Tíminn - 14.10.1956, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.10.1956, Blaðsíða 2
2 T í M I N N, sunnudaginn 14. október 1958. 1 lauk s.l. íimmtudag Námskeiði SÍS dráttarvéium Hýyrðasafn (Framhald af 12. síðu.) dr. Halldór, að safnað hefði verið um 8—9 þúsund orðum, þótt aðeins fimm þúsund hefðu verið tekin í heftið. Helztu ráðunautar nefndar- innar voru auk Jöns Eyþórssonar þcir Sigfús H. Guðmundsson, fram kvæmdastjóri, Jón A. Stefánsson, flugvélaeftirlitsmaður og Sigurður Matthíasson, fulltrúi. Dr. Halldór sagði, að nýyrðasafnið væri góður síofn í flugrnáli, en það er hug- mynd flugmálastjóra, að skipuð verði nefnd flugfróðra manna, sem héldi skrá yfir ný erlend orð og gerði tillögur um þýðingar á þeim. Ýmis orð í nýyrðasafninu eru rnikið ágæti, svo sem orðið flug- vör um þann stað sem sjóflugvélar eru dregnar á land. Þá eru orðin fastaflug og lausaflug ágæt svo að einliver dæmi séu nefnd. Flosi nefnist sá vökvi, er eyðir máln- ingu (paint remover) og nagla- lakki. Þá eru komin heiti eins og vöruflugvél og varðflugvél. Öllu tormeltari munu verða orðin rat- sjárkagi og hannar, en þau merkja: hið fyrra grindina, sem áföst er ratsjáinn og sendir frá sér geisl- ana er síð'an sýna umhverfið i sjánni sjálfri. Orðið hannar er heiti á þeim manni, sem gerir upp- drátt að flugvél eða einhverju öðru og nefnist „designer“ á ensku, en íslenzka orðið er dregið af hannyrðir og að gera uppdrátt, eða stíla hlutinn er að hanna hann. Þekking á véínmim frumskilyrði fyiir goðrs endingu þeirra Námskeiði í viðgerðum og viðhaldi á Farmall diesel-drátt- arvélum, sem staðið hefir yfir í Reykjavík, lauk s. 1. fimmtu- dag. Námskeiðið var haldið á vegum Véladeildar SÍS, en að- alkennari var H. von Sigrez, verkfræðingur frá Þýzkalandi. Tíu menn sóttu námskeiðið, þar af sex, er voru á vegum kaupfélaga úti um land. Námskeiðið var haldið á verkstæð- um SÍS við Hringbraut. Sýningá aushir-þýzkum bflum opn- uo í dag að Laugavegi 103 Á morgun gefst bæjarbúum tækifæri til þess að skoða plastbíl, en allmikiö hefir verið um þann möguleika að und- anförnu, að plastið tæki við af stálinu sem aðalefni í bílhús. Sýningin er að Laugavegi 103, og hefir nýstofnað hlutafélag, Vagninn h. f., séð um hana. Forstjóri Vagnsins h.f. er Júlíus Maggi Magnús. Námskeiði'ð er haldið vegna þess að á þessu ári voru fluttar hingað til Jands 130 dieseldráttarvélar af þessari gerð og líkur eru fyrir íframhaldandi innflutningi þeirra. í viðtali við Tímann sagði von Sigriz verkfræðingur, að hann hefði undanfarið ferðast víða um neim í þeim tilgangi að kenna :mönnum meðferð hinna nýju lieselvéla og viðgerðir á þeim. — Slíkt væri mjög gagnlegt, því að pó að mönnum auðnaðist að gera við stærstu bilanir, þá væru ýmsar stillingar á vélarhlutum og fínni /inna, sem ekki yrði unnin, svo að í lagi væri, nema eftir margar tilraunir, ef menn nytu ekki kennslu við í upphafi. „Námskeið :; þessum fræðum standa að jafn- aði yfir í fimm daga“, sagði von Sigrez, „enda eru hér menn, sem að meira og minna leyti hafa feng- ist við vélar áður“. Aðspurður sagði hann, að kennsl- an hefði gengið mjög vel hér og að hann væri mjög ánægður með ár- angurinn af námskeiðinu. Farið var yfir alla aðal hluta dráttarvélanna, jafnt gangvél sem skiptingu og vökvaútbúnað, en við hann þarf staka aðgæzlu og vandvirkni í við- haldi. mikinn áhuga fyrir þeim. Dráttarvélar þessar er nú hægt að fá í fimm mismunandi stærðum. 12 hö., 17 hö., 20 hö.,24 hö. og 30 hestafla. Kosningabarátfan í USA (Framh. af 1. síðu.) taka á sig þungar hernaðarbyrðar, ef þeir sjálfir á sama tíma kasti frá sér vopnunum og leggi niður herþjónustu. í innanlandsmálum greinir for- setaefnin að sjálfsögðu á um margt. Eisenhower bendir á hina miklu velmegun, sem ríkt hafi í forsetatíð sinni og segir hana stjórn sinni að þakka. Stevenson neitar ekki að vel- megun sé yfirleitt mikil, en bend- ir á, að nærri því allar opinber- ar aðgerðir í Bandaríkjunum á síðari árum, til þess að hjálpa borgurunum til þess að ráða fram úr vandamálum lífsbaráttunnar, hafi verið runnin undan rifjum demokrata — að minnsta kosti upphaflega. Barnaverndarenfnd (Framhald af 12. síðu). Flestar gerðir Austur-þýzkra fólks- og vörubíla, þar með taldir sendiferðabílar, hafa nú borizt til landsins, og eru til sýnis á Aust- ur-þýzku bílasýningunni, sem hald- in er í Vagninum h.f. að Laugavegi 103. Af bílum þeim sem til sýnis eru vekur plastbíllinn P-70 eflaust mesta athygli. Þetta er fjögurra manna bíll, með tveggja strokka tvígengisvél og framhjóladrifi, og er öll yfir- bygging bílsins úr plasti, ótrúlega sterku. Plastbíllinn P-70 fæst bæði sem fólksbíll og stationsbíll. Þá er sýndur þarna bíll sem nefn ist Wartburg, og er fimm manna. Af Wartburg er til bæði íólks- bíll og stationsbíll, og eru báðar gerðirnar íallegar. Wartburg bílarnir eru, eins og P-70, með framhjóladrifi, en vél- in er þriggja strokka tvígengisvél. Þá eru á sýningunni tveir bílar af Garantgerð, vörubíll og stór sendiferðabíll. Þá bíla má fá hvort heldur er með benzín- eða dísil- vél og má skipta um þær í bílun- um eftir vild, þar sem allar mót- or- og gírkassafestingar eru eins í báðum tilfellum. Reykjavíkurævin- týri Bakkabræðra Eins og kunnugt er, hefir Óskar Gíslason gert tvær kvikmyndir um íslenzkt efni við hæfi barna, sem þau hafa liaft mikla skemmtun af, þegar þær hafa verið sýndar. Mynd ir þessar eru Síðasti bærinn í daln- um og Bakkabræður. Öðru hverju hefir Óslcar tekið upp sýningar á þessum myndum og ávallt við beztu undirtektir yngstu bíógest- anna. Klukkan þrjú í dag sýnir hann myndina Bakkabræður í Stjörnubíói. ÞórSur ÞórAarson (Framhald af 12. síðu). og athugað aðstæður til að koma slíkri félagsstarfsemi á fót hér. Þessi ágæti fræðimaður að vest- an er góður gestur á íslandi, og ættu sem flestir að nota tækifærið til að kynnast því, sem hann hefir að flytja í fyrirlestrinum annað kvöld, sem hefst kl. 8,30 síðdegis. Öllum er heimill aðgangur. . Farmall þekktur hér á landi. Nú eru liðin nokkur ár síðan Farmall benzín dráttarvélar frá (nternational Ilarvester verksmiðj- unum í Bandaríkjunum tóku að flytjast hingað. Þessi dráttarvél reynclist mjög vel og nú munu vera am 1200 slíkar í landinu. Fyrir all-löngu síðan stofnaði fyrirtækið I. H. verksmiðjur í borg inni Neuss am Rhein í Þýzkalandi, en sá staður er skammt frá Dussel- dorf. Dieseldráttarvélin. Síðastliðinn vetur kom ný diesel dráttarvél á markaðinn frá þessari verksmiðju. Allar líkur bentu til þess að hún væri hentugri fyrir íslenzka staöhætti, og s. 1. vor pönt uðu bændur um 130 slíkar hingað. Reynslan, sem er nú þegar er fyrir hendi, sýnir að hér eru hinir mestu kjörgripir á ferð. Sparneytnir og gangvissir og er búizt við miklum innflutningi þeirra í ár, þar sem bændur, er til þekkja, munu hafa misferli barna og unglinga í Reykjavík árið 1955. Mest ber á hnupli drengja og innbrotum, svo og skemmdum ýmiss konar. .4. aldr inum 6—18 ára lenda samkvæmt skránni S72 drengir í slíku mis- ferli en aðeins 34 telpur. í mis- ferli telpna ber mest á lauslæti og útivist, en þar á skrá eru engir drengir. Er þetta mest hjá íelp- um á 15 ára aldri. Einnig er nokk uð um ölvun unglinga, og eru þar drengir miklu fjölmennari, en einnig eru þar á meðal nokkrar telpur. Þá hefir barnaverndarnefnd eft- irlit með barnaheimilum og öðrum stofnunum ríkis og bæjar, sem hafa börn í fóstri. í nefndinni áttu sæti þetta ár Guðmundur Vignir Jósefsson, frú Guðrún Jónasson,frú Hallfríður Jónasdóttir, frú Jónína Guðmundsdóttir, -frú Kristín Ólafs dóttir, frú Valgerður Gísladóttir og Magnús Sigurðsson. Hjúkrunar- kona var Þorbjörg Árnadóttir og framkvæmdastjóri Þorkell Krist- jánsson. „Spádómurien44 sýndur í kvöSd Myndln er af fyrsta atriSi í leikritinu Spádómurinn þegar mannver- urnar vakna á morgni lífsins og þa3 verSur Ijós. — Leiktjöldin eru ein þau sérkennilegustu og fallegustu, sem sést hafa hér. Myndin er af Herdísi og Róbert. Þau kvöddusf (Framh. af 1. síðu.) an þennan tima. En presturinn kærði sig ekki um að hitta „ekkj- una.“ Faldi fötin. Það er nú kunnugt, livernig sr. Ross undirbjó hvarf sitt. Ilann hafoi falið föt í rúnna við strönd- ina, þar sem hann baðaði sig. Hann fór svo úr sínum venjulegu fötum- og fór í sjóinn. Svo synti hann upp í vík eina og laumaðist til runnans, þar sem fotin voru fal- in. Um kvöldið var hann á leið með lest til Chester. „Líkið“ fannst samt aldrei, enda skemmti það sér ágætlega víða á Englandi og nú siðast í Sviss. Kysstust á snæþökktum tindi. Frúin sagði blaðamönnum, að harmleikurihn mesti við þetta alít væri sá, að hún gengi með banvænan sjúkdóm, sem ínyndi leiða hana til bana iiman tveggja ára. Hún elskaði prestinn samt of heitt til að vilja hryggja hann með því að segja honum þetta. (Það stendur nú samt í öllum blöðunum, svo sennilega kemst hann að því). Þau hefðu skilizt á snæviþökktum fjallstindi í Sviss og kysst hvort annað að skilnaði. Þau myndu aldrei sjást framar. Gefa allt.... Frúin kvaðst fús að gefa allar sínar eigur söfnuði séra Ross, selja skartgripi sína og innbú. Ég vil fá Philip, en hefi ekkert annað en peningana mína. Læknir hennar sagði í dag, að hún væri komin á sjúkrahús. Hún væri ekki sá seki í málinu. Hún væri niðurbrotin manneskja og með stöðugan grát- ekka. Súez-deilan (Framh. af 1. BÍðu.) tali Dulles við blaðamenn, að deila þessi væri einskonar áframhald á baráttu nýlendu til sjálfstæðis. —• Mál þetta væri allt annars eðlis. Hér væri um það að ræða, hvort einu ríki ætti að líðast. að rjúfa alþjóðasamninga og stofna siglinga frelsi í hættu. Þá fór hann lofsam legum orðum um samstöðu og sam heldni Breta og Frakka í máli þessu og drap á nauðsyn þess, að þjóðir V-Evrópu tækju upp nánara samstarf. ijiiiiiiiiiiiiaiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiimiiiat | Munið að við höfum ávallt | 1 flest til raflagna. Til dæmis: | | Rofa, tengla, samrofa, kross | 1 rofa og krónurofa, utanál. 1 ! og inngr., hvítt og döklct. | i Tenglar 10 og 15 A III-í-J. | I utanál. | Vatnsþétta rofa 1 og 2ja 1 | stúta í Vatnsþétta tengla 10 A. I f 15 A. og 25 A. I Vatnsþéttar tengidósir 1—41 f stúta I Vatnsþétta lampa 4 teg. íídráttarvír 4, 6, 10, 16 ogí 1 25 q. 1 Í Útieinangraðan vír 10 og \ i 16 q. I Plastkabal 4x4 og 4x6 q. | iPlastsnúrur 2x0.75 q. í Stigasjáífvirki. Í Rofaklukkur. Varhús 25—| Í 200 A. Vartappar 10—200 i Í Amper. Í Gúmmíkaball 2x0,75, 2x1. | Í 3x4, 4x2,5 og 4x4 q. i \ Mótorrofa, Hnífrofa og | Í Omskiptirofa. Vinnusólir og \ Í vinnulampa. I Véla- og 1 raftækjaverzlunin h.f. | Í Tryggvagötu 28. Sími 81279 | '1111111II ■UIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlIllllllllllllllllllllllKIIB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.