Tíminn - 16.11.1956, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.11.1956, Blaðsíða 8
T I M N N, föstudaginn 16. nóvember 1956. MinningarorS: Séra Pétnr T. Oddsson prófastar, Hvammi i Frítt hefir löngum verið að líta heim að Hvammi í Hvammssveit, höfuðbólinu góða, en sjaldan eða cidrei þó eins og nú síðasta ára- tuginn. Þar hefir setið röskleika- í iaður, sem gera vildi garðinn fraegari og fegurri og tókst það Ungi prófasturinn í Hvammi unn höfuðbóli sínu hugástum og vild \eg þess sem mestan. Metnaður hans íyrir hönd Hvamms var ekk ert minni en konungshugsjón Hvammur átti að halda öndveg' sínu meðal höfuðbóla Dalahéraðs og þótt víðar væri leitað. Hér í faðmi þessa hýra og skjólsæla dals hafði hann oft átt athvarf í æsku sinni, drengurinn, sem misst hafði móður sína svo ungur. Hingað stefndi líka hugur hins þroskaða áhugamanns og hér kaus hann að eyða manndómsárunum og verja kröftum sínum í þágu göfugs starfs, þroska og ræktunar lands og lýðs. En þessa skömmu nóvember- daga er dimmt yfir Hvammi í Ilvammssveit. Yfir honum hvílir ef til vill þyngri skuggi en nokkru sinni fyrr í þúsund ára sögu hans. Húsbóndinn, þýðmennið, þrek- mennið góða, er fallinn í valinn á voveiflegan hátt, langt fyrir aldur fram. „Aldrei er svo bjart/yfir öðlingsmanni,/að ei geti syrt/eins sviplega og nú“. — Fámennt hér- að er miklu svipt við fráfall slíks manns. Skarð séra Péturs mun lengi opið og ófullt standa í hug- um Dalamanna og raunar allra, r.em þekktu hann. Gagnvart missi og harmi ástvina hans eru orðin e'n máttvana og voga sér ekki flug- ið,— Séra Pétur Tyrfingur Oddsson var fæddur í Bolungavík G. sept. 1312. Foreldrar hans voru hjónin: Oddur verzlunarmaður Guðmunds- son bónda á Hafrafelli Oddssonar, c% Jósefina Bjarnadóttir hrepp- ítjóra í Ármúla Gíslasonar. Frú Jósefína var því alsystir frú Ragn- hiídar, ekkju Ásgeirs prófasts í Ifvammi Ásgeirssonar, sem er ný- l átinn. — Pétur lauk stúdentsprófi í Menntaskólanum á Akureyri 1932, kennaraprófi í Kennaraskóla ís- lands 1933 og guðfræðiprófi frá Iíáskóla íslands 1936. Hann kynnti r.&r kristilega æskulýðsstarfsemi í rkólum í Skotlandi, Englandi, Hol- landi, Danmörku og Svíþjóð 1938 —39. Má af þessu sjá, að hann var óvenju vel búinn undir kenni- rnannsstarf og fræðslustörf. En jifnframt náminu hafði hann stund að kennslu, var settur skólastjóri við unglingaskólann í Bolungarvík 1931—32, og kennari í Miðbæjar- barnaskólanum í Reykjavík 1933— 34. Sá maður hlýtur að vera meira en meðalmaður að dugnaði og gáf- um, sem annar öllu þessu, auk rnargvíslegra starfa annarra, og lýkur þó prófum sínum á tilskild- um tíma með fyrstu einkunn. — Pétur var prestur á Djúpavogi 1936—1944, er hann fluttist að Ilvammi og tók við embætti vinar ríns, séra Ásgeirs, manns frænd- konu hans, frú Ragnhildar. Pró- fastur í Dalaprófastsdæmi varð hann skjótlega eftir komu sína vestur og gegndi þessum embætt- um til dauðadags. Á Djúpavogi var hann skólastjóri barna- og ungl- ingaskóla, enn fremur á Laugum í Ilvammssveit, eftir að hann kom í það nágrenni. Margháttuð skipti iinnur hafði hann af skólamálum í sóknum sínum, og nú síðast var hann forustumaður í málum Stað- arfellsskólans auk þess sem hann var kennari þar. Meðan séra Pétur var eystra kvæntist hann sinni góðu konu, Unni Guðjónsdóttur Jónssonar bónda í Tóarseli í Breiðdal. Þau! Þegar rita skal minningarorð um góðan vin og jafnaldra, fer ekki hjá því, að persónulegar tilfinning ar sæki á. Ég á margar góðar minn ingar tengdar séra Pétri, og þar ber engan skugga á. Við vorum skólabræður, en kynntumst þó meira heima í héraðinu, sem við unnum báðir. Ég minnist þess nú, þegar við heimsóttum hann í Hvamm, þrír bekkjarbræður. Hann var þá nýorðinn stúdent, fallegur og lífsglaður. Þann dag ríkti gleði og fegurð í Hvammi. Við fórum fram í Skeggjadal um kvöldið að leita hesta. Kyrrð sumarkvöldsins ríkti í dalnum, gróðurríkum og lognsælum, en glóð hnígandi kvöld- sólar brann á Skeggöxl. Þegar hugs að er um það, að tveir af félögun- um fjórum, sem hittust í Ilvammi þennan fagra dag, eru hnignir ; valinn, söngvararnir góðu, Pétui og Jón frá Ljárskógum, fer ekk hjá því, að upp skjóti í liugum okkar hinna oröum Hjálmars: „Mínir vinir fara fjöld./feigðin þessa heimtir köld./Ég kem eftir ' kannske í kvöld/með klofinn hjálm og rofinn skjöld/brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld.“ — : Þetta sumar fórum við Pétur sam- . an norður um land. Mörg skemmti- leg ævintýri gerðust í þeirri ferð, og við höfðum gaman af að minn- ast þeirra síðar. En þá kynntist ég bezt hversu góður félagi hann var í smáu og stóru. — Síðar heimsótti ég hann nokkrum sinnum í , Hvamm, síðast í sumar tveim sinn- j um, og að morgni síðasta dagsins, sem hann lifði kvaddi ég hann á heimili mínu, hressan og hlýjan 'eins og venjulega. Nokkrum klukkustundum si'ðar barst mér andlátsfregn hans. j Við andlát séra Péturs T. Odds- sonar er sár harmur ktæðinn að mörgum, og missir ástvina hans er byngri en orð fá lýst. í hugum vina sinna á hann fagra minning, og yfir skugga harms og saknaðar ber hann sjálfan hátt, sviphreinan og ennisbjartan, drenginn góða og J?S '■ göfuga. — Ragnar Jóhannesson. ' Séra Pétur var hugsjónamaður. Ungur gegndi hann köllun sinni og stefndi hiklaust að settu marki, og það er giftusamlegt vegarnesti. sem of fáum æskumönnum hlotn- ast. Prestur vildi hann verða; prest ur, sem efldi guðs kristni í land- inu og léti gott af sér leiða fyrir söfnuði sína ðg þjóð. Frá því hvik- aði hann aldrei. Sjónarmið séra Péturs var það, að presturinn ætti ekki að vera ó- virkur heimsflóttamaður. Prestur- inn átti að starfa í náinni snert- ingu við samtíð sína og skilja vandamál hennar. Hann átti eigi aðeins að vera andlegur leiðtogi í kirkju sinni, heldur og héraðshöfð- ingi og forustumaður í félagsrrpl- um og menningarmálum. Tvennt var það einkum, sem séra Pétur helgaði krafta sína, auk prests- starfsins, og var þó hvort tveggja nátengt því. Annað voru skólamál- in, hitt sönglistarmálin. Hann var góður kennari og hafði yndi af kennslu. Maður með skap- lyndi hans og hugarfari hlaut að vera kjörinn leiðtogi æskufólks, fræða það og tendra eld hugsjóna og þroskaþrár í brjóstum þess. Því olli næmur skilningur hans og hjartahlýja. Hann fékkst líka mik- i‘ð vi’ð kennslu fyrr og síðar og var sterka reipið í skólamálum héraðs síns. Pétur var óvenjulega sönghneigð ur maður. Hann hafði óblandna á- nægju af því að syngja sjálfur, og ef til vill ekki síður af því að láta aðra syngja. Hann hafði íallega tenórrödd og var löngum í kórum á skólaárum sínum og lcngi í Karla kór Reykjavíkur og fór með hon- um í söngferð til Evrópu. Hann efldi mjög bæði kirkjusöng og al- mennt sönglíf í sóknum sínum og var sjálfur prýðilegur söngstjóri, sem hafði einstakt lag á því að gera þar mikið úr litlu, ef með þurfti. S. 1. vetur dvaldist hann í Þýzkalandi við tónlistarnám og mun hafa aukið mjög þekkingu sína í þeim efnum. Af samtali, sem við áttum saman síðasta kvöldið, sem við hittumst, fannst mér mega ráða það, að tónlistin hefði aldrei átt sterkari ítök í honum en ein- mitt nú. Ilann þráði starf og við- fangseíni á sviði sönglistarinnar; þar var ást hans og yndi. Það var gaman að koma í Hvamm ‘ til séra Péturs og frú Unnar. Þau | iMiiiiii'.iiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii mimmiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimmmiiiiiiimuumiiiiimiH I Húsmæðrafundur I = 3 | verður haldinn í Tjarnarbíó næstkomandi laugardag kl. 2,30 eftir hádegi. = = I . ** i | Fru Anna-Britt Ágnsáter, g | forstöðukona tilraunaeldhúss sænsku samvinnufélaganna í Stokkhólmi sýnir matreiðslu | S 3 | sildarretta og talar um síld. Auk þess verða sýndar mjög athyglisverðar matreiðslu- 3 | kvikmyndir. . .v : r'iv/'s, | Allar konur velkomnar meSan húsrúm leyfir. I Fræðsludeild íllllllllllliillllllllllllillllllllllllllllllllilllllllllllilllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllll' lllllllllllllllllllllllllllllllllllllltllllllllllllllllllllllllllllllllliilllllllllllllllllllllllllllllllliu iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiiiiimmiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiimiiimiiimuiia — =3 i i ísskáparnir eru iiiiiiiiiiiliiliiiiiiiiiiiimmmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimim iiuiiiiimiiimmmmimimiimmimmimimiimmiiiimmmmiimmmimmmuiH immiimmimmmmmiimmimmmmimmmmmmmmmmimmmmmmmit; mmmmiimiiiimmmiiimmiiimmiiimiiiiiiiimmiiiimiiuiiiiimniiiiiiiiiimuiiii Nokkor fiundruð sett af karima og stökum bnxum verSa seltl mjög ódýrt næstu daga. "MIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII ■•*iiiiif.iiiii*iiiiiiiiiiitiii*(iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii.iiiiiiii««a cignuðust fjögur efnileg börn. Það | höfðu búið vel um sig, áttu fallegtj clzta er um fermingaraldur, það J heimili og höfðu rúmt húsnæðí, j yngsta nokkurra mánaða gamalt. | «vo að gestrisni þeirra naut sín vel Séra Pétur var meðalmaður á pg á eðlilegan og látlausan hátt hæð og fríður sýnum. Á æskuárun-1 Gesturinn fann fljótt, að hann var i'.m var hann beinlínis fallegur j velkominn, hjartanlega velkominn. maður, og þótt fullorðinsárin settu Enda var þar afar gestkvæmt. Sr. mörk sín á hann eins og okkur öll,, Pélur var gleðimaður og samkvæm fölskvaðist aldrei hið bjarta yfir- J ismaður, enda þótt grunnt væri i s bragð og hinn hreini svipur og löngum á alvörunni. Og gleði hanslE f.igru augu. Enginn gat dvalizt í; var hin hlýja og græskulausa gle'ði j h návjst hjujs stundarlangt án þessj góðs manns og listhneigðs, oft ylj-: = oió Acf Jiotrro • ho»» í/ir .rf.'ifuVr.. J/ÍÁ4+ ~~ N Ý J A R BSReOSR iiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin 111111111111 iiiiiiii(iiiiiiii*fii*tiiini*iiiiiiiiiiilili Klæðaverzlun Andrésar Andréssonar að sjá öjg.tiéyra,. að þaý fór-.göhig- menni og prúðmenni, sem vildi öll- um vel. uð þiægílegri kímní, Al.lt, sem Jjótt var og ósmekkíegt, tneiádi hjáj hónum og hann hjá þvi...... ...| Laugavégi 3. *£? 3i 3. 3 nTiiHiiiiimiiiiiiniitiiiiiiijiðniiiiiniiiiiMiíi'uii'iiiiiiniijiiiijiTiiiiniijiiiÍiijiViiiiiiiiiiiiiiíiiiiíiiiitiíiiíiíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiirrðiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii'iiiiiiiiiiiiihiiiira

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.