Tíminn - 27.04.1957, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.04.1957, Blaðsíða 8
8 T í M I N N, laugai'dagirm 27. apríl 1957, Góustaðahjónin Sveinn Guðmundsson bóndi á Góustöðum í Skutulsfirði er sjö- tugur í dag, fæddur að Hafrafelli 27. apríl 1887, sonur Guðmundar Oddssonar og Ólafar Sveinsdóttur, er þar bjuggu. Foreldrar Guðmund ar, Oddur Tyrfingsson og Elenóra Pétursdóttir bjuggu þar líka um langan aldur. Eru þetta kunnar ættir og margt atgervisfólk. — Guðmundur á Hafrafelli var meðal fremstu bænda hér um slóðir á sínum tíma. Hann bætti ágætlega jörð sína, Hafrafell, á þeirra tíma vísu. Hann var líka greindur vel. Hafði hann löngum á hendi trún- aðarstörf í sveitarstjórn Eyrar- hrepps og lengi var hann sýslu- nefndarmaður sveitunga sinna. — En hann bilaðist snemma á heilsu og lést eftir langa vanheilsu 1. sfipt ember 1907, aðeins 52 ára að aldri. Sveinn gekk í unglingaskóla á ísafirði nokkru eftir ferminguna. Tók hann um það leyti góðan þátt í ungmenna- og íþróttafélagsskap, er þá var að lifna í bænum. —: Snemma tók Sveinn að stunda fisk róðra. Formennsku byrjaði hann á litlum vélbát úr Hnífsdal vorið 1907. Næstu árin var hann svo for maður á vélbátum, ýmist úr Hnífs- dal eða* af ísafirði. Veiðimennska og sjóferðir hafa jafnan átt vel við Svein. Hann var oft heppinn og sótti sjó vel, en þó gætinn og hlekktist ekki á. Hann hefir í mörg ár stundað síldveiðar með vörpu og hafði syni sína með sér oft. Var Sveinn oft fljótur til að ná síld í vörpu sína, er taldi von um síld í við Skipeyri, sem oft hefir hent. — Sveinn var með í fyrstu rækju-veiðaferðinni með þeim Ole Syre og Símon Olsen, og stundaði rækjuveiðar með þeim um tíma. Það var árið 1935. — Netagerð og viðgerð neta hefir Sveinn stundað í mörg ár, stund um á heimili sínu. Sveinn hefir verið dugandi mað ur og vel fær til hinna margvís- iegustu verka. Hefir honum ávallt tekist að sjá heimili sínu vel far- borða og hafði þó fjölmennt heim- ili, einkum er börn hans voru í bernsku. Varð hann þá einatt að afla sér tekna utan heimilis. Hann ■er og hefir verið ágætlega skapi farinn, ávallt léttur í lund með gamanyrði á vör, en fer aldrei með barlómstal né víl þótt eitthvað ikunni á móti að blása. Er hann því manna vinsælastur og hvar- vetna að honum gleðiauki. Hann er ennþá hvatur á fæti og fær til ■allra verka, sem miðaldra maður. Kunningjar hans vilja fullyrða að honum hafi ekkert farið aftur síð ustu 10 árin. Hinn 21. sept. 1912 kvæntist Sveinn Guðríði Magnúsdóttur. Ungu hjónin fluttu þá strax að Góustöðum og hafa átt þar heim- ili síðan. — Góustaðir var tómt- húsbýli, sem svo var nefnt á þeim árum, byggt úr landi Hafrafells skömmu fyrir aldamótin. Var þar smáhýsi ásamt örlitlum túnbletti. Er nú risið þarna hið fríðasta býli, þar sem túnið breiðir sig í allar áttir frá íbúðarhúsinu og peningshúsunum, sem aukið hefir verið við smámsaman. Minnir Svein að hann fengi 3 hestburði af blettinum, er hann kom að Góu- stöðum, nú mikið á þriðja hundr að eða meir. Ekki verður Sveins svo minnst á þessum tímamótum í ævi hans, að ekki sé jafnframt getið hans á- gætu konu. Guðríður er fædd 12. ágúst 1891 og varð því 65 ára sl. sumar. Hún er dóttir hjónanna Magnúsar Finnbjörnssonar og Oddínu Jónsdóttur, sem bjuggu að Sæbóli í Aðalvík. Voru þau hjón af kunnum ættum í Sléttuhreppi. Um tvítugt fór hún í vist að Hafra felli til Ólafar húsfreyju, er bjó þar með sonum sínum og hafa leiðir þeirra Sveins og hennar leg ið saman síðan. — Guðríður er alla vega vel gerð kona dugleg og for sjál húsmóðir og líka greind vel. Hún var mjög gervileg ásýndum og er það raunar ennþá. — í fjar- veru manns síns hefir hún einatt orðið að sinna utanbæjarstörfum ásamt verkum innan húss, og far- ist öll störf sín ágætlega úr hendi. Hún hefir tekið góðan þátt í fé- lagsmálum í nágrenni sínu. Hún hefir líka fylgst- af áhuga með í þjóðmálum og látið hispurslaust uppi skoðanir sínar, æsingalaust þó, við hvern sem var að ræða. Hefir hún jafrran verið öruggur málsvari samvinnustefnunnar og Framsóknarflokksins, ekki síður meðan þær stefnur áttu færri for mælendur í nágrenni hennar. — Hver móðir GuðjTður hefir verið sínum sex ágætu sonum skal ekki fjölyrt um hér. En áhrif góðra mæðra á börn sín og hvatningar um að leita sér frama og vinna störf sín af dugnaði, eru einatt meira virði en gildir fjársjóðir. Hygg ég að Guðríður standi í fremstu röð þeirra kvenna, sem þetta verður með réttu sagt um. Þau hjón hafa eignast 9 börn. Tvö þeirra dóu nýfædd og einn sonur, Magnús, mikill efnispiltur, lézt uppkominn. Þessir sex synir eru á lífi: Guðmundur netagerðameistari á ísafirði, Vilhjálmur framkvæmda- stjóri bifreiðasmiðju Hafnarfjarð- ar, Sigurður bifreiðastjóri á ísa- firði, Gunnar kaupfélagsstjóri í Keflavík, Þorsteinn kaupfélags- stjóri á Djúpavogi og Ólafur lækn ir, yngstur þeirra. Hann stundar nú lækningar í Kolding á Jótlandi. Bræður þessir eru kunnir atgervis menn og hafa í hvívetna getið sér ágætan orðstír. Góustaðasjónin geta nú með á- nægju litið yfir farna ævibraut. Þau hafa notið vináttu þeirra, er kynni hafa af þeim haft. Þau hafa séð býli sitt og húsakynni stækka og prýkka með ári hverju. — Og þau sjá heillaríkan árangur ævi- starfs síns í uppeldi sex ágætra og vaskra sona. — Þau hafa í sann leika „orðið af sonuni sæl“. Vinir og kunningar þessara hjóna, senda þeim kærar kveðjur og árnaðaróskir á þessum tímamót um í ævi húsbóndans. Kr. J. Sveinn Guðmundsson á Góu- stöðum er sjötugur í dag. Hann er fæddur að Hafrafelli í Skutuls firði, sonur Guðmundar Oddsson ar og Ólafar Sveinsdóttur konu hans. Þegar Sveinn stofnaði heimili sitt, með konu sinni, Guðríði Magnúsdóttur, fluttu þau að Góu stöðum í Skutulsfirði og reistu þar nýbýli. Á því þurftu þau að Fimmtugur: Tómas Tryggvason jarðfr. í gær var Tómas Tryggvason jarðfræðingur, Nökkvavogi 22 í Reykjavík fimmtugur. Tómas er fæddur 26. apríl 1907 á Halldórs- stöðum í Bárðardal. Foreldrar hans voru Tryggvi Valdimarsson bóndi í Engidal í Bárðardal Guð- laugssonar og kona hans María Tómasdóttir bónda í Stafni í Reyk-jadal Sigurðssonar. Tórrias er því kominn af þingeyskum bænda ættuin, enda ber hann það með sér, því búmaðurinn er ríkur í eðli hans, það vita þeir vel sem- þekkja hann bezt. Tómas ólst upp hjá foreldrum sínum í Engidal ásamt fjórum systkinum og stund aði algeng sveitastörf fram á full orðins ár. Tómas var kominn fram undir tyítugt, þegar hann fór að hugsa til náms. Fyrst stund aði hann nám í Laugaskóla, en síð an var haldið áfram á mennta- skóla og við ýmsa háskóla er-lend is. Tómas lauk stúdentsprófi vorið 1933 frá menntaskólanum á Ak- ureyri, þá 26 ára gamall. Það sama ár hélt hann til Kaupmanna hafnar og hóf þar nóm í náttúru fræði. Þar lauk hann prófi í for- spjallsVísindum. Að tveim árum liðnum eða haustið 1935 fór hann til Uppsala og hélt námi þar á- fram. Phil kand.-prófi í jarðfræði og bergfræði lauk Tómas frá.há- skólanum í Uppsölum 1940 . og þrem árum síðar phil licprófi-frá sama skóla. Veturinn 1940—1941 stundaði Tómas nám í Þýzkalandi, nánar tiltekið við háskólann í Göttingen. Bauðst honum sænsk- ur námsstyrkur til dvalar í Þýzka- landi og mun það hafa verið fyrir milligöngu aðalkennara hans, próf essors Backlunds í Uppsölum. Sýn ir þetta glöggt það traust og álit, sem prófessor Backlund hefir á Tómasi haft. Þótt Svíum þætti það ekki fýsilegt að leita til Þýzka lands á þeim viðsjálu tímum, sem þá voru, þá hikaði Tómas ekki byggja bæði íbúðarhús og pen- ingshús. Hafa þau hjón búið þar síðan og búa enn. Þau hjónin hafa eignast mörg og mannvænleg börn, sem þau hafa komið öllum vel til manns. Á lífi eru þessir synir þeirra: Guðmundur, netagerðarmaður og Sigurður, bílstjóri, báðir búsett ir á ísafirði, Vilhjálmur, bifvéla- virki í Hafnarfirði, Gunnar, kaup félagsstjóri í Keflavík, Þorsteinn kaupfélagsstjóri á Djúpavogi og Ólafur, læknir í Kaupmannahöfn. Tvö börn sín misstu þau, Magnús um tvítugt og Vilhjálm, korna- barn. Þeir, sem til þekkja, vita, að það þarf mikið átak til þess að koma upp svo stórum barnahóp, sem hér var og á þeim tímum, sem þá voru. Nýbýlið, sem þau Sveinn og Guðríður höfðu rækt- að upp, hafði aldrei nein skil- yrði til þess að framfleyta öllum barnahópnum þeirra, enda lenti það mest í hlut Guðríðar og drengjanna að vinna að því. — Sveinn komst ekki hjá því að vinna lengstum utan heimilisins ýmiskonar daglaunastörf svo og við veiðiskap og flutninga, eink- um í og við ísafjarðardjúp. Átti Sveinn lengst af lítinn vél- bát, sem hann fór á um Djúpið í alls konar flutningum fyrir Djúpmenn og aðra. Voru það oft erfiðar ferðir og margan sólar- hringinn lítið sofið. Þegar voraði fór Sveinn inn á firðina, sem inn úr Djúpinu ganga og veiddi smá- síld í beitu fyrir bátana, sem stunduðu þorskveiðar með línú. En þrátt fyrir allt erfiði og !oft tvísýna afkomu, þegar verst gdkk, var Sveinn alltaf jafn léttlyndur og lífsglaður. Léttlyndið og lífs- gleðin hafa alla tíð flætt frá hon- um til allra þeirra, sem með hon- um unnu og hann umgekkst. • — Mættu margir taka sér það til fyrirmyndar. Góustaðaheimilinu og afmælis- barninu sendi ég mínar innileg- ustu hamingjuóskir á þessum merku æfimótum heimilisföðurs- ins með ósk um gæfu og gleði á ókominni æfi. Eyjólfur. enda þótt honum dyldist það ekki að ferðin gæti orðið ævintýraleg. En allt gekk vel og Tómas kom aftur til Uppsala á tilteknum tíma. En það sagði hann mér, að þeirri stund hefði hann verið fegnastur, þegar hann kom aftur til Sviþjóð- ar. Eins og sjá má af þessu á Tóm- as langan og glæsilegan námsferil að baki. Öllum sínum prófum lauk hann með ágætum enda fer hvoru tveggja saman dugnaður og góðar gáfur. Á námsárunum erlendis vann Tómas á sumri hverju og aflaði sér tekna er munu að mestu hafa nægt honum yfir veturinn. Það er mjög óalgengt í Svíþjóð að stúdentar geti aflað sér tekna á sumrum svo nokkru nemi, en þetta tókst Tómasi og sýnir það bezt dugnað hans og það traust sem honum var sýnt. Tómas tók þátt í jarðfræðileiðangri dr. Lauge Kochs til íslands 1935 og 1936 og mælingaleiðangri próf. O. Niem- czyk 1838. Á námsárum sínum í Svíþjóð starfaði Tómas hjá Sve- riges geologiska undersökning í fjögur sumur og að loknu námi hjá A.B. Elektrisk Malmletning í Stokkhólmi til ársins 1946 einkum við segulmælingar í Mið-Svíþjóð og rafmagnsmælingar í Finnlandi. Síðan 1946 hefir Tómas starfað sem sérfræðingur í iðnaðardeild atvinnudeildar Háskólans og hefir m .a. rannsakað hráefni á Vest- fjörðum til sementsframleiðslu, bikstein í Loðmundarfirði o. fl. Hann hefir og skrifað margar greinar í innlend og erlend vís- indarit. Farið fyrirlestraferðir íil Norðurlanda og síðast liðið haust sat hann alþjóðamót jarðfræðinga í Mexíkó. Tómas er sérlega vel gerður mað ur. Hann er duglegur, vitur, sam- vizkusamiir og traustur í eihu og öllu, drenglyndur, heiðarlegur og hjálpsanaur enda er hann mjög vinsæll. Tómas er kvæntur sænskri myndarkonu frá Uppsölum, Kerst- inu Jancke, dóttur Per Janckes lansassessors í Uppsölum og eiga þau hjónin fjögur börn, þrjá drengi og eina stúiku. Mér finnst Tómas ekkert hafa elzt síðan við hittumzt fyrst íyr- ir 16 árrnn, en það var í Uppsölum á fögrum júnídegi 1941. Tómas var þá nýkominn frá Þýzkalandi og ég frá Noregi fyrir nokkrum vikum. Mér leizt ■ strax vel á landa minn og urðum við brátt góðir kunningj ar og hefir sá kunningsslcapur haldist æ síðan. Við vorum einu íslendingarnir í Uppsölum á stríðs árunum og hefir það sjálfsagt gert si'tt til að við vorum mjög sam- rýmdir. Á ég margar ljúfar end- urminningar frá þeim tíma. Á þessum merku tímamótum vil ég óska þér Tórnas og fjölskyldu þinni lil hamingju og að þú mcg- ir sjá hugsjónir þínár rætast og að landi og þjóð rnagi auðnast að nota starfskraíta þína. og þekkingu sem bezt, því ég v.eit að það er einnig þín ósk þ. e. að fá aðstöðu til þess að starfa — starfa mcira. Friðjón Júlíusson. Mineing: Jón L. Sigfíissön Liflalivammi Jón Leví Sigfússon, bóndi og oddviti í Litlahvammi í Miðfirði, andaðist í sjúkrahúsi Hvamms- tanga 8. febrúar síðastliðinn. Hann fæddist að Bjargi í Mið- firði 6. maí 1885. Foreldrar hans voru Ingibjörg Jónsdóttir og Sig- fús Bergmann Guðmundsson, sem lengi bjuggu á Rófu í Miðfirði. Sá bær heitir nú Uppsalir. Sigfús var harðduglegur og útsjónarsamur, og Ingibjörg kona hans skipaði vel húsmóðurstöðuna. Þau komust í góð efni. Áttu mörg börn, og var Jón elstur þeirra. Jón ólst upp hjá foreldrum sín- um, en byrjaði sjálfur búskap tví- tugur að aldri. Bjó fyrst uni tíma á Bjargi, í sambýli við Karl Sigur- geirsson, en síðan á fjórum öðrum jörðum í Fremri-Torfustaðahreppi, i Uppsölum, Bjargshóli, Kollafossi og Finnmörk. Keypti og seldi jarð ir og hafði jarðakaup. Fyrir tæp- um 20 árum fluttist hann úr Mið- firði austur að Orrastöðum í Torfa lækjarhreppi og bjó þar og á Skinnastöðum í sömu sveit í nokk ur ár. En 1946 fluttist hann aftur vestur í Miðfjörð, fyrst að Litlutungu, en keypti síðan næstu jörð þar við, Litlahvamm, og bjó þar til æviloka. Jón Sigfússon var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Margrét Björnsdóttir frá Barkarstöðum í Miðfirði. Þau skildu eftir margra ára hjúskap. Margrét fluttist þá til Reykjavíkur og hefir verið þar síðan. Er nú á elliheimilinu Grund. Börn þeirra Jóns og Margrétar eru tvö: Björn, bóndi á Torfastöðum í Miðfirði, kvæntur Guðlaugu Gísla- dóttur, og Vigdís, búsett í Reykja- vík, gift Þorsteini Ólafssyni. Seinni kona Jóns var Bogey, dótt ir hjónanna Guðmundar Stefáns- sonar og Jónínu Jónsdóttur á Hvammstanga. Bogey lézt haustið 1943. Börn hennar og Jóns eru 5: Hreiðar, Grétar, Sigfús, Ragnar og Bogey. Öll voru þau ung þegar móðir þeirra féll frá. En þau áttu umhyggjusaman föður, þar sem Jón var, sem lét sér mjög annt um uppeldi þeirra. Elsti sonur þeirra Jóns og Bogeyjar, Hreiðar, er bif- vélavirki í Reykjavík, en sá næst- elzti, Grétar, er búfræðingur frá Hvanneyri og annast nú um búið í Litlahvammi. Jón Sigfússon var hreppsnefnd- aroddviti í Fremri-Torfastaða- hreppi í full 20 ár. Má af því sjá að hann naut trausts hjá sveitung- um sínum enda rækti hann odd- vitastarfið samvizkusamlega eins og annað, sem hann tók að sér, og gætti vel fjárhagslegra hagsmuna sveitarfélagsins. Jón var söngbneigður og á yngri árum lærði hann að leika á hljóð- færi. Stjórnaði síðan lengi kirkju- söng í sveit sinni. Áhugi fyrir söng og hljóðfæraleik, og hæfileikar á því sviði. hafa gengið í erfðir til barna hans. Jarðarför Jóns heitins fór fram að Þingeyrum 26. febr. Daginn áð- ur komu sveitungar hans, Miðfirð- ingar, saman í Melstaðarkirkju við kveðjuathöfn, sem þar fór fram í tilefni af fráfalli hans. Sk. G. Látíð Zóphónías skera úr dleilum um bridgereglur! FlettitS upp í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.