsmanna.
Aukafundur S. H. haldinn í
Reykjavík-15./ll. 1946 samþykk-
ir að fela stjórninni að athuga
nákvæmlega tilboð, sem borizt
hefir frá Skoda-verksmiðjunum
í Prag, um byggingu á kæliskipi
til flutninga, á fljótum Mið-
Evrópu.
Fundurinn skorar á stjórn'S.
H. að gangast fyrir heildar-
samningum fyrir allt landið, við
Alþýðusamband íslands, um
vaktaskipti í hraðfrystihúsum
meðlima S. H.
Ari-afundur S. H. hinn 16./11.
1946 samþykkir að skora á Al-
þingi og fíkisstjórn að sjá um,
að frystihiísin fái nægileg lán
til nýbygginga, 'aukninga og
endurbóta, samkvæmt meðmæl-
um Nýbyggingarráðs, og það svo
snemma að framkvæmdir drag-
ist ekki að óþörfu.
Aukafundur' S. H. hinn 16.
nóvember 1946 skorar á ríkis-
stjórnina að breyta lögum um
gjaldeyrisverzlun þannig, að
hraðfrystihúsaeigendur fái um-
ráðarétt yfir þeim gjaldeyri, er
þeir afla.
Flokksþing Framsóknarmanna
Umræður um nefndarálit hefjast í dag
MISTOK HENRY FORDS
í gær voru mættir- um 300 fulltrúar
í dag kl. 2 síðdegis hefjast umræður á flokksþingi Framsókn-
armanna um nefndarálit og tillögur. f gær var ekki fullráðið,
hvaða mál verða tekin fyrst, en nefndarstörf hófust kl. 5 og
héldu áfram í gærkveldi. Einnig munu nefndir starfa fyrir hádegi
í dag, og munu þær reyna að ljúka þá störfum sínum.
ERLENDAR  FRÉTTIR
Umræður eru nú hafnar í
stjórnmálanefnd sameinuðu
þjóðanna um afvopnunartillög-
ur Molotoffs. Molotoff hefir nú
bætt vlð þeirri viðaukatillögu,
að sérstök n^fnd skuli hafa með
hendi eftirlit til tryggingar því,
að afvopnunarsamþykktum sé
framfylgt. Bretar hafa lýst sig
samþykka tillögum Molotoffs í
aðalatriðum.
Utanríkisráðherrafundurinn
hefir einkum rætt um Dónár-
málin siðan samkomulag náð-
ist um Triestemálið. Llklegt þyk-
ir, að samkomulag hafi náðst
um, að sérstök ráðstefna v«rði
haldin um Dónármálin.
Stjórn Bidaults baðst lausn-
ar, þegar nýja þingið kom sam-
an til fundar 1 fyrradag.
Sjómenn mótmæla
gjaldeyriseyðslunni
Á stjórnarfundi Farmanna- og
fiskimannasambands íslands,
sem haldinn var 17. þ. m., var
eftirfarandi tillaga samþykkt:
„Stjórn Farmanna- og fiski-
mannasambands íslands skorar
á hæstvirta ríkisstjórn íslands,
að gera hið bráðasta ráðstafanir
til þess, að strangt eftirlit sé
haft með útflutningi varnings
úr landi, sem er af erlendum
uppruna og keyptur fyrir doll-
ara.
Má þar tilnefna tóbaksvörur,
silkivarning og alls konar vefn-
aðarvöru.
Það er, að áliti st/^rnar F.F.
S.í. engu síður nauðsynlegt að
eftirlit sé haft með útflutningi
varnings, en innflutningi.
Stjórn sambandsins leyfir sér
að átelja það stjórnleysi sem
lýsir sér í því, að sala áður-
nefnds varnings skuli eiga sér
stað, takmarkalaust til hvers,
sem hafa vill, og honum svo
smyglað út úr landinu, oft und^
ir fölsku yfirskyni gjafapakka.
Það er vitað, að erlendir menn,
sem dvelja hér á landi við ým-
isleg störf, yfirfæra á þennan
hátt laun sín, langt fram yfir
það, sem leyfilegt er."
Ameríski bílakóngurinn Henry Ford hafði á sinum tíma meiri trú á loft-
förum en flugvélum. Til að sanna trú sína í verki, reisti hann móttöku-
turn fyrir loftskip. Xurn þessi var ekkert smásmíði, því að hann var 224
feta hár og vóg um 125 smál. Verk. þetta reyndist hins vegar unnið fyrir
gfg, því að aðeins eitt loftfar hefir Ient við turninn. Fyrir nokkru síðan
var ákveðið að rífa hann og var meðfylgjandi mynd tekin, þegar turninn
var felldur til jarðar. Viðstaddir voru um 3000 áhorfendur og var Henry
Ford einn þeirra.
Nokkur ný mænuveik-
istilfelli í Reykjavík
Nokkur ný mænuveikitilfelli
hafa bætzt við hér í bænum í
þessari viku, en enginn hefir
látizt af veikinni frá því til-
kynning héraðslæknis var gefin
út.
Samkvæmt uppjýsingum, sem
blaðið fékk hjá héraðslækni i
gær, leggst veikin nokkuð mis-
jafnlega þungt á fólk og vísast
til fyrri aðvarana héraðslæknis
um varúðarreglur og varnir
gegn veikinni.
Reisir ríkið landshöfn og fisk-
iðjuver í Höfn í Hornafirði?
Frv. frá þingmönnum Austfirðinga
Þrír þingmenn Austfirðinga í efri deild, Ásmundur Sigurðsson,
Páll Zóphóníasson og Lárus Jóhannesson, hafa nýlega lagt fram
frv. um landshöfn og fiskiðjuver ríkisins í Höfn í Hornafirði. Frv.
er stutt af öðrum þingmönnum Austfirðinga, en samkomulag var
um að leggja það fram í efri deild.
Aðalefni frv. er:            X
Ríkissjóður lætur gera á sinn
kostnað hafnarmannvirki i
Höfn í Hornafirði. Skulu tak-
mörk hafnarinnar ákveðin i
reglugerð.
Ráðherra ákveður gerð og
fyrirkomulag hafnarinnar 1
samráði við vitamálastjora.
Til hafnarmannvirkja teljast:
Hafnargarðar, hafskipa- og
bátabryggjur, verbúðir, dýpkan-
ir, uppfyllingar, dráttarbrautir,
vélar o. fl., sem nauðsynlegt má
teljast við byggingu og rekstur
hafnarinnar.
Til greiðslu kostnaðar hafn-
armannvirkja er ríkisstjórninni
heimilt að taka lán fyrir hönd
ríkissjóðs, allt að 2 milj. kr., er
AÐALFUNDUR
stjórnar S. U. F.
Aðalfundur stjórnar Sam-
bands ungra Framsóknarmanna
hefst að Hótel Borg í dag kl. 10
f. h. Stjórnarmenn sambandsins
eru nær allir staddir hér í bæn-
um í sambandi við Flokksþing
Framsóknarmanna.
Eftir að fundurinn hefir verið
settur í dag, mun Jóhannes El-
íasson, formaður sambandsins,
flytja skýrslu framkvæmda-
stjórnarinnar. Að ræðu for-
manns lokinn verður kosið í
nefndir. Fundurinn í dag mun
standa frá kl. 10—12. Aðalfund-
inum mun ekki ljúka fyrr en á
þriðjudag.
í stjórn S. U. F. eiga sæti einn
fulltrúi úr hverju kjördæmi
landsins, auk fimm manna
framkvæmdastjórnar í Reykja-
vík.
sjóði. Skal miða hafnargjöld á
hverjum tíma, eftir því sem
fært þykir, við það, að tekjur
hafnarinnar nægi til þess að
greiða vexti og afborganir af %
hlutum stofnkostnaðarins auk
árlegs rekstrarkostnaðar.
Þá skal og ríkisstjórnin láta
reisa í Höfn í Hornafirði fisk-
iðjuvjr, er fullnægi væntanlegri
þörf bátaflotans. Skulu afköst og
vinnutæki vera allt að því er
hér segir:
Hr/.ðfryr.tihús er hraðfrystir
30 tonn af flökum, og niður-
suðuverksmiðja, er getur soðið
niður 10 tonn, hvort tveggja
miðað við 8 tíma vinnslu. Þá
skulu og í fiskiðjuverinu vera
fiskimjölsverksmiðja og lifrar-
vinnslustöð, er nægi til að vinna
úr öllum fiskúrgangi og lifur,
er til fellst. Ennfremur skal í
fiskiðjuverinu vera aðstaða til
að salta allan þann fisk, sem
vinnslustöðvarhar geta ekki
unnið úr, þegar mikið berst að.
Til þess að standast kostnað
við byggingu þessa fiskiðjuvers
er ríkisstjórninni heimilt að
taka lán fyrir hönd ríkissjóðs,
allt að 4 milj. fcr.
Aðalfundur Þjóðvarn-
arfélagsins -
Þjóðvarnarfélagið hélt fram-
haldsaðalfund sinn s.l. þriðju-
dag, en félagið var, sem kunn-
ugt er, stofnað þegar flugvall-
arsamningurinn var á döfinni í
haust og er markmið þess að
vinna að verndun íslenzkra
landsréttinda og efla þjóðlega
^amheldni.
Hákon Bjarnason, fráfarandi
formaður, skýrði frá störfum fé-
lagsiss frá stofnun ]/ess, en það
hefir gefið út 3 tbl. af blaðinu
^jóðvörn. Var 1. tbl. gefið út í
10 þús. eintökum og er nú upp-
^elt. Þá gekkst Þjóðvarnarfé-
'agið einnig fyrir útifundi, á-
¦amt alþýðusambandinu, til þess
að krefjast þjóðaratkvæða-
greiðslu um flugvallarsamning-
inn við Bandaríkin.
Nokkrar breytingar voru gerð-
ar á lögum félagsins og var bætt
inn í þau langri gr. sem fjallar
um að treysta grundvöll íslenzka
lýðveldisins með því að vinna á
móti óhollum áhrifum herset-
unnar og gegn hvers konar
spillingu innanlands í fjármál-
um og stjórnmálum, og efla
þegnskap landsmanna gagnvart
föðurlandinu.
Á aðalfundinum baðst fráfar-
andi formaður, Hákon Bjarna-
son, undan endurkosningu og
var sr. Sigurbjörn Einarsson
kosinn formaður.
í stjórn félagsins voru kosnir:
Sr. Sigurbjörn Einarsson, for-
maður, Hákon Bjarnason, Aðal-
björg S:\;urðardóttir, Sigriður
Eiríksdóttir, GIsli Indriðason,
Jón Jóhannesson og Jakob Sig-
urðsson.
Stúlkur eiga ekki að
dansa við drukkna
D Fundir flokksþingsins hófust
kl. 10 f. h. I gær og var Jörund-
ur Brynjólfsson alþm. þá fund-
arstjóri. Á þessum fundi flutti
Eysteinn Jónsson, erindi um
flokksstarfið frá seinasta flokks-
þingi og úrslit seinustu kosn-
inga. Að loknu erindi hans var
matarhlé.
Fundur hófst aftur kl. 2 e. h.
og flutti Eysteinn Jónsson þá
erindi um blaðamál flokksins.
Að lokinn ræðu hans urðu um-
ræður og tóku margir til máls.
Kl. 5 í gær hófust nefndar-
störf, eins og áður er sagt, og
héldu þau áfram í gærkvöldi.
Reynt verður að ljúka þeim
fyrir hádegi í dag.
Þingfundur hefst svo kl. 2
e. h. og verður hann haldinn í
samkomusal Mjólkurstöðvar-
innar. Hann mun standa til kl.
6 og verða rædd þar álit nefnda
og tillögur.
Á morgun hefst fundur kl. 2
og verður hann í samkomusal
Mjólkurstöðvarinnar. Þar verð-
ur haldið áfram umræðum um
nefndarálit og tillögur.
Á mánudaginn verða fundir
að Hótel Borg kl. 10—12 f h. og
kl. 1.30—6 e. h. Á þessum fund-
um fara fram kosningar og um-
ræður um nefndarálit. Um
kvöldið verður fundur í Breið-
firðingabúð.
menn
Stúlkurnar úr Kvennaskól-
anum við Fríkirkjuveg hafa gert
með sér samþykkt um að neita
að dansa við drukkna menn og
þær skora á allar ungar stúlkur
að taka upp þennan sið. Sam-
þykkt stúlknanna var á þessa
leið:
„SJsolafundur     námsmeyja
Kvennaskólans í Reykjavík er
haldinn var þann 15. nóvember
1946, beinir þeirri áskorun til
allrar skólaæsku I landinu, að
vínveitingar verði ekki leyfðar á
skólasamkomum.
Ennfremur lýsa þær yfir, að
þær munu neita að dansa við
drukkna menn, og mælast til,
að allar stúlkur taki upp þann
sið."
Ófærð á Hellisheiði
í fyrrinótt stöðvaðist umferð
um Hellisheiði vegna snjóa.
Mjólkurbílar lentu í erfiðleik-
um á leiðinni suður í gærmorg-
un og töfðust, þannig að þeir
fyrstu komust ekki til bæjarins
fyrr en á hádegi. Úr því var leið-
in fær bílum í gær og verður það
svo ffamarlega sem ekki snjóar.
Mænuveiki í Mýrdal
Fyrir skömmu kom upp
mænuveiki í Mýrdal.
Veiktist sonur bóndans á
á Ketilsstöðum mjög hastarlega
Varð hann snögglega veikur og
lagðist sóttin svo þungt á hann
að hann mun allur hafa lam-
ast, og lézt hann skömmu síðar.
Ekki hefir enn vitnazt um fleiri
tilfelli í MýrdaL
Afmælishátfð.
Á þriðjudaginn hefst fundur
kl. 10 og verður hann að Hótel
Borg. Ætlunin er að ljúka þá
störf>>m þingsins, en jam kvöldið
verður haldið skilnaðarhóf að
Hótel Borg og verður þar sér-
staklega minnzt afmælis flokks-
ins.
Þeir floisksmenn, sem ekki eru
fulltj?uar, en vilja sækja þessa
samkpmu, þurfa að panta að-
göng/amiða og gera það sem allra
fyrst. Afgreiðsla Tímans tekur
á móti pöntunum.
Tala fulltrúa.
í gær komu allmargir fulltrú-
ar til bæjarins og mun fulltrúa-
talan nú komin yfir 300. Enn er
von nokkurra fulltrúa til við-
bótar. Vitað er þó um nokkra
fulltrúa, er tepptust vegna veð-
urlags á seinustu stundu.
Hlutavelta K. S. V. í.
Hin góðkunna, árlega hluta-
velta Kvennadeildar Slysa-
varnafélays íslands í Reykjavík
verður haldin næstkomandi
sunnudag, — 1. desember.
Allir munu skilja, að með
hlutaveltu þessari er verið að
vinna að þýðingarmiklu mann-
úðarmálefni, of ef að líkum læt-
ur munu þeir sjálfsagt verða
margir, sem leggja sinn skerf
því til styrktar.
Konur úr deildinni munu fara
um bæinn og safna munum og
öðru á hlutaveltuna og mun
þeim vafalaust verða gott til
fanga.
Öllum landsmönnum er áreið-
anlega kunnugt, hve ómetanlegt
gagn slysavarnahreyfingin hér
á landi sem annars staðar hefir
unnið, og vonandi mun hún ekki
mæta minni skilningi og stuðn-
ingi í framtíðinni en hingað til.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4