Tíminn - 07.01.1955, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.01.1955, Blaðsíða 4
a TÍMINN, föstudaginn 7. janúar 1955. 4. blað. Benjam.Ln Eiríksson: Fyrri grcin Kanpgj aldsmálin og þjóðin inngangur. 'Daglegt líf er sú reynsla, rjem mestu ræður um þær hug myndir, sem menn gera sér im heiminn, um hlutina og ,;amhengi þeirra. En, eins og ■/ísindamennirnir hafa upp- götvaö, þá er hin daglega reynsla samt oftast einskis- /irði til þess að skilja hið dýpra eðli og samhengi hlut anna. Dagleg reynsla manna sr að sólin fari kringum jörð ina, en vísindin kenna samt annað. Hin daglega reynsla ræður eðlilega miklu um skoðanir nanna. En þar með er samt sagan ekki nema hálfsögð. Veruleikinn breytist, en þótt hann breytist þá halda hug- nyndirnar og skoðanirnar /enjulegast áfram að lifa sínu lífi. Þótt hinar svoköll- uðu staðreyndir daglegs lífs ,séu breyttar, lifa hugmynd- irnar áfram, sem mynduðust peirra vegna eða mótuðust af þeim. Stundum þurfa nýj- ar kynslóðir að koma til, til þess að menn átti sig á því að umhverfið sé breytt. Þetta er eins konar inngang ur að hugleiðingum um nokk ur þeirra vandamála, sem þjóðin á við að stríða í dag, einkum launamálin. Við heyrum mikið um hags muni og hagsmunamál. Starf semi hinna ýmsu stéttarfé- laga snúast um hagsmuni, .stjórnmálin því einnig að miklu leyti. Siðgæðistilfinn- ing þjóðarinnar er þannig, að það er talið sjálfsagt að menn — einstaklingar og hópar þeirra — berjist (og þá gegn öðrum auðvitað) fyrir hags- munum sínum. Boðorðið er ekki lengur það að elska ná- ungann eins og sjálfan sig, því það þýðir að taka jafn mikið tillit til hans og hans hagsmuna og eigin, heldur er ,sá venjulega talinn réttlætt ur a'f gjörðum sínum, sem get ar vitnað til hagsmuna sinna. Öll sú mikla barátta, sem menn heyja fyrir hagsmun- am sínum, hlýtur að byggj- ast að talsverðu leyti á því, að menn viti hverjir þessir hagsmunir séu, að menn þekki þá í raun og veru. Sum j.m hagsmunum sínum kynn ast menn vel í daglegri reynslu. Hvíldarþörf sjó- manna á sjónum er ágætt dæmi af þessu tagi. En sam bandið á milli hinnar daglegu reynslu og raunverulegra hagsmuna er ekki alltaf .svona einfalt og ljóst. Hin daglega reynsla er oft alger- ’.ega óí'ullnægjandi leiðarvísir. Saupgjáldsbaráttan. Kaupgjaldsbaráttan er á- jsétt dæmi um það, aö dágleg :eynsla einstaklingsins er oft .élegur leiðarvísir fyrir hann :im það efni hverjir séu hags . munir hans. Að talsverðu eyti stafar þetta af því, að pað, sem er einstaklingnum ítundum í hag að gera, er hon im ekki lengur í hag, ef aðrir jera hið sama. Þannig getur únstakur áhorfandi séð betur pað, sem fram fer í leikhúsi, ;f hann stendur upp, en geri tðrir hið sama, er hann engu letur settur en áður. Laun- pegi, sem hefir hærri tekjur peningum i ár en í fyrra yrir sömu vinnu, er betur sett tr eii hann var. En hafi allir aunþegar fengið hlutfalls- ega hækkun, þá eru líkurn ,r eins miklar að hann sé kkert betur settur. En hitt r þo ef til vill fullt svo veiga nikið nú á tímum, að þær koöanir, sem oftast heyrast á talsmönnum verkalýðs- amtakanna, svara til stað- ;ynda liðins tíma, en ekki veruleika samtíðarinnar. Þannig er hið raunverulega innihald flestra kaupgjalds- samninga orðið mjög breytt frá því sem áður var, þótt formið kunni að vera hið sama. Samningar við einstakan atvinnurekanda. Þegar kaupgjaldið er ákveð ið með samningi milli atvinnu rekandans og þeirra verka- manna, sem hjá honum vinna má með sanni segja að samn ingurinn ákveði laun, raun- verulegt kaupgjald og raun- verulegar tekjur verkamanns ins. Kauphækkun þýðir þá hærra raunverulegt kaup- gjald'og hærri tekjur fyrir sömu vinnu. Þetta er þó því aöeins rétt, að atvinnurekand inn þurfi ekki að draga úr framleiðslunni vegna kaup- hækkunarinnar. Þegar samn ingurinn ákveöur kaupgjald hj á einstökum atvinnurek- anda, getur hann lítil áhrif haft á verð vörunnar, vegna keppinauta atvinnurekand- ans. Samningar í heilli atvinnugrein. Meðan kaupgj aldið er ákveð ið með samningum milli ein stakra atvinnurekenda og verkafólks þeirra, er þetta rétt, og heldur áfram að vera nokkurn veginn rétt, þótt kaupgjaldiö sé ákveðið með samningum milli atvinnurek anda og verkafólks í heilli framleiðslugrein. Samt er það svo, að þegar samningarnir ákveða kaupgjaldið í heilli at vinnugrein, þá fara þeir að hafa áhrif á verð það, sem krafizt er fyrir framleiada vöru eða þjónustu. Undir þess um kringumstæðum þýðir hækkun kaupgjalds í flestum tilfellum hærra verð á þeirri vöru, sem framleidd er (nema framleitt sé fyrir erlendan markað). í þeim tilfellum, þar sem önnur vara getur komiö í staðinn hjá kaupendum vör unnar, verður salan minni en áður, og atvinna verkafólks- ins því minni. Það má því segja, að þótt tímakaup ákveðist með samn ingum í heilum atvinnugrein um, þá haldi samningarnir áfram aö ákveða ekki aðeins tímakaup í peningum heldur og hið raunverulega kaup- gjald (þ. e. hve mikið magn af vöru og þjónustu hægt er að kaupa fyrir tímakaupið), þannig t. d. að 5% kauphækk un þýðir 5% hækkun á raun verulegu kaupgjaldi. Hins veg ar fer að gæta nokkurra á- hrifa á raunverulegar tekjur verkamannsins, þar sem kaup gjaldsbreytingin fer að hafa áhrif á verð og seljanlegt magn vörunnar, sem fram- leidd er. Ef framleiðendur í heilli framleiðslugrein verða að hækka verð vörunnar, má búast við að minna magn seljist og atvinnan minnki hjá verkafólkinu. Þó má bú- ast við því, að áhrifin séu ekki það mikil að þau breyti mikið hinu raunverulega innihaldi og þýðingu hinna nýju samninga. Samningarn ir gefa í stórum dráttum ekki aðeins rétta hugmynd um það, sem atvinnurekendurnir og verkafólkið álíta sig hafa samið um, heldur einnig hvað samið hefir verið um í raun og veru. Ýmislegt er samt við þetta að athuga. Ef atvinnugreinin framleiðir vörur fyrir erlend an markað, er framansagt því aðeins rétt að atvinnurek endurnir þurfi ekki að draga saman seglin, því þá minnk- ar atvinnan. Og jafnvel þótt þeir geri það ekki, þá er ekki víst að sagan sé öll sögð. Fyrir styrjöldina hélt togaraútgerð in áfram frá ári til árs, en söluverö aflans greiddi naum ast útlagðan kostnað, hvað þá að þaö fjárðiagn, sem bund ið var í atvinnutælcjunum skilaði sér. Ekkert fé var af gangs til þess að endurnýja skipaflotann, né til þess að bæta aðstöðu útgerðarinnar í landi. Sjávarútvegurinn stóð að mestu í staö tæknilega, og ætti tjónið, sem sjómenn- irnir og þjóðin í heild beið við það að vera mönnum ærið umhugsunarefni. Fjármagn og tæknilegar framfarir. Þegar litið er fram í tím- ann er því auðséð, að kaup- gjaldssamningar íyrir heila atvinnugrein segja ekki alla söguna. Það, sem bætir lífs- kjör launþeganna eru fyrst og fremst ný og afkastameiri atvinnutæki. Hefði þjóðin um aldamótin átt að velja á milli þess að fá togaraflota í stað seglskipanna annars vegar eða launþegasamtök hins veg ar, þá hygg ég að togararnir hefðu reynzt máttugri tæki til þess að bæta lífskjör henn ar. Enda er það eftirtektar- vert að í því landi, Bandaríkj unum, þar sem kaupmáttur launanna er langmestur, þar voru naumast nein verkalýðs félög til fyrir 20 árum síðan, en vöxtur fjármagnsins og tæknilegar íramfarir ákat- lega örar. Kaupgjaldsbarátta, sem gengur svo langt í því að knýja fram óraunhæfar kröf ur, að ekki er hægt að endur nýja ónýt atvinnutæki af af- rakstri þeirra, byggist á skammsýni. Auðvitað væri bezta tryggingin fyrir bætt- um lífskjörum sú, að hægt væri að endurnýja atvinnu- tækin strax og þau eru orðin úrelt. Þessi hlið kaupgjalds- málanna, áreksturinn milli skammsýni og langsýni, milli stundarhags og hags framtíð arinnar, er ákaflega þýðing armikil. Þetta atriði breytir þó ekki í veigamiklum atrið- um innihaldi þeirra samn- inga, sem gerðir eru hverju sinni, nema miðað sé við all langan tíma. Nauðungarsamningar. Reynslan er sú, að verka- lýðsfélögin háfa stíundum gengið lengra — og atvinnu rekendurnir samþykkt meira — en atvinnugreinin hefir þolað. Skýrasta dæmið um þetta eru hlutaskiptin á vél- bátaflotanum. Nefndin frá 1947, sem í áttu sæti þeir Pét ur Magnússon, Klemenz Tryggvason og Gylfi Þ. Gísla soh, komst að þeirri niður- stöðu, að ekki væri hægt að rétta hag bátaútvegsins með niðurfærslu á framleiðslu- kostnaði, þar sem bátarnir gætu ekki borið sig að óbreytt um hlutaskptum, hvað sem fiskverðinu liði. Atvinnurek- endurnir höfðu með öðrum orðum samið um kaupgjald, sem útilokað var að fram- leiðslan gæti greitt, með þvi verðlagi á afurðunum, sem hægt var að gera ráð fyrir. Þessi hlutaskipti standa ó- breytt enn í dag. Þetta ástand er þó miklu almennara, ekki af því að verkalýðsfélögin og atvinnu- rekendurnir hafi á sínum tíma samið um kaupgjald, sem atvinnuvegurinn gæti ekki greitt, heldur vegna þess að markað’sskilyrði og aðrar rekstraraðstæður hafa breytzt, án þess að verkalýðs félögin hafi viljað fallast á breytingar á kaupgjaldssamn ingum. Kaupgjaldssamningar gerðir í góðæri hafa miðazt við góðæri eitt, og verkalýðs félögin neitað að taka eðli- legum afleiðingum af slíkum samningum, þ. e. lækkun kaupgjaldsins, þegar afurða- verðið hefir lækkað. Styrkir. Afleiðingin af svona kaup- gjaldssamningum fyrir heilar atvinnugreinar hefir orðið sú, að ríkið hefir tekið að sér að sjá þessum atvinnugreinum fyrir styrk, sem auðvitað verð ur að koma úr vasa borgar- anna, launþega jafnt sem annarra. Verkalýðsfélögin hafa sætt sig við styrkjafyrir komulagið — sVo ekki sé meira sagt — vegna þess að við þeim hefir blasað almennt atvinnuleysi, sem afleiðing af kaupgjaldspólitík þeirra, a. m. k. atvinnuleysi meðan atvinnulífið væri að laga sig eftir nýjum kringumstæðum. Þegar svona er komið, þá eru kaupgjaldssamningarnir auðvitað hættir að ákveða nema að litlu leyti hið raun- verulega kaupgjald. Hækkun á kaupgjaldi um 5% þýðir alls ekki samsvarandi hækkun á raunverulegu kaupgjaldL Launþeginn verður nú að greiða hærri skatta (ef styrk urinn kemur beint frá hinu opinbera) eða hærra verð fyrir þær vörur, sem hann kaupir fyrir launin (innflutn ingsréttindi bátaútvegsins). Eftir verður samt nokkur raunveruleg hækkun. Sú hækun stendur stutt. Hún varir meðan ekki þarf að taka tillit til þeirra áhrifa, sem rýrnandi peningagildi hefir á hag allra launþega, eins og síðar mun að vikið. Innihald samninganna breytt. Þaö, sem skiptir mestu máli í þessu tilfelli, er samt það, að kaupgjaldssamningarnir skipta ekki lengur afrakstri framleiðslunnar milli laun- bega bg atvinnurekenda. Launþeginn hefir misst áhrif sín á tekjur atvinnurekand- ans. Ég tel fulla ástæðu til þess að ætla að atvinnurek- andinn ber meira úr býtum fyrir sig persónulega við launasamninga, sem leiða til styrkja, heldur en áður. Það er mín persónulega skoðun, að begar svona samningar eru orðnir almennir, þá breyti þeir hlutfallinu milli arðs at- vinnurekendanna og raun- verulegs kaupgjalds launþeg anna, hinum síðari. I óhag. Launþegarnir missa það vald, sem þeir hafa til að meðá- kveða þann arð, sem rennur til atvinnurekandans. Þegar launþegasamtökin knýja fram þannig samninga, þá á atvinnurekandinn aðeins um tvennt að ræða: Að hætta, eða að leita á náðir hins op- inbera um styrk. Fái hann styrk, þá ákveða samningarn ir ekki lengur skiptingu af- rakstursins. Vilji launþega- samtökin að samningarnir skipti afrakstrinum milli (rYamhald & S. sfðu.) SINFÓNÍUHLJÓMSVEITIN RÍKISÚTVARPIÐ TÓNLEIKAR í Þjóðleikhúsinu sunnudaginn 9. janúar kl. 3,30 siðd. Stjórnandi: RÓBERT A. OTTÓSSON. Einleikari: ISAAC STERN. Verkefni: W. A. Mozart: Forleikur að söngleiknum „Leikhússtj órinn“ F. Mendelssohn: Fiðlukonsert i e-moll R. Schumann: Sinfónía nr. 4 í d-moll. Aðgöngumiðasala í Þjóðleikhúsinu. Vinna — Húsnæði Hjón úr sveit óskast til garðyrkjustarfa á gróðrar- stöð í Mosfellssveit. Húsnæði fylgir. Umsóknarfrestur til febrúar. — Umsóknir sendist blaðinu merkt „Vinna — Húsnæði". Verkfræðingar Vegamálastjórnin vill ráða 1—2 verkfræðinga. Launakjör samkvæmt kjarasamningi við ríkis- stjórnina. Umsóknir sendist fyrir 17. þ. m. til vegamálastjóra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.