Tíminn - 21.10.1951, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.10.1951, Blaðsíða 2
2. TÍMINN. sunnudaginn 21. október 1951. 238. biað. 'Jrá ka$ til Jjtvarpið íftvarpið í dag: Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 11,00 Messa í dómkirkjunni (séra Óskar J. Þorláksson). 18,30 Barnatími (Baldur Pálmason). 20,20 Erindi: Sumarþingin í Caux (séra Óskar J. Þorláksson). 20,45 Tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitarinnar (teknir á segulband á hljómleikum í Þjóðleikhúsinu 16. okt..). Stjórnandi: Olav Kiel- land. 22,00 Fréttir og veðurfregn ir. 22,05 Danslög (plötur). 23,30 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 20,20 Útvarpshljómsveitin; Þórarinn Guðmundsson stjórn- ar. 20,45 Um daginn og veginn (frú Lára Sigurbjörnsdóttir). 21,05 Einsöngur: Svanhvít Egils dóttir syngur; Fritz Weisshappel leikur undir. 21,20 Erindi: Frá Finnlandi (Jónas Gíslason cand. theol.). 21,45 Tónleikar: Lionel Hampton og hljómsveit hans leika (plötur). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Létt lög (plöt ur). 22,30 Dagskrárlok. Ftugferðir Loftleiðir. Á morgun verður flogiö til Akureyrar, Bíldudals, ísafjarðar, Patreksfjarðar, Vestmannaeyja og Þingeyrar. Arnað heilla. Iljónaband. í dag verða gefin saman í hjónaband á Akureyri ungfrú Anna Sveinbjörnsdóttir, Gránu félagsgötu 1 og stud. theol. Tómas Guðmundsson frá Tandraseli í Mýrasýslu. Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjónaband af séra Jakob Jóns- syni ungfrú Árný Hrefna Árna dóttir og Guðmundur Karls- son, Drápuhlíð 1. Hvar eru skipin? Sambandsskip: | Ms. Hvassafell er í Gdansk. ! Ms. Arnarfell er í Ibiza. Ms. | Jökulfell fór frá Guayaquil 15. j þ. m. áleiðis til New Orleans með viðkomu í Esmeraldas. Ríkisskip: Hekla er í Reykjavík og fer þaðan á þriðjudaginn austur um land í hringferð. Esja er á Austfjörðum á norðurleið. Herðu breið er í Reykjavík. Skjaldbreið var á ísafirði í gærkveldi. Þyrill er í Reykjavík. Ur ýmsum áttum Ferðafélag Islands heldur fyrsta fund sinn á hautinu í Tjarnarkaffi (Odd- fellowhúsinu) miðvikudaginn 24. okt. n. k. kl. 9 e. h. Dagskrá fundarins: Forseti flytur minningarorð um Kristján Ó. Skagfjörð. 2. Jóhann es Áskelsson, jarðfræðingur: Endurminningar úr ferðalagi með Kristjáni Ó. Skagfjörð á Vatnajökli. 3. Hallgrimur Jónas son, kennari, flytur kvæði. 4. Helgi Hjörvar rith.: Erindi um Snæfellsnes með litmyndum, teknar af Páli Jónssyni, Stefáni Nikulássyni og Sigurjóni Jóns- syni. — Aögöngumiðar seldir á miðvikudaginn i bókaverzlun- um Sigfúsar Eymundssonar og ísafoldar. í tuttugasta sinn. ímyndunarveikin verður sýnd í Þjóðleikhúsinu í tuttugasta sinn í dag. Aðsókn er enn góð að leiknum. Húnvetningafélagið heldur skemmtisamkomu í Tjarnarkaffi næstkomandi föstu dag 26. þ. m., og verður dagskrá skemmtunafíhnar auglýst síðar. — Skemmtinefiidin. Mikið hlegið að Bakkabræðrnm Hin nýja kvikmynd Óskars Gíslasonar, Reykjavíkurævin týr. Bakkabræðra, var sýnd op inberlega í fyrsta sinn í Stjörnubíó í fyrrakvöld. Kvik myndin er gamanmynd, þar sem ævintýri hinnar fornu þjóðsögu er breytt til nútíma staðhátta, og er efni myndar innar hið hlægilegasta. Kvikmyndin sjálf er fjörug og skemmtileg. Hún skoðast ekkf sem listaverk frá tækni legu sjónarmiði, enda miðuð við það fyrst og fremst að létta mönnum geðið og gleyma áhyggjum liðandi stundar um stund í fylgd með hinum furðulegu Bakkabræðr um í ævintýrum þeirra í höf- uöborginni. Þetta tekst Ósk- arii að gera með mynd sinni, sem áreiðanlega verður vel þegin í skammdeginu. I Sagan hans afa er nýjasta og bezta barnabókin. BANN Rjúpnaveiöi og allt annaö fugladráp er stranglega bannaö i eftirtöidum löndurn; Allt Mosfellsheiðarland, Þingvallahreppslönd, þar með talið Ármannsfell og Súlur. Stardals-, Hrafnholts- og Þverárkotslönd og Esj- an öll, allt til Hvalfjarðar. Hver sem er að óleyfilegum fuglaveiðum í nefndum löndum sætir ábyrgð að lögum. Landeigendur. ófær Frá fréttaritara Timans á ísafirði. Undanfarna tvo daga hefir verið norðan hvassviðri með snjókomu, og er Breiðadals- heiði orðin ófær bifreiðum. Víða er dregið í skafla á öðr- um vegum. Fréttabréf úr Skaptártungu Haustrigningin bylur á glugganum dag eftir dag og nótt eftir nótt. Hefir svo ver- ið síðastliðnar 4—5 vikur. — Öðru hverju hvítna fjalla- hnúkarnir hér fyrir norðan, og minnir það mann á, aö ekki megi mikið kóln'a til þess, að hvíti faldurinn breið- ist niður yfir byggðina, enda fer vetur að nálgast. Almanak ið segir nú reyndar, að sum- arið eigi að vera viku lengra núna. Og hvernig eru bændur þá hér um slóðir undir veturinn búnir? Því miður mun það misjafnt, sem ekki er furða, því hér í sveit var ekki hægt að byrja slátt fyrr en undir júlílok vegna grasleysis, og svo liggur það sem seinast var slegið visin bleikja úti á jörðinni. Er það að sönnu ekki mikið, en þó svo, að munaö hefði að því, hefði það náðst óhrakið. Nautpeningi fækkað. Tún voru svo illa farin hér í sveit af kali og maðki, aö íóðurfengur varð ekki nema þriðjungur og tæpur helm- ingur hjá flestum búendum í þessari sveit. Útslægjur eru hér alltaf rýrar, og voru þær það ekki síður núna, skárst- ar á jörðunum norðan til í byggðinni, og voru þær nokk- uð notaðar af sumum bænd- um, sem höföu aðstöðu til þess. Hey er með minnsta móti hjá flestum, þar sem fyrningar voru ekki eftir síð- astliðiijn vetur og vor, nema hjá einstöku bónda. Verða menn hér ýmsir að minnka bústofn sinn og farga fram yfir venju af heyjum. Veröa það kýr, sem helzt verður fargað, þótt þær séu ekki margar hér á bæjum, því ekki er hér um sölu mjólkur að ræða austan sands. Víðast í öðrum sveitum þessarar sýslu mun ástand betra með heyfeng, sérstak- lega mun góður og mikill hey skapur í Mýrdal. Rigningasamt haust. Kartöfluuppskera var með betra móti. — Slátrun héðan er að mestu lokið, nema það sem ekki hefir náðst í vegna þess, að ekki er búið að safna nema einu sinni vegna rign- inganna og þoku á fjöllum. Lömb eru í fullu meðallagi, og er það furða eftir þetta kalda og gróðurlausa vor síð- astíiðna. Munu þau einna bezt hér í Skaftártungu. Framkvæmdir. Þrátt fyrir þetta erfiða ár- ferði undanfarið eru fram- kvæmdir með mesta móti, bæði jarðrækt og húsabygg- ingar. Er verið að byggja í- búðarhús steinsteypt á þrem bæjum í þessari litlu sveit. Er reyndar lokið vfð eitt þeirra, á prestssetrinu í Ás- um. Heíir presturinn hér drif ið mest í að koma því upp, enda þött hann sé ekki enn farinn að búa í því. Hefír sú jörð verið að mestu í eyði, nema hvaö prestur hefir nytjaö þar eitthvað slægjur undanfarin ár. Vonandi verð ur nú farið að búa á henni, fyrst búið er að byggja á henni nýtízku hús. Nóg er samt af eyðij örðum, þar sem eru þrjár aörar, er áður var búið á, hér í Skaftártungu. Fjárpestin. Ekki hefir orðið vart neinna fjárpesta hér enn. — Eru menn samt milli vonar og ótta um það, að mæðiveiki kunni að berast hingað, því liún er ekki alllangt frá, í Mýrdal og í Rangárvallasýslu. Var áður samganga fjár milli Skaftártungu og Rangárvalla hér á fjöllunum, en nú mun lítið um það, síðan Rangæing ur hættu að reka á fjall af því veiki kom þar upp. Lizt mönnum illa á búskap hér, ef pestirnar bærust hingað, því tekjum bænda hér eru sem sagt aðallega af sauðfé, þar sem ekki næst í mjólkur- markað. í fyrri fjárplágunum, (fjárkláðanum) komust þær í hvorugt skiptið í Skaftafells- sýsluna austan sanda, og var sótt fé hingað eftir niður- skurðina þá. Er maður að vona, að eins kunni þessari sveit að sleppa enn, en ekki er nú útséð um það. V. S. i TILKYNNING Frá og með 17. október framkvæma P. STEFÁNSSON H.F., HVERFISGÖTU 103 allar viðgerðir á SKODA- og TATRA-bifreiðum. Varahlutir í þessar bifreiðar verða einnig til sölu hjá oíangreindu fyrirtæki. Virðingai'fyllst, Téklittesku — Infreíiímimboðiif « íslsmtli h.f. Kennara vantar í vélvirkjun og járnsmiði að verknámsdeild ♦ gagnfræðastigsins. — Upplýsingar í iíma 80 785 fyrir J hádegi á mánudag og þriðjudag n.k. Fræðsluráð Reykjavíkur. Frímerkjaskipíi Senðið mér lGð fslenzk tri- merki. Ég sendi yður um hs*í £00 erlend írimerkl. JðS 4GNABB. Frimerkjaverzlnio, P. O. Box 358, Reykjavik ALLSKONAR pípulagningavinna Nokkurt efni fyrirliggjandi. Guðmundur Friðfinnsson, Kjartansgötu 5. Sími 6103. HEFI OPNAÐ T annlækningastof u í Lækjargötu 8. Viðtalstími kl. 10—12 f.h. og kl. 2—5 e.h., laugardaga kl. 10—12 f.h. Jóhann Finnsson, tannlæknir, — Sími 5725. Ánglýsið i Tímannm. ttbrciðið Tímann Verið óliáð veðrinn mcð að þurrka þvottinn Miele þurrkvélin sér fyrir því. Komið og skoðið hana Véla- og raftækjaverzlunin, Tryggvagötu 23. Símj 81279. Bankastræti 10. Sími 6456. Bændur! Athugið að Sauðfjárbókin fæst í flestum kaupfélögum. SAUÐFJÁRBÓKIN Máfahlíð 39. ♦♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< Kaupum - Seljum Allskonar notuð húsgögn. Staðgreiðsla. PAKKHÚSSALAN Ingólfsstræti 11 — Sími 4663

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.