Tíminn - 12.03.1957, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.03.1957, Blaðsíða 2
£ : ^ f íslendingar undirbúa þátttöku ! í norrænni listsýningu [ VerÓur haldin í Gautaborg næsta haust og hefir | Alhingi veitt fjárstyrk til ísl. þátttöku Þann 12. október í haust verður opnuð í Gautaborg stór tnyndlistarsýning á vegum Norræna Listbandalagsins. Verð- ur þetta 8. samsýning norrænnar listar, sem Bandalagið gengst fvrir en það var stofnað í Stokkhólmi árið 1945, strax að lokinni síðari heimsstyrjöldinni. T í IVIIN N, þrigjudhginu tZ. marz 19fl» Frá fundi búnaðarþings í gær. Nauðsynlegt að tryggja, að jafnan séu til varahlutir í jeppabifreiðar Fundur var á búnaðarþingi árdegis í gær og voru þar til síðari umræðu tvö mál og var annað afgreitt en hinu frest- að. Einnig var rætt um fjárhagsáætlun Búnaðarfélags íslands fyrir árið 1957. Fyrsta sýning þess með lista- verkum frá öllum Norðurlöndun- um fimm var haldin í Osló 1940, en síðan í Stokkhólmi 1947, Reykja vík 1948, Kaupmannahöfn 1949, Helsinki 1950, Björgvin og Ósló 1953 og Róm 1955. Sýningin í Gautaborg verður með nokkuð öðru sniði en fyrri sýningar Bandalagsins. Á aðal- fundi þess, sem haldinn var í Stokkhólmi 26.—27. október 1956 þar sem mættir voru fulltrúar frá þátttökulöndunum fimm, var sam- Nasser fús til sam- : vinnu við notendur Súez-skurðar KAIRÓ - NTB, 11. marz. — Nass er Egyptalandsforseti sagði í dag í viðtali við indverskt blað, að stjórn hans væri fús til sam- vinnu við væntanlega notendur Súez-skurðar, svo framarlega sem sjálfstæði og fullveldi Egyptalands yrði virt. Nasser sagði, að Egyptar myndu leyfa brezkum og frönsk um skipum að sigla um skurð- inn, ef þau greiddu siglingagjöld in til liins egypska fólags. Fréttaritarar í Kairó hafa það eftir góðum lieimildum, að björg unarskipafloti S.þ. liafi nú verið veitt leyfi til að hreinsa flakið af skipinu Edgar Bonnetc á brott. Egypskir froskmenn hafa nú hreinsað sprengiefni það, sem í skipinu var, á brott. Fréttaritari Tímans á Akureyri ?3agði, að þar hefði bætt mjög á :í fyrrinótt og gær. Allir vegir um héraðið eru ófærir og ekki verður reynt að ryðja þá fyrr en upþ birtir. Mjólk verður flutt úr ná- grenninu á sleðum. Dalvíkingar munu senda mjólkina með bát :inn til Akureyrar, þar sem ger- ófært er á landi. Fréttaritari Tímans á Fosshólí sagði, að mjög hefði bætt á s.l. ,'iólarhring, og væri nú ófært um allt héraðið. Bílar hafa brotizt þykkt að skipta sýningunni í deild- ir, ekki eftir þjóðerni eins og ííðk ast hefir, heldur eftir listastefnum, þannig, að natúralískar myndir frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og íslandi héngu saman í sölum, abstrakt list allra landa saman o. s. frv. Það voru norsku fulltrúarnir á aðalfundinum, sem báru fram þessa tillögu og var hún samþykkt einróma. Töldu menn, að hin nýja skipan sýningarinnar myndi gefa henni ferskar isvip en ella og auka áhuga almennings á sýningum Bandalagsins. Einnig myndi hún stemma stigu við óheil- brigðri og óeðlilegri keppni milli landanna. Dr. Erik Wettergren formaður hinnar sænsku deildar Norræna Listbandalagsins var í forsæti á þessum fundi en fulltrú- ar af íslands hálfu þeir Svavar Guðnason formaður íslenzku deild arinnar og Hjörleifur Sigurðsson ritari hennar. Hinn 28. janúar s. 1. var svo haldinn í Gautaborg fundur sam- vinnunefndar þátttökuþjóða Banda lagsins en hún mun annast undir- búning sýningarinar í haust. Af íslads hálfu mætti Hjörleifur Sig- urðsson á funáinum. Var þar rætt nánar um skipan sýningarinnar og unnin nauðsynleg undirbúnings- störf auk þess sem fulltrúarnir skoðuðu hið væntanlega húsrými í Listasafnshúsinu og Listsýningar- skálanum í Gautaborg. Loks má geta þess, að fyrir til- stuðlan Menntamálaráðherra og fjárveitingarnefndar veitti Alþingi nýlega 5 þúsund króna styrk til sýningarinnar en Menntamálaráðu neytið auk þess 5 þúsund króna ferðastyrk vegna hennar. með mjólk síðustu daga úr Aðal- dal og Kinn, en nú er ekki um það að tala lengur. Snjóbíll, sem flutt hefir mjólk, er nú- tepptur á Akureyri. Fréttaritari blaðsins á Blöndu- ósi sagði, að þar væri ekki mikil ofanhríð, en hvassviðri og mikil skafhríð. Vegir eru tepptir um allt héraðið. Veðurstofan spáði í gærkvöldi snjókomu um vestan og norðan vert landið í dag, svo að enn má búast við auknum snjó. Björgunarfélög síofnuð í Færeyjum Færeysk blöð skýra frá því, að Björgunarfélag Þórshafnar í Fær eyjum hafi verið stofnað fimmtu- daginn 21. febrúar i Sjónleikahús- inu í Þórshöfn. Er því markað svip að starfssvið og Slysavarnafélagi íslands. Á undan stofnfundinum var kvikmyndin Björgunarafrekið við Látrabjarg sýnd, og var að- sókn svo mikil, að sýna varð mynd ina tvisvar. Inn komu 1100 fær- eyskar krónur, og gengur það fé óskipt til Björgunarfélagsins. — Fundarstjóri var Pauli Dahl, yfir- læknir, en formaður félagsins var kjörinn Dánjal J. Joensen, sjó- mannaskólastjóri. Félög verða nú stofnuð í ýmsum byggðum Fær- eyja, og hafa þegar verið stofnuð í sumum. Bogi Ólafsson, yfir- kennari, látinn Bogi Ólafsson, fyrrverandi yfir- kennari við Menntaskólann í Reykjavík, andaðist að heimili sínu á sunnudagsmorguninn. — Hann var fæddur að Sumarliða- bæ í Holtum 1879. Hann var aðal enskukennari Menntaskólans í þrjá áratugi. Hann gegndi ýmsum öðrum trúnaðarstörfum, og var t.d. lengi og allt til dauðadags for seti Hins íslenzka Þjóðvinafélags. Egyptaland (Framh. af 1. s5ðu). Ráðherrann sagði, að land sitt myndi gera allt, sem stæði í valdi þess til að tryggja yfirráð Araba í Gaza, við erum við öllu búnir, sagði hann. Júgóslavar fluttir á brotf- Talsmaður utanríkisráðuneytis Júgóslavíu sagði í dag, að júgó- slavneskir hermenn í gæzluliðinu myndu gerast þátttakendur í öllum þeim aðgerðum í Egyptalandi, sem væru í samræmi við ályktanir alls- herjarþingsins. Júgóslavnesku herflokkarnir voru í gær fluttir frá Gaza til EI Arish á Súez-eiði. Talið er að það hafi verið gert til að koma í veg fyrir möguleg vandræði fyrir gæzluliðið, ef júgóslavneskum her- mönnum yrði m. a. beitt í aðgerð- um, sem brytu á móti stefnu Eg- ypta. Algjör stjórn S. Þ. á Gaza Stjórnmálafréttaritari brezka útvarpsins vakti á því athygli í dag, að í ályktun allslierjarþings- ins um aðgerðir gæzluliðsins í Egyptalandi hefði aldrei verið gert ráð fyrir aðild Egypta að stjórn Gazasvæðisins. Það hefði ennfremur alltaf verið skoðun brezku stjórnarinnar, að S. Þ. ættu að hafa stjórn Gaza-svæð- isins með hönduin. Egyptar sakaðir um hermdarverk Ráðuneytisstjóri ísraelska utan- ríkisráðuneytisins sakað egypzku stjórnina í dag um að skipuleggja hermdarverk og æsingar á Gaza- svæðinu. Ráðuneytisstjórinn sagði, að borgurum á landssvæði þessu væri skipað að taka þátt í mót- mælagöngum, en hótað barsmíðum og jafnvel lífláti, ef þeir neituðu að hlýða. Það væri nú Sameinuðu þjóðanna að koma á friði og ró í Gaza og halda uppi alþjóðalög- um. Leiðrétting Slæm prentvilla varð í frásögn af sjúkraflugi Björns Pálssonar í sunnudagsblaði Tímans. Stóð þar meðvitund fyrir meðvind í grein- arlok. Átti að vera, að Björn hefði fengið meðvind til Reykjavíkur. Einnig brenglaðist það í frásögn, að Björn hefði flutt sjúka konu af Snæfellsnesi til Akraness. Hann flutti aðeins tvo sjúklinga af Snæ- fellsnesi þennan dag, sjúkt barn, og fótbrotinn mann. Samþykkt var ályktun þess efn is að skora á innflutningsyfirvöld in að flytja inn á þessu ári a.m.k. 300 jeppabifreiðar til landbúnað- arins. Einnig að skora á viðskipta málaráðuneytið að skylda innflytj endur jeppabifreiða til þess að hafa jafnan næga varahluti fyrir hendi í landinu. Þá vár og til fyrri umræðu upp kast að samningi milli Búnaðar- férags íslands og Stéttarsambands bænda um byggingu sameignar- húss þessara samtaka. Næsti fundur á búnaðarþingi er kl. 9,30 árdegis í dag. Fararstjóri flokksins heitir Jam- es Crossini og leikur það bragð að sleppa úr eikarkistu sem hann hef- ir verið læstur niður í og áður er hann handjárnaður og látinn í poka sem lokað er með tveim hengilásum. Tveir áhorfenda voru fengnir til að ganga úr skugga um að vel væri frá öllu gengið. En ekkert af þessum umbúnaði hindr- aði Crossini í því að komast úr kistunni. Handalausi maðurinn Tom Jacobson leikur hinar ótrúleg ustu listir með fótunum. Hann fæddist handalaus og hefir náð Danir kref ja Rússa KAUPMANNAHAFNARBLAÐ- IÐ Politiken skýrir frá því, að fyrir skömmu hefðu hafizt í Kaupmannahöfn samn- ingar milli rússneskra og danskra fulltrúa um bætur vegna þjóðnýt ingar Rússa á dönskum eignum í Eystrasaltslöndunum er Rússar höfðu innlimað þessi lönd í ríki sitt. Samkvæmt frásögn blaðsins munu Danir krefjast 20 milljóna króna skaðabóta en Rússar rnunu hafa komið fram með gagnkröfur að upphæð 6—7 millj. danskra króna. slíkri leikni ineð fótunum að ó- trúlegt er. Hann leikur á píanó, rakar náunga sem hættir sér upp á sviðið til hans o. fl. Flugfimleikar Jacara eru mjög gott atriði og nýstárlegt á sviði hér. Meðal sýningaratriða er Indíána- höfðinginn Big Chief Beaver sem sýnir skotfimi með boga og byssu og leikur sér með eld. Fríða og Haukur sýna „Rock ’n roll“ en það er eina íslenzka at- riðið á skemmtiskránni. Fellt á Aljiingi að flytja húsmæðra- kennaraskólann til Akureyrar f GÆR VAR felld í efri deild Alþingis tillaga, sem flutt var í þriðja sinn á Alþingi um að flytja Húsmæðrakennaraskóla íslands liorður til Akureyrar. ur norður. Sigurvin Einarsson hafði framsögu um málið fyrir hönd meirihluta nefndarinnar. Skólastjöri Húsmæðrakennara- skólans, frú Helga Sigurðardóttir, var mætt á þingpöllum við um- ræður og í fylgd með henni marg- ar konur, sem látið hafa málið til sín taka. Urslit málsins urðu þau, sem fyrr segir, að frumvarpið var fellt að viðhöfðu nafnakalli, með sex abkvæðum gegn fjórum. Sjö þing- deildarmenn voru ekki viðstaddir atkvæðagreiðsluna. Þar stendur auð og ónotuð stór og velbúin skólabygging, Hús- mæðraskóli Akureyrar, en Hús- mæðrakennaraskólinn er hins veg- ar í miklum húsnæðisvandræður í Reykjavík, svo að skólinn hefir ekki getað starfað í vetur. Talsverðar umræður urðu um málið við framhald annarar um- ræðu í gær. Menntamálanefnd klofnaði um málið og vildi einn nefndarmaður, Friðjón Skarphéð- insson, þingmaður Akureyrar, að það yrði samþykkt og skólinn flutt Fréttir frá landsbyggðinni Heimtu þrjár kindur af fjalli KIRKJUBÆJARKLAUSTRI í gær. — Fyrir skömmu komu þrjár kindur af fjalli hér á Síðu. Komu þær saman við fé í Skaftár dal. Reyndust þetta vera þrjár ungar ær, sem þeir Klausturs- bændur áttu, og heimtu ekki í haust. Kindurnar voru allvel á sig komnar. — Nú er hlálca og hjaðnar snjór. Illfært er þó á veg um vestur til Víkur, en þó hafa menn farið þá leið á jeppum. Snjóbíll hefir og verið í förum. VV. Ogæftir og tregfiski viíS Djúp ÍSAFIRÐI í gær. — Ógæftir hafa verið síðustu daga og hafa bátar aðeins getað róið stutt í Djúpið. Hafa þeir aflað. lítið. Hér er stöð- ug norðanátt og hríðarhraglandi flesta daga. GS. Ófært snjóbíl yfir Va’ðlahei'ði FOSSHÓLI í gær. — Snjóbílfæi er mjög erfitt hér í héraðinu, ein um á Vaðlaheiði, þar sem snjó er mikill og mjög laus. Snjóbí fór frá Húsavík til Akureyrar gær og var 8 stundir á leiðinn í morgun lagði hann af stað aust ur yfir aftur, en varð að snú við til Akureyrar eftir fjöguri stunda þóf á heiðinni, sem orði var alveg ófær. SL\ Seinfært fyrir póstana FOSSHÓLI í gær. — Póstarni sem ganga hér um héraðið, eic í erfiðum ferðum um þessar mun ir. Engu farartæki Verður vi komið, og verða þeir að fara gan andi. Skíðafæri er einnig mjc illt vegna laussnævis. Bárðarda póstur var t.d. tvo daga leiðir milli Bjarnarstaða og Fosshóls. SLV. Sífelldar hríðar á Norðurlandi og aukast snjó^yngslin enn að mun Snjóþyngsli aukast enn á Norðurlandi, og mátti heita að þar væri stórhríðarveður í gær, að minnsta kosti austan til. í gærkveldi var enn spáð snjókomu. Allir vegir eru nú teppt- :ir, og mjólkurflutningar úr sögunni á landi um sinn. Vesturveldin hafna tillögum Rússa um málefni Mið-Austurlanda Ekki tekiÓ nægilegt tillit til hagsmuna viÓkom- andi ríkja LONDON-NTB, 11. marz. — Stjórnir Vesturveldanna þriggja liöfnuðu í dag tillögu rússnesku stjórnarinnar um „friðsamlega lausn deilumálanna í M-Austur- Iöndum“. ^ í mjög svipuðum orðsendingum j Breta, Frakka og Bandaríkjanna, ] sem afhentar voru Gromyko utan i ríkisráðherra IMoskvu í dag, segir, j að í tillögum Rússa sé ekki tekið I nægilegt tillit til hagsmuna við-1 komandi ríkja á þessum slóðum og séu þess vegna ekki til þess fallnar að koma á friði og auka velmegun og sjálfstæði M-Austur landa. Tillögur Rússa voru fyrst born ar fram af Shepilov, fyrrv. utan- ríkisráðherra og var þar lagt til, að Vesturveldin flyttu allan her sinn á brott frá þessum slóðum og hætt yrði að senda vopn til þessara landa. Sjómannadagskabarettinn Síðast liðið laugardagskvöld var frumsýning á Sjómanna- dagskabarettinum í Austurbæjarbíói. Er þar skemmst frá að segja að hér getur að líta hreinustu „Undur veraldar11, en svo nefnist líka flokkur þessara trúða. Leika þeir hinar ó- trúlegustu listir, margar þannig, að maður strýkur ósjálfrátt yfir augun til þess að ganga úr skugga um að maður hafi ekki sofnað og sé farinn að dreyma. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.