Tíminn - 28.04.1957, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.04.1957, Blaðsíða 1
ffylgist með tímanum og lesið TÍMAN-N. Áskriftarsímar: 2323 og 31330. Tíminn flytur mest og fjölbreyttast almennt lesefni. 41. árgangur Inni í blaðinu í dag: ÍTH Fermingar í dag, bls. 4. Mál og menning, bls. 5. Skrifað og skrafað, bls. 7. Vígsla félagsheimilis í Önguls- f staðahreppi, bls. 2. 94. blaS. Ógnaröldin í Ung- verjalandi hrylli- legri en fyrr LONDON, 27. apríl. — Anna Kethly, fyrrv. ráðherra í stjórn Imre Nagys lét svo ummælt í London í dag, að í dag ríkti í Ungverjalandi enn hryllilegri ógnaröld en nokkru sinni fyrr. Leppstjórnin hefði nú komið upp fangabúðakerfi um gjörvallt landið. í Budapest hefði verið komið upp stórum fangabúðum þar sem eingöngu pólitískum föngum væri komið fyrir. Yiscount-flugvél- arnar koma Hinar nýju Viscount-flugvélar Flugfélags íslands eru væntanleg ar hingað til lands næsta miðviku dag, 1. maí. Munu þær lenda á Reykjavíkurflugvélli um kl. 4 síð degis. Fer þar fram allvegleg mót tökuathöfn. Brezkir flugmenn munu fyrst í stað leiðbeina ís- lenzku áhöfnunum í millilanda- fluginu, en annars hafa íslenzkar áhafnir verið þjálfaðar í meðferð véxanna um skeið í Bretlandi. Á lognkyrru vorkvöldi við Skérjaf jörðinn Það hefur verið stermasamt undanfarið, en þó gefst stundum lognkyrr stund, og þeim fer vonandi fjölgandi með hækkandi sól og sumri. Á lognkyrrum vorkvöldum er fagurt við sundin við Reykjavík. Þessi mynd var tekin úr Kársnesinu fyrir skömmu — sér þar gegnum fornfálegt hlið yfir Skerjafjörðinn lognkyrran — lieim að forsetasetrinu á Bessastöðum. (Ljósm: G.Þ.). Kadarst jórnin kveSst haía komið upp um vopnaS samsæri þarni 15. marz Frelsishetjum veríur leppstjórnarinnar. VÍNARBORG - NTB, 26. apríl. — Budapest-útvarpið skýrði frá því í dag, að lögregla stjórnarinnar hefði tekizt að afhjúpa samsæri, sem beinzt hefði gegn Kadar- stjórninni. Það væri nú komið á daginn, að flokkur manna hefði ætlað að efna til vopnaðr- ar uppreisnar gegn Kadarstjórn inni þann 15. marz síðastliðinn, en þá var afmæli byltingarinn- I ar frá 1848. I Útvarpið sagði, að rannsókti ; hefði leitt í Ijós, að menn þessir I hefðu haft yfir að ráða miklum vopnabirgðum og miklu magnt af sprengiefni. Það hefir nú verið ákveðið að stefna hinurn seku mönnum fyrir herrétt. í tilkynningu stjórnarinnar sagði, að leiðtogi gagnbyltingar- manna og fasista hefði verið mað I ur að nafni Josef Petrus, er hand tekinn var í Pecs er uppreisnin stóð yfir, en hefði síðar yerið nú stefnt fyrir herrétt leystur úr haldi af uppreisnar- mönnum. 11 ' "I Þjóðleikhúsið fær mjög vandaðsn flygil í gær var notaður í fyrsta sina mjög vandaður flygill, sem Þjóð leikhúsið liefir fengið. Lék dr. Úrbancic á hann í fyrsta sinn á tónlistarhátíðinni. Það hefir ver ið sagt, að verulega vandaður flygill væri ékki til hér á landi, en nú er úr því bætt, því að þetta er miklu fullkomnari flygill en áður hefur verið til hér á landi. Þetta er þýzkur flygill, og fékk þjóðleikhússtjóri Harald Sigurðg son, prófessor til að fara til Ham borgar og velja hann. Glæsileg árshátíð Framsóknarmanna Leikflokkur Þjóðleikhússins sýnir Gullna hliðið í Kaupm.höfn og ösló Óperan Tosca sýnd í Þjóðleikhúsinu í haust, ‘i Steíán íslandi syngur aðalhlutverk. Rætt vi<S j Guðlaug Rósinkranz, hjóðleikhússtjóra ný- j kominn úr Norðurlandaför Guðlaugur Rósinkranz, þjóðleikhússtjóri, er nýkominn heim af fundi Norræna leiklistarráðsins, og um ieið heim- sótti hann ýmis leikhús Norðurlanda. í för þessari gekk hanri frá samningum um gestaleik á Gullna hliðinu í Kaupmanna- höfn og i Ósló í júnímánuði. Einnig samdi hann við Stefán Islandi um að syngja aðalhlutverk í Tosca, sem sýnd verður í Þjóðleikhúsinu næsta haust. Blaðið átti í gær tal við þjóð- leikhússtjóra um förina. — Hvenær fer leikflokkurinn utan? — Hann fer til Kaupmannahafn- ar í boði Folketeatret þar í borg og sýnir Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson í sambandi við hátíða- höld á 100 ára afmæli leikhússins, sem boðið hefir öllum þjóðleikhús- um á Norðurlöndum að koma með gestaleik þangað í tilefni af af- mælinu. Verður það í fyrsta sinn, sem öll þjóðleikhús á Norðurlönd- um koma í leikheimsókn til eins og sama leikhússins. Tvær sýningar í Höfn. Leikflokkurinn fer héðan 13. júní og verða tvær leiksýningar í Kaupmannahöfn, 14. og 15. júní. Til Óslóar verður haldið 16. júní og sýnt í Nationalteatret í boði þess 18. júní. í hópnum verða um 20 manns. Auk þess mun höfund- urinn, Davíð Stefánsson, verða með í förinni og lesa prologus á öllum sýningunum. — En hvað er að frétta af fundi Nprræna leiklistarráðsins? — Sá fundur var haldinn í Hels- inki dagana 14,—17. apríl. Hann sátu um 50 manns, leikhússtjórar írá öllum Norðurlöndum, formenn félaga leikara, leikritahöfunda og gagnrýnenda. Þar var rætt um ýmis sameiginleg áhuga- og vanda tnál norrænna leikhúsa, meðal ann ars, hvað hægt væri að gera tíl þess að stuðla að kynningu og sýn ingum innlendra leikrita á leik- sviði. Reynslan hefir sýnt, að al- menningur hefir lítinn áhuga á nýjum, innlendum leikritum, og er það sama sagan á öllum Norður- löndunum. Á slíkum leiksýning- um verður því oftast halli. Einnig var rætt um skipulagn- ingu gestaleikja milli norrænna leikhúsa, styrk frá ríkissjóði til þessara heimsókna o. fl. Afstaðan til sjónvarpsins. Þá var rætt um afstöðu leikhús- manna til sjónvarps, og var það al- menn skoðun á fundinum, að ekki gætu farið saman störf leikara í leikhúsum og í sjónvarpi, og yrði því sjónvarpið að hafa sérstaka sjónvarpsleikara. Loks var rætt um samstarf hinna norrænu leik- listarsamtaka við alþjóðastofnun leikhúsmála í París. Kom forstjóri þeirrar stofnunar á fundinn. GuIIna hliðið í París? — Var nokkuð rætt um norræna leikheimsókn til Parísar? — Já, forstjórinn tjáði íundin- um, að alþjóðaleikhúsið í París hyggðist á næsta vori efna til nor- rænna leiksýninga í einn mánuð, þar sem öllum þjóðleikhúsum Norð urlanda og ef til vill nokkrum einkaleikhúsum yrði boðið að sýna, einkum þjóðleg leikrit Eg ræddi við Julien forstjóra um þátttöku í Arnessýslu haldin á Selfossi Síðasta vetrardag efndu Framsóknarmenn í Árnessýsla til veglegrar árshátíðar á Selfossi. Var hún mjög fjölmenn, sótt af fólki úr öllum hreppum sýslunnar og þótti í alla staði hin ánægjulegasta samkoma. Samkoman var haldin í Selfoss- bíói og hófst kl. 9,30 síðd. Hófst hún með ávarpi Ágústs Þorvalds- sonar, alþingismanns, en síðan söng Sigurður Ólafsson. Þá flutti Sigurvin Einarsson, alþingismaður Látrabjargi, bjargsigi þar og fugla- lífi. Nokkrir menn úr Gaulverja- bæjarhreppi sýndu leikþátt. Loks var dansað af miklu fjöri og söng Sigurður Ólafsson með hljómsveit inni. Fjölmenni var svo mikið, að fleiri komust ekki í hið stóra hús- einkar skemmtilega frásögn frá 1 næði. Friðrik Ólafsson sigraði á Skák- þingi íslands á Akureyri Þráinn Sigur<$sson sigra'ði í meistaraflokki. Guðlaugur Róslnkranz, þióðleikhússtiórl íslands og benti honum á að sjá sýningu okkar á Gullna hliðinu í Kaupmannahöfn í júní til þess að mynda sér skoðun um, hvort það verk myndi falla Frökkum í geð. Kannske förum við með Gullna hliðið til Parísar næsta vor? Merkilegar Jeiksýningar. — En gafst þér ekki færi á að sjá ýmsar leiksýningar? — Jú, margar, og gestrisni og 'vinátta Finna var framúrskarandi góð. Fundarmenn voru b’oðnir til forsætisráðherra, borgarstjóra og menntamálaráðherra. Dagana, sem fundurinn stóð, voru árlegir leik- dagar Finna, þar sem sýnd eru mörg verk og gestaleikir frá ýms- um finnskum leikhúsum. Eitt þeirra verka var Gullna hliðið, sem sýnt hefir verið undanfarið í Tamm erfors. Var sú sýning harla ný- stárleg í mínum augum, svo að ekki sé meira sagt. Tel ég að þar hafi andi höfundarins í leiknum verið nær því þurrkaður út. For- seti Finnlands var á sýningunni, Og gat hann þess í viðtali við mig, (Framhald á 2. sfðu). AKUREYRI í gær. — Skákþingi íslands lauk á Akureyri í dag. Teflt var I salnum í Landsbanka húsinu, en skákstjóri var Guð- mundur Jónsson. Friðrik Ólafs son bar sigur úr býtum í lands Iiðsflokki og hlaut 8 vinninga. Freysteinn 7V2, Arinbjörn 6J4, Ingimar 514, Bjarni 414, Júlíus 4, Gilfer og Bragi 3y2,Stígur 1(4 og Kristján 14. í meistaraflokki urðu úrslit þau, að Þráinn sigraði með 8 vinn ingum, Haukur með 7y2, Jóhann og Ásgeir 7, Unnsteinn og Stein- grímur 6^2, Randver 6, Haraldur Ól. 51/2, Albert 4, Magnús og Har- aldur Bogason 3 og Anton 1. Hraðskákmót íslands hefst á Akureyri í dag. Teflt verður í 3 undanrásar-riðlum og einum úr- slitariðli. Skákþinginu verður slifi ið í kvöld. Friðrik Ólafsson, skákmeistari íslands, tefldi við hinn aldna skákmetstara' Eggert Gilfer í 1. umferð og sjást þeir hér við skákborðið. Skák þeirra var ein sú fjörugasta, er tefld var á mótinu. Síðast þegar Skákþing íslanda var háð á Akureyri bar Eggert sigur úr býtum, en nú tókst honum ekkð að veita ungu mönnunum harða keppni. (Ljósm.: Gísli Ólafsson).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.