Tíminn - 11.03.1950, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.03.1950, Blaðsíða 8
„ERLEJVT YFIRLYT“ f BAG: .4 leiS frá sósíalismanum. 34. árg. Reykjavík „A FÖRYlíf VEGf“ I DAG: Félöti oti framkvaemdir. 11. marz 1950 58. blað Fyrsta guðsþjón- ustan í Stjörnubíó Óháði fríkirkjusöfnuður- inn hefir sem kunnugt er, , hörfíð að því ráði að láta guðs þjonustur sínar fara fram í Stjörnubíó, þar eð hann fær ekki inni í fríkirkjunni. Verð ur fyrsta guðsþjónusta. §afn- aðarins i Stjörnubíó á morg- un og hefst klukkan eílefu fyrir hádegi. Sr. Emil Björns- söh messar, en formaður hins nýja safnaðar, Andrés Andrés son, býður hinn nýja prest velkominn til starfa. Messugestum til leiðbein- ingar skal þess getið, að ganga skal inn í húsið sunn- an frá, en ekki af Laujaveg- inum. * Askor un um gengis- íviinanir við náms- fólk í Sviss og Ameríku íistjlrnin ber íram mot- mæii gegn ieigu Saarnáma Trcysíir einkssm « Bandaríkin til fnll- iingis i málinu. Adcnaucr fcrseíi vestur-þýzka ríkisins, flutti ræðu á þinginu í Bonn í gær og skýrði þá frá því, að Bonn-stjórnin hefði ákveðið að bera fram formleg mótmæli gegn samningi Saar-itéraðsins og Frakka og leigu kolanámanna þar, á þeim forsendum> að samningur þessi væri algerlega ólög- íegitr. Bonn-stjórnin hefði ákveðið Sagði Adenauer, að Frakk- ag hera fram sinar eigin til- ar færu aðeins með umboðs- jQgUr um gtjcrn Saar. Mundi stjórn i Saar, sem væri að- hhn jeggja til, að allsherjar- cins hluti af hernámssvæði atkvæðagreiðsla uin framtíð- þess í Þýzkalandi. Þeim væri arstjórn héraðsins yrði látin því óheimilt að gera slíka jara þar fram og þýzkum yf- samninga við Saar nema að jrvoicium yrði falin umboðs- fengnu samþykki hinna her- stjórn héraðsins. i Þessi marfur fteitir Ihomas Jones og á auðvitað heima í námsveldanna, ög breytingar á landamærum Þýzkalands væri ekki hægt að gera nema við friðarsamninga. Kvaðst Adenauer aðallega treysta á Bandaríkin til að styðja Bonn-stjórnina í þessu rétt- lætismáli. Einnig sagði Adenauer, að Ný vantrauststill. í brezka þinginu Yilja víta s(jórnina Aðstandendur þorra þess fólks, sem nú er við nám í Sviss og Ameríku, sendu Al- þingi í gær svolátandi áskor- un: „Þrátt fyrir mjög mikinn námskostnað í Ameríku og Sviss hefir álitlegur hópur efnilegs islenzks námsfólks að undanförnu ráðist til há- skólanáms þar, í ýmsum fræð um, sem hagnýt eru og nauð- synleg íslenzku þjóðinni. Námsfólkið sjálft og að- standendur þess hafa lagt hart að sér um árabil, til þess að inna námskostnað- inn af höndum. Þegar gengisbreytingin varð á s. 1. hausti og verð gjald- eyris nefndra landa hækkaði stórum (dollar sem næst um 44%) varð mörgum um megn að standa straum af náms- kostnaðinum. Flestir munu þó með einhverjum hætti hafa reynt að standa undir þeSsúm auknu byrðum til þessa, í fullu trausti þess. að hið háa Alþingi, er nú situr, kcémi til móts viö námsíólkið, til dæmis- með því að tryggja því erlendan gjaldeyri á gengi því, sem skráð var fyr- ir gengisbreytinguna. Nú, þegar ráðgert er enn, að gengi dollars hækki, ef til vill um nálega 74%, er ber- sýnilegt, að námskostnaður- inn verður svo hár fyrir þá, sem tekjur sínar fá í íslenzk- um krónum, að ógerlegt verð- ur íslenzkum námsmönnum að halda áfram námi í þess- um löndum, nema til komi sérstakar aðgerðir af hálfu ríkisvaldsins. Hins vegar er það auðsætt, að auk hins fjárhagslega tjóns, er það á margan hátt óbætanlegt tjón fyrir þjóð- arheildina og hiutaðeigandi einstaklinga, ef efnilegt nánis fólk yrði tiineytt að hætta námi sínu, en margt af bví er þegar alllangt komið með það og hefir kostað til þess ærnu fé. Því viljum vér undirrituð beina þeirri áskorun til hins háa Alþingis, að það hið bráð- asta geri ráðstafanir til þess, Ameríku. Hann er aðeins 21 árs að aldri en vegur þó 260 kg. og er talinn þyngsti maður í heimi. Eiginlega er hann ekki öfundarverður. Hann getur ekki lifað eins og fólk flest. Enginn stóll þolir hann og ekkert reiðhjól er nógu sterkt | fyrir hann. Samt sem áður virðist hann harla ánægður með lífið og brosir við vinnu sína í garðinum. Dregur úr frönsku verkföllunum Heldur dró úr frönsku verk föllunum í gær. Starfsmenn j strætisvagna og lesta hurfu j margir til vinnu og einnig i starfsmenn gasstöðva og raf ! orkuvera. Þó er talið, að um 1 350 verkamenn úr ýmsum i starfsgreinum séu enn í verk falli. BiÖskákirnar tefldar Biðskákirnar frá fyrstu og annarri umferð meistara- flokks á skákþingi Reykja- vikur hafa nú verið tefldar. Baldur Möiler vann Friðrik Ólaísson, Guðmundur S. Guð mundsson vann Lárus John- sen, en jafntefli geröu Guð- jón Sigurðsson og Benóný Benediktsson og Baldur Möll- e'r og Sveinn Kristinsson. — Þriðja umferð verður tefld i Þór3kaffi á sunnudaginn, og hefst. skákin klukkan eitt. að íslenzkt námsfólk, sem nú stundar háskólanám í Ame- ríku eða Sviss, og fram legg- ur skilríki frá hlutaðeigandi háskóla, er sanni að það stundi nám sitt af kostgæfni, fái keyptan nauðsynlegan er- Iendan gjaldeyri til náms síns á gengi því, er skráð var á þeim líma er það hóf nám- ið, enda hefir það og að- standendur þess reist allar áæílanir sínar um kostnað við námið og greiðslu hans á þáverandi kaupmætti íslenzku krónunnar.“ Afmælishátíð kven- félagsiws Hlífar á ísafirði Margþætt 40 ára starf. Kvenfélagið Hlíf á ísafirði átti 40 ára afmæli 6. marz s. 1. Minntust félagskonur þess með veglegu hófi um kvöldið, er sátu um tvö hundr uð manns. Frú Unnur Guðmundsdótt- ir setti samkomuna og frú Unnur Gísladóttir, formaður félagsins rakti sögu Hlífar í ýtarlegri ræðu. Ennfremur töluðu frú Anna Sigfúsdóttir og frú Sigríður Guðmunds- dóttir, en frú Árndís Helga- dóttir las upp. Af karlmönn- um töluðu Baldur læknir Johnsen og sr. Sigurður Kristjáncson, en Jónas Tóm- asson fór með nokkrar vísur eftir sig. Kvenfélagið Hlíf hefir innt af nöndum mikilsvert starf í ísafjarðarbæ. Félagið átti upptök að gamalmennahæli í ísafirði, og rak það nékkur ár, áður en bærinn tók hælið í sínar hendur. Þá hafði það og fyrstu ár sín matgjafir handa barnaskólabörnum. — Loks hefir svo félagið hald- ið gamalmennasamsæti á ári hverju við mikla rausn og einróma ánægju hlutaðeig- enda. Ótaiinn er sá atbeini, stöddu fólki í bænum. Nú er það hefir einatt veitt bág- hyggst Hlíf að koma upp barnaleikvelli I bænum, og hefir bæjarstjórnin þegar heitið því máli liðsinni. * Kvikraynd Oskars Gíslasonar frum- sýnd í gær í gær hófust sýningar á kvikmynd Óskars Gíslasonar, Síðasti bærinn í dalnum. Kl. 5 í gær var myndin sýnd ýms- um boðsgestum en í dag hef j ast almennar sýningar. Mynd in tekur nálega tvær stundir. Litir hennar eru fallegir og nokkuð aðrir en tíðkazt hefir í öðrum íslenzkum kvikmynd um. Efni myndarinnar er sem fyrr hefir verið frá skýrt, sótt í þjóðsögur og ævintýri og mun einkum falla börnum og unglingum vel í geð, en þó mun óhætt að mæla með henni handa fullorðnum. Leikendurnir í myndinni eru: Þóra Borg Einarsson, Valdemar Lárusson, Frið- rika Geirsdóttir, Valur Gúst- afsson, Jón Aðils, Erna Sig- urleifsdóttir, Klara J. Ósk- ars, Guðbjörn Helgason, Ól- afur Guðmundsson, Valde- mar Guðmundsson, Nína Sveinsdóttir og Sigriður Ósk- arsdóttir. Fólk ætti að sjá þessa fal- legu og hugnæmu mynd, það svíkur engan. Auriol korainn heim Auriol Frakklandsforseti og frú hans fóru heim til IParísar frá London í gær. 1 Lögðu þau af stað frá Viktor- íustöðinni í London um kl. 11 árdegis, og fylgdu brezku konungshjónin þeím þangað ásamt Bevin utanríkisráð- herra og fleirum. Var stöðin mjög skreytt og mikill mann- fjöldi hyllti forsetann við i brottförina. Forsetinn kom heim til Parísar síðdegis. Til- kynnt hefir Verið, að Auriol hafi borizt formlegt heim- boð frá Truman Bandaríkja- forseta á næsta sumri. k'yrir stefnuleysi í hiisnæðismálaim. Þingflokkur brezka íhalds- flokksins hefir tilkynnt, að hann muni innan skamms bera fram vítunartillögu á ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki gert gréin fyrir stefnu sinni og aðgerðum í húsnæð- ismálum i hásætisræðunni, ; og verður sú tillaga því önn- jur vantrauststillagan á stjórn ina, sem fram kemur. Svo viröist, sem íhaldsmenn ætli ;ekki að gefa stjórninni mik- inn setufrið fyrstu dagana og jláti skammt stórra högga á milli. Nýja symfóníuhljóm sveitin hélt fyrstu hljómleika sína fyr- ir troðfullu húsi Symfóníuhljómsveitin nýja ihélt fyrstu hijómleika sína í j fyrrakvöld í Austurbæjarbíó. , Róbert Abraham stjórnaði j þessum fyrstu tónleikum ihennar. — Áður en hljóm- leikarnir hófust ávarpaði Páll ísólfsson áheyrendur. Meðal þeirra var fjöldi boðs- gesta, svo sem alþingismenn, og bæjarfulltrúar. Rakti hann aðdraganda að stofnun hljóm j sveitarinnar og þess mikla hlutverks, sem hún hefði að igegna í tónlistarlífi bæjar- ins. Að loknum ávarpsorðum Páls, lék hljómsveitin „Ó, Guð vors lands“ og risu menn úr sætum sínum á með an. —. Róbert Abraham tók þá við stjórn og hófust hljóm leikarnir -með Egmont-for- leik Beethovens, en lauk með „Ófullgerðu hljómkviðu“ Sch- uberts. — Að loknum leik var Symfóníuhljómsveitin og stjórnandi hennar hyllt á- kaft. Má hiklaust telja þetta mikinn viðburð í tónlistar- lífi bæjarins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.