Tíminn - 25.11.1953, Blaðsíða 4
TÍMINN, miðvikudaginn 25. nóvember 1953.
268. blaff.
Hæstv. ráðherra.
Háttv. samkoma.
Mér er ótalandin ánægja að
mega minnast 25 ára afmælis
skólans að viðstöddum svo
mörgum velunnurum hans.
Það er ekki hægt að segja
sögu héraðsskólans, nema í
örfáum dráttum við þetta
tækifæri, og enn síður sögu
skólamálsins. Aðeins skal þess
getið nú þegar, að baráttan
fyrir ungmennaskóla á Suður
landi stóð yfir 50 ár fyrir 1928
og að því leyti, sem hún er
tengd þessum skóla, er hún
skráð f ársriti skólans 1933,
55 bls. lesmál, ýtarleg ritgerð
eftir Böðvar Magnússon,
hreppstjóra. Margir menn
koma þar við sögu, en í loka-
þætti þess máls koma þar
helzt fram Böðvar Magn-
ússon, hreppstjóri, Jónas
Jónsson ráðherra og Guðjón
Samúelsson húsameistari rík-
isins. Kolbeinn Guðmundsson
á Úlfljótsvatni lagði fram til
byggingarinnar kr. 500 og
hafði þá enginn einstaklingur
lagt fram svo háa fjárhæð, en'
siðar gaf Magnús Torfason
sýslumaður rúmlega 3100 kr.
Stefán Diðriksson bóndi á
Minni-Borg lagði mest á sig
.allra manna sem byggingar-
nefndarmaður til að koma
byggingunni áfram.
Þetta er í 26. sinn, sem skól
inn er settur. 1. nóv. 1928 var
Laugarvatnsskólinn settur
fyrsta sinni af þáverandi
skólastjóra, Jakob Lárussyni
presti. Séra Jakob Lárusson
var þá þegar vel þekktur sem
áhrifamikill kennimaður og
ungmennafélagi. Eftir eitt ár
sem skólastjóri, hvarf hann
aftur að brauði sínu, Holti
undir Eyjafjöllum. Hann er
nú látinn. Aðal samstarfsmað
ur séra Jakobs var Guðm. Ól-
afsson, sem enn kennir hér og
er ykkur öllum að góðu kunn-
ur sem mikilhæfur kennari.
Ennfremur kenndu þau Arn-
heiður Böðvarsdóttir, nú hús-
freyja á Efri-Brú, Páll Diðriks
son bóndi á Búrfelli og Guð-
rún Þorsteinsdóttir kennari.
Magnús Böðvarsson, nú
bóndi í Miðdal, stjórnaði hol-
steinagerðinni. Skólapiltar
unnu að henni allt að þremur
stundum á dag og steyptu úr
70 tunnum af sementi. Stein-
arnir voru síðan notaðir í
stækkun skólabyggingarinn
ar næsta sumar. Myndu skóla
piltar nú á tímum vera fúsir
til svóna þegnskapar við skóla
sinn? Ráðskona fyrsta árið
var Aðalbjörg Haraldsdóttir,
nú húsfreyja í Miðdal.
Fyrsta árið voru reistar tvær
burstir hússins, þannig hóf
skólinn göngu sína. Haustið
eftir,1929,voru komnar fjórar
burstir í viðbót, alls sex burst
ir, að innan var skólinn, mátti
segja, að öllu leyti ógerður.
Þegar skólinn var settur það
haust, 4. nóv., voru allir nem-
endur komnir, 83 að tölu, og
samsvarandi kennaralið.
Aðeins einu sinni á æv-
inni, og þá vegna reynslu-
skorts, er hægt að taka að
sér að stjórna slíku skóla-
haldi. En þrátt fyrir alla þá
ólýsanlegu erfiðleika, sem
við var að glíma, hefir ekki,
öll þessi ár, mótazt eins ör-
ugg vinátta, varanleg og ein
læg í skóla mínum, eins og
þennan og næsta vetur,
enda er mér þegar kunnugt
um marga nemenduir frá
fyrstu árunum, sem ætla að
verða hér við skólasetningu
á 25 ára afmælinu. Án efa
verða þeir langflestir.
Ýmsar minningar frá þess-
um tímum sýna hugsunarhátt
og andsvör nemenda við erf-
iðleikunum. í einni kennslu-
Bjarni Bjarnason. skólastjóri:
„Þar til annað reynist treysti ég því að skóla-
húsið verði endurreist í burstastílnum“
Rœða fluít á 25 ára afmœli LaugarvatnssUóla í haust.
'7
Þegar Laugarvatnsskóli var settur í 26. sinn sunnu-
daginn 1. nóvember í haust var um leið minnzt 25 ára
afmælís skólans, eins og frá hefir verið skýrt í frétt-
um. Við þetta tækifæri flutti Ejarni Bjarnason, skóla-
stjóri ýtarlega ræðu um starfsemi skólans þennan
aldarfjórðung og framtíðarmálefni skólans og Laug-
arvatns. Ræðan gaf sýn í starfsheim stærsta skóla-
heimilis á landinu og þá framtíð, sem skólastjórinn á
Laugarvatni og aðrir forsvarsmenn skólans vilja búa
hinu stóra skólasetri. Tíminn taldi mikilsvert að fleiri
en þeir, sem staddir voru að Laugarvatni þennan dag,
fengju að fylgjast með þessum málum og bað því
Bjarna skólastjóra um ræðuna til birtingar og gaf
hann til þess góðfúslegt leyfi. Birtist hún nú í þrem
áföngum, og er þetta liinn fyrsti.
Margir eldri nemendur, kennarar og aðrir velunn-
arar skólans heimsóttu hann á þessum tímamótum en
aðrir sendu honum hugheilar óskir. Barst skólanum
fjöldi skeyta og meðal annars frá forseta íslands.
stofunni sváfu 30 piltar, en
nýtt nemendahús var í smíð-
um. Kennslustofan hlaut
nafnið Babylon, en nýja hús-
ið, hinn væntanlegi bústaður,
Sion. Babylon heldur sínu
nafni enn í dag, en Síon
breyttist í Björk, en þó tókst
ekki nafnbreytingin fyrr en
sett var nafnspjald á húsið.
Þá tala nöfnin á herbergjun
um sinu máli:
Sjöstjarnan, Syndin, Klaust
ur, Kæruleysi, Horngrýti,
Himnaríki, Heidelberg. Skóla
regla ein, sem átti að tak-
marka mjög heimsóknir pilta
í íbúðir skólastúlkna og gagn
kvæmt, þótti æði harkaleg og
hlaut nafnið Stóridómur og
ber skólareglan þetta nafn
enn í dag.
Á þessum fyrstu árum stofn
uðu nemendur fimm sjóði.
Skipulagsskrár þeirra sýna
glögglega hugulsemi nemenda
og skilning á efnaleysi skól-
ans.
Einn sjóðinn átti að nota
til að hjálpa sjúkum, annan
Itil þess að prýða kringum
skólann, þriðja til hljóðfæra
kaupa, fjórða til kaupa á í-
: þróttatækjum, fimmta til í-
þróttavallargerðar. Sjóðirnir
hafa verið ávaxtaðir og eru
enn ónotaðir og eru nú sam-
tals um kr. 42 þús.
) Samkennarar mínir fyrsta
veturinn minn hér voru Guð-
mundur Ólafsson, sem kennir
enn, Guðrún Eyþórsdóttir,
hún giftist síðar Þórði Krist-
leifssyni, Sigurður Thorlacius,
jhann var aðeins einn vetur
hér, en varð þá skólastjóri
barnaskóla Austurbæjar í
Rvík, en lézt í blóma lífsins,
og Guðmundur Gíslason, sem
síðar varð skólastjóri Reykja
skóla, og er það enn.
i Árið eftir, 1930, komu þeir
Kristinn Stefánsson, hann
var aðeins eitt ár, en varð þá
skólastjóri í Reykholti, nú
fríkirkjuprestur í Hafnarfirði
og Þórður Kristleifsson, sem
enn er kennari hér. 1931 komu
þeir Björn Jakobsson nú skóla
stjóri íþróttakennaraskóla ís
lands, Bergsteinn Kristjóns-
son og Þórarinn Stefánsson,
þeir kenna báðir enn við hér-
aðsskóla, 1932 kom Ragnar
Ásgeirsson, bæði sem garð-
Jyrkjumaður og kennari. Má
nú sjá 2—3 mannhæða há tré,
Bjarni Bjamason flytur ræðu
á 25 ára afmæli Laugar-
vatnsskóla.
sem hann gróðursetti hér fyr;
ir 20 árum. ! starfSlið annarra starfsgreina
Síðar komu og kenna hér ekki nefnt að þessu sinni.
enn Ólafur Briem, Þórir Þor- j samkennurum mínum og
geirsson, Eiríkur Jónsson, tarfsliði gkólans í öðrum
Sveinn Pálsson, Haraldur starfsgreinum en kennslu á
Matthíasson, Benedikt Sig- ég óendanlega margt að
valdason, Védis Bjarnadóttir þakka og ekki síður sjálfur
og Else Hansen. Kennarar, Skólinn. Kennararnir hafa
sem hafa verið við skólann, en Sýnt frábæra árvekni í störf-
hætt kennslu eru þessir: Séra
Jón Thorarensen prestur í
Reykjavík, Guðjón Kristins-
son, kennari Borgarnesi, Al-
bert Sigurðsson, kennir ekki,
Gísli Pétursson, nú látinn,
stúdentarnir Sveinn Jónsson,
Þorbjörg Bjarnar og Teitur
Benediktsson.
Verknámskennararnír: Ósk
ar Jónsson, nú skólasmiöur
hér, Jón Jóhannesson kennari
í Rvík, Þórey Skaftadóttir, síð
ar forstöðukona við hús-
mæðraskólann hér og á ísa-
firði, nú látin, Petrína Hall-
dórsdóttir, látin, Jónína Guð
mundsdóttir, kennari, Rvík
og Jóhanna Ingimundardótt
ir, frú, Reykjavík, Valgerður
Árnadóttir nú forstöðukona á
Akureyri, Sigþrúður Stefáns-
dóttir, hætt kennslu, Aðalheið
ur Kolbeins kennari Vest-
mannaeyjum, Ástrún Valdi-
marsdóttir kennari Rvík.
íþróttakennararnir: Bald-
ur Kristjónsson kennari Rvík,
Árni Guðmundsson íþrótta-
skólakennari, Hjördís Þórðar-
dóttir, nú við nám í Þýzka-
landi, Ólöf Þórarinsdóttir
kennari á Selfossi, Jón
Bjarnason, Selfossi.
Hjúkrunarkonur: Ingunn
Jónsdóttir Rvík, Áslaug M.
Sigurðardóttir Vestmannaeyj
um, Ólafia Jónsdóttir for-
stöðukona á Kleppjárnsreykj
um, Guðríður Jónsdóttir Rvík
og Stefanía Stefánsdóttir nú-
verandi hjúkrunarkona.
Formenn skólanefndar hafa
verið: Helgi Ágústsson lengst
af, Ingólfur Þorsteinsson og
núverandi form. Sigurður Ó.
Ólafsson alþm. í skólanefnd
frá öndverðu hafa verið Helgi
Ágústsson, Böðvar Magnús-
son, Jörundur Brynjólfsson,
ennfremur séra Guðmundur
Einarsson og Einar Halldórs-
son. Meðan þeir lifðu og síð-
ar Skúli Gunnlaugsson.
Vegna þess, að þessi frá-
sögn mín er aðeins bundin við
sjálft skólastarfið verður
um. Miili skólanefndarmanna
hefir aldrei fallið styggðar-
yrði né milli mín og þeirra
í 24 ára samvinnu. .
Helga Elíassyni, fræðslu-
væri ekki verandi vegna þess
að skólastjórinn gæti aldrei
séð landið í friði, þyrfti alltaf
að vera að róta og bylta jörð-
inni. Nærri lætur að hér sé
búið að reisa hús, sem nema
10 þús. ferm. að gólffleti, á
þessum 25 árum. Samsvarar
það 100 íbúðarhúsum, sem
hvert væri 100 fermetrar að
gólffleti. Hér eru ekki talin
hús í einkaeign, sem reist
eru af mönnúm, "sem hafa
haft lifibrauð hér, en þau
hús eru nú 6 að tölu.
í ágústmánuði. 1947 skeði
mikið óhapp hér. Héraðsskóla
húsið brann, fimm burstir
brunnu niður að kennslústof-
um, ein hæð og risið’ Þá varð
hér mikið tjón og .ein stúlka
slasaðist, ^n hiáfgár starfs-
stúlkur gistihússins töpuðu al
eigu sinni og húsmunir frá
skólanum, nokkur málverk og
myndasafn brunnu. Ýmsir
landsmenn, einkum þó fyrr-r
verandi' nemendur, tóku sig
saman og söfnuðu nokkurri
fjárhæð og gáfu skólanum,
fyrst og fremst til þess að
bæta stúlkunum tjón þeirra
að nokkru. Ég nota þetta tæki
færi til að þakka þennan
myndarskap og þetta vin-
áttubragð.
Skólahúsið er enn óendur-
reist, en þar til annað reyn-
ist, treysti ég því, að með vor-
inu verði byrjað-að endurreisa
gamla burstastílinn. Þar eð
héraðsskólinn hefir nú látið
af hendi nýja skólahúsið til
menntaskólans hlýtur krafan
um endurreisn hins brunna
húss að vera bæði sjálfsögð
og réttmæt.
Nokkuð hefir verið gert til
þess að prýða umhverfi stað-
arins. Túnin eru orðin 30—
40 ha., mýrina hér fyrir sunn
an, sem ætíð blasir við augum,
er verið að þurrka og brjóta.
Skógarbrekkan hér fyrir ofan
hefir verið grisjuð og gróður-
settar 40—50 þús. greniplönt-
málastjóra, ber margt að ur, eru sumar þeirra orðnar
þakka. Hann hefir ætíð gert á aðra mannhæð.
allt, sem í hans valdi hefir
staðið að greiða götu skólans.
Aðalsteini Eiríkssyni náms-
stjcra flyt ég beztu þakkir fyr
ir mikla og góða vinnu, ráð-
Guðm. Olafsson kennari
hefir unnið langmest að grisj
uninni með nemendum og
gætt skógarins, en Þórarinn
Stefánsson kennari hefir nú
deild og skilning á högum tekið við vörzlunni og annast
skólans, einkum nú í skiptum ' gróðursetninguna. Nemendur,
þeim milli skólanna, sem nú sem síðastir fara á vorin,
er að Ijúka. Menntamálaráð-J vinna í skóginum nokkra
herrum og raunar ríkisstjórn klukkutíma áður en þeir fara.
allra tíma flyt ég beztu þakk-, Beint upp af héraðsskólanum
ir fyrir skólans hönd og loks' er hlið upp í skóginn og rudd
sýslumönnum og sýslunefnd. og ræktuð göngubraut upp í
Án velvilja allra þessara að- fallega dæld sunnan í hlíð-
ila væri skólinn ekki kominnjinni. Þar eru grenitrén orðin
þetta áleiðis, sem hann þó er. all myndarleg. Á þessum stað
Þá hefir Kaupfélag Árnesinga j hafa nokkrir vinir Jónasar
greitt fyrir starfsemi skólans Jónssonar reist honum minn-
á margvíslegan og cmetanleg. isvarða, brjóstlíkan á sléttri
an hátt. jsúlu, gert af Einari Jónssyni
Við, sem hér erum stödd, ’ myndhöggvara. Grindin í hlið
erum víst fús til að sameinast fnu> sem. gengið er gegnum
í því að senda öllum fjarstödd inn r skóginn, er einnig gerð
um fyrrverandi kennurum, af E- J- er °Pið í ðag
nemendum og velunnurum og mega allir, sem vilja, ganga
kærar kveðjur og beztu óskir £>ar inn- Hiiðin öll inn að
um velgengni og ánægjulegt iandamerkjalínu ei friðuð og
jmikill hugur í skógræktarstj.
Svo langar mig að biðja ykk að gróðursétningu. En
ur ásamt mér að minnast{ ýmsir spyrja. Er æulumn að
allra þeirra félaga okkar, j (Framháld á 5. síðu.)
kennara, nemenda og ástvina, ------------------------------------
sem látizt hafa, með því að. tiiiumsiitiiiifuiiiauiimuiiMtiiiiimmmiiitiiiiiiiinia
rísa úr sætum. Láta mun j | A ,, |
nærri að 100 nemendur hafi; |
komið nýir árlega til jafnað-
ar eða alit. að 2500 nem. alls.
Reynsla undanfarinna ára
er líka sú, að nemendur hafa
sótt svo vel skóla hingað, að
alltaf sprengdu þeir af sér
húsin. Þó að á hverju ári
væru reist ný hús, hefir aldr-
ei verið þrengra en
nú. Ýmsir menn hafa
veitt því athygli, að hér eru
einlægt moldarhaugar til og
frá. All kunnur maður lét í
ljósi gremju yfir því, að hér
Orðsending
I til þeirra sem eru að|
I byggja hús. SamstEéður!
! þýzkur rafbúnaður:
1 Rofar
i Tenglar
| Samrofar
| Krónurofar
I Rör cg dósir í flestum=
í.stærðum og gerðum.
|Véla cg raftækjaverzlunin|
| Tryggvag. 23 — Sími 81279e
i i
iiiiiiiiMmiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimflicwiiiiuiiiHiHH