Tíminn - 12.09.1950, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.09.1950, Blaðsíða 5
19S. blað. TÍMINN, þriðjudaginn 12. septcmber 1950. 5, Þriifjud. 12. sept. Hefur gengislækk- unin misheppnast ? í blöðum stjórnarandstæð- inga er nú nær daglega hlakk að yfir því, að gengislækkun- in, sem ákveðin var í vetur, hafi brugðist vonum þeirra, sem að henni stóðu, og flest af þvf, sem þeir hafði spáð um árangur hennar hafi reynst falsspádómar einir. Þannig hafi t. d. verið sagt, að hún myndi skapa miklu minni verðhækkanir en nú eru orðnar, hún myndi örfa innflutning og draga úr vöru skorti o. s. frv. Það er að ýmsu leyti rétt, að sá árangur, sem menn væntu sér af gengislækk- uninni, hefir ekki orðið. Or- sökin er þó ekki fyrst og fremst sú, að sjálf gengis- lækkunin hafi brugðist, held- ur hafa komið til sögunnar ýms atvik, sem ekki var hægt að sjá fyrir, og spillt hafa árangrinum af gengislækk- uninni. Þannig hafa verðhækkanir á aðfluttum vörum orðið mun meiri en hægt var að sjá fyr- ir, því að markaðsverð margra þeirra vara, sem ís- lendingar flytja inn, hafa hækkað erlendis. Sú verö- hækkun, sem þannig hefir orðið, hefir bæzt við verðhækkun þá, er leiddi af gengislækkuninni. Framfærsluvísitalan verður af þessum ástæðum nokkrum stigum hærri en hægt var að sjá fyrir í vetur, þegar ekki var reiknað með verðhækk- un nema af gengislækkun- inni einni saman. Það má segja, að þetta hefði ekki komið að eins mik- illi sök, ef tilsvarandi verð- hækkanir hefðu orðið á ís- lenzkum útflutningsvöruin. Það hefir því miður ekki orð- ið, nema að mjög takmörk- nðu leyti. Að vísu hafa nokkr ar útflutningsafurðir hækk- að í verði, eins og ull og lýsi. Hins vegar hefir engin verð- hækkun orðið á aðalútflutn- ingvörunni, fiskinum, heldur hefir verð sumra fisktegunda Iækkað og sumar jafnvel lítt seljanlegar. Þessi óhagstæða verðlagsþróun, er bitnað hef- ir mjög á þeim þjóðum, sem aðallega flytja út matvæli, eins og t. d. Dönum, hefir dregið mjög úr þeim árangri, sem orðið hefði af gengis- Iækkuninni, ef verðlag hefði haldist nokkurn veginn ó- breytt. Við þetta hefir svo bæzt verulegur aflabrestur, eink- um þó á síldveiðunum, er hafa nú tekist verr en áður eru dæmi til. Þcgar allt þetta er athug- að, er ekki undarlegt, þótt við höfum nú við mikla erf- iðleika að búa í fjármálum og þó sérstaklega i gjaldeyr- ismálunum. En þessir erfið- lcikar stafa ekki af gengis- lækkuninni, eins og stjórn- arandstæðingar vilja vera láta, heldur eru þrátt fyrir hana. Hver, sem nokkuð reynir að athuga þessi mál af sann- girni, hlýtur að gera sér ljóst, að ástandið væri nú miklu verra, ef ekki hefði veriö grip ið til gengislækkunarinnar. Þá myndi útflutningsfrain- Kristinn Guðlaugsson, Núpi í Dýrafirði Hinn 4. þ. m. andaðist Krist- inn Guðlaugsson, fyrrv. bóndi að Núpi í Dýrafirði. Með hon um er hniginn í valinn einn fremsti menningarfrömuður og héraðshöfðingi Vestfiarða um hálfrar aldar skeið, löngu þjóðkunnur maður. Saga hans verður ekki rakin í stuttu máli. Það yrði að vera um leið saga flestra félags- og framfaramála í Mýra- hreppi og að nokkru leyti á Vestfjörðum, einkum þó varð andi búnaðarmál, samvinnu- mál, bindindi og skólamál, si,ðan fyrir aldamót. Sú saga verður skrifuð siðar. — En minningin um Kristinn á Núpi er svo ofarlega í huga mér, eftir margra ára sam-, veru, að ég vil gera tilraun til þess að minnast hans í stuttu máli, þótt örðugt sé. Ég man ekki fyrr eftir mér, en ég heyrði Kristins getið, sem eins fremsta manns sveitar minnar. Síðar kynnt- ist ég honum persónulega og dvaldi nokkur ár á heimili hans ýmist sem nemandi í Núpsskóla, vinnumaður hans eða kaupamaður, þar til ég fluttist alfarinn að heiman 1915. Síðasta áratuginn hefi j ég endurnýjað þau kynni á ýmsan hátt og það er bjart yfir minningunni um Krist- inn á Núpi. Hann er með gáfuðustu, fjölhæfustu og skemmtilegustu mönnum, sem ég hefi kynnst. Er þá sama hvort ég minnist fræð- arans, húsbóndans, sam- verkamannsins eða vinarins. Ég átti því láni að fagna, að njóta hans í öllum þessum myndum. Það var jafnan sálubót að því að vera með Kristni, allt til hinstu stundar. Ég hitti hann síðast í Landsspítalanum nokkrum dögum fyrir andlátið. Hann var þá svo hress í bragði og léttur í máli að ég undraðist stórlega. Hann vissi þó vel að hverju mundi draga, en var hinn-rólegasti og tók því sem koma skyldi með karl- mennsku og trúaröryggi. Hann óskaði einskis sér til handa, nema ef hægt væri að draga úr sárustu þjáningun- um. — Er hægt að biðja um minna, þega? dauðinn er við dyrnar? -a- Kristinn var fæddur að Þrenni i Garðsárdal, Eyja- firði, 13. nóv. 1868 Foreldrar hans voru þau hjónin Guð- laugur Jóhannesson og Guð- ný Jónasdóttir, búandi þar. Móður sína missti hann þeg- ar hann var 15 ára, en föður sinn 18 ára gamall, 1887. Þá tvístraðist heimilið. Næstu ár vann Kristinn fyrir sér með vefnaði á vetrum en kaupa- vinnu á sumrin og safnaði fé sér til menntunar. Fór í bðendaskólann á Hólum 1890 og útskrifaðist þaðan 1892. Sama ár réðist hann starfs- maður Búnaðarfélagsins í Mýrahreppi í Dýrafirði og tók þá von bráðar slíku ást- fóstri við þá byggð, að þaðan vék hann aldrei siðan. Tel ég það mikið happ fyrir æsku stöðvar mínar. En ég veit líka að Kristinn taldi sér það happ, að hafa staðnæmst þarna og taldi gott að dvelja meðal þess fólks er hann kom til þarna í Mýrahreppi, ungur. 'maður og lítt reyndur, sem dreymdi stóra drauma um margvíslegar félagslegar um- bætur og framfarir íSsúnaði o. fl. Árið 1894 giftist Kristinn Rakel Jónasdóttur, Jónasson ar, bónda að Ásgeirsbrekku 1 Skagafirði. Bjuggu þau fyrst í Meira-Garði, en 1895 keypti Kristinn stórbýlið Núp í leiðslan alveg hafa stöðvast, a. m. k. bentu ekki stjórnar- andstæðingar á nein önnur ráð til að koma í veg fyrir stöðvun hennar. Ef til vill má segja, að þá hefði mátt kom ast í veg fyrir verðhækkan- irnar, því að atvinnuleysið og skorturinn hefði þá fljótlega séð um það, að ekki var þá neitt til, sem hægt var að hækka verðið. Hver vill segja slíkt ástand betra en það, sem nú er, þótt erfitt sé við það að búa? Þegar þetta er athugað, verður það Ijóst, að gengis- lækkunin hefir bjargað miklu þótt hún hafi ekki verið fær um að afstýra afleiðingun- um af aflabresti, markaðs- vandræðum og óhagstæðri verðlagsþróun erlendis. Þess ber svo að gæta, að gengislækkunin hefir á ýms- um sviðum haft heppileg áhrif á gang atvinnulífsins. Meðan ríkisábyrgð var í fullu gildi, skipti það fiskframleið- endur litlu, hvort þeir fram- leiddu vörur, sem auðvelt var að selja eða ekki. Þeir fengu fiskábyrgðina greidda samt. Á meðan var framleitt mest af frystum fiski, en lítið af saltfiski. Nú er þetta breytt, því að farið er að miða fram- leiðsluna við söluhæfni henn ar erlendis. Afnám ríkisá- byrgðarinnaf, sem ekki var mögulegt án gengislækkun- arinnar, hefir þannig haft heppileg áhrif á fjölmörg- um sviðum. Við hinu var hins vegar ekki að búast, að gengislækk unin væri ráð við öllum vanda Hún var óhjákvæmileg af- leiðing gamalla synda, þar sem var sljórnarstcfna und- anfarinna ára. Hún var nauð synleg ráðstöfun, ef ekki átti að hljótast alger stöðvun af völdum þeirrar stefnu, er fylgt hafði verið. Hún hefðl boriö verulegan árangur til viðréttingar, ef ekki hefðu nýir óviðráöaniegir erfið- leikar komið til sögunnar. Það eru fullyrðingar, sem fella sig sjálfar, að ætla að fara að skrifa aflabrest og óhagstæða verðlagsþróun er- lendis á reikning hcnnar. Dýrafirði og hófu þau hjón búskap þar 1896. Þar bjuggu þau svo nær því hálfa öld en dvöldu þar alla ævi síðan. Rakel andaðist 1948. — Það þótti í mikið ráðist fyrir ungan og efnalausan mann að kaupa Núp og reisa þar bú. Þar höfðu efnamenn búið áður. Og víst. áttu þau hjón við marga erfiðleika að stríða fyrstu búskaparárin. En þaú voru aíburöamenn hvort á sínu sviði og sigruðu erfiðleikana. Þau voru gest- risin með afbrigðum og ágæt ir húsbændur, enda skorti þau sjaldnast vinnufólk. Þótti gott hjá þeim að vera. Man ég það, að orð lék á því að enginn væri áreiðanlegri I viðskiptum en Kristinn á Núpi. Hann greiddi jafnan hverjum sitt á réttum tíma þótt fjárhagur væri þröngur. En eftir þvi sem árin liðu, batnaði hagurinn og jörði sína bætti hann mikið. Hann byggð öll hús jarðarinnar, m. a. vandað íbúðarhús, skömmu eftir aldamótin síðustu. Hann varð fyrstur manna til að taka upp ýmsar nýjungar í búnaði, m. a. mun hann hafa! verið einna fyrstur til að girða tún sitt með gaddavír. Var ekki trútt um að sumum þætti nóg um nýjungarnar og fékk Kristinn óspart orð í eyra, um sitthvað varðarrdi búnaðinn, eins og títt var um alla búfræðinga á þeim ár- um, og þekkist enn. — En Kristinn lét það sem vind um eyrun þjóta og hélt áfram að bæta jörð sína og gerðist um leið forkólfur samtaka sveit- arinnar og héraðsins um bún aðarmál og er fyrir löngu þekktur sem einn fremsti búnaðarfrömuður héraðs síns og landsins alls. — Auk búskaparins stundaði hann sjó mörg vor þar vestra. Þó dalabarn væri hann, þá var slíkt svo mikil búbót þar vestra, að ekki var hyggilegt að sleppa þeim feng. Einnig þar var Kristinn hlutgengur. Hann var ákaflega fjölhæfur, laginn og duglegur verkmað- ur, að hverju sem hann gekk, léttur í spori, léttur í lund og létt um öll verk. Honum virt- ist vera alveg sama hvort hann reri á sjó, stóð við slátt, hirti búfé sitt eða smalaði fé sínu og þyrfti stundum að klífa hin bröttu fjöll i ná- grenninu. Þau hjónin eignuðust 9 börn. Eitt þeirra, Unnur, dó ung. Hin eru: Hólmfríður, kennslukona, Unnur, Ólöf og Guðný, allar búsettar hér í bæ, Sigtryggur, Haukur, Har- aldur og Valdimar, allir bænd ur og hafa því dyggilega fet- að í fótspor föður síns. 2 fóst- urbörn ólu þau upp. 16 eru barnabörn Kristins. Strax og Kristinn kom í Mýrahrepp hófst félagsmála- starfsemi hansp— Hann var góður söngmaður og organ- isti. Stofnaði söngfélag og kenndi mörgum orgelleik. Búnaðarfélag Mýrahrepps var óskabarn hans. Hann var form. þess frá 1892, meira en hálfa öld. Varaform. Búnað- arsamb. Vestfjarða 1907, er það var stofnað og form. þess 1919—1497. Form. Kaupfélags Dýrfirðinga frá 1922, og síð- an óslitið nær þrjá áratugi. (Framhald á 7. síðu.) Fiskssalan vestur og frystihúsin Óskar Jónsson í Hafnar- firði, sem hefur flestum meiri þekkingu á sjávarútvegsmál- um, skrifar athyglisverða grein um þessi mál í Alþýðu- blaðið' á laugardaginn var. Óskar minnist þar m. a. á fisksöluna til Bandaríkjanna og segir þar m. a: „Undanfarin ár hafa Banda ríkin keypt nokkuð af hrað- frystum fiski frá ýmsum fisk- veiðiþjóðum og þar á meðal frá íslandi. Hefur mjög á skort, að vöruvöndun væri sem skyldi og eins hitt, að um búðir hafa ekki verið alltaf heppilegar. En hins ber líka að geta, að vöruvöndun hef- ur aukizt á allra siðustu tím um, þó ekki nóg og verður nú að gera róttækar tilraunir til að framleiða úr okkar ágæta hráefni fyrsta flokks vöru Sjálfur er ég í engum vafa um að það tekst, og ef það tekst, þá er það engum vafa undir- orpið, að við getum selt miklu meira magn í Ameríku af hraðfrystum fiski fyrir milj- ónir dollara og bætt þannig gjaldeyrisafkomuna. En til þess að þetta megi takast, þarf að sameina alla, sem að framleiðslunni vinna — á sjó — í landi — um að vanda alla meðferð og vinnu“. .. Það sem Óskar segir hér um fisksöluna til Bandaríkjanna, staðfestir það, sem Tíminn hefur haldið fram um þau mál, en um það skal ekki nán ar rætt að sinni. Þá minnir Óskar á það verk efni að hraðfrysta fleiri fisk- tegundir. Óskar segir m. a: „Það er upplýst, að síðustu áratugina hafa Ameríkumenn veitt mikið af karfa. Hefur neyzla hans verið mikil og þykir ágætis fæða og er miklu verðmeiri en þorskflökin í Ameríku. En veiðin hefur minnkað og er nú mjög auk- in eftirspurn eftir þessari vöru þar vestra. Við búum við nægtamið karfans, ef til vill þau auð- ugustu í heimi, en ennþá hef- ur hann lítið verið frystur aðalléga verið fiskaður til að vinna úr mjöl og lýsi. Væru þó mjög góðar að- stæður til að láta velflest frystihúsin vinna karfa, þann tíma ársins, sem minnst berst að af þorski og ýsu. Telst mér til að milli 50 og 60 hrað- frystihús séu í landinu og þannig í sveit sett, að með því að láta togarana fiska karfa fyrir þau, gætu þau framleitt niikið af þessari dýrmætu vöru til dæmis yfir sumar- og haustmánuðina“. Þá minnist Óskar loks á lúðuveiðarnar, sem gerð var tilraun með á síðastliðnu vori og gaf góða raun. Mai'kað- ur virðist sæmilegur fvrir hraðfrysta lúðu í Bandaríkj- unum og er hér því nýtt verk- efni fyrir hraðfrystihúsin. Hraðfrystihúsin eiga nú við mikla erfiðleíka að etja. Góð- ar horfur virðast hinsvegar á því, að það megi sigrast á þeim, ef áherzla er lögð á bætta vöruvöndun og fjöl- breyttari framleiðslu. Sterk- ar líkur benda til þess, að þá geti hraðfrystihúsin unnið framleiðslu sinni góðan mark að vestan hafs, en þar er ein- mitt eftirsóknarverðasti mark aðurinn. En þetta sama gildir vitanlega einnig um önnur markaðslönd. . X+Y,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.