Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Fylgist með tímanum og lesið
TÍMANN. Áskriftarsímar: 2323
og 8 1300. — Tíminn flytur mest
og fjölbreyttasí almennt lesefni
il. árgangur.
Reykjavík, föstudaginn 7. júní 1957.
Finnskir ferðamálamenn í Reykjavík
Efnlt	*m
Erlent yfirlit, bls. 4.	;
Skák, bls. 5.	1
Á kvenpalli, bls. 5.	i
	125. blað.
Norska stjórnin hefir ákveðið, að
taka boði um afnot rakettuvopna
Fimm forsfjórar finnskra ferðaskrifstofa komu hinga3 til lands í gær á-
samt forslióra finnska gufuskipafélagsins og forstjóra PAA í Finnlandi.
Þeir koma hircgað á vegum PAA fíugfélagsins til a3 kynnast iandinu og
ferðamannaskilyrðum hér. Myndin er tekin við Hótei Garð í gær, en
þar búa  Finnarnir.
Nauðsynlegt að herða róSuri
marki, að umferðamiðstöð rísl
að því
í Rvík
Tíílaga Þórðar Björnssonar um þetta elni sam-
þykkt í bæjarstjórn Reykjavíkur í gær
Þórður Björnsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins,
flutti eftirfarandi tillögu á fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur
í gær, og var hún samþykkt samhljóða:
„Bæjarstjórn lítur svo á að
það sé ekki einungis til verulegra
þæginda fyrir ferðafólk og stórt
spor í átt til að leysa úr umferða
Enn einn dauða-
dómur á Kýpur
NICOSIA, 6. júni. í dag var grísku-
mælandi Kýpurbúi, Michael Rossides
dæmdur til dauða í Nicosíu fyr-
ir að hafa myrt brezkan hermann.
Rossides neitaði stöðugt sekt sinni.
Hermaður sá, er hann er sakaður
um að hafa drepið, er annar þeirra
tveggja hermanna, sem EOKA-sam-
tökin tilkynntu um á seinasta ári, að
þau hefðu látið taka af lífi í hefnd-
ai-skyni fyrir aftöku grískumælandi
manns, er brezka herstjórnin sakaði
um hefndarverk.
vandamálum -miðbæjarins held
ur sé það hreint meuningarmíl
höfuðstaðarins, að komið verði
upp umferðamiðstöð í bænum.
Telur bæjarstjórn framkvæmd
þessa vera eitt af þeim fram-
faramálum í bæmum, sem ekki
þola bið.
Þess vegna og í framhaldi af
því að bæjaryfirvöldin hafa þeg-
ar ákveðið umferðamiðstöð stað
við Hringbraut gegnt Sóleyjar
götu,  ályktar  bæjarstjórn
Sex hundruð skip
fóru um Súez-skurð
LUNDÚNUM, 6. júní. — Brezka
verzlunarmálaráðuneytið hefir gef
ið út tilkynningu, þar sem segir,
að sex hundruð skip hafi farið
um Súez-skurð í maí, þar af 100
brezk. Er farið lofsamlegum orð-
um um samskipti við hin egypzku
yfirvöld skurðarins og tekið fram,
að reksturinn hafi gengið vel og
svo virðist, sem leiðsögumenn fé-
lagsins séu starfi sínu vaxnir Og
hinir hæfustu.
Forstjóri enskrar
glergerðar hér
Hér er nú staddur í bænum
Mr. Frederic Cole, sem er forstjóri
fyrir William Morris Studio í
London, en það fyrirtæki gerði
hinar steindu rúður í Bessastaða-
kirkju eftir teikningum Finns
Jónssonar og Guðmundar Einars
sonar. Guðmundur hafði eftirlit
með glergerðinni í London.
Þeir, sem kynnu að vilja hitta
Mr.  Cole,  vegna  gluggagerðar í
kirkjur eða aðrar byggingar, geta
náð fundi hans með því að hringja
| í  síma  Guðmundar  Einarssonar,
,nr. 2223, í dag og a morgun.
Rá'khcrra skýrfti Stórþinginu frá þessari ákvörS-
un i gær. Lag Si áherzlu á, at> stefna landsins í
varnarmálum væri óbreytt
NTB—Ósló, 6. júní. — Á fundi í norska stórþinginu í kvöld
upplýsti landvarnamálaráðherrann Nils Handal, að Noregur
hafi fengið tilboð frá Bandaríkjunum um tvær tegundir af
rakettuvopnum nægilegt til að útbúa eitt herfylki. Er tilboð
þetta einn liður í því að styrkja varnir A-bandalagsins og
aðildarríkja þess. Ráðherrann skýrði frá því, að yfirhers-
höfðingi landsins hefði mjög mælt með því að taka þessu
boði og ríkisstjórnin hefði einnig komizt að þeirri niður-
stöðu að svo skyldi gert, ef tilteknum skilyrðum væri full-
nægt.
Rakettuvopn þessi eru af tveim
tegundum og nefnist önnur „Hon-
est John", en hin „Nike Ajax".
Tilboðinu verður tekið á þeim for
sendum að það stangist ekki við
núverandi höfuðlínur í stefnu
Norðmanna um landvarnir, að það
raski ekki fjárveitingum til hers
ins, og jafnframt að það sé fram
kvæmanlegt að taka slík vopn með
tilliti til tæknilegrar kunnáttu og
mannafla í norska hernum.
Ekki kjarnorkuvopn.'
Ráðherrann kvað engin launung
armál fylgja þessu tilboði. Við
höfum ekki kjarnorkuskeyti, kjarn
orkusprengjur né önnur vopn af
slíku tægi. Við getum ekki fram
leitt þau og enginn hefir boðið
8 ára drengur drukknar við bryggju
á Sigluíirði, var leitað heila nótt
S. 1. þriðjudagskvöld varð það hörmulega slys í Siglufirði,
að átta ára gamall drengur  drukknaði  þar  við  bryggju.
að | Fannst hn.nn þó ekki fyrr en á miðvikudagsmorgun.
skora  á  f jarfestingaryfirvöldin I
að veita leyfi til að byrja á fram I Litli drengurinn er sonur hjóna
kvæmdum þessum og felur borg- j sem nýflutt eru til Siglufjarðar,
arstjóra að hefja viðræður  við \ Gísla Halldórssonar, vélstjóra, sem
yfirvöld þessi um málið."
Þórður  rakti  nokkuð  forsögu
þessa máls og minnti á, að tillaga
um  umferðamiðstöð hefði verið
(Framhald á 2. síðu>
alf orkaf erö", sem aldrei var
farin og siðavendni Svía
JS
STOKKHÓLMI, 6. júní. — Ung
hjónaefni unnu nýlega verðlaun
í samkeppni er sænska ríkisút-
varpið hafði efnt til í sambandi
við skemmíiþátt, ef til vill eitt-
hvað í líkingu við Brúðkaups-
ferðina hér heima. Nú er þetta
í sjálfu sér ekki svo merkilegt,
en hér kom annað til. Það hefur
sem sé komið upp úr dúrnum,
að unga stúlkan og kærastinn
hennar eru ekki gif t og haf a ekki
í huga að giftast í bráð. Þetta
höfðu þau ekki hugsað út í, og
forsvarsmenn skemmtiþátíarins
ekki heldur, þegar þeir úthlut-
uðu þeim sinni Malorkaför. Hún
var reyndar ekki til Miðjarðar-
hafsins, heldur á sumargistihúsi
á ey nokkurri í Aangermanaánni.
Þegar kunnugt varð um úrslit
í skenuntiþættinum og einnig
hversu háttað var hjúskaparmál-
um þeirra hjónaleysanna f ór held
ur en ekki að heyrast Mjóð úr
horni frá siðsömum og æruverð-
ættaður er frá Dalvík, og Sigríðar
Guðlaugsdóttur frá Siglufirði. —
Drengurinn hét Sigurður.
Drengsins var saknað undir mið
nætti á þriðjudagskvöldið og var
þá leitað til lögreglunnar. Kom í
ljós, að hann hafði ekki sézt síðan
snemma um daginn. Lögreglan
og fleira fólk hóf þegar leit, og
var leitað stanzlaust alla nóttina
og fram undir hádegi á miðviku
dag. Þá fannst lík drengsins í
sjónum í svonefndri bátastöð. —
Virðist augljóst, að hann hafi farið
út í trillubát þar við bryggju og
fallið í sjóinn. Nær sólarhringur
mun hafa verið liðinn frá því það
gerðist þangað til hann fannst.
okkur þau. Þau vopn, sem í boði
eru, eru í rauninni aðeins útfærsla
á stórskotavopnum eins og þau
voru áður og koma að nokkru í
stað þeirra. Raketturnar eru ein-
göngu varnarvopn og breyta því
ekki meginstefnu Noregs í varnar-
málum.
Gerð vopnanna.
Ráðherrann lýsti allnákvæm-
lega hinum nýju vopnum. „Hon-
est John " er eldflaug, sem skotið
er frá jörðu að marki, sem einnig
er á jörð niðri. Rakettan er ekki
sjálfstýrð, en heldur þeirri
stefnu, sem henni er upphaflega
skotið í. Hún dregur frá 9 og upp
í 24 km. Vopn þetta er mjög
líkí þyngstu tegundum f allbyssna
eins og þær áður voru og verður
notað á svipaðan hátt. Vopnið
er þó miklu léttara og er stað-
sett á stórum bíl og því mjög
hreyfanlegt.
Nike Ajax er sjálfstýrt vopn
og eingöngu ætlað sem loftvarna
byssa. Ráðherrann sagði, að
Bandaríkjamenn hefðu þessa rak
ettu til varnar öllum helztu borg
um sínum. Norskum vörnum
væri hinn mesti styrkur að því,
að fá þetta nýja vopn, þar eð
staðreyndin væri sú, að loftvarna
byssur norska hersins nú, drægju
alls ekki nægilega langt til að
Framh. á 2. síðu.
ugum borgurum í Svíþjóð. Rigndi; TT nAnrctimttin  1í»*tt
niður  skammarbréfum  íil  út- IVdUdlMJOIIIUl IÆKK"
ar útgjöld til land-
varpsins, þar sem m. a. er sagt,
að álit manna erlendis á sænsku
„siðferði" væri nógu lélegt fyrir,
þótt ríkisútvarþið sænska tæki
ekki að sér að draga það enn
lengra niður í svaðið.
Eftir allan þennan gauragang
sá kærustuparið sitt óvænna og
tilkynnti, að það myndi ekki
þiggja boðið um dvöl á sumar-
gistihúsinu.
Marcusson sælgæfissali, sem
upphaflega stóð fyrir kostnaði af
sumarleyf isdvölinni segir, að boð
sitt standi þó ungu hjónaefnun-
varna
BÚDAPEST, 6. júní. — Eins og
við mátti búast, samþykkti ung-
verska þingið sarrihljóða fjárlaga-
frumvarp stjórnarinnar fyrir árið
1957, sem lagt var fyrir þingið.
Það, sem helzt er merkilegt við
þetta fjárlagafrumvarp er, að út-
gjöld til landvarna eru minnkuð
mjög eða niður í 1,5 milljarða
norskra króna, en var á fyrra ári
Þúsundir Alsírbúa flýja átthaga sína af
ótta við grimmdarverk ofbeldismanna
Alsír, 6. júní. — Svo sem kunnugt er geisar nú mikil
ógnaröld í Alsír. Fyrst og fremst er það borgarstyrjöldin
sjálf milli franskra hersveita og þjóðfrelsismanna og auk
þess hafa seinustu daga verið framin hin verstu níðingsverk
á varnarlausu fólki hundruðum saman. Er ýmsum kennt um,
hver valdur sé að grimmdarverkunum. í dag fréttist, að
mörg þúsund íbúar séu á göngu frá austurhéruðum lands-
ins í noröurátt.
áætlað 2,5 milljarðar króna. Þá er
um til boða, hvenær sem þaujeinnig gert rág fyrir, að  dregið
yilja, eftir að þau hafa gengið vergi ur fjiárfestingu til þungaiðn-
Annars aðarins frá því, sem verið hefir
heilagt  bjónaband.
sagðist hann ekkert skilja í hug-
arástandi slíks fólks, sem ekki
gæti unnt ungum ekkendum þess
að dveljast síuttaa tíma á svo
fögrum stað.
undanfarin ár. Fréttaritarar segja
að f járlögin séu við það miðuð, að
rétta við fjárhag landsins, sem er
í kaldakoli eftir uppreisnina á s. 1.
hausti.
Allir íbúar tveggja þorpa í hér-
aSinu Moulouza í austurhluta
Alsír, eru á göngu norðureftir,
en í þessu héraði var þorpið, þar
sem nálega allir karlmenn eða
302 að tölu, voru drepnir fyrir
nokkrum dögum.
Bera eigurnar á bakinu.
Sagt er að í þessum hópi séu
um 5 þús. manns, konur, karlar
og börn. Rekur það búsmala á
undan sér, en ber reyturnar á
bakinu. Mikil ókyrrð er sögð meðal
fólks á þessum slóðum og talið,
að fleiri muni hyggja á bústaða
skipti. Franska herstjórnin segir,
að íbúarnir í héraðinu hafi margir
hverjir beðið Frakka um vopn,
svo að þeir geti varið sig fyrir
árásum þjóðfrelsishersins.
Tvær fylkingar meðal Serkja
sjálfra virðast nú berjast um völd
in: Báðar eru andvígar yfirráðum
Frakka, en þó virðist Þjóðhreyf-
ingin (MNA) vilja fara vægilegar
í sakirnar. Hin eiginlega og gamla
Þjóðfrelsishreyfing (FLN) er
miklu harðskeyttari. Frakkar full-
yrða, að það séu menn úr her
þessara samtaka, sem staðið hafi
fyrir morðunum í áðurnefndu
svertingjaþorpi. FLN-samtöMii
segja Frakka hins vegar sjálfa
hafa framið ódæðið og vilji nú
nota það til að ófrægja uppreisn
armenn.
Bourguiba forsætisráðh. Túnis
sagði í dag, að rétta leiðin væri
að skipa alþjóðlega rannsóknar-
nefnd til að ganga úr skugga um
hver væri valdur að ódæðisverk-
unum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8