Tíminn - 10.04.1949, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.04.1949, Blaðsíða 8
f9. *••• Sveit Árna M. Jóns- sönar vann Bridge- keppnina í áttundu umferð vann oveit Gunngeirs Péturssonar sveit Árna M. Jónssonar með 3J. stigi, Zóphónías Pétursson vann Hörð Þórðarson með 31 stigi, Haf narf j örður vann Ragnar Jóhannesson með 9 stigum, Selfoss vann Akranes með 19 stigum og Guðlaugur Guðmundsson vann Siglu- Ijörð með 20 stigum. I níundu og síðustu umferð ínni vann Árni sveit Zóphón- irsar með 22 stigum, Ragnar vann Gunngeir með 8 stig- rm, Hafnarfjörður vann .nkranes með 16 stigum, Guð- iaugur vann Selfoss með 8 stigum og Hörður vann Siglu íjörð með 23 stigum. Keppnin fór því þannig, að veit Árna M. varð hæst, í.iiaut 15 stig. 2.-3. urðu Gunngeir og Zóphónías með ,.v4. stig, 4. varð Ragnar með U stig, 5. varð Hörður með :.0 stig, 6. varð Guðlaugur með 8 stig, 7. varð Siglufjörð- ur með 7 stig, 8.—9. varð Sel- : oss og Hafnarfjörður með 4 .stig og 0. Akranes með 3 stig. dveitir Gunngeirs og Zóp- hóníasar munu nú í dag ;,pila 64 spil og sú sveitin, er í.igrar, mun heyja einvígi við .vveit Árna M. Jónssonar, og • erða þá spiluð 96 spil. Sú ;.veitin, sem sigrar í loka- Jieppninni, fer til Parísar á ;ivrópu-meistarakeppnina í Bridge, en hin sveitin fer til ,?æreyj a og spilar við beztu Bridge-spilara Pæreyinga. | ‘ -- -------------- ----- Heklukvikraynd sýnd í dag Ósvaldur Knudsen endur- 'eKur sýningu á Heklukvik- mynd sinni í Tjarnarbíó kl. .2 í dag. Ösvaldur sýndi myndina í Tjarnarbíó á sunnudaginn var og varð þá að neita mörg vm um aðgöngu. Sýningin er því endurtekin nú. Eins og áður hefir verið sagt, hefir myndataka þessi yfirleitt heppnast vel og hlotið ágæta dóma þeirra, ;.em hafa séð hana. Ferðir á Keflavíkur flugvöll um páskana Ferðaskrifstofa ríkisins gengst fyrir ferðum suður á Keflavíkurflugvöll í dag og auk þess munu flugfélögin bæði hafa millilandaflugvélar sínar í förum á milli flug- 'allanna. Suöur frá mun Perðaskrifstofan sjá fyrir leiðsögn um völlinn. Þá hefir ennfremur verið akveðið að gefa fólki kost á að sjá flugvöllinn síðar og gengst Ferðaskrifstofan fyrir hopferöum þangað um pásk- ana og einnig síðar ef þátt- caka fæst í slíkar ferðir. U tanríkisráðherra korainn heim Bjarni Benediktsson utan- ríkisráðherra kom heim úr för sixmi til Bandaríkjanna í fyrradag ásamt Hans Ander- sen þj óðréttarfræðingi, sem með honum var í förinni. Eft- ir undirritun Atlanzhafssátt- málans var utanrikisráðherra viðstaddur setningu allsherj- arþingsins en síðan verður Thor Thors sendiherra einn fulltrúi íslands á þinginu. Guðmun-lur Einarsson frá Miðdal opnaði sýningu á málverkum, höggmyndum og teikningum í Listamannaskálanum í Reykjavik í gær. Mynd þessi er af einu málvcrkinu á sýningunni. Kvikmyndin „Björgunin við Látrabjarg” var frumsýnd í fyrradag Einstæð kvikmyml í siaini riið, Sýnir at- Jónas Lárusson sextugur í dag Hinn þekkti veitingamaður Jónas Lárusson er sextugur í dag. Fjöldi vina hans og vel- unnara óska honum til ham- ingju í tilefni af afmælinu. Verkufall vöru- bílstjóra. (Framhald af 1. síðu). haaröarás hinnar frækilegu hjörgunar mjög vel. Kvikmynd sú, sem Óskar Gíslason hefir tekið að tilhlut- un Slysavarnafélags íslands af björgunarafrekinu við Látra- bjarg, er brezki togarinn Dhoon strandaði þar, var frum- sýnd í Tjarnarbíó í fyrradag. Það var björgunarsveitin „Bræðrabandið“, sem vann þetta afrek. Myndin var tekin nokkru eftir að strandið varð og var saga björgunarinnar leikin af mönnum þeim, sem að- henni unnu. Var nokkur ugg- ur í mönnum um þaö, að ekki tæki^ að endurtaka þetta framan við kvikmyndavélina, svo að eftirlíkingin yrði ekki auðsæ. Þegar myndin var sýnd kom hins vegar í ljós, aö taka myndarinnar ‘ og leik ur björgunarinnar hafði hvort tveggjá tekizt miklu betúr en menn þorðu að vona. Kvikmyndin er tekin við fremur síæma birtu og ber húivþess menjar, og skilyrði til myndatökunnar hafa ver- lð hin erfiðustu, t. d. er ljós- myndarinn varð að síga í bjargið með kvikmyndavél- ina óg taka myndir þar. Saga björgunarinnar er öll sýnd þarna allt frá því að bj öf-gunarsveitin leggur af stað og þar til skipbrots- mönnum hefir verið komið tií bæja. Þá var Óskar Gísla- son svo heppinn að vera stadd ur vestra, þegar togarinn Sargoon strandaði og tók kvikmynd af honum og er það fellt inn i þessa kvik- mynd. Á undan frumsýningunni mælti forseti Slysavarnafé- lagsins nokkur orð og skýrði tildrög að töku myndarinn- ar og bauð gestina velkomna. Áhorfendur horfðu á mynd- ina með mikilli athygli og fannst mikið til hennar koma, enda er kvikmyndin einstæð í sinni röð. Hefir nú verið fest í minni á áhrifaríkan hátt saga þessa frábæra björgunarafreks og þjóðinni gefst nú kostur á að skilja það betur en áður. Þórður Jónsson formaður „Bræðrabandsins“ hefir sam- ið skýringartexta' við mynd- ina og les hann sjálfur. Er það frábærlega vel gert, rödd in þróttmikil og fellur svo vel að myndinni, að það gefur henni mjög aukið gildi. Það er einnig eftirtektarvert, hve fólkið leikur þessa at- burði eðlilega og látlaust, svo að sönn unun er á að horfa. Myndin verður sýnd nokkra daga í Tjarnarbíó, en síðan verður hún send út til þess að taka af hehni fleiri ein- tök. Hún hefir verið pöntuð til sýningar í Þórshöfn, og iíkur eru til, að fleiri beiðnir um sýningar komi erlendis frá. Rætt um nýlendur Ítalíu á allsherjar- þinginu Stjórnmálanefnd allsherjar þings S. Þ. fjallaði í gær um framtíð nýlendna Ítalíu. Máls hefjandi var Gromyko full- trúi Rússa og kvað hann til- lögur Breta og Bandaríkja- manna algerlega óhæfar og aðeins miðaðar við stríðsund- irbúning þessara landa. Lagði hann til, að nýlendurnar yröu settar undir alþjóðastjórn og ættu stórveldin og Ítalía hlut að þeirri stjórn. Þá lagði hann til, að umboðsstjórn færi með völd í Lybíu næstu tíu ár en síðan fengi landið fullt sjálf- stæði. á að gera aðrar ráðstafanir til flutning fisksins. Deilan er nú í höndum sáttasemjara, en engar viðræður hafa far- ið fram um hrið, og ekki er vitað, hvenær þær verða næst. Blaðið átti einnig tal við Eggert Claessen, formann Vinnuveitendafélags íslands. um þetta mál. Sagði hann, að fyrst hefði aðeins verið um ágreininginn um vinnurétt- indin að ræða, en síðar hefðu bifreiðastjórar komið fram með kröfu um 5% launahækk un. Sagði hann, að kæmist sú krafa bifreiðarstjóra inn i samninga, að fyrirtæki mættu því aðeins annast flutninga sína, að þau ættu bæði vör- una og bifreiðarnar, gætu til dæmis skipaafgreiðslur, svo sem Eimskipafélagið eða Skipaútgerðin ekki annast uppskipun og útkeyrslú vara með eigin tækjum, þar sem varan væri ekki eign þeirra. Þekktust slíkar hömlur á starfsemi hvergi og ógerlegt væri að fallast á það í þess- ari mynd. Um mál af þessu tagi hefir fallið dómur í Fé- lagsdómi og féll hann gegn Þrótti. Þróttur mun hafa rætt við Dagsbrún um samúöarverk- fall, en til þess hefir þó ekki komið enn nema á vöruflutn ingum til Keflavíkur. Þar gerðu fastráðnir bifreiðar- stjórar samúðarverkfall. Endursending kartaflnanna sem komu með Drottning- unni um daginn, varð vegna þess, að venja hefir verið, að bifreiðar frá Þrótti hafa ver- ið notaðar við akstur á vör- um Sameinaöa í vörugeymslu og til verzlana. Mátti því eng inn, sem er í Alþýðusam- bandinu, taka að sér þennan akstur eða vinna að uppskip- uninni, og varð því'að endur- senda kartöflurnar. Aðeins tveir fundir hafa verið haldnir milli deiluað- ila, annar rétt áður en ve'rk- fallið skall á, en hinn síðar. Tító vill vera óháð- ur austri og vestri Tító hefir haldið ræðu og látið svo ummælt, að Júgó- slavar vilji hafa góða sam- vinnu við allar þjóðir og vera algerlega óháðir austri og vestri. Það sé röng ályktun hjá vesturveldunum að líta svo á, að þau geti náð samn- ingum við Júgóslavíu vegna misklíðar við Rússa. Sámið ura fiskland- anir í Bretlandi Hinn 5!. apríl var undirskrif aður í Londön samningur um fiskianöanir 'í Bretlandi fyrir sumármánúðina og gildir hann t'il ágústloka. Samn- ingánéfridin í Bretlandi gekk frá samningi þessum og er hann í aðalatriðum svipaður sanlsvárándi samningi fyrir sumarmánuðina 1948. Þáer bfeytingar hafa verið gerðar til hagræðis fyrir ís- lendinga, að nú hefir fengizt leyfi til að landa í Aberdeen fiski úr flutningaskipum án þess að sækja þurfi um leyfi til þess í hvert einstakt skipti eins og tíðkast hefir. Enn- fremur hefir tekizt að fá lieim ild til að fækka fisklöndun- um; í Fleetwood nokkuð en hækka áð sama skapi fisk- landanir í höfnum á austur- strönd Englands. Guðmundur frá Mið dal opnar sýningu Guðmundur Einarsson frá Miðdal opnaði sýningu á verkum eftir sig í Lista- mannaskálanum í gær og verður hún opin næstu daga. Á sýningunni eru 50 málverk, fjórar höggmyndir, 6 leir- myndir og 10 málmristur. — Allrriargt manna skoðaði sýn- inguna í gær. Kínverskir korara- únistar heimta frara sal stríðsglæpa- manna í Kína hafa nú orðið á- rekstrar á ný og hafa komm- únistar tekið ýmsa bæi í Jangtse-dalnum undanfarna dagá. Friðársamningar liggja líká niðri eftir þá kröfu komm únista að fá að fara óhindrað með her sinn yfir Jangtse- fljót og áð stjórnin framselji alla stríðsglæpamenn eftir skrá, er þéir leggi fram og er Chiang Kai Shek þar á meðal. Ný Benna-bók N-ýlega er komin á bóka- markaðinn ein af hinum vin- sælú Benna-bókum, sem Norðn gefur út. Heitir hún: Benhi og. félagar hans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.