Tíminn - 29.01.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.01.1947, Blaðsíða 3
19. blað TtMINiy, mlgvikMdaglnn 39. jaiiiiar 1947 3 DANARMIMING: Sigurður Jónsson frá Hlíð á Langanesi Hann var fæddur í Hlíð á Langanesi 7. ágúst 1890. For- eldrar: Jón Sigurðsson bóndi í Hlíð og kona hans, Matthildur Illugadóttir. Var móðurætt Sig- urðar af Langanesi, og afi hans og langafi bændur í Hlíð. En föðurættin var úr Mývatnssveit og Bárðardal, og Jón faðir hans oftast kenndur við dalinn, en hann fluttist austur með for- eldrum sínum og systkinum nokkru fyrir 1890. — Sigurður stundaði nám í Hólaskóla um tvítugsaldur og fór siðan í kennaraskólann, en varð að hætta þar námi sakir lasleika. Stundaði hann síðan lengi bú- skap í Hlíð með föður sínum, og þar átti hann heima mestan hluta ævi sinnar. — Árið 1938 kvæntist hann Ingibjörgu Erl- ingsdóttur frá Sólheimum i Mýrdal, og er hún á lífi ásamt syni þeirra sex ára gómlum. Fyrir fimm árum fluttust þau til Reykjavíkur, en Jón faðir Sigurðar brá þá einnig búi og fluttist suður til dóttur sinnar, Hólmfríðar, kennara við Miðbæj arskólann í Reykjavík. Þriðja systkinið, Aðalbjörg Rósa, á einnig heima í Reykjavík. Jón er nú korninn hátt á áttræðisaldur, en kona hans löngu látin. Sigurður hafði mikið yndi af hljómlist og varð mjög vel að sér í henni. Orgelleik stundaði hann m. a. hjá Sigfúsi Einars- syni og Páli ísólfssyni. Hann var í mörg ár organisti í Sauðanes- kirkju, og kenndi mörgu ungu fólki að leika á orgel. Þegar hann sat við hljóðfærið, var auð- sætt, að tónarnir tóku hug hans allan. Annað, sem Sigurður hafði mikla ánægju af, var barna- og unglingafræðsla. Stundaði hann oft kennslu á vetrum í sveit sinni, en vann þá að búskapnum á sumrin. Lagði hann sig mjög fram við kennsluna og hafði mikinn áhuga á að afla sér sem mestrar þekkingar. Þó að ald- ursmunur okkar væri allmikill, fannst mér hann alltaf ungur enda þött erfiðisvinna og á- hyggjur lífsins iétu hann ekki ósnortinij fremur en aðra. Hann undi sér vel í félagsskap þeirra, er yngri voru en/hann, enda um skeið einn af forustumönn- um í félagsskap unga fólksins í sveitinni. En flestum eða öllum held ég að hafi verið hlýtt til hans, eldri sem yngri. Ekki var hann fríðleiksmaður öðrum fremur. En mildin i andlits- dráttum hans og gleðin í brosi hans gerðu hann fallegan. Hann hafði „góðan mann að geyma.“ Þó að Sigurður yrði ekki gam- all maður, liggur eftir hann gott og þakkarvert starf, bæði við bú skap og framkvæmdir heima í Hlíð og í menningarmálum sveitar sinnar/ Einnig hér í Reykjavík vann hann af mikilli elju fyrir heimili sínu og fram- tíð þess. Síðustu mánuðirnir, sem Sig- urður lifði, urðu honum mæðu- samir. í haust sem leið, hlaut hann meiðsl í bifreiðarslysi og auðnaðist ekki að fá bata af því áfalli. En í þetta sinn var ekki ein báran stök. Skömmu fyrir hátíðarnar varð litli drengur- inn, sonur þeirra hjóna, einnig fyrir bílslysi, og lá lengi milli heims og helju. Heilsu drengs- ins var þó snúið á betra veg áður en faðir hans lézt. En góðvinar mins og sveiv,- unga, sem í dag verður til hvíld- ar borinn, vil ég minnast með hinu fornkveðna úr Sólarljóð- um: „Hér vit skiljumk og hittask munum á feginsdegi fíra, Dróttinn minn gefi dauðum ró, hinum líkn, er lifa.“ G. G. ALICE T. HOBART: Yang og yin en hjúskaparbrot — sé syndin gegn forfeðrunum, vanrækslan gegn öndum hinna dánu. Krafan um fæöingar og fleiiú fæðingar var mikilvægasta krafan, sem skyldan bauö fólkinu að gegna. Það hafði ekkert frétzt af ungfrú Dyer í margar vikur og fólkið í trúboðsstöðinni var farið að óttast um það, að hún hefði orðið sýkinni að bráð. En einn daginn komu tveir af krökkum Bergers- hjónanna hlaupandi inn í garðinn. „Ungfrú Dyer er komin! Ungfrú Dyer er komin!“ hrópuðu þau hástöfum. Peter kom út úr sjúkrahúsinu í lækniskyrtli sínum. Diana kom út með Serenu t handleggnum og Bergersfólkið kom úr þriðju áttinni. Og það bar ekki á öðru: Ungfrú Dyer kom siglandi gegnum hliðið í burð- arstóli sínum, teinrétt og hörð á svipinn eins, .og hermaður, sem kemur heim að unnu stríði. Þau flykktust öll utan um hana, þegar hún stejg niður úr burðarstólnum, horuð og toginleit. En skap hennar var óbreytt. „Þið látið eins og ég hafi aldrei farið út fyrir borgarmúrana fyrr!“ sagði hún önuglega. Hvað fyrir hana hafði komið þessar vikur, fékk aldrei neinn að vita. Þótt ógnirnar væru afstaðnar, voru trúboðarnir ekki búnir að bíta úr nálinn með eítirköstin. Taugarnar voru stríðþandar, og lítilfjörlegur ágreiningur um einhvern hégóma vakti auðveldlega úlfúð og tortryggni meðal þeirra, sem áttu að berjast hlið við hlið. Sérstaklega bitnaði þetta á Stellu. Hún var orðin beisk í lund á köflum, full af sjálfsásökunum — og stundum bitnuðu þær ásak- anir á öllu trúboðsfélaginu og starfsemi þess. Þá kom jafnvel fyrir, að hún neitaði algerlega rétti trúboðanna til þes að setja sig á háan hest gagnvart Kínverjum og skoðunum þeirra. „Hvers vegna er guðsmynd okkar háleitari en þeirra?“ spurði hún. Ungfrú Dyer fannst svona tal hreint og beint guðlast, og jafnvel Berger fannst það mjög varhugavert. Peter skipti sér ekki af þessu, enda var hann kominn að niðurlotum af langvarandi ofþreytu. En orðrómurinn um guðleysi Stellu flaug frá einu heim- ilinu til annars — frá einni trúboðsstöðinni til annarrar. Díana var í rauninni í öðrum heimi. Hún var orðin þunguð í annað sinn, og hún hugsaði vart um annað en hið nýja lí^, sem var að vakna í skauti hennar. Barnið brauzt um og sparkaði í hinu þrönga fangelsi sínu — hún vissi, að hún myndi fæða táp- mikinn son. Hún þekkti hann löngu áður en hann leit dagsins ljós. Hún hló með honum og grét með honum. Hún naut ekki hinnar sömu værðar og þegar hún var vanfær í fyrra skiptið, en hún var eitt með þessu nýja barni sínu, og hún fann, að ekkert afl í heiminum myndi nokkru sinni geta skilið hana frá því. XXV. VETURINN var liðinn. Sáðkornið spíraði í moldinni, og nýtt líf kviknaði í kviði kvenna. Vestræn lífsviðhorf höfðu lengi verið boðuð hinum austrænu mönnum, en lítinn hljóm grunn fundið. Nú var eins og öll frækorn, sem sáð hafði verið, vöknuðu skyndilega til lífsins. x Kínaveldi hafði öld fram af öld verið sjálfu sér nóg. En nú var hiö mikla þjóðfélag þungað — það gekk með ávöxt kristindómsins, eins og það hafði fyrir tvö þúsund árum gengið með ávöxt Búddhatrúarinnar. Hinar voldugu kenningar Búddha höfðu á sínum tíma frjóvgað siðfræðikerfi Konfúsíusar og lyft Kínverjum til hárrar menningar. Þegar þessir tveir menningarstraumar mættust, urðu til nýjar hugsanir, nýjar uppgötvanir voru gerðar og myndlist og skáldskapur blómgaðist. En þegar aldir liöu, féll straumurinn í fastan farveg, allt var fellt í vanaskorður, hinir ytri siðir í heiðri haldnir, en frjósemi andans var þorrin. En nú kom kristinlómurinn og vó miskunnar- laust að hinum stirðnuðu formum og blés nýju lífi í kulnaðar glæðurnar. Jón gaman af að ræða. við karl- ana. Um kvöldið gekk Jón á ís yfir Gilsfjörð og gisti i Saur- bænum. Næsta dag hélt hann áfram ferðinni; kom við í Páls- seli í Laxárdal, en þar var þá faöir hans, og hélt svo þaðan yfir Laxárdalsheiði til Borðeyr- ar. Eftir að hafa staðið þar við um stund og lokið erindinu, hélt Jón til baka og gisti í Pálsseli næstu nótt. Þriðja daginn fór hann þaðan í einum áfanga til ísafjarðar. Hann fékk 50 krónur fyrir ferðina, og var það mikið fé í þá daga. En auk þess bauð skipstjóri honum frítt far með skipinu til Borðeyrar. Það gat Jón þó ekki notað sér, því að Björn félagi hans var ekki ferð- búinn þegar skipið fór fra ísa- firði, og Jón vildi ekki slíta fé- :agsskap við hann. Skipið komst skömmu síðar með vörurnar til Borðeyrar og komu þær í góðar þarfir. Útilega á Tvídægru. Vor eitt um krossmessuleytiö nokljú'u eftir 1890 var Jón fyrir sunnan; hafði farið suður um veturinn til sjóróðra, sem oftar. í Reykjavík hitti hann Guð- mund Sigurðsson frá Svertings- stöðum í Miðfirði. Guðrr.undur var þá innan við tvítugt. Ilann hafði verið í Flensborgarskóla um veturinn og róið uin tirna fyrir sunnan eftir að skólanum var slitið. Þeim Jóni og Guð- mundi kom saman um aó veröa sam^erða norður. Áður en þeir iögðu af stað í ferðina hitf.i mað- ur nokkur, Brynjólfur að nafni, Jón að máli og bað han>> að leyfa unglingspilti að verða þeim samferða norður. Var þac auðsótt. Piltur þessi hafði róið iriá -Brynjólfi um veturinn. Hann hét Þorsteinn Jónsson, og varð síðar bóndi í Gröf á Vatns- nesi. Brynjólfur þessi átti heiuia í Skuggahverfinu í Reykjavík. Hann bauð þeim Jóni og Guð- mundi heim til sín til kaffi- drykkju. Af tilviljun höfðu þeir feröa- félagarnir einn hest með sér og fluttu farangur sinn á honum Þeir fóru úr Reykjavík sem leið liggur upp Mosfellssveit og komu við á Mógilsá. Jón var kunnugur á þeim bæ, og þágu þeir þar góðgerðir. Þar bjó þá kona er Jóhanna hét, hálfsystir séra Magnúsar á Gilsbakka. Þaðan héldu þeir yfir Svína- skarð, um Kjós í Hvalfjarðar- botn, yfir heiði og komu að Vatnshorni í Skorradal skömmu fyrir fótaferðartíma. Þar bjó þá Björn Eyvindsson, faðir Bjarnar í Grafarholti, fyrrum alþingis- manns. Ferðamennirnir fengu þar góðar viðtökur og sváfu þar fram til hádegis. Fóru þaðan yfir í Lundarreykjadal og komu að Lundi. Þar var þá séra Ól- afur, síðar prestur að Hjarðar- holti í Dölum. Var prestur sjálf- ur að þekja flag með húskörl- um sínum. Frá Lundi fóru þeir yfir i Flókadal, og komu þar að bæ einum um miðaftansleytið. Vallargarður var þar lágur, og sagði einhver þeirra, að þeir skyldu bara teyma hestinn yfir garðinn og beint heim túnið, í stað þess að leita að heimreið- inni. Þegar þeir komu inn fyrir garðinn, sáu þeir bóndann, sem var roskinn maður, standa á garði þar skammt frá, við fjós- tóftina. Ávarpaöi hann komu- menn á þessa leið: „Það er ekki siðlegt piltar mínir, að fara yfir túnið. Gatan heim að bænum er hér rétt hjá.“ Hann fékk það svar, að þúfurnar hans myndi ekki saka, þó að yfir þær væri gengið, en jörð var þá lítið farin að gróa. Karl glotti við og bauð þeim til bæjar; sagði hann, að réttast væri fyrir þá að vera hjá sér í nótt. Kom þeim saman um að þiggja það boð bónda. Þetta var aö Hæli i Flókadal, og hét bóndinn Þórður. Þeir fóru í bæ- inn með Þórði og heilsuðu hús- freyju. Jón spurði hana að nafni. „Ykkur mun ekki þykja nafn mitt fallegt", sagði hún, „ég heiti Ljótunn“. „Ég kann visu um einhverja Ljótunni," mælti Jón, „en ekki veit ég, hvort hún hefir verið orkt um þig eða aðra með sama nafni. En vísan er svona: Aldrei verður Ljótunn ljót, ljótt þó nafnið beri. Ber af öllum snótum snót, snótin blessuð veri.“ Þeir ferðamennirnir voru Hæli um nóttina í góðu yfirlæti, en enga borgun vildi Þórður taka fyrir næturgreiðann. Kvaðst hann hafa boðið þeim gistingu, en auk þess mættu þeir Borgfirðingar gjarnan launa Norðlendingum góðan beina er þeir veittu réttamönn- um á haustin. Jón og félagar hans fóru snemma morguns frá Hæli Þeir komu að Fljótstungu og \ (Framhald á 4. siöu) KAUPFÉLÖG — BUNAÐARFELÖG! Áríðandi að pantanir í sáðvörur berist oss eigi síðar en 30. febrúar næstkonr amli. Samband ísl. samvinnuf élaga O o o o O o O o o <» o O O o o O 1 Þakka innilega auðsýnda samúð og hluttckningu, við andlát og jarðarför systur minnar, Sigríður ltnnólfsdóttur. Fyrir hönd ættingja. GUÐRÚN RUNÓLFSDÓTTIR, FOSSI. > Ollum þeim sveitungum minum, sem á síðastliðnu ári hafa á einn eða annan hátt veitt mér og minu heimili hjálp og aðstoð í fjarveru minni og veikindum, vil ég votta mínar hjartanlegustu þakkir og bið þeim allra heilla og blessunar. Þrúðardal, 7. jan. 1947. GUÐM. ANDRÉSSON. Tónlistarsýningin ER OFIN DAGLEGA FRÁ KL. 13.30- 33.00. Starfsstúlku vantar á Kleppsspítalann og einnig vökn- konu, sena Jiarf að geta séð sér fyrir hiis- næði. — (Jpyklýsingar í sima 3319. Bók, sem mun vekja geysi- mikla athygli Álit hagfræðínganefndar eftir hagfræðingana Gylfa Þ. Gíslason, Jónas Haraldz, Klemens Tryggvason og * Olaf Blörnsson er komin í bókabúðir. Timann vantar tflílnnanlega börn U1 aS bera blaðlð út tll kaupenda riSs vegar um bælnn. HeltlS er á stuSnlngsmenn blaðslns, &5 bregðast vel við og reyna að aðíitoða eftlr megnl viS aS útvega ungllnga tU þessa Btaría. HVAÐ ER MALTKO? Vimilð ötullega \fyrir Timann. IHSMEDIR! « Chemta-vanillutöflur eru ó- TviSJafnanlegur bragðbaetlr í :súpur, grauta, búSinga og alls konar kaíflbrauö. Ein vanillu- itafla Jafnglldir hálfrl vanillu- isctöng. — Fást i öllum matvöru- verzlunum. ruznm w Ai xixtzxsxxixmu:u::::mxitiuximmæxœ} Útðbreiðlð Timann!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.