Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						TÍMINN, föstudaginn 21. janúar 1955.
16. blak
í lok 19. aldar hófst hið
síðasta landnám íslendinga.
Norrænir fullhugar, sem eigi
undu kúgun og einvaldsharð
rétti, sigldu fleyjum sínum
hingað til lands og reistu hér
byggðir og bú. Stofnuðu nýja
þjóð í nær óþekktu, fögru en
harðbýlu landi. Framtíðin
skóp þessari ungu þjóð ýmsa
kosti og suma allharða, en
hún hélt velli. Þjóðinni ent-
ust þeir eiginleikar skapfestu,
harðfengis og frelsisvilja, er
hinir fyrri landnámsmenn
fluttu með sér handan yfir
hafið.
Hið síðara landnám hófst
nánast af sama tilefni og hið
fyrra.
Kynborin erfðahneigð til
frelsis og sjálfstæðs menn-
ingarlífs undi eigi lengur kyrr
stöðu við ánauð og fátæktar
basl. Undan sliku skyldi þjóð
in leysa sig og verða alfrjáls
og dáðmikil þjóð, sem „alla
veröld varðar og vökumenn á
norðurhveli jarðar".
Aldamótamennirnir áttu
sér þann kraft og harðsnúna
lífsvilja, sem þjóðin hafði í
aldir treyst með hörku og ó-*
sveigjanleik í brauðstriti og
mjúklegum átökum við sköp-
tm andlegra verðmæta um
langar aldir.
í fylling tímans hófst svo
viðreisnarstarfið og fór sem
vorleysing um allt þjóðlífið
og stefndi nú hratt til gró-
andans, og lögð nótt við dag
á hverju sviði. Var á örskömm
um tíma náð því marki, sem
fyrst var sett. Uppskeran
varð ríkuleg og blómaskeiðið
hvergi nærri á enda runnið
enn.
Þegar þjóðin þreytti þannig
fang við hið veigamesta verk
efni hlutu úrslitin að vera
því háð, hversu öll alþýða
manna brást við. Ef hennar
var eigi hinn nauðsynlegi
kraftur og kjarni var ósigur
vís og undanhald búið. En
hún sem fyrr lagði sig alla
fram og bar á herðum sér
ríflegan hlut erfiðis og á-
byrgðar. Lyfti sér jafnframt
í æðra sess ásamt þjóðinni
allri og nú urðu íslendingar
einnar stéttar.
Þegar ég minnist látins
vinar míns, Sæmundar Ólafs
sonar, bónda á Lágafelli í
Austur-Landeyjahreppi, kem
ur mér í hug lífsbarátta þjóð
arinnar, stórstígar framfarir
hennar og hamingjugengi.
Hann var einmitt glöggt
dæmi hvílíkir öndvegismenn
skipuðu flokk landnámsmann
anna frá síðustu aldamótum.
Slíkir áttu sér geymda eðlis-
kosti hinna fyrri landnáms-
manna, harðfengið, skapfest
una og frelsisviljann og
neyttu nú þeirra til hins ýtr-
asta, þegar gengið skyldi til
morgunverka á nýrri öld. f
þeim reiti, sem Sæmundi
heitnum voru sköpuð örlög að
starfa, sótti hann fast fram
og hóf sig og umhverfi sitt
á hærra stig til betra horfs
á allan veg. Hann og hans
líkar byggðu "hina traustu
undirstöðu og þó að einhverj
um kunni að þykja hærra
risið á þjóðlífsbyggingunni í
dag og siglingin öllu glæstari
skulu þeim sömu eigi gleym-
ast orð góðskáldsins:
Þótt færri lofi gamla bursta-
bæinn
en borgarturninn nýja út við
sæinn
má líkja þeim, er stóðust
stormsins æði
við stuðla tvo í sama hetju-
kvæði.
D. St.
Þessir hinir beztu hæfileik
Sæmundur Olafsson
frá Lágafelli
ar, sem prýða og prýtt hafa
far íslenzkra bænda frá önd
verðu, voru Sæmundi gefnir
í ríkum mæli, hæfileikar, er
traustlegast byggja þjóðirn-
ar upp. Snörp greind, óbil-
andi kjarkur, atorkusemi og
úrræðakraftur. Og þar að
mun koma, ef eigi er enn,
að þjóðinni skilst til fulln-
ustu, að svo lengi sem með
henni býr þróttmikil bænda-
íjöld, sem að er búið svo
sem bezt má verða, þarf engr
ar óvissu að gæta um fram-
tíðarhag, ef jafnvægisleysi á
öðrum sviðum nær eigi yfir-
hönd.
Sæmundur var fæddur að
Gularáshjáleigu í Austur-
Landeyjahreppi 29. júní 1874
og voru foreldrar hans merkis
h'ónin Ólafur Ögmundsson
bóndi þar og Vilborg Þor-
bjarnardóttir. Stóðu þannig
að honum hinar merkustu
bændaættir austur þar. í
föðurgarði ólst hann síðan
upp við ástríki góðra foreldra
og vakandi umhyggju, sem
varg honum drýgst lífsvega-
nesti. Eigi mun honum hafa
borizt í hendur tækifæri til
bóknájms framar því, Isem
tíðast var um æskumenn á
þeim tímum, en hann lagði
því rneira kapp á störfin til
lands og sjávar og gjörðist
þegar á ungum aldri hinn
mesti víkingur á hvoru svið-
inu sem var. Hann stóð á
hálfþrítugu, er hann sjálfur
hóf búskap að Lágafelli.
Gerðlst btrátt gildMr bóndi
og velmetinn. Bætti jörð sína
svo sem kostur var bæði að
rækturí 'og húsagerð, og með
fénað sinn kunni hann vel
að fara svo að til fyrirmynd-
ar var.
Þá hafði hugur Sæmundar
snemma hneigst að sjó og
sjávarfangi. Var hann um
árabil happasæll bátsformað
ur, og sótti aðallega sjóinn
við Landeyjasand. Þótti hann
afburða sjósóknari og ráð-
snjall. Hefir löngum verið til
þess tekið, hve örðug sjósókn
er við sandinn og eigi öðrum
hent að stýra þaðan fleyi
en slyngustu mönnum. Alla
sína formannstíð henti Sæ-
mund ekkert sdys, en víst
mun vera, að eigi sjaldan
hafi skammt verið milli lífs
og dauða. Undan geigvænum
boðaföllum og yfir trylltan
brimgarðinn auðnaðist hon-
um jafnan að ná landi með
fley sitt heilt og fólk, og lagði
þá oft á hið tæpasta vað, er
kannski var hið eina, og tafði
hvergi. Undansláttur og hug
arvíl gat skipt sköpum. En
hvort tveggja var Sæmundi
óþekkt. Er þeim görpum nú
tekið að fækka sem óðast,
er fangbrögð eiga við Ægi
frá Landeyjasandi, enda
breyttir tímar, þess siður
þörf og hægar að leita til
sjávar annars staðar. Áður
mátti heita að lífsnauðsyn
væri. Munu sjómenn úr sand
inum kunna að greina marga
hetjusögu um svaðilför og
auma heimkomu. En. of oft
var engrar undankomu auð-
ið og grimm örlög búin þeim
sem til lands sóttu, og þung
sorg þeim, sem heirría voru.
Hefir Sæmundur mjög mót-
ast af þessari hörðu baráttu
og í þessum átökum við ofur
eflið þroskaðist manndómur
inn og stæltist karlmennsku
þorið.
Það kom snemma í ljós að
Sæmundi var treyst um fleira
en hyggna bústj órn og örugga
sjósókn. Ári eftir að hann tók
að búa, var hann kjörinn
hreppsnefndaroddviti Austur
Landeyinga og hélt þeim
starfa á fimmta áratug. Var
viturlega ráðið að færa hon-
um, þótt ungur væri, hrepp-
stjórnina í fang og eigi í ann
an tíma verið betur séð hags
munum sveitarinnar borgið.
Er skemmst frá að segja, að
sveitarstj órnarstörf in vann
hann með þeim skörugsskap
og fyrirhyggju, að lengi mun
að búa og hefir sveitin á þess
um tíma tekið hinum ótrú-
legustu stakkaskiptum á öll-
um sviðum og sótt fram í
fremstu röð byggðarlaga.
Hver sveit ber jafnan sterk-
an svip fyrirmanna sinna og
hér svo að eigi er um villst.
Þess má iSérsJtakltega geta,
hve Sæmundi tókst með sér-
stakri lægni og atorku að
koma vegamálum sveitarinn
ar í það horf, sem hún nú
að mestu byggir á, en óvíða
var vegaþörfin og samgöngu-
þörfin meiri, þó annars stað
ar og raunar alls staðar í
sveitum sé hún mikil. í brúa
og vatnamálum héraðsins
átti hann sinn drjúga þátt
hversu vel til hefir tekizt
og dró hann hvergi af sér í
baráttunni fyrir framgangi
þeirra mála.
Sýslunefndarmaður var
Sæmundur kjörinn árið 1919
en lét af starfi sakir sjúk-
leika árið 1951. Allan þennan
tíma neytti hann færist og
vann sleitulaust að hags-
munamálum héraðsins og
mun eigi hafa gleymt sveit-
ungum sínum þar. Mátti
heyra því fleygt stundum, að
hann drægi um of taum síns
sveitarfélags en aldrei vissf
ég til slíks. Hitt var jafnan
vitað, að vel var hann vak-
andi um hagsmuni sveitar
sinnar og lét eigi á þá hall-
ast, ef því var að skipta.
Kom þannig mörgu fram,
sem fyrir öðrum hefði stað-
ið óþyrmilega. í sýslunefnd
nutu kostir Sæmundar sem
íélagsmálamanns sín einkar
vel og áttu sinn hlut að því,
að hann kemur við sögu
flestra framfara og baráttu-
mála, sem að höndum hafa
borið í héraðinu á mörgum
liðnum áratugum.
Sæmundur hafoi aflað sér
staðgóörar þekkingar á mál-
efnum þjóðarinnar, sögu
hennar og starfi. Góðar gáf-
ur samfara einbeittum vilja
og kappi ruddu honum hvar
vetna brautina. Hann var
eldfljótur að átta sig á hverju
viðfangsefni  og  skapa  sér
skyrt mótaða skoðun, sem
hann hélt síðan fast fram.
Á málaþingum sómdi hann
sér afburða vel. Var skemmti
lega máli farinn og flutti er
indi sitt jafnan af myndar-
skap. Sjaldnast var nein laun
ung um það, hvert hann vildi
stefna. Munu fáir héraðsbú-
ar hafa staðið honum á sporði
í málafylgju, ef hann á ann
að borð lagði til orrustu. Mun
eigi gleymast okkur, sem
kynntumst því, hversu fleyg
ar setningar flutu í ræðum
hans. Fyrir hvem þann, sem
hugðist ætla sér að snúa út
úr eða setja fram flausturs-
lega athugasemd, gat það orð
ið til mesta ógagns og jafn-
vel leiðinda, ef Sæmundi var
að beint. Hin hvassa hugs-
unarsnerpa Sæmundar átti
þá til að senda um hæl bein-
skeytta ör, sem í mark hitti
og jafnvel óvægilega. Átti
hann stundum bágt með að
neita sér um skotið, ef sæmi
legt færi gafst. En allt var
slíkt af góðlátlegri glettni
gert cg til bess eins ætlað að
stytta mönnum stundina.
Mér ey í minní margur
málflutningur Sæmundar,
þegar um var að tefla fjár-
hagsleg vandamál sveitarinn
ar gagnvart öðrum héruðum.
Þá beitti hann af kostgæfni
framsagnar- og málfylgju-
hæfileikum sínum og um mál
flutninginn kvíslaðist ánægju
leg kýmni, sem létti mjög
undir hátiðleik málsins sjálfs
og kannski dapurleik. Slíkar
skilmingar háði Sæmúndur
uf íþrótt.
Þessir eiginleikar hans
voru í miklu dálæti með vin
um hans og samherjum og
veittu þeim oft ánægjustund
ir við annars oftlega dauflegt
hversdags strit og starf.
í sýslunefndinni var Sæ-
mundur einn hinn fremsti
um ráð og miðlun hagnýtrar
reynslu. Hann átti manna
drýgstan þátt í hallkvæmri
iausn héraðsskólamáls Rang
æinga og í málefnum Þor-
lákshafnar. Sýndist hann
hitta sjálfan sig fyrir og
munu fá verkefni hafa fang
að svo hug hans. Hann var
því sjálfkjörinn fulltrúi sýsl
unnar í Þorlákshafnarnefnd
frá upphafi.
í málefnum samvinnustefn
unnar var hann ókvikull bar
áttumaður. Þar sá hann leik
á borði til stórbættrar að-
stöðu fyrir sveitirnar. Sem
fulltrúi sveitar sinnar og
héraðs á fundum þeim og í
nefndum, sem fjalia um af-
urðamál bænda, átti hann
því langt starf og þýðingar-
mikið að baki. Sláturfélag
Suðurlands,  Mjolkurbú Flóa
manna og Kaupfélag Rang-
æinga, öll þessi merku sam-
vinnuíélög bænda áttu hug
hans óskiptan og studdi hánn
þau með ráðum og dáð alla
tíð. í stjornmálum fylgdi
slíkur maður sem Sæmundur
að sjálfsögðu Framsóknar-
flokknum, sem . hann taldi
vera hina eiríu' öruggu briöst
vörn samvinnumanna og land
búnaðarins. í-pólitískum við-
skiptum við andstæðinga þótt
ist Sæmundur ætíð eiga hæga
aðstöðu til ' málfiutnings
vegna yfirburða stefnunnar
og raunhæfrar framkvæmd-
ar hennar. Þar áttum við
Framsóknarmenn hauk í
horni, sem munaði um og
minnisstæður  er.
Fjölmörgum öðrum trúnað
arstörfum gegndi Sæmundur
en hér hefir verið talið, var
formaður búnaðarfélags sveit
ar sinnar um áratugi, lengi
í yfirkjörstjórn Rangárvalla
sýslu og mætti svo lengi rekja
en hér verður stáSar numið.
Eigi gekk Sæmundur einn
til verks óstuddur. Hinn 4.
október 1901 gekk hann að
eiga Guðrúnu Sveinsdóttur
trésmiðs í Stóru-Mörk í Vest
ur-Eyjaf jallahreppi, hina mik
ilhæf astu konu, sem. hvatti
hann til nýtra starfa .og bjó
honum griðland á góðu og
fögru heimili. Var hjónaband
þeirra hið ástríkasta. Þau
cignuðust 3 börn, sem öll lifa
og hafa erft kynfasta eðlis-
kosti foreldra sinna. Þau eru:
Sveinn yfirlögregluþjónn í
Reykjavík, kvæntur ' Elínif
Geiru Ólafsdóttur frá Höfða
á Völlum. Vilbdrg gift Finrí-
boga Magnússyni, bónda og
sýslunefndarmanni á' Lága-
felli. Margrét gift Árríá Eirí-
arssyni, símstöðvarstjóri "á
Hvolsvelli.
Þegar líða tók á'ævidagirin .
brugíu þau görhíú'hjóriin búi
og fengu í herídur dóttur
sinni Vilborgu og rnaniil
hennar, framúrskarapdi at-
orkusömum og myndarlegum
hjónum, sem byggt' hafa
rausnarlega á tryggri o'g far
sælli undirstöðu. Þar höfðu
gömlu hjónin athvarf æ síð
an við einstakt ástríki og
umhyggju barna sinna og
tengdabarna.
Konu sína missti Sæmund-
ur 18. september 1945 og mun
hann við fráfall hennar
hafa misst gleði sinnar þótt
lítt bæri á, en áunnin hugar-
ró cg æðruleysi hefir komið
honum til hjáipar í þeirri
raun. Nokkur undaniarin ár
átti hann við sjúkdómsböl
að stríða en sá kafli lífs''i3gu
hsns og einnig athyglisverð
uu og myndríkur. Þar barði'it
hann af sömu karlmennsku
og andlegri stilling eins og
hann fyrr hafði att kappi
við brimið fyrir Landeyjar-
sandi, vegleysur Landeyja og
stó^vötn héraðsins. Að vísu
lét hann nú undan síga, það,
(Framhald á 6. síðu).
LÖGTAK
Eftir kröfu tollstjórans i Reykjavík og að undan-
gengnum úrskurði verða lögtök látin fram fara án
frekari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð rík-
issjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar
auglýsingar, .fyrir eftirtöldum gjöldum: Söluskatti 4.
ársfjórðungs 1954, sem féll í gjalddaga 15. jan. s. 1.,
áföllnum og ógreiddum veitingaskatti, gjaldi af inn-
lendum tollvörutegundum, matvælaeftirlitsgjaldi,
skemmtanaskatti, tryggingariðgjöldum af lögskráðum
sjómönnum og lögskráningargjöldum.
Borgarfógetiran í Eeykjavík, 18. jan. 1955,
KR. KRISTJÁNSSON.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8