Tíminn - 26.02.1950, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.02.1950, Blaðsíða 2
TÍMINN, sunnudaginn 26. febrúar 1950 48. blað a{i tií heiia 1 nótt: Næturlæknir er 1 læknavarðstof unni, sími 5030. Næturvörður er i Reykjavíkur apóteki, sími 1760. Næturakstur annast Hreyfill, simi 6633. Hvar eru skipinP Kíkisskip. Hekla er í Reykjavík. Esja fór írá Ákureyri síðdegis í gær. Herðu breið er á Austfjörðum á norður- itið. Skjaldbreið er á Breiðafirði. Þyrill er í Reykjavík. Skaftfelling- ur er i Vestmannaeyjum. Eimskip. Brúarfoss átti að fara frá Ábo 23. febr. til Kaupmannahafnar. Dettifoss fer frá Reykjavik á mánudagskvöld 27. febr. kl. 22.00 til Grimsby og Hamborgar. Fjall- foss er væntanlega á Húsavík, fer þaðan til Eyjaf jarðar. Goðafoss fer frá New York væntanlega 28. febr. tll Reykjavíkur. Lagarfoss er væntaniégur til Reykjavíkur kl. 8 í morgun. Selfoss er á leiðtil Kaup mannahafnar. Tröllafoss er á leið til New York. Vatnajökull er í Reykjavík. Einarsson, Zoéga & Co. Foldin er í Reykjavík. Linges- troom fermir i Amsterdam í dag og i Antwerpen á mánudag. Messur í dag: Dómkirkjan. Kl. 10.30 prestvigsla. Biskup landsins, dr. Sigurgeir Sigurðsson, vígir cand. theol. Emil Björnsson til öháða fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík. Sr. Jón Auðuns þjón- ar fýrir altari, sr. Björn prófastur Mágnússon lýsir vígslu, en auk harlsverða vígsluvottar sr. Jón Thorarensen, sr. Kristinn Stefáns- son og sr. Sveinn Víkingur. Hallgrímskirkja. Messa kl. 11 árd. Sr. Sigurjón Árnason. Barnaguðsþjónusta kl. 1.30, -sr. Sigurjón Árnason. Messa kl. 5 s.d. Séra Jakob Jónsson. Sunnudagaskóli Hallgrímssóknar í Gagnfræðaskólanum við Lindar- götu kl. 10 árd. Laugarneskirkja. Messað kl. 2 e. h. Sr. Garðar Svavarsson. Barnaguðsþjónusta kl. 10 f. h. Sr. Garðar Svavarsson. Nesprestakall. Mestóð í kapellu Háskólans kl. 22 e. h. Sr. Magnús Már Lárusson prédikar. Fríkirkjan. Messað kl. 5 e. h. Sr. Þorsteinn Björnsson. Hafnarf jarðarkirkja. MesSað kl. 2 e. h. Sunnudaga- skóli K.F.U.M. kl. 10 f. h. — Sr. Garðar Þorsteinsson. Pennastrikið. (Framhald af 8. síðu). einstaklings umfram nefndar kr. 300.000, en ekki fram yf- ir kr. 1.000.000. Af þvi sem er umfram kr. 1.000.000 skal greiða 12%. Hlutafélög og samvinnu- félög skulu greiða 8% af hreinni eign samkvæmt fram ansögðu upp að kr. 1.000.000, og 10% af því, sem umfram er. Skattgreiðanda er heimilt að greiða skattinn með jöfn- um afborgunum af höfuð- stól á 20 árum auk 3y2% árs- vaxta af skattskuldinni, eins og hún er á hverjum tíma, enda gefi hann út skuldabréf fyrir skuldinni, en ríkisstjórn in ákveður form og texta skuldabréfanna. Ríkisstjórnin skal nota skuldabréfin til greiðslu á skuldum ríkisins við Lands- Banka íslands. Skal Lands- bankinn skyldur að taka við bréfunum á nafnverði sem greiðslu á skuldum ríkisins við bankann, jafnóðum og þau eru afhent bankanum, en ríkissjóður ábyrgist gagn- vart bankanum greiðslu bréf anna. 13. gr. Um skattálagningu eftir þessum lögum skal farið eft- Leiðrétting í " afmælisgreininni um Gunnar Þórðarson í Grænu- mýrartungu í blaðinu í gær, hafði fallið niður lína í ætt- artölunni. Þar átti að vera: Móðir Sigurður í Núpsseli var Helga dóttir Tómasar stúdents og fræðimanns á Stóru-Ásgeirsá, Tómassonar og konu hans Ljótunnar Jóns dóttur frá Melum í Hrúta- firði. Móðir Þórðar var Helga Þórðardóttir frá Ytri-Knarr- artungu á Snæfellsnesi o. s. frv. ir ákvæðum laga um tekju- og eignarskatt, eftir því, sem við á, enda mæli lög þessi ekki öðruvísi, þar á meðal um innheimtu, lögtaksrétt, van- goldinn skatt og viðurlög. 14. gr. Ráðherra setur með reglu- gerð ákvæði, er varðar fram- kvæmd laga þessara, þar á meðal um úthlutun bóta á sparifé, ákvörðun framleiðslu gjalds, gjalddaga þess, inn- heimtu og eftirlit með því, að það sé ekki undandregið, um álagningu skatts samkv. lögum þessum, kærur út af honum, fresti, úrskurði, gjalddaga, innheimtu og annað. 15. gr. Með lögum þessum eru úr gildi 1. gr. laga nr. 51/1940, sbr. bráðabirgðalcg nr. 92/ 1949, lög nr. 48/1942, um verð lagsuppbót á laun embættis- manna og annarra starfs- manna ríkisins og ríkisstofn ana, lig nr. 1/1950, um ríkis- ábyrgð á útflutningsvörum bátaútvegsins o. fl., 1,—9., 12. og 13. gr., lög nr. 37/1946, um áhrif kjötverðs á framfærslu vísitölu, 1. gr., svo og öll önn- ur ákvæði, sem fara í bága við lcg þessi. 16. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. s. KKgH Nýju og gömlu dansarnlr í G. T,- húsinu sunnudagskvöld kl. 9 — I < Húsinu lokað kl. 10.30. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 6.30. imæjirjsaxæsœ 3 :: -JL ornum uec^i Framtíðarskipulag byggðanna OUum er kunnugt um, hver ver- ið hefir þróun landbúnaðarins á undanförnum árum. Vélarnar hafa að verulegu leyti leyst manns aflið af hólmi, ræktun stóraukizt og nautpeningi fjölgað, en auðfjár stofninn rýrnað. Afleiðingin af þessu er sú, að íslenzkur bóndi þarf nú yfirleitt miklu minna land rými til búskapar síns en áður og fólki á heimilum hefir fækkað, jafnvel þótt framleiðslan hafi auk izt stórkostlega. Ræktun landsins og tilkoma vél- anna eru gleðilegir áfangar. En samt felur þessi þróun í sér mikla hættu. Verði jafn langt á milli bæjanna, nú þegar þrír menn eru kannske á fjölda sveitabæja, í stað margfalt fleiri áður, og miklar ann ir binda þá fáu, sem að búunum starfa, er yfirvofandi hættuleg ein angrun heimilanna og útilokun frá þátttöku í félagslífi og félagsleg- um samskiptum, þrátt fyrir betri samgöngur og samgöngutæki. Þess ari hættu þarf að bægja brott. Eg hefi áður, og oftar en einu sinni, vikið að því, að i hinum meiri háttar héruðum ættu að rísa upp iðnaðarþorp, sem jafnframt væru að mörgu leyti miðstöðvar byggðarlaganna, og myndu meðal annars forða því, að unga fólkið neyddist til þess að leita brott til þess að verða sér úti um vinnu vissa tíma árs, en síðan mjög oft flytja alfarið brott, er fram i sækti, eins og dæmin sanna. Þetta bygg ég, að sé þýðingarmikið mál. En jafnframt þarf sjálf bænda- . kabarettinn Lífsgleði njóttu Eftirmiðdagssýning í G. T.-húsinu í dag sunnudag, kl. 3,30 — Húsði opnað kl. 3. — Aðgöngumiðar seldir í dag frá kl. 2 e. h. Sími 3355. — Drekkið síðdegiskaffið í G. T.-húsinu um leið og þið njótið góðrar skemmtunar DANS í eina klukkustund Reykvíkingar! í dag fáið þið hið vinsæla Hallveigarstaðakaffi í Tjarnarcaffi, — Barborðið hlaðið góðgæti. I * • Jagutt er rökkril Kvöldsýning Kvöldsýning í Sjálfstæðishúsinu í kvöld, sunnudag 8, 30. Húsið opnað kl. 8. — Aðgöngumiðar seldir í frá kl. 2. Sími 2339. Dansað til kl. 1. Siðasta sinn. , kl. !l dag byggðin að þéttast. Það þurfa að rísa upp landbúnaðarþorp. Tals- vert í þá átt er þegar í myndun sums staðar. Frændur, vinir og venzlamenn hafa skipt sundur jörðum, þar sem ræktunarskilyrði eru góð, svo að risið hefir dálítil hvirfing bæja, sums staðar þrír og fjórir, þar sem áður var einn. Ann ars staðar hafa stórar fjölskyldur sameignarbúskap að meira eða minna leyti og reka stórbúskap frá einu og sama heimili, og er það önnur leið, sem líka er æskileg, þar sem fullt samkomulag og sam- heldni ríkir. En án þess að annað af þessu tveggju gerist í vaxandi mæli, vof- ir hætta yfir sveitaheimilum — hætta af ejnangrun og skorti á j skilyrðum til eðlilegs félagslífs og , samskipta manna á meðal, auk þeirra erfiðleika og aukakostnað- ar við hagnýtingu nútíma þæg-' inda, er fylgir mjög dreifðri byggð. En með þessu tvennu, iðnaðar- miðstöðvum, þar sem hráefni væri gert að verðmætri vöru og framleiddur varningur, svo sem húsgögn og annað, sem byggðirn- ar þurfa á að halda, og ungt fólk gæti fengið atvinnu við og við, og svo landbúnaðarhverfum og sam-! búskap stórra fjölskyldna væri stefnt að festa og tryggja byggð- j ina í héruðum landsins, koma í veg fyrir óeðlilegan brottflutnirrg og bæta skilyrði til blómlegs menpingar- og félagslífs. J. H. Hljómleikar útvarpskórsins í Dómkirkjunni í dag kl. 5 síðdegis. — Óseldir að- göngumiðar seldir við innganginn. Skatar! Skátar! Landsmótsmynd skáta 1948 eftir Óskar Gíslason, þulur: Helgi S. Jónsson, verður sýnd í Skátaheimilinu í dag, sunnudag kl. 3 og 5 og L á morgun, mánudag kl. 9 e. h. Aðgöngumiðar fyrir skáta og gesti þeirra seldir í dag og á morgun eftir kl. 1 í Skátaheimilinu. Sími 5484.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.