Tíminn - 23.06.1955, Blaðsíða 4
#.
TÍMIKN. rimmtuAaginn 23. júni 1955.
138. bl08.
Álfreð Glslason.:
Orðið er frjálst
Seinheppileg heilbrigðisstjórn
Háskólafyrirlestítr.
Hinn 15. júní flutti próf.
Busch frá Kaupmannahöfn
fyrirlestur á vegum Háskóla
íslands. Var hátíðasalur skól
ans héttskipaður áheyrend-
um. Auk lækna og lækna-
nema voru þar mætt>r vinir
og aðdáendur, því að þá á
prófessorinn marga hér á
landi. Hann hefir ætíð auð-
sýnt íslendingum sérstaka
velvild og hjálpsemi.
Umræðuefni þessa við-
kunna heilaskurðarlæknis var
sérstök skurðaðgerð við geð
ve»ki. Nefnist hún lobotomia
og er í því fólgin, að vissar
taugabrautir í heilanum eru
skornar sundur. Þessi heila-
aðgerð hefir verið notuð víðs
vegar um heim síðustu 20 ár
og þótt mjög bæta úr brýnni
þörf.
í erindi minntist prófessor
Busch fyrst upphafsmanns
aðgerðarinnar, Egas Moniz en.
hann hefir hlotið Nobelsverð
laun fyrir afrek sitt. Fyrstu
árin var aðgerðinni víðast
hvar tekið með efablendni og
fáleikum, og var einnig svo
í Danmörku. En þar kom, að
danskir geðlæknar töldu sig
ekki lengur geta setið hjá og
báðu prófessor Busch að
framkvæma aðgerðina. Voru
valdir 10 sjúklingar, sem árum
saman höfðu þjáðst af ó-
læknandi geðveiki á háu
stigi. Er prófessorinn hafði
gert' heilaskurð á þessum 10
isjúklingum, lét hann staðar
numið í þili. Hann var enn
vantrúaður og vildi sjá,
hvernig þessu tiltæki reiddi
af áður en lengra væri hald-
ið. Árangurinn birtist innan
nokkurra vikna og varð
þannig, að af þessum sjúk-
hngum máttu þrír heita al-
bata og voru brautskráðir
heim til sin, fimm fengu
verulega bót, en ástand
tveggja var óbreytf. Að feng
inni þessari reynslu tók próf.
Busch þar til, er frá var horf
ið og hefir haldið áfram síð-
an.
Einn hinna fyrstu sjúklinga
sem undir þessa aðgerð gengu
var kona, er hafði verið geð
veik í 13 ár. Hún fékk heim-
fararleyfi skömmu eftir upp
skurðinn og hefir síðan starf
að sem skrifstofustúlka við
góða heilsu.
Próf. Busch hefir mikið
fengist við að endurbæta
tæknilegar aðferðir við skurð
þennan og í því efni unnið
afrek. Dauðsföll i sambandi
við aðgerðina voru á fyrstu
árunum 2—3%, en eru nú
aðeins um y2%. Hún er því
mun hættuminni nú en áður
og auk þess miklu öruggari
hvað jákvæðan árangur
snertir.
Ekki fæst með skurði þess
um jafn góður árangur við
allar tegundir ,,óiæknandi“
geðsjúkdóma. Við sumar tegj
undir fá aðeins um 20% 'j
sjúklinga það fullkominn!
bata, að þeir geti horfið til!
heimúa sinna og orðið full- j
vinnufærir, en í örðum geð- j
sjúkdómum fæst allt upp í
90% fullur bati eða svo til.
í þeim tilfellum, sem ekki
lá bata, reynist oft vel að
gefa raflost eftir aðgerðma,
þótt sú meðferð hafi reynst
gagnláús fvrir hana.
í fyrirlesfri sínum lagði
prófessorínn á það ríka á-
herzlu, að þgssa skurðað-
gero bœri aldrei að fram-
kvæma, fyrr en öll önnur
hugsanleg læknismeðferð
hefði verið reynd og reynzt
árangurslaus. Þá fyrst er
öll von vær úti um bata,
bæri að grípa td hnifsins.
Þessa hefði ætíð verið gætt
í Danmörku, og því ætti að-
gerðin sama gengi að fagna
þar nú og verið hefði.
' Q
Andsvar heilbrigðisstjórnar-
in nar.
Svo vildi til, aö sama dag
og próf. Busch flutti sitt at-
hyglisverða erindi í háskól-
anum og hyllti þær fram-
farir, sem orðið hafa í geð-
lækningum á tveim síðustu
áratugum og hann likti við
byltingu, sendi þeilbrigðis-
stjórnin íslenzka frá sér
skýrslur sínar um heilsufar
landsmanna árið 1951. Eru
þær skýrslur samdar af land
lækni vel cg skilmerkilíega
og ekki út á að setja. En aft
an við þær er prentuð ein-
kenndeg ritgerð, sem fjallar
um raflostmeðferð og heila-
skurð við geðveiki. Ber lík-
lega að skoða hana sem varn
arrit heilbrigðisstjórnarinnar
og afsökunarorö fyrir að
hafa til þessa dags haldið
geðveikralækningum á ís-
í sama eymdarástandinu og
þær hvar vetna voru fyrir 20
árum. Ritgerð þessi er ný af'
nálinni, dagsett 5. maí 1955,
og samin af yfirlækni einasta
geðveikraspítala Iandsins.
Hvort hún á að, skoðast sem
beint svar stjórnarvalda við
því, er próf. Busch kynni að
leggja til mála um sama efni
skal ósagt látið, en vel vissu
kunnugir fyrir löngu, aö
hann mundi hér tala um
lobotomi. Hvað sem um það
er, hlýtur ritgerðin, birt með
opinberum heilbrigðisskýrsl-
um, að skoðast sem álitsgerð
heilbrigðisyfirvalda á því
herrans ári 1955.
Að efni til er ritsmíðin skil
yrðislaus fordæming á þeim
læknisaðferðum, sem tjl þessa
hafa skárstar reynst í geð-
sjúkdómafræðinni. Þar er
það nefnt svart, sem geð-
læknar almennt kalla hvítt.
Allt er til tínt, sem misjafnt
má segja um raflostlækningu
og heilaskurð við geðveiki, og
það blásið upp, en vandlega
þagað um alla kosti. Sérstak
lega er lostlækningunni út-
húðað, og í háðungarskyni
er hún aldrei nefnd annað
en „rafrot“ og „rotaðgerðir".
Heilaskurðurinn fær einnig
sitt vel útilátið, þótt sú að-
ferð ,.sé að skörmninni tú
skárri en þin,“ eins og höf-
undur kemst að orði. En báð
um aðferðunum mundi hann
með glöðu geði greiða rot-
högg, ef hann gæti, enda
mun sá tilgangurinn með rit
gerðinni.
Án efa mætri rita jafn
langt mál og þessi ritgerð er
um ágalla og ófullkomleika
nærri allra góðra læknis-
dóma og begja jafn vendi-
lega um kosti þeirra. Mikil-
virkar lækningaaöferðir eru
að jafnaði tvíeggja, og því
verður ætíð að beita þeim
meo gætni. Raflostlækning
og heilaskurður hafa sína ó-
kost-i og einkum sínar tak-
markanir. Það reyna þeir
ekki að dylja, sem þó hafa
fagnað tilkomu þessara hjálp
armeðala. Þau tákna mikils-
verðan áfanga í framfara-
braut og hafa glætt vonir
um framhaldandi sigra. Þess
ar aðferðir verða Iagðar til
hliðar, þegar annað betra
hefir fundist, og kann sá
tími að vera eigi langt und-
an, en þaflgað til er þakkar-
vert að hafa þær.
Aldrei skylí'j seiun maöur
flýta sér.
Oft eru yfirvöld sökuð um
seinlæri og tregðu í fram-
faramálum en ef til vill ekki
alltaf með réttu. Það er nauð
synlegt, að ábyrgir aðilar at-
hugi vel sinn gang og flani
ekki að neinu. Til þess þarf
t.lma, Heilbrigðisstjórnin hef
>r nú haft 20 ár ril að kynna
sér helztu nýjungar í geð-
læknmgum, og í síðustu heil-
brigðisskýrslum hennar birt-
ist niðurstaðan: Alger bann
færing á þeim geðlækning-
um, sem allur þon-i lækna í
heiminum telur beztar. Senni
lega hyggst heilbrygðisstjórn
in nú bíða eftir næsta þróun
arstigi, næsta stórsigri í geð
lækningum. Á meðan mega
sjúklingarnir bíða. — Að
minnsta kosri veitir geðveikra
hæli ríkisins enga nýmóðins
hjálp að svo stöddu. Fyrr má
nú vera seinlærið.
Algild regla er það ekki,
að heilbrigðisstjórnin sé sein
í snúningum. Það sannar ný-
legt dæmi. Frétrir bárust
hingað um nýtt bóluefni
gegn mænusótt. Teljandi
reynsla af því var ekki feng
in, þótt fyrstu tilraunir væru
þegar hafnar í Ameríku. Ýms
ir tóku að framleiða bóluefn
ið og meðal annarra Bretar.
Þeir fóru sér þó að engu óðs
lega um bólusetningu og ætl
uðu að prófa lyfið betur m.
a. á öpum. Því gátu íslend-
ingar fengið keyptan hluta
af fyrstu framleiðslu þeirra,
og nú var brugðið skjótt við.
Var bóluefni keypt fyrir hálfa
milljón króna. TU bólusetn-
ingar kom þó ekki, þar eð
efnið, þegar ril kom, var ekkj
talið nægilega öruggt, og er
það mál almetiningi kunnugt
af blaðaskritinr!.
í þessu bóluefnismáli verð
ur heilbrigðisstjórn okkar
ekki sökuð um seinlæti og
raunar ekki um neitt, því að
fáir munu telja það efrir, þótt
þetta óvenjulcga skjótræði
hennar kosri þjóðma hálfa
milljón króna. En vel mættu
þessi yfirvöld eftirleiðis hafa
jafnari ganghraða og minn-
ast þess, að fleira er mikil-
vægt í heilbrigðismálum en
sóttvarnir. Þegar um geð-
veikramál er að ræða, skella
þau skolleyrum við 20 ára
reynslu, en í tilgreindu sótt-
varnamáli virðist sem reynslu
leysið hafi verið dyggð í
þeirra augum.
55J66S5SÍ5SSSSÍ555SSS555Í65S5J5S5S6Í5Í5S5Í55ÍS5S5SS6S5S55SSSS55ÍSSSS5S'
ÍZ
s Zi
MAN-O-TILE
plastveggdúkur
er k&minn aftur. »
MAN-O-TILE er mjög auðvelt að hreinsa, þolir sápu-
lút og sóda án þess að láta á sjá,
MAN-O-TILE fæst í mörgum litum.
MAN-O-TILE er ódýrt.
MAN-O-TILE er límdur á með gólfdúkalími.
Málning & lárnvörur
Laugavegi 23 — Sími 2876
ATLAS
vatnshelda gólfdúkalímið er komið aftur
Málning & lárnvörur
I
8i
|
7/
8
Laugavegi 23
Sími 2876
BORÐ-
STIGA-
VEGGPLÖTU-
skinnur
IVIálning & lárnvörur
Laugavegi 23 — Simi 2876
1
>>
8.
•
4?
íi
i?
2
1
I
3
♦SSaSSSSSSSSSSSSSSSÍSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSíSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSíSSSSSSS1
Orðsending frá R.K.Í.
Börn, sem eiga að dvelja á Laugarási fara föstu-
dag 24. júní kl. 9,30 árd. — Börn, sem eiga að dvelja
að Silungapolli fara sama dag kl. 3,30 og þau sem
eiga að dvelja að Skógaskóla, fara laugard. 25. júní
kl. 9,30 árd.
Farið verður frá planinu við Arnarhólstún á móti
Varðarhúsinu.
Farangri barna, sem fara að Laugarási og Skóg-
um skal skila á skrifstofu i Thorvaldsensstræti 6 kl.
9,30—10,30 árd. daginn áður en bömin fara. Að SUunga
polli fer farangur urn leið og börnín.
Reykjavíkurdeild R. K. í.
*SS*5555S555S5555SS5S55SSS5S555SS55555553«5555&6S55S6SS55SS5SSS35SSSS*«
Eg undirrituð opna í dag fótsnyrtistofu,
undir nafninu
PEDICA
^ ■ |
að Grettisgötu 62, sími 6454. Hefi margt nýtt í |
sambandi við fótaaðgerðir, svo sem skóinnlegg
o. fl.
Virðingarfyllst
GUÐRÚN A. JÓNSDÓTTIR |
Bezt að auglýsa i TfMANUM 1
WWWIfi
Bezf að auglýsa i
'.VöMiWkVWA