Tíminn - 27.10.1949, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.10.1949, Blaðsíða 3
230. blað TÍMINN, fimmtudaginn 27. október 1949 3 íslendingaþættir WSSSSSÍSSSSSSSSSSSSÍ^ Dánarminning: Jens Gíslason frá Selárda! Jens Gíslason var fæddur 15. júlí 1891 í Feigsdal við Arnarfjörð. Foreldrar hans voru Gísli Árnason bóndi á Öskubrekku, Árnasonar hrepp stjóra í Neðrabæ, Gíslasonar prests í Selárdal, Einarssonar, — og kona hans, Ragnhildur Jensdóttir bónda í Feigsdal, Þorvaldssonar bónda á Tjalda nesi, Ingimundarsonar. Hefir margur góður kvistur sprottið á þessum ættarmeiðum. Þau Gísli og Ragnhildur bjuggu síðar í Austmannsdal og á Króki- í Selárdal. Gísli and- aðist 5. marz 1921 en Ragn- hildur er enn á lífi hjá dótt- ur sinni í Reykjavík, 79 ára gömul. Þau Gísli eignuðust 13 börn, og komust 10 þeirra á fuilorðinsaldur, og var Jens elztur þeirra, er lifðu. Liggur í augum uppi, að það hefir kostað eigi alllitla fyrirhöfn og umhyggju að koma svo stórum barnahóp til manna, ekki sízt þegar það var svo myndarlega gert, sem þarna varð raun á. Hafa starfskraftar barnanna að sjálfsögðu verið nýttir eftir föngum, jafnskjótt og þau uxu úr grasi, ekki slzt hinna elztu. Jens mun hafa verið á 13. ári, er hann fór fyrst að róa,og upp frá því stund- aði hann sjó meira og minna á ári hverju. Nítján ára gam- all réðst hann háseti á ensk- an togara og þótti hinn rösk- asti maður til allra verka. Hann hvarf þó aftur heim til átthaganna, reisti bú á Húsum í Selárdal og giftist 22. maí 1918 Ingveldi Bene- diktsdóttur hreppst j óra á Kirkjubóli í Fífustaðadal, Kristj ánssonar, ■ myndar- stúlku. Jens bjó fyrst á Húsum, síðan 1 ár á Granda í Bakka- dal og loks á Selárdal frá 1921 til 1947, fyrst ásamt Ingvaldi Benediktssyni, mági sínum, en síðan einn, eftir ,að Ingvaldur fluttist að Hraínabjörgum í Lokinhamra dal 1927. Vorið 1947 fluttist Jens að Bíldudal og átti þar heima síðan. Á síðastliðnum vetri kom hann sjúkur til Reykjavíkur til þess að leita sér lækninga „Hjálpaðu þér sjálfur” Eftir Svein Svcinsson frá Fossi. og fékk þann bata, að hann hafði fótavist í sumar að kalla. Með haustinu versnaði honum aftur, og andaðist hann á sjúkrahúsinu á Pat- reksfirði 10. október s. 1. Þau Jens og Ingveldur eign uðust 6 börn, og eru 5 þeirra á lífi: Sigurfljóð, kona Jóns Kristóferssonar á Bildudal, Gísli, sjómaður á Patreksfirði, Davíð, trésmiður í Reykjavík, Teitur, verzlunarmaður í Reykjavík, og Ólafía, heima hjá móður sinni, 12 ára. Ein dóttir, Benedikta, fórst með Þormóði 1943, 19 ára gömul. Eins og áður er að vikið, stundaði Jens ætíð sjó jafn- framt búskapnum, svo sem verið hefir háttur margra Vestfirðinga. Var hann miklu hneigðari fyrir sjósókn en önnur störf. Sjálfur var hann lengstum formaður, fyrst á árabát, en síðan á trillu. Bát- ur hans hét Heppinn og þótti sannnefrti. því að Jens reynd- ist hinn farsælasti maður í aflabrögðum og aldrei hlekkt- (Framhald á 7. síðu) Dánarminning: Guðmann Helgason frá Snæringsslöðum 1 dag fer fram útför Guð- manns Helgasonar frá Snær- ingsstöðum í Húnavatnssýslu. Ég þekkti ekki Guðmann fyrr en hann var orðinn gam- all maður og starfsdagur hans lá að mestu að baki. Þá var hann uppgjafabóndi. sem fluttur var til Reykjavíkur en leitaíi þó á hverju sumri heim í átthagana. Þar hafði hann átt sín æskuár, vaskur og gjörfulegur bóndason, og þar hafði hann búið búi sínu langan starfsdag. En sú saga verður ekki rakin hér. Hinu kemst ég ekki hjá, að minnast þessa prúða öld- ungs, enda er gott að minnast hans. Enn var hugur hans opinn fyrir nýjum fróðleik, líkt og þegar hann var nem- andi Hermanns Jónassonar í Hólaskóla fyrir um það bil sextíu árum. í öllu dagfari Guðmanns var það hin hlýja alúð, sem mótaði manninn. Þáö var unun að sjá hvað barngóður þessi gamli* maður var.S Hann gat tekið þátt í hryggö og gleöi barnshjart- ans, þrátt fyrir langa lífs- baráttu. Áttræður að aldri gat hann kropið á gólfið hjá litlu vinunum sínum og dregið fegurstu rósir og skrautlega upphafsstafi á blöðin þeirra. Barnshjartað hans Guðmanns hafði aldrei skemmzt eða kalið undir hríðarúlpu átta- tíu vetra. Þess vegna var alltaf hlýtt í kringum hann og gott að vera í nálægð hans. Guðmann Helgason þurfti ekki að lifa langa elli sjálf- um sér og öðrum til þrautar, svo sem verður skapadómur ýmsra. Hann hafði góða heilsu og naut lífsins fram að síðustu legunni, sem ekki var löng. Meðan hann mátti mælti hann hughreystingar- orð til ástvina sinna. Æðru- laus og ókvíðinn tók hann örlögum sinum. Það eru menn eins og Guð- mann Helgason, sem gera ellina virðulega og varpa Ijóma á hana. Slíkra manna er gott aö minnast. H. Kr. Síðast liðinn vetur var tal- inn harður og snjóþungur um allt land, en samt var það nú svo, að ekki lagði hann á, sem kallað er, hér á Suður- landi fyrr en um jól, og sums staðar ekki fyrr en í janúar, en snjóþungur var hann frá þeim tima, en frosthörkur gátu þó ekki talizt neitt ó- vanalegar. Vorið var kalt ó- vanalega lengi fram eftir og stórhríðar norðan lands, aust an og vestan lands, fram yfir allan sauðburð, og hafa það hlotið að vera erfiðir tímar fyrir fólkið, sem við það þurfti að búa. En á Suður- landi bjargaði það sauðburð- inum alveg, að hvorki snjóaði eða rigndi út allan sauðburð- inn, og er það sjaldgæft að hann geri ekki krapa veður eða stórrigningu á Suður- landi svo langan tíma, en þá hefðu lömbin hrunið niður, en eins og menn þekkja, sem því eru vanir, geta litlu lömb- in að hálfu leyti lifað á sól- inni. Það var því ómetan- legt happ íyrir allt Suður- land, að svo vel viðraði um sauðburðinn í hey- og gróð- urleysinu. En þessi vetur, og vor, sem kallað hefir verið svo hart, gat alveg eins byrjað um vet- urnætur, eins og í desember eða janúar. Það hefir alltaf verið svo, eins og menn vita, að ef veturinn er góður fram á jól eða áramót og fénaður er ekki farinn að leggja af um það leyti, þá má segja að veturinn sé nær hálfbúinn, því fram á þann tíma geta allar sveitir landsins notað jafnt góðu tíðina, hvort sem þar er rýr beit eða kjarna- góð. Það mun nú hafa farið svo í kringum allt land á siðast- liðnu vori, að hey nafa gef- izt upp að mestu leyti, vegna þess, aö þeir bændur, sem áttu hey aflögu, urðu að hjálpa þeim, sem urðu hey- lausir, eins og venja er. En með Iíkri aðstöðu meðal bænda, sem verða heylausir, og þeirra, sem geta látið hey, þá er von að það þyki hart þó svo verði að vera, og aldrei kemur það betur í ljós hvað mikill munur er á því að geta verið veitandi eða þurfandi. En yfirleitt mun fóðurbætir- inn hafa gert mönnum, að íénaðarhöld urðu víðast góð, í svo hörðu vori, sem raun bar vitni, að fénaður féll ekki. Fóðurbætirinn, tilbúni á- burðurinn, og vélarnar, að allt þetta skuli ekki geta þreytt þessu í þetra horf en áður var. Ekki þurfa vélarnar þó hey. Þeim dugir bara að fá gott húsaskjól að vetrinum. í fyrri daga þurfti vinnu- fólkið hey handa sínum fén- aði eins og húsbændurnir, en þrátt fyrir þetta állt saman og tiltölulega góða vetur und- anfarið, þá voru of margir bændur komnir í hann krapp- ann eftir þennan vetur, þó hann byrjaði ekki fyrr en í desember og janúar, vegna þess að vorið var kalt og sumstaðar hart. Þótt vetur- inn hefði byrjað með vetri, eins og það er kallað, þá gat vorið orðið eins kalt og hart fyrir það, eins og allir vita. Það er þessi hætta, sem enn í dag vofir yfir landbúnað- inum, svo sem alltaf hefir verið síðan landið byggðist, og þó.það séu heiðarlegar undantekningar með einn og einn bónda eins og líka hefir alltaf verið, þá er samt fjöld- inn í hættu. Enginn félags- skapur eða ráðunautar þjóð- arinnar geta ráðið við þetta. Það er margreynt. Lækning- in verður að koma innanað, hjá persónunum sjálfum, sem hlut eiga að máli. Fyrr verð- ur það ekki læknað, því það er með það eins og annað, að hver er siálfum sér næst- ur, hvort sem hann speku- lerar rétt eða rangt. En hvað langt verður þangað til að bændastétt landsins er það þroskuð að metnaði, að bera sig almeijnt saman við þá bændur, sem alltaf duga með hey? Það er óráðin gáta. Þessi skoöanamunur hj á bændum þyrfti að hverfa. Aðal skoðanamunurinn er sá, að öðrum bóndanum finnst, að hann verði að setja á vog- un, annars eigi hann of fátt fé, og tímir ekki að eyða fleiru en þetta og þetta, eða svo, og ef tíðin yrði góð, eða góð- ur vetur, þá væri beinlínis tap að eyða fleiru fé en hann fiauðsynlega þyrfti til heim- ilisþarfa og sölu. En hinn bóndinn getur ekki hugsað sér að setja á vogun. Hann telur sig ekki góðan með *iey eða vel sett á nema hann geti gefið allan veturinn og vorið alveg fram á Jónsmessu 8—9 vikur af sumri, ef því yrði að skipta, þessi þóndi notar hagana í góðri tíð, ef þeir gefast, jafnt fyrir það, þó hann sé byrgur með hey, þvi að fyrna hey telur hann sína beztu eign, og enn trygg- ara heldur en þó hann hefði getað átt fleira fé þennan veturinn, af því að hann varð góður, en.það hefði líka getað hefnt sín næsta vetur ef hann yrði vondur. í þessu liggur munurinn hjá þessum tveim- ur bændum, sem að öðru leyti hafa svipaðar heimilisástæð- ur og líkar jarðir að gæðum, og þó þessi fyrr nefndi bóndi framfleyti stærra búi í góð- um árum, en sá síðarnefndi, þá hefnir það sín í vondu árunum mejl áhyggjum og tapi, því heyið er undirstaðan að tryggum búskap. og góðum, hjá sveitabóndanum fremur en allt'annað. Nú eru breyttir tímar til hins betra með sveitabúskap- inn. Vélarnar til - að yrkja jörðina og vinna að heyskapn um. Tilbúni áburðurinn til að bera á jörðina, svo hægt sé að fá mörgum pörtum meira hey og betra. Fóðurbætirinn til að geta fóðrað betur og fengið meiri arð af skepn- unum. Svo eru á byrjunar- stigi súgþurrkun, votheys- gryfjur og votheysturnar o. s. frv. Allt þetta ætti að geta tryggt betri ásetning og trygg ari búskap í framtíðinni. Síðan 1919—’20, til þessa árs, má víst telja að hafi ver- ið yfirleitt góðæri, að frá- teknum köflum með snjó og rosa. En nú hefir þetta yfir- standandi ár verið erfitt fyrir landbúnaðinn: Snjóþyngsli frá áramótum út veturinn, vorið kalt og hart til Jóns- messu, og nú slátturinn mjög rosasamur, sumstaðar kalin tún, og annarstaðar tapast hey í vötn o. s. frv. Það er því mjög hætt við því, að bænd- ur víða á landinu hafi of lítil' hey í haust undir veturinn. Þó er þetta víst misjafnt eins og alltaf er bæði eftfr tíðar- fari hér og þar, og hvað menn hafa byrjað sláttinn snemma. kappi og fyrirhyggju og þeir sem hafa orðið súgþurrkunar tæki, góðar votheysgryfjur eða votheysturna, eru búnir að fá góðan heyskap. Máls- hátturinn segir: Það er ann- að vorhugur og annað haust- hugur. í harðindum og hey- leysi á vorin hugsa menn með sér, að komast elcki í þetta aítur og setja betur á sig næsta haust, en þegar haust- ið er komið, og þá er kannske gott tíöarfar, þá vill oft koma annað hljóð í strokkinn. Fer þá margur bóndinn að verða hikandi að taka ungar og fallegar ær af lífi, ungar og góðar kýr, uppáhaldshross o. s. frv.. En tíðarfarið á vorin þegar það er vont, lítur ekki á þessar afsakanir bóndans, miskunnarlaust verða menn- irnir að hjálpa sér sjálfir. Það sem hefir verið sagt hér að framan,'vita bændur ósköp vel, og er því ekki nein ný speki að það sé hægara um að tala en i að komast. Eg er nú einn af þeim bænd- um, sem hafa komizt í hann krappan, og þekki þetta vel og get þyí talað af reynslu. En eins og tekið er fram í þessari grein, þá eru breyttir tímar, og mennirnir eiga að haga sér eftir því, og vil ég að mennirnir fari batnandi, og þá ekki siður bændastétt- in, sem á að vera sómi þessa lands. Nú í mörg hin síðari ár hafa ráðamenn þjóðarinnar unnið að því að bæta kjör bændastéttarinnar með hag- kvæmari lánum og styrkjum, en í fyrri daga var helzt ekki hægt að fá fyrir bónda svona 200 kr. lán, hvað þá styrk, hvað mikið sem við lá. Þá var heldur ekki mjólkursala, sem heitið gat, o/ þá voru lömbin i 2—3 kr. og síðar 5—7 kr., og þegar. bezt lét svona í kringum 10 krónur lambið. En nú þessi síðustu ár er lambið yfir 2ö0 krónur, og þar sem fjárpestin geysar, hefir ríkið hlaupið mjög myndarlega undir baggann, sem ekki þekktist áður, þegar sýkingarpestin drap niður fén aðinn. Og þó þaö þyki nú mikil dýrtíð, þá hefir verz'.unarmát inn verið þessi árin tiu sinn- um betri fyrir bær.dur en áð- ur var, enda líka hafa bænd- ur, sem hafa haft lagleg bú borgað gamlar skuldir, og grætt verulega. Svo er líka meö allt fólk í lancjinu, sem hefir getað unnið, og ekki lifað i óreglu. Eldurinn gerlr ekkl boð á untían sérl Þelr, aem eru hyggnir, tryggja strax hjá Somvintmtryggingum ÚÚmíú

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.