Tíminn - 19.05.1956, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.05.1956, Blaðsíða 5
.....................................................................iiiiii.....iiiiii..............iiiiiiii.. 5 TÍMI N N, laugardagurinn 19. maí 1956. llllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHILI MUNIR OG MINJAR: Hálf tylft helgra manna ARIÐ 1881 eignaðist Forn- gripasaínið nokkrar pjötlur úr einhvérs : konar kirkjulegum dúk eða tjaidi' frá Skarði á SkarðSströnd. Ef tii vill hefir þetta verið altarisklœði. For- stöðumaður safnsins lét setja pjötlurnar saman árið 1910 eins og ætla .má, að þær hafi verið í öndverðu, og varð af diikur sá, sem myndin sýnir. I-Iann er 114 sm á hæð og 75 sm breiður, og geta það ekki lcall- azt eðlileg hlutföll á aliaris- klæði. Dúkurinn frá Skarði er úr hvítu iérefti, allur útsaumaður með uilarbandi í öllum regn- bogans litum, sem skiptast á óreglulega. Saumurinn er all- ur einfaldur útlínusaumur (kontúrsaumur). í dúkinn eru saumaðar myndir sex helgra manna. Til beggja handa hvers um sig eru súlur, en þar utan yfir bekkir með greinum og blöðum einkum í rómönskum sííl, en neðan við hvern, dýrling er nafn hans með gotneskum smástöfum. Á þenn- an hátt er hver einstakur af- markaður í sinni urngerð. og minnir það á fyrirkomulag á altaristöflúm og helgiskrínum. . TVEIR EFSTU dýrlingarnir eru þessir: Þorlákur biskup Iielgi í öllum biskupsskrúða og með bók í vinstri hendi, og Ólafur kóngur helgi, sitjandi í helzti lágu hásæti, með kórónu á höfði, ríkisepli í hægri liendi, en öxi sína Hel, sem er ein- kunn hans, í vinstri hendi. í miðju eru heilagur Benedikt af Núrsía, stofnandi munka- reglunnar, sem við hann er kennd, í ábótakufli og með hatt, talnaband um háls, staf í handarkrika og bók í hönd- um, liklega þá sem á er ritin regúla hans, og Magnús Orkn- cyjajarl helgi, með staf í hægri hendi, en sprota um vinstri öxl. Magnús Eyjajarl var svik- inn af keppinaut sínum og saklaus tekinn af lífi árið 1115, og kom helgi hans upp skömmu seinna. Neðstir á dúknum eru svo lieilagur Egidius með staf sinn og hindina, sem er ein- kunn hans, við fætur sér. og Hallvarður Iielgi með bók í hægri hendi og torkennilegar keilur í vinstri hendi. Einkunn lians er annars oftast kvarnar- steinn. Hallvarður var ungur norskur rnaður, sem ætlaði að verja fátæka konu fyrir of- stopamönnum, sem þjófkenndu hana og vildu ná lífi hennar. Þeir vógu Ilallvarð og sökktu líki hans í sjó, en það flaut upp, þótt kvarnarsteinn væri bundinn um háls þess. Brátt kom upp helgi hans, hann varð seinna verndardýrlingur Osló stiftis og enn í dag cr mynd hans í merki Oslóborgar. ÞAÐ ER ÁBERANDI, hve fjölmennir norrænir dýrlingar eru á klæðinu frá Skarði, eink- um norskir. Samt er klæðið vitanlega íslenzkt, enda allir þessir helgu menn í hávegum hafðir hér á landi á miðöld- um. Kiæðið mun vera saumað á síðustu áratugum kaþólsks siðar hér á landi, á fyrri hluta 16. aldar. Það má ráða af því, að ofan við dýrlingamyndirnar er bekkur með þessari áletr- un: abbadis: Solve(ig: rafns): dotter: i: reynenese. Solveig Hrafnsdóttir Brandssonar var síðasta abbadís í nunnuklaustr- inu á Reynistað. Hún gerðist þar nunna 1493, abbadís 1508 og var það þar til klaustui’lifn- aður lagðist af 1551. Klæði þetta hefir einhver saumað fyrir Soiveigu eða í minningu hennar. Óvíst er með öllu, hver saumað hefir eða hvers vegna klæði með nafni þessar- ar konu geymdist á Skarði vest- ur. Kristján Eldjárn. Laxi n n SÓLIN HELLIR geislaflóði yfir ána þar sem hún breiðir úr sér áður en hún fellur i sjó fram. Það glampar á vota staksteina, froðukúfar dansa hringi niður með fiilgrænum grasbakkanum, veiðibjcllur sveima hijóðar og athugular yfir straumvatninu, en niður við ósinn hamast krían við straumbrotið. Það er að falla að og laxinn fylgir flóðinu inn í ósinn. Veiði- maður, sem situr uppi á hamra- brún við fossinn sér að krían er á varobergi.- Hann veit að hún er að:hugsa um lúsina, sem lax- inn kemur með úr sjónum. Sjálfur ætlar hann sér meiri liiut. Hann setur saman stöng- ina sína og röitir niður með bakkanum. ÞEIR, SEM aldrei hafa rölt nið- ur árbakka í svona hugleiðing- um halda að gleði veiöimanns- ins sé öll bundin veiðiskapnum sjálfum. En þegar dregur að maílokum og hugurinn leitar til straumanna þá er það ekki átakið, ákveðna og bunga, þeg- ; laxinn tekur, eða hvinurinn í í hjólinu, sem fyrst kemur í huga, heldur þungur niður straums- : ins, hávær kliður fuglanna og : j drunur brimsins út við sand. Það er lífið í kring um okkur : í náttúrunni og öll þess ótal ý tilbrigoi, scm töfrar og dregur | á hverju vori. NÚ LÍÐUR á maí og upp úr ;; helginni róa bændurnir með net- : in út á stórfljótin hér sunnan- ; ■ og vestanlands. Um mánaðar- . mótin hefst tími stangaveiði- 8 mannanna. Laxinn gengur fyrst í árnar hér sunnan- og suðvest- anlands, seinna í norðlenzku árnar og síðast, að því er virð- ist í árnar á norðausturlandi. Ilér syðra er oft allveruleg veiði þegar í byrjun, en nyrðra er það fremur óþolinmæði til- hugalífsins sem ýtir veiðimann inum af stað en nokkur veru- leg veiðivon. Og þó fer svo, að sá, sem fylgist vel með því, sem er að gerast í kring um hann, og unir scr vel í morgunsól- inni niður við ósinn, þótt ver- tíð sé varla byrjuð, fer ekki erindisleysu. Það skvampar í lygnu þegar laxinn hendir sór hliðhallt upp úr vatninu, og uppi við fossinn stekkur lax upp að votu bergi og hendist út í hringiðuna aftur. „Hann“ MÁL OG Menning Ritsti. dr. Halldór Halldórsson. KUNNINGI MINN einn á ísafirði skrifaði mér fyrir nokkru, og hefi ég alllengi ætlað að svara honum, en einhvern veginn hefir hann alltaf orðið út undan. Bið ég hann hér með afsökunar á því. Ilann kveðst hafa þungar áhyggj- ur af því, hvort skrifa eigi kýr- eigendur eða kúaeigendur. Enn | fremur langar hann til að vita, hvort bæði orðin bey.gist eins. Ég get ekki betur séð en bæði j I orðin eigi fylliiega rétt á sér. OrÖ- ið kýreigcndui’, er í eiptölu kýr- eigandi og þarf engan veginn að merkja „eigandi einnar kýr“, t. d. merkjr orðið ærlms ekki „hús ætl að einni á“. Kýreigandi getur merkt „maður, sem. á eina kú eða margar kýr.“ á sama hátt og ærhús j er „hús ætlað mörgum ám“, Orðið ! kúaeigendur er hins vegar í ein- ; tölu kúaeigandi, og það orð getur ! aðeins táknað mann, sem á marg- ar kýr. Ég ÞYKIST VITA, hvernig á fyrrgreindri fyrirspurn stenduP. Nú er vaxandi tilhneiging til þess í málinu að breyta fyrri hluta sam settra .orða í fleirtölu, hvort sem , fyrri hluti samsetta orðsins er eign i arfáll eintölu eða stofn. Þannig er t. d. algengt, að orðið bóndabýli ' sé bændabýli í fleirtölu. Ég veit : ekki, hve langt aftur í tímann má ! rekja þessa þróun. En hins vegar . veit ég, að þessi tilhneiging er nú mjög ásækin, og mér er kunn- ugt um, að sumir málfræðingar viðurkenna réttmæti hennar, jafn- vel þótt um stofnsamsetningar sé að ræða. í Nýyrðum I, sem dr. i Sveinn Bergsveinsson sá um út- I gáfu á, má finna mörg dæmi þessa. í Á bls. 40 er t. d. orðið hemilskál og tilgreind fleirtalan hemlaskál- ar. Mörg fleiri orð, sem samsett eru af hemil- eru greind í fleir- j tölu með hemla-. Samkvæmt sömu reglu ætti kýreigandi að vera kúa- eigendur í fleirtölu. Það má vei vera, að þessi stefna sigri, en ekki vil ég mæla með henni. íslenzka er flókið og erfitt mál, en ég held ekki, að við ættum að stuðla að því að gera hana flóknari og erf- iðari. Mörgum gengur nægilega illa að læra fleirtöluendingar orða, j og varla reynist þeim auðveldara j að þurfa að setja einnig fleirtolu- : endingu á fyrri liluta orðanna. En þótt ég telji bæði orðin kýr- eigandi og kúaeigandi rétt, vil ég geta þess, að ég kann betur við orðið kýreigandi. En ef hætta er á, að það orð valdi misskílningi, er rétt að grípa til hins. HIN SPURNINGIN, sem kunn ingi minn ber upp, er miklu örð- ugri viðfangs. Hún er sú, hvernig skýra eigi orðtakið að bera beinin. Hann kveðst hafa verið á manna- móti, þar sem þetta orðtak hafi valdið deilum. Ein skoðunin, sem fram kom, var sú, að sögnin bera væri í þessu sambandi veik sögn (í þátíð beraði, í lýsingarhætti berað). Ætti orðtakið, samkvæmt því, rætur að rekja til þess, að menn yrðu úti. Síðan segir hann orðrétt: Ég sá í einhverju gömlu blað- anna, líklega Fjallkonunni, þessa sömu skýringu. En ekki get ég er kominn og ævintýri sumars- ins hafin. FRANSKI rithöfundurinn Rall hefur skrifað skáldlega lýsing á ferð laxins niður hlíðar Atlantsfjalla að lokinni hrygn- ingu. Hann fylgir honum í hug- anum unz hann hverfur í dimm- (Framhald a 8. síðu). fellt mig við þetta, enda rökleysa ein. Menn bera ekki beinin sjálfir, þegar þeir eru dauðir og dottnir upp fyrir. Á ekki þessi talsháttur rætur að rekja til fornra útfarar- siða? Einhverju sinni leitaði ég í Heiðnum sið, en fann þar ekkert til stuðnings. Eg get ekki leyst þessa þraut að öðru leyti en því, að sögnin er áreiðanlega sterk í þessu orð- taki (þ. e. bera, bar bárum, bor- ið) og á því ekkert skylt við lýs- ingarorðið ber. Ég hefi mikið hugs að um þetta orðtak, og .víðg hefi ég leitað skýringa á því. En hugs- un mín og leit hefir! ekki enn borið árangur. En ég vil géta þessa, að nýlega datt mér skýring- artilraun í hug. Ég birti lutna ekki að sinni, því að til þess að færa rök að henni þarf ég áð' Íeíta víða, og hefir mér ekki unnizt tími tií þess. Og vel má vera, að, sú ranr.- sókn, sem ég hefi hugsað. mér að gera, leiði í ljós, að Itessi tiiraun til skýringar fái ekki' stáðizt. Én ég lofa kunningja mínum því að birta niðurstöðuna hér eða ann- ars staðar, ef ég tel líkur benda til, að skýringin sé réttr • h MENNTASKÓLANÉÍII skrif- ar mér og spyrst fyrir um uppruna orðsins herbergi. Hann kveðst vart geta ímyndað sér, að orðið eigi skylt við her, því að merk- ing orðanna sé svo ólik. Orðið herbergi er kunnugt úr fornritum. Sumir telja, að elzta dæmi um það í íslenzku sé að finna í Sonatorreki Egils Skalla- grímssonar, en það er hæpið, því að í eina handritinu, sem varð veitir þetta mikla kvæði (Ketils- bók), stendur verbergi, en ekki herbergi. Rétt er að geta þess, að orðið herbergi hafði mikiu víð- ari merkingu í fornmáli en nú. Það gat merkt ,,híbýli“ eða jafn- vel „heimili“. Fræðimenn eru ó- sammála um það, hvort orðið er að uppruna norrænt eða tökuorð í norrænum málum. Þó munu fleiri hallast að því, að orðið sé íökuorð úr þýzku. Orðið er á miðlágþýzku her* berge, fornsaxnesku og fornhá- þýzku heriberga. Orðið er kven- kyns í þessum málum, en er hvor* ugkennt í íslenzku, eins og kunn- ugt er. í nútímaþýzku er orðið Herberge (kvenkyns) og merkir „krá, gististaður“. FYRRI HLUTI orðsins er her annað hvort í sinni venjulegu merkingu eða í merkingunni „hóp- ur“. Síðari hlutinn sattisvarar ís- lenzka orðinu björg og merkir „skjól hæli“. Norræna orðið, sem samsvara myndi þýzka orðinu, væri því herbjörg. Ef rétt er, að orðið herbergi sé ekki tökuorð, samsvarar það ekki nákvæmlega þýzku orðunum, sem á var minnzt. En ég hygg, að vart verði með rétti bornar brigður á það, að orðið sé komið úr þýzku inn í nor- ræn mál, en sennilega nokkuð snemma, eins og síðar verður nán ara á minnzt. Ef sú skýring, sem hér hefir verið hallazt að, er rétt, er frummerking orðsins „skjól (hæli) fjTÍr her eða hóp“. Síðan hefir merking orðsins breytzt. í íslenzku merkir það nú eingöngu „stofa“, og er sú merking þegar kunn í fornmáli. f þýzku hefir merkirtgarþróunin hins vegar orðið öll önnur. Þetta þýzka orð hefir flækzt inn í mörg mál. Það er á frönsku auberge og ítölsku al* bergo. Til gamans skal þess getið, að enska orðið harbour ,,höfn“ er sama orð og herbergi. Sumir telja það tökuorð úr norrænum málum í ensku. Elzta dæmi orðsins í ensku er frá 1150, og merkir það þá „skýli, híbýli“. Merkingin „var, landvar“, sem’ merkingin „höfn“ hefir þróazt frá, er kunn frá 1205. Aðrir hallast að þeirri skoðun, að orðið sé upprunalegt í fornensku. Um það atriði skal ég láta ósagt. En ef rétt er, að orðið sé fengið úr norrænum málum, hlýtur það að vera allgamalt tökuorð í þeim, varla yngra en frá 11. öld. H. H.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.