Tíminn - 14.04.1954, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.04.1954, Blaðsíða 3
<87. blaff. TIMINN, miðvikudaginn 14. apríl 1954. 3. ísíendingajpættir Ferðaáætlun m.s. HEKLU Áttræður: Jón Lárusson, kvæðamaður Jón Lárusson frá Hlíð, nú til heimilis á Hvammstanga, varð áttræður að aldri ann-, an‘dag jóla í vetur. Fæddur ■ er hann 1 Holtastaðakoti í Langadal 26. des. 1873, sonur hjónanna Lárusar Erlends- sonar og Sigriðar Hjálmars- dóttur skálds frá Bólu. Ekki er mér að fullu kunn ugt um dvalarstaði Jóns á fyrri hluta ævi hans, meðan hann átti heima í Austur- Húnavatnssýslu. En árið 1914 var hann bóndi á Breiða bólsstað í Þingi, og í desem- ber það ár kvæntist hann Halldóru Margréti Guðmunds dötcur. Hún er af vestfirzk- um ættum, fædd að Kotum í Ómmdarfirði 26. júní 1886, dóttir Guðmundjar Ásgéiirs- sonar og" Margrétar Bárðar- dþttur.-. ... Þau- Jóri og Halldóra flutt- ust frá Breiðabólsstað til Blönduóss árið 1916 og voruj þar í þrjú ár, en 1919 fóru þau að Litlu-Giljá og þaðan tveimur árum síðar að Ref- steinsstöðum í Víðidal. Á Refsteinsstöðum bjuggu þau til ársins 1927, en fluttust þá að Hlíð á Vatnsnesi, keyptu þá jörð og bjuggu þar til ársins 1949 er þau hrugðu búi og fluttu sig til Hvammstanga, en þar hafa þau átt heimili síðan. Börn þeirra Jóns og Hall- dóru eru ser. ófl eru þau gift og hafa stofnað heimili. — Þau eru: Sigríður, húsfreyja á Sauðá á Vatnsnesi. Pálmi, bóndi á Bergsstöðum á Vatnsnesi. María, húsfreyja á Kirkju- 3æk í Fljótshlíð. Kristín, hús fxeyja á Hvammstanga. Guð xnundur, verkamaöur á Hvammstanga og Jónas, þúsasmiður i Reykjavík. Jón Lárusson hefir aðal- Sega unnið sveitastörfum og var lengi bóndi eins og að framan er frá skýrt. Efna- Jeg afkoma hans mátti telj- ast góð, því að hann var hygginn og farsæll búmaður. Hann mun hafa verið góður fjármaður og hélt fé sínu ínjög til beitar á vetrum. Stóð hann þá löngum yfir fénu, eins og góðir fjármenn fyrr á tímum. En sá siður er íiú víðast lagður niður. Jón er löngu þjóðkunnur kvæðamaður. Hann hefir háa og mikla rödd, og söng- fróðir menn, sem hafa kynnst honum, hafa látið svo um anælt, að hann hefði átt vís- an frama, sem söngmaöur, ef hann hefði notið kennslu í . þeirri grein á unga aldri og . hans mikla rödd hefði fengið þjálfun og tamningu. En að- Etæður voru ekki þannig, að hann ætti þess kost að njóta söngkennslu eða annarrar fckólamenntunar. ,!;En þó að það ætti ekki fyrir Jóni Lárussyni að íiggja að verða óperusöngv- ari, þá hljómaði rödd hans fcamt. Hann tók að kveða rnnur sér til dægrastytting- a’r, þegar hann stóð yfir fé Eínu i högunum á vetrardög úm. Hann kvað rímur eftir afa sinn, Bólu-Hjálmar, og vísur fleiri skálda. Sönghöll hans var norðlenzkur dalur, en áheyrendurnir voru hjörð in hans og hollvættir í fell- um og gnúpum allt í kring. Um það verður aldrei vit-| að, hvort Jón hefði orðið ^ meiri hamingjumaður, þó að ( hann hefði notið náms og! orðið frægur söngvari. En það munu ýmsir telja, sem fylgzt hafa meö ferli hans, ævi- starfi og árangrinum af því, að hann megi allvel una við sinn hlut, enda hygg ég að nann geri það. Jón Lárusson er nú orð- inn lítt fær til áreynslu- vinnu, sem eðlilegt er um svo gamlan mann, en telja má að hann sé enn við sæmilega heilsu. Enn getur hann „tek ið lagið“ og við, kunningjar h?ns, óskum og vonum, að við fáum enn um sinn að heyra hann kveða við raust. Eins og segir í upphafi þessarar greinar, átti Jón áttræðisafmæli á jólunum í vetur. Það hefir dregist að geta þess þar til nú, á ein- mánuði, og verða því þessi orð hvoru tveggja í senn, af- mæliskveðja og sumarkveðja, og þeim fylgja góðar óskir til gamla kvæðamannsins og f jölskyldu hans. Sk. G. JUNI - - SEPTEMBER 1954 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. Frá Reykjavík laugardag 19.6. 3.7. 17.7. 31.7. 14.8. 28.8. 11.9. Til/frá Thorshavn mánudag 21.6. 5.7. 19.7. 2.8. 16.8. 30.8. 13.9. Til/frá Bergen þriðjudag 22.6. 6.7. 20.7. 3.8. 17.8. 31.8. 14.9. Til Kaupm.hafnar miðvikudag 23.6. 7.7. 21.7. 4.8. 18.8. 1.9. 15.9. Frá Kaupm.höfn fimmtudag 24.6. . 8.7. 22.7. 5.8. 19.8. 2.9. 16.9. Til/frá Gautaborg föstudag 25.6. 9.7. 23.7. 6.8. 20.8. 3.9. 17.9. Til/frá Kristiansand laugardag 26.6. 10.7. 24.7. 7.8. 21.8. 4.9. 1819. Til/frá Thorshavn mánudag 28.6. 12.7. 26.7. 9.8. 23.8. 6.9. 20.9 Til Reykjavíkur miðvikudag 30.6. 14.7. 28.7. 11.8. 25.8. 8.9. 22.9. Farþegar, sem koma með skipinu erlendis frá og kaupa far með því fram og til baka, geta gegn sérstöku gjaldi fengið að nota skipið sem hótel meðan það stendur við í Reykjavík, venjulega frá miðvikudagsmorgni til laugardagskvölds. Ferðaskrifstofa ríkisins mun skipuleggja ferðalög á landi fyrir þá far- þega, sem þess óska. Eftirtaldir aðilar annast afgreiðslu skipsins á hinum erlendu höfnum: KAUPM.HÖFN: C. K. Hansen, Amaliegade 35, Köbenhavn K, nefni: Hansen, Köbenhavn. GAUTABORG: Sím- Fallenius & Lefflers A. B. Vástra Hamngatan 5, Göte- borg. — Símnefni: Fallenius, Göteborg. k KRISTIANSAND: S. F. Reinhardt & Co. Vestre Strandgade 12, Kristian- sand. — Símnefni: Hard, Kristiansand. BERGEN: Det Bergenske Dampskibsselskab, Bergen. Bergenske, Bergen. Símnefni: SlysavarnadeiWin Fiskaklettur 25 ára Slysavarnadeildin Fiska- klettur í Hafnarfirði mun halda hátíðlegt 25 ára af- mæli sitt 10. apríl n. k. í húsa kynnum Rafha h. f. kl. 8,30 s. d. Deild þessi, sem er ein af fyrstu slysavarnadeildun- um hér á landi, varð 25 Ára 16. nóv. s. 1. Fiskaklettur hefir ávallt starfað af miklum þrótti og átt þeim forustumönnum á að skipa, er alla tíð hafa staðið mjög framarlega í slysavarna málum. Er deildin í hlutfalli við fólksfjölda langfjölmenn- asta karladeildin, sem starfar í kaupstað. Á vegum deildar- innar starfar vel æfð og öfl- ug björgunarsveit, sem ávallt hefir verið reiðubúin til að- stoðar, þegar Slysavarnafé- lagið hefir þurft á að halda. Núverandi stjórn skipa Ól- afur Þórðarson skipstjóri, Jón Halldórsson skipstjóri og Stíg ur Snæland lögregluþjónn. THORSHAVN: Alfred Johannessen, skibsmægler, Thorshavn. — Sim- nefni: Alf, Thorshavn. Tökum nú þegar á móti farpöntunum fyrir allar ofangreindar ferðir. Nánari upplýsingar í aðalskrifstofu vorri og hjá umboðsmönnum vorum. Skiþaútgerð ríkisins \V.V.W.\V.V.VV.V.V.V.VAV.VA\V.V.,.S%%%VVAVWAW/.W.V.VAV.V.%W.VA Vatns - aflstöðvar Við útvegum ýmsar stærðir og gerðir af vatnsaflstöðvum, \ bæði samþyggðar, eins og myndin sýnir, svo og túrbínux, meö eða án rafala og mælaborða. % Leitið tilboða hjá okkur. Mars Trading Co. Klapparstíg 26. Sími 7373. Umbcö fyrir: Drees & Co., G.m.b.H., Werl, Þýzkalandi. tJibrelðið Tímtrnn z V.V.V.’.V.V.'.V.VAV.V.VAV.VW.’.V.V.V.V.V.V.VV.V.W.V.W.V.W.V.VW.VW.V. J.V.W.V.V.V.V.WWWVV l Ragaar Jóasson \ 1; hwsUfítiaíIö.miSsi, ’í ■' Laugaveg * — Bimi 77SI í /LögíræðistÖrí og tignaum-I; .e i.- <>iA- *•' tV.V.W.'.V.'.W/AW.V^ í TwíTHW Telpukápur í miklu úrvali Verzlunin EROS h.f. Hafnarstræti 4 — Sími 3350

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.