Tíminn - 28.08.1953, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.08.1953, Blaðsíða 3
193. blað. TÍMINN, föstiidaginn 28. ágúst 1953. 3 Sextugun Sigurður Birkis Þann 9. • þessa mánaðar varð Sigurður Birkis söng- málastjóri þjóðkirkjunnar, 60 ára. Venjulega skiftir það ekki miklu máli fyrir aðra en venzlamenn og vini, þótt mað ur eigi 60 ára afmæli, þetta gerist á hverjum degi ársins og f jöldi þeirra, sem náð hafa þessum aldri, eiga ólifaðan drjúgan áfanga æfinnar og oft merkilegan. Vonandi verð ur það hlutskipti Sigurðar Birkis. En þar sem Birkis er löngu þj óðkunnur fyrir brautryðj - endastörf á sviði söngmennta 1 landinu, vil ég segja nokk- ur orð á þessum tímamót- um i æfi hans um hann sjálf an og lífsstarf hans. Það mun hafa verið 1927, að ég kynntist Birkis aö nokkru ráði. Iiann var þá ný setztur að hér í bænum sem söngkennari að afloknu námi erlendis, hafði útskrif ast frá verzlunarskóla í Kaup mannahöfn og f'rá konung- lega tónlistarskólanum þar, með söng sem aðalnáms- grein og síðan stundað fram halflsnám á Ítalíu. — Hann var þá þegar kunnur söng- unnendum höf uðstaðarins, •haföi haldið hér fleiri söng- ■skemmtanir við bezta orð- stýr. Okkur, sem vorum meiri eða minni þátttakendur í sönglífi bæjarins, þótti það mikill i'eiigur að geta leitað til þess iærða kennara um tilsögn í raddbeitingu og raddþjálfun. Alþingishátíðin 1930 stóð fyrir dyrurn. Sigfús heitinn Einarsson sá um und •irbúning söngs fyrir hátíð- ina og fyrh’ hans atbeina var Samband ísl. karlakóra stofn að 1908. Það réði Birkis í sína þjónustu ög starfaði hann hjá því til 1941, að hann var ráðinn söngmálastj óri þjóð- kirkjunnar. Samtímis og síð- ar kenndi hann nokkrum á- litlegum söngvurum, t. d. Stefáni íslandi, sem var einn af hans fyrstu nemendum, Einari Kristjánssyni, Þor- steini Hannessyni, Guðrúnu Á. Símonar og Kjartani heitn um Sigurjónssyni, sem var maður, er mikils mátti af vænta og var harmdauði öll- um, sem þekktu hann. — Öll þessi ár hafði ég mjög náin kynni af Sigurði og starfi hans og á hugljúfar minn- ingar um samskipti okkar, bæði þá og síðar, og færi hon um beztu þakkir fyrir störf hans í þágu Sambands ísl. karlakóra og Karlakórs Reykjavíkur. Karlakór Rvík- ur sótti kennslu til Birkis eins og hægt var, og er mér minnisstæð sú alúö, er hann lagði við raddþjálfun kór- manna fyrir utanlandsferð- irnar 1935, 1937 og 1946. Hann fór með kórnum fyrstu ferð- ina og var einn af þeim ’fyrstu, sem kórinn kaus sem heiðursfélaga. Sama gerði einnig Samb. ísl. karlafc óra og fleiri kórar. Ég veit, að Birkis hætti störfum hjá Sambandi ísl. karlakóra með nokkrum trega. Hann haföi eignast íjöida vina víðs vegar um lar.dið, sem þótti sárt að missa hann frá starfinu. En stór verkefni og erfið voru framundan, og þau hlaut hann aö taka að sér. Aðrir en ég, eru betur fallnir til að dæma um, hvernig honum hefir lánast að leysa þau af höndum, en þar munu merk in sýna verkin, og merkin eru þau, að kirkjukórar hafa verið stofnaðir í hátt á ann- að hundrað af sóknum lands ins. Að stofnaður var söng- skóli þjóðkirkjunnar, sem Birkis veitir forstöðu, en þar hafa margir organistar not- ið kennslu. Hin mörgu söng mót kirkjukóranna bera því glöggt vitni, að starfsemi þeirra er í blóma og kirkju- lífi þj óðarinnar ómetanleg- ur stuðningur. Hitt vitum við einnig, að áður en Birkis hóf lananám sitt á þessu sviði, var ástandið í þessum efnurn mjög slæmt, svo að sums staðar horfði til vand- ræða um messuhöld. Má því segja, að hér hafi borgir ver- ið reistar úr rústum. Fræg er sagan af hinum fyrsta Hólabiskupi, Jóni helga, við aftansönginn í Lundi. Jón biskup setti skóla áð Hólum og réði til hans söngkennara, kenndi hann mörgum ungum mönnum söng og má af sögunni marka, að hann hafi verið snjall kunnáttumaður í sinni grein. Eigi er mér kunnugt um að kirkjan hafi lagt slíka rækt við söngkennslu frá þeim tíma og til þess er Birk is tók við embætti sínu hjá þjóðkirkjunni. Ég veit, að sumir menn liafa spurt: Er söngurinn þess virði, að honum til efl- ingar sé varið tíma og fé? Ég vil nota tækifærið og svara þessari spurningu í fá- um dráttum frá mínu sjón- armiði: (Framh á S. siðu). Góðir íestir í A undanförnum árum hafa oft komið hingað góðir gestir og fært með sér hressandi and rúmsloft að utan. Við höfum notið komu þessa fólks, list ar þess og numið af því. Það er mjög virðingarvert af ráða mönnum þjóðleikhússins að beita sér fyrir því, að hingað komi hópar erlends listafólks, sem er þess megnugt að auðga okkur af menningu. Nú er kominn hingað flokk ur ballettdansara frá konung lega leikhúsinu í Kaupmanna höfn og komu ballettdansar- arnir fram í þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn í fyrrakvöld. Hér er ballettinn mjög ung ur og er enn í mótun. Síðast liðinn vetur sáum við fyrst að ballettinn á sér framtíð hér á landi, en þar á ég við ballett- inn „Nú andar suörið“, sem byggður er á undurfögru ljóði Jónasar Hallgrímssonar. En á meðan íslenzkur bailett er í deiglunni, er það okkur ómet anlegt, að hingað komi eriend ir ballettdansarar, svo a'ð inn lendir dansarar geti haft hina til athugunar á, leið sinni fram á við. Það er mjög ánægjulegt, aö þessi ágæti ballettflokkur, sem nú er hér í heimsókn, skuli vera undir stjórn Fred- björns Björnssonar, manns af íslenzkum ættum, og mátti glögglega kenna íslenzkrar skapeiginöar í dansi þeim, sem Fredbjörn hefir samið og er á efnisskrá ballettsins hér. Ballettinn hófst á Chopin- iana eftir Fokin, við tónlist eftir Chopin. Ballettinn döns uðu Kirsten Ralov, Inge Sand. Elin Bauer, Viveca Segerskog og Stanley Williams. Eins og tónlist Chopins, þá er þessi dans mjög fagur í svífandi léttleika sínum, sem er þó öðru hverju tregablandinn. Sérstaka eftirtekt vöktu þær Kirsten Ralov og Inge Sand. Þrautskólaðar að viöbætt- um þeim listrænu hæfileik- um, sem enginn skóli getur skapað, hversu góður sem hann er. Fredbjörn Björnsson og lnge Sand sten Ralov og Fredbjörn Björnsson. Þessi dans er einna eftirminnilegasta at- riðið. Bæði voru dansendui’n ir áhrifamiklir túlkendur og dönsuðu með því valdi, sem þrautreyndum heimamönn- um í þessari list er einum auð ið. Tjáningin var einföld en sterk og bar i sér þá suðrænu hlýju og angan sjálfgróinna aldingarða rómanskra mar- j marahalla, sem einkum vekur j í okkur þær kennöir, sem eru ! af keltneskum toga spunn- j ar og geta ekki dáið, þrátt i fyrir norrænan þunga arf- i genginnar skapgerðar okkar. Næst á dagskránni var Don Quichotte, ballet eftir Petita, tónlist eftir Meishaus. Þenn- an ballett dönsuðu þau Kir- Kristen Ralov j Þriöja atriöið var Coppelia, þættir úr ballett eftir Nuitter og Saint-Leon, tónlist eftir I Delibes. Þættirnir voru Pas de l deux, Variationer, Czardas og j finale. Svanhilde dansaði j , Inge Sand fínlega og með , þeirri eölislægu lyftingu, sem jer svo mjög einkennandi við ' þennan sólódansara. Frantz dansaði Fredbjörn Björnsson, sterkur og karlmannlegur, -oðlileg og viðkunnanleg and staða Inge Sand. Vinstúlkurn ar dönsuðu þær Kirsten -Ralov og Elin Bauer og Viveca Seg- erskog, en vinina dönsuðu Stanley Williams og Anker Örskov. Hrífandi voru Draummynd ir, þættir úr ballett eftir Wal- bom við tónlist eftir Lumbye. Einkum var samdansinn í finale eftirtektarverður og sýndi bezt, hve þessir kær- komnu gestir standa framar- lega í list sinni. Næst kom Yota, ballett eft ir Fredbjörn Björnsson. Dans aði höfundurinn sjálfur ásamt Inge Sand og Viveca Segerskog þennan ballett. Hann er mjög skemmtilegur ðg í honum þekkist það grín, sem okkur er mjög nærstætt og hér á landi hefir löngum tíðkast i skáldskap. Er líklegt, að erfðir höfunöar hafi ráðið einhverju um þá línu, sem hann valdi í. þennan ballett sinn. Áð síðustu var dansaður ballettinn Livj ægerne paa Amager eftir ðánska meistar ann Bournonville. Komu þau öll fram í þessum dansi, sem var eins óaðfinnanlega dans aöur og öll hin atriðin. Ein- kennandi var allt að því gáska fullur þróttur Kirsten Ralov í þeim öansi. Það er óhætt að fullyrða, að hér hafa ekki sézt önnur eins tilþrif, léttleiki og full- komnun skólunar og hjá þess um ballettflokki. Danskur ballett er viðurkenndur fyrir gæði, en sú viðurkenning hef ir haft lítið að segja fyrir okk ur, þar til nú, að við höfum séð hann. Það er ekki lengur afspurn, heldur vissa, seni við höfðum þó fengið sterklega undirstöðu að við dvöl Bid- stedhjónanna á s. 1. vetri. Eins og áður getur, þá er það ung um ballett hér á landi mikil gæfa að þessi flokkur kom hingað. Eru unnendur ball- etts hvattir til að' láta ekki hjá líða að sjá þessa ballett- dansara, sem aðeins standa stutt við. Undirleik annaðist Alfred Morling, sem er aðstoðar- hljómsveitarstjóri við konung lega leikhúsið í Kaupmanna- höfn. Undirleikur hans var mjög góður. G. Silliiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii || ||||I||M,||,|||||||||,ll,l|III||lll|l|lll,|im|,mi|||,l||i|||Iltm|,||||||||||||||||||||||,m||||,||||,|||,|||lll|im|ll|l|ll|,|,,|,|n,||,,ii,niiiiiiiiiiniiiii,||,,||||||||||||||||,||||||||||||||n,,iii |||||||,|||,1111111111111,111111111,— ' I heldur áfravi í dag. — Fjölbreytt úrval af alls konar efnnm. — Einnig föt og stakar buxur — AFAR ÓDÝRT. iiiliiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiilililiiiiiiiiiiiiiui|l|,||l|l,MHMinmnmmunmiuimummmnmmmmummummmmmnniunnmuimnummumiiuiMunmimmuimmmmuunnumnmummmmmmmummumuminumiiimmmuummummmmr*imumuuum - ^^Kcl^oóó, j^itUý h o Ítóó træ tl 2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.