Tíminn - 14.11.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.11.1947, Blaðsíða 3
208. blað TÍMINN, föstudaginn 14. nóv. 1947 3 Magnús bankastjóri agnus Landsbankastjóri Magnús Sigurðsson banka- stjóri var fæddur í Reykja- vík 14. júní 1880. Hann and- aðist hinn 27. október s. 1. suður í Genua á Ítalíu. Foreldrar hans voru Sig- urður Magnússon, kaupmað- ur í- Bráðræði í Reykj avík og kona hans, Bergljót Árna- dóttir, bónda á Bakka í Hólmi í Skagafirði. Hann gekk ungur í Latínu- skólann í Reykjavík. Lauk stúdentsprófi 29. júní 1901. Sigldi til háskólans í Kaup- mannahöfn, og lauk þar em- bættisprófi í lögfræði 14. júní 1906. — Árið 1909 giftist hann Ástríði Stephensen, dóttur Magnúsar Stephensens lands höfðingja, en hún dó 25. apríl 1933. Eignuðust þau Magnús og frú Ástríður 9 börn, 6 dætur og 3. syni. Ein þeirra, Ásta, dó 1941. Hin lifa öll og eru þessi: Elín, gift Guðm. Ólafs, lögfræðingi Útvegs- bankans í Reykjavík. Magnús Vignir, sendiráðsfulltr,. giftur Andrey f. Wellby. Bergljót, tannlæknir, gift F. Smith, tannlækni. María, gift Sverri Briem, stórkaupm. í Reykja- vik. Ragna, gift J. Rönning, framkv.stj. í Reykjavík.. Sig- urður, lyfjafr. í Reykjavík, giftur Huldu K. Larsen og Jón, gjaldkeri í Reykjavík, giftur Dóru Guðmundsdóttur. — Systkini hans voru, Guð- rún, dáin fyrir nokkrum ár- um, Ingibjörg, kennslukona, Reykjavík, Jón, prófessor og yfirlæknir, Reykjavík.' Magnús Sigurðsson giftist í annað sinn 11. maí 1935, Margréti Stefánsdóttur frá Stóra-Knarrarnesi á Vatns- leysuströnd. Frá því að Magnús Sigurðs- son kom heim að loknu námi og embættisprófi í Kaup- mannahöfn, og fram til þess tíma, að hann varð banka- stjóri í Landsbankanum 1917, gengdi hann ýmsum lög- fræðilegum störfum. Var málaflutningsmaður við yfir- réttinn í Reykjavík, settur sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu og bæjarfógeti í Hafnarfirði og jafnframt fyrsti bæjarstjóri í Hafnar- firði. Setudómari á ýmsum stöðum, svo sem Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og Vest- mannaeyjum. Sat í rann- sóknarnefnd Landsbankans 1909 og ýmsum öðrum nefnd- um. Eftir að hann varð banka- stjóri, átti hann mikinn þátt í stofnun og störfum ýmsra merkra stofnana. Formaður í fyrstu Landspítalanefndinni. Formaður fyrir Byggingar- sjóði verkamanna frá 1930 til dauðadags. Einn af stofnend- um Fiskifélags íslands, og átti jafnan sæti á þingum þess. Meðal stofnenda Slysavarna- félags íslands, og sat lengst af í stjórn þess og einn af stofnendum og formaður Sölusambands ísl. fiskfram- leiðenda frá upphafi, auk fjölda annarra starfa, sem ékki er rúm til að ræða nánar úm hér. Þegar litið er yfir ævistarf Magnúsar Sigurðssonar b^nkastjóra, skiptist það í tvo megin þætti. Annars veg- ar bankastjórastarfið og hins vegar störf hans við svo að segja alla meiriháttar samn- ingá, varðandi fjárhagsmál,' sem gerðir hafa verið við aðr- ar þjóðir fyrir íslands hönd, á síðustu tveimur til þremur áratugum. Með komu Magnúsar Sig- urðssonar í Landsbankann hófst nýr kapítuli í sögu bankans, og í rauninni að miklu leyti í öllu fjármála- og atvinnulífi þjóðarinnar. Um líkt leyti voru líka ýmsir nýir straumar að brjótast fram í landinu, og nýir kraft- ar að leysast úr læðingi. Hin aldagömlu pólitísku og fjár- hagslegu bönd við Dani voru að rofna. Ný sterk hreyfing í innanlandsmálunum var að mótast, en nokkrir af fremstu forgöngumönnum þeirrar stefnu, höfðu komið auga á Magnús Sigurðsson, hrifust af glæsileik hans og gáfum, og fyrir atbeina þeirra tók hann sæti í stjórn Lands- bankans snemma árs 1917. Magnús Sigurðsson var þá á bezta aldri, ekki fertugur, en þó þegar með nokkra haldgóða og hagkvæma lífs- reynslu að baki sér. Prýðilega menntaður, gáfaður og gæddur miklu starfsþreki, og ákveðnum vilja til þess að láta mikið til sín taka í hinu nýja þýðingarmikla og virðu- lega embætti hans. Þegar Maghús Sigurðsson varð bankastjóri, var Lands- bankinn ekkert stórveldi. ís- landsbanki hafði starfað í rúman áratug. Hann var þá aðal seðlabankinn, og miklu stærri og áhrifameiri stofn- un í þjóðlífi íslendinga en Landsbankinn. En nýir tímar voru að renna upp. Atburða- röðin var ör. Taflstaðan breyttist ótrúlega fljótt. Landsbankinn óx ört undir handleiðslu hins nýja banka- stjóra. Með nýrri löggjöf fékk Landsbankinn ' seðlana, og brátt var hann orðinn höfuðbankinn. Allt fram til þess tíma, er Magnús Sigurðsson tók sæti' í stjórn Landsbankans, höfðu svo að segja öll bankavið- skipti íslendinga verið bund- in við Danmörku. íslands- banki var að miklu leyti stofnaður með dönsku fjár- magni, og var hann lengst af undir stjórn dansks bankastjóra. Yfirleitt var allt fjármálalíf og atvinnulíf landsmanna enn mjög háð dönskum áhrifum. Eitt af fyrstu og sögurík- ustu verkum Magnúsar Sig- urðssonar sem bankastjóra' og. áhrifamanns í fjármálum landsins, var að höggva á þessi bönd, sem allt of mikið minntu á hina gömlu og ill- ræmdu einokun og selstöðu- verzlun á fslandi, og opna hinn enska peningamarkað og stofna þar til nýrra og sterkari sambanda. Það leið skammur tími frá því, að Magnús Sigurðsson tók sæti í stjórn Landsbank- ans, þar til hann réði þar mestu. Enda þótt hann væri í eðli sínu varfærinn og gæt- inn maður, þá óx bankinn á tiltölulega stuttum tíma und- ir forustu hans úr lágum stilk í stóran stofn. Það leið heldur ekki á löngu, þar til hann var orð- inn svo samgróinn bankanum í meðvitund manna, að naumast var hægt að hugsa sér annan án hins, bankann án Magnúsar Sigurðssonar, eða hann án bankaris. Það eru ekki nema rúm 62 ár síðan Landsbankinn var stofnaður. Magnús Sigurðs- son var svo að segja réttum fimm árum eldri. Er hann féll frá, hafði bankinn notið forustu hans næstum helm- Magnús Sigurðsson Lands- bankastjóri hefir um þrjátíu ára skeið staðið fremstur í f j ármálaviðskiptum íslenzku þjóðarinnar út á við. í gegn- um margar kreppur og örð- ugleika var honum falið að semja um samningamál og viöskiptamál. Hann var alltaf tilbúinn, dró sig aldrei í hlé þegar á reyndi, gerði alltaf skyldu sína og heppnaðist oftast vel. En nú er starfinu lokið, hann er fallinn í valinn. Um Magnús Sigurðsson hefir oft staðið styr eins og við er að búast um mann í svo mikilli og áberandi stöðu í þjóðfélaginu, þar sem oft þarf að taka ákvarðanir, sem koma hart við marga. En svo átti hann líka þann eigin- leika í ríkum mæli að geta komiö málum fram með sér- stakri lagni og lipurð, sem var aðdáunarverð og sem oft leiddi erfið mál til góðra loka án átaka. Sem Landsbankastjóri reyndist hann samvinnu- hreyfingu þessa lands rétt- sýnn og hollur og hanu reyndist þá beztur, er mest reyndi á. Magnús Sigurðsson var eins og svo margir aðrir sam- settur af bæði hörku og mildi. Surnir töldu hann vera kald- iyndan og óbilgjarnan, en við sem þekktum hann vel viss- um, að með honum bjó mikil hlýja, mildi og kærleikur. Hann var sannur og trúr vinur vina sinna. Hann reyndist ætíð boðinn og bú- inn til að leggja sig fram til að afstýra óþægindum og veita hjálp, fyrirgreiðslu og huggun. ing starfstíma síns. Væri saga annars hvors rituð nú, Magnúsar eða bankans, yröi hún óhjákvæmilega saga hins um leið. Allt fram til allra síðustu tíma fylgdist Magnús Sig- urðsson mjög nákvæmlega með öllum rekstri bankans, allt til hins smæsta, inn á við sem út á við. Á síðustu árum kölluðu störfin út á við æ meira og meira á krafta hans. Ég, sem þessar línur rita, kom sem starfsmaður í bank- ann sama árið og Magnús Sigurðsson tók þar viö stjórn- artaumum. Ég var óslitið starfsmaður bankans undir stjórn Magnúsar Sigurðsson- ar í 18 ár. Lengst af þeim tíma sátu þar í stjórn með honum, L. Kaaber og Georg Ólafsson. Mér er ákaflega ljúft að minnast þessara heiðursmanna allra, minnast þeirra sem góðra húsbænda, sem samvizkusamra, heiðar- legra og. skyldurækinna emb- ættismanna og minnast þeirra með þakklæti fyrir mikið traust, er þeir jafnan sýndu mér, þann langa tíma, sem ég var starfsmaður Landsbankans undir stjórn þeirra, og reyndar jafnan síðan, meðan þeirra naut við og á reyndi. Nokkru eftir að ég fór úr bankanum í það starf, sem ég hefi'. síðan gegnt, innti Magnús Sigurðs- son oftar en einu sinni að því við mig, að ef ég vildi hverfa aftur til fyrri starfa hjá þeim, þá stæði það til boða, fyrir Hann hafði sérstakt lag á að umgangast menn. Þess vegha átti hann fjölda kunn- ingja og vina víða um lönd frá feröum sinum erlendis. Fundum mínum hefir borið saman við marga þessara manna og hefir það ætíð ver- ið ánægja að sjá hlýjuna í augum þeirra, þegar talið hefir borizt að Magnúsi Sig- urðssyni. Fyrir stuttu síðan vorum við saman í Kaupmannahöfn rétt áður en hann lagði af stað í síðustu ferð sína suður til Sviss og Ítalíu. Þá eins og oftast, var efst í huga hans og allt talið um velferð og framtíð þeirrar stofnunar, er hann hafði lagt alla lífs- krafta sína, Landsbanka ís~ lands. Nú er hann látinn. En óskir hans og vonir um góða framtíð fylgja áfram Lands- bankanum og hverju góðu máli, sem til framdráttar er íslenzkri framför og velmeg- un. Við fráfall Magnúsar Sig- urðssonar sér Landsbankinn á eftir elzta starfsmanni sín- um, sem heilan mannsaldur gaf honum krafta sína. Þjóðin sér á eftir góðum syni, trúum íslendingi, sem vildi íslandi og íslenzku þjóð- inni allt hið bezta. Margar stofnanir, sem hann var með til að stofna eða styrkti á einn eða annan hátt sakna vinar í stað. Og við vinir hans minn- umst hans með þakklæti. Þökkum, og óskum honum góðrar ferðar um þá heima, sem framundan eru. ekki lakari kjör en ég þá hafði. — Nú eru þessir góðu, samhentu menn allir horfnir. Horfnir úr bankanum, og horfnir fyrir fullt og allt yfir í hina miklu þögn hins ó- sýnilega. Ég get ekki að því gert, að ég á enn bágt með að átta mig á þessu, og ég sakna þeirra allra. Hinn meginþátturinn í ævistarfi Magnúsar Sigurðs- sonar, störf hans fyrir ríkið út á við, var ef til vill engu síður mikilsverður fyrir land- ið en bankastjórastörfin, og báru honum vitni sem af- burðamanni. Hann hafði um langt skeið, eða lengst af eftir að hann varð bankastjóri, verið aðal- ráöunautur allra ríkisstjórna, er setið hafa hér á landi á þessu tímabili, um allt, er laut að erlendum milliríkja- samningum varðandi fjármál og atvinnumál landsins. Hann átti sæti í og var oftast formaður flestra þeirra nefnda, er sendar hafa verið til samninga við aörar þjóöir um slík mál. Einnig átti hann sæti í flestum eða öllum meiriháttar nefndum, er störfuðu að svipuðum málum hér heima. Ein hin kunn- asta slíkra nefnda var hin svo nefnda tveggjamanna- nefnd. í henni sat M. S. meö enskum fjármálasérfræðingi, meðan sú nefnd starfaði, fyrrihluta hernámsáranna. — Eitt af meiriháttar afrek- um Magnúsar Sigurðssonar í (Framhald á 6. síðuj Vilhjálmur Þór.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.