Tíminn - 29.11.1957, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.11.1957, Blaðsíða 5
T í MIN N, f östudaginn 29. nóvember 1957. 5 ?ÁLL ZÓPHÓNÍASSON: Minningarorð: Óþurrka- og harðindalánin Snemma á þessu Alþingi lcgSu þeir Ingólfur Jónsson fyrri þingmaður Rangvell- inga og Sigurður Ó. Ólafsson annar þingmaður Árnesinga fram á Aiþingi svohijóðandi íiHögu: „Alþingi ályktar að fela ríkis- Stjórninni að gera ráðstafanir til að gefin verði eftir að fullu 10% miiljón kr. lán vegpa óþurrk- anna á Suður og Suðvesturiandi árið 1955, og ennfremur 3 miilj. kr. lán vegna harðinda og óþurrka 1949 og 1950 á; Norður og Norð- austurlandí". Við fyrri umræðu tillögunnar á Alþingi, ræddi ég n'ökkuð um málið. Eg bað nefndina að athuga það vel. Benti á að ríkið hefði afhent Bjargráðasjóði skuldabréfin ti'l eignar, þó með þeirri kvöð að fella mætti niður vaxtagreiðslur af þeim, lengja lánstíma og gefa efíir meiri eði minni hluta af láni, eða það allt, hjá þeim ein- stáklingum sem nauðsyn þætti til að gera slíkt við, til þess að bú- reksturinn gæti vaxið og haldið áfram með 'eðlileguim hætti. Bjarg- ráðasjóðurinn hefði til þessa illa getað staðið við sitt ætlunarverk, en yrði að minnsta kosti betur fær um það, ef lánin greiðast og stofn fé hans ykist sem því næmi. Það sjónarmið yrði ávallt að hafa hug fasst þegar meta skyldi 'hvort gefa ætti eftir 'hduta af iáni eða það allt. Ennfremur minnti ég á það, að hreppsnefndirnar, sem skiptu lánunum milli einstak'linganna innan hreppsins, gerðu það á mis munandi hátt, enda eftir all mis- jöfnum 'sjónarmiðum. Sumar hefðu úthlutað þeim að mestu leyiti, eða alveg, eftir búfjáreign manna; aðrir hefðu úthlutað þeim eftir því hve mikið fóður var á- ætlað að hver þyrfti að kaupa til viðbótar því heimaaflaða. — Enn aðrir hefðu úthlutað þeim eftir getu — áætlaðri — manna til að greiða, og tóku því venju- lega tillit til efnahags manna. Af þessari misjöfnu úthlutun hjá hreppsnefndunum hefði það leitt, að ýmsir menn fengu ián, sem enga þörf höfðu fyrir það, og ekkert vit væri nú að fara að gefa þeim eftir að borga það, enda ekki til þes sætlast er iánið var veitt. Svo er að heyra sem einstaka menn hafi undrast þessa afstöðu mína, og geta það varla verið menn sem þekkja mig, og varla bændur. Eg hef að mestu verið vinnumaður bænda í hálfa öld, og reynt að efla hag þeirra í hví- vetna, en jafnframt líka reynt að vinna að því að raanngildi ein- staklinganna og fjárhagsþroski ykist, því þegar alit kemur til alls, ríður það á mestu. En til þess að menn skilji bet- ur gang málsins, og ástæður mín- ar fyrir afstöðu minni til þess, vil ég biðja Tímann fyrir þessa grein. Eg hef nú farið yfir fjölda af lánunum og athugað bústofn, efna hag og aíkomu lántakenda, og sannfærst um það, að jafn sjálf- sagt og það er, að gefa ýmsum lántakendum eftir, jafn mikil fjar stæða og heimská að gefa eftir nokkurn eyrir af lánum þeirra. Það eru ekki margir bændur sem líkur eru fyrir að lendi í stóreignaskatti sámkvæmt lögum frá síðasta þingi, en a'llir fengu þeir, að tveim undanskildum, ó- þurrkalán. Fjórir þeirra hafa bú- stærð sem hér segir: Fyrsti ......... 54 nautgr. 31 sauðk. Annar: .... 45 — 0 — Þriðji: ........ 21 — 152 — Fjórði: .... 26 — 125 — Fékk kr. 20.000 lán — — 15.000 — — — 10.000 — — — 15.000 — Hvert heldur þú, bóndi góður,1 er þetta lest, að sé meiri nauðsyn að gefa þessar skuldir eftir nú, eða láta greiða þær í stofnsjóð Bjarg-1 ráðasjóðs þar með vexti, svo hann geti frekar hlaupið undir bagga þegar óhöpp steðja að at- vinnuvegunum? . Þó þeir séu sárafáir bændurn- ir, sem svo eru efnum búnir, 'að rannsaka þarf sérstaklega hvért þeir eiga að greiða stóreignaskatt, þar sem eignirnar eru ekki virtar nema eins og til framtals til eigna Skatts, þá eru hinir, sem betur fer, margir, sem geta, vilja og eiga að börga þessi lán. Sem sýnis horn af bústofni þeirra og túnum ti'l fóðurbirðiskaupa, skal ég taka fjóra: 1. bóndi á 34 nautgr. 310 fjár 12 hross Fékk kr. 28.000 lán 2. bóndi á 22 — 208 — 6 — — — 20.000 — 3. bóndi á 37 — 422 — 14 — — — 21.000 — 4. bóndi á 28 — 108 — 4 — — — 30.000 — Þessir bændur eiga þá 180—463 þú'S. kr. skuldlausar eignir, eftir því sem þær eru metnar til skatts. Eg veit fyrir víst, að engum finnst ástæöa til að gefa þeim þær skuld ir er þeir eru í, vegna þess að þeim gert léttara með hagkvæmu hráðabirgðaláni, að geta haldið búum sínum óskertum það ári® sem heyin nýttust illa og urðu léleg. í þessum hóp er sem hetur fer fjöldinn af lántakend- um, þó bæði bú og skuldlaus eign sé mjög misjöfn hjá mönnum, þá á mikiill fjöldi bænda mjög hægt .neð að greiða þessi lán, og hefur aldrei komið annað í hug, því nú er það svo, að bændurnir vilja standa við skuldbindingar sínar og loforð, og ég vona að svo verði ávallt, þó kaupahéðnar reyni að breyta hugsunarhættinum. Nokkrir menn, sem ríkið greiðir laun, og búa Búum sínum, fengu af þessum harðinda- eða fóður kaupalánum, og skal ég geta hér þriggja: um landsins, sem hér eiga hlut að mál sem lántakendur. Með þesusm dæmum, sem ég hef hér tilfært, til að sýna tún- stærð, bústærð og efni einstakra lántakenda, hygg ég að allir sjái að ekkert vit er í tillögu þeirra Ingó'Ifs og Sigurðar, og að það ^ muni vera af því einu að þeir hafa ekki gefið sér tíma til að setja sig inn í málið, að þeim hugkvæmdist að reyna að auka vinsældir sínar og kosningafylgi með henni. En það er misheppnuð tilraun, það munu þeir sanna. 17. nóv. 19575. Bofgarafundur templara vill afnám Yiiiyeitinga ríkisins Á almennum borgarafundi sem Stórstúka íslands og þingstúka Reykjavíkur efndu til s. 1. mánu dags'kvöld, var eftirfarandi tillaga samþykkt: „Borgarafundur í Reykjavík haldinn í Góðtemplarahúsinu 25. nóv. 1957, að tilhiutan Stórstúku íslands og Þingstúku Reykjavík ur beinir þeirri áskorun til hátt virts alþingis, að það samþykki þingsályktunartillögu þá er al- þingismennirnir Alfreð Gíslason, Pétur Ottesen og Sigurvin Einars son hafa borið fram á alþingi um afnám áfengisveitinga í veizlum ríkisins og stofnana þess. Framsögumenn á fundinum voru a'llir tillögumennirnir auk Benedikts Bjarklinds stórtemplar. Að ræðum frummælenda loknum urðu allmiklar umræður um mál ið, og tóku þá þessir til máls: Aða'lbjörg Sigurðardóttir, Einar Björnsson, Luðvík C. Magnússon, Esra Pétursson, læknir, Árni Ket ilbjarnar úr Stykkishólmi og Þor valdur Jónsson. Fundarstjóri var Brynleifur Tobíasson áfengismálaráðunautur •ríkisstjórnarinnar en fundarritari var Óskar Þorsteinsson. Fundurinn var vel sóttur. 1. 8 nautgr. 18 fjár 1 hross Fékk kr. 3.000 lán. Laun 80.000 2. 16 — 180 — 4 — — — 10.000 — — 52.000 3'. 46 — 120 — 24 — — — 10:000 — — 40.000 Eg hygg að allir séu mér sam imála um að ekki sé ástæða til 'að gera neinum í þessum flokki eftir lán þeirra. Lo'ks eru svo margir bændur með lítil bú og eru í skuldum, og sumir skulda meir en nemur eign um þeirra, eins og þær eru metn- ar til skatts. Sem dæmi um þá ska'l ég nefna þrjá: 1. 2 nautgr. 2. 7 — 3. 11 — 40 fjár 4 hross 23 — 0 — 32 — 3 — Lán kr. 2:500 _ _ 5.500 — — 10.000 Hér kemur til greina samkomu- lag mil'li Ræktunarsjóðs, stjórnar innar og viðkomandi lántakenda, í samráði við hreppsnefnd, sem er liag lántakenda kunnugust, og líka fyrir hreppsins liönd, 1 ábyrgð fyrir láninu. Hér verður, og á, að líta á allar aðstæður, og fer þá mikið eftir lífsskoðun viðkomandi lántakenda hvað gert veréur, en vafalaust er rétt að slaka hér til, enda til þess ætlast af ríkisstjórn og Alþingi, þegar ákveðið var að afhenda Bjargráða'sjóði 'skuldabréfin, en heimila honum jafnframt að haga innheimtunni -þannig, að búrekst- urinn truflaðist sem minnst, og greiðslan yrði bændum sern létt- ust. Það er nú helmingur af bænd Embæítismanna- stjórn í Finnlandi NTB-Helsingfors, 27. nóv. — í dag ákvað Kekkonen Finnlandsfor seti að reyna myndun embættis- mannastjórnar í Finnlandi án þess þó að jafnframt verði gert þing rof og boðað til nýrra kosninga eins og ávallt hefir verið venja þar í landi, ef til þessa ráðs hefir þurft að grípa. Er fullyrt, að for- setinn muni leita til aðalbanka- stjóra Finnlandsbanka og biðja hann að veita stjórninni forstöðu. Muni allir ráðherrarnir verða utan þingsmenn. Stjórnarkreppan hefir nú staðið í 42 daga og er sú lengsta í sögu Finna. Hingað til hefir stjórnarkreppan 1947, er Pekkóla fór frá um stundarsakir átt metið, 41. dag. Yetrarstarfsemi Leikfélags Vest- mannaeyja að fiefjast ' Leikfélag Vestmannaeyja byrj- ar vetrarstarfsemi sína með kvöld vöku í næstu viku. Á þessari kvöld vöku verður sýnt norska söngleik ritið „Upp til selja,“ og fleira verður til skemmtunar. Leikstjóri er Hösluvldur Skagfjörð. Jafn- hliða þessu er verið að æfa saka nlálaleikritið „Lylcill að leyndar máli.“, sem sýnt var hér í Austur bæjarbíói. Frumsýning á því verð i ur í janúar. Katrín Dagmar Þorsteinsdóttir Mig langar til að minnast hér fám orðum vinkonu minnar Kat- rínar Dagmar Þorsteinsdóttur, en hún andaðist í sjúkrahúsi í Kaup- mannahöfn hinn 20. þ. m. eftir stutta legu. Katrín Dagmar var fædd á Seyð- isfirði hinn 23. febrúar 1915, dóttir Þorsteins Ólafssonar öku- manns þar (f. 4.7. 1874, d. 3.10. 1939) og konu hans Jónínu G. Arngrímsdóttur (f. 19.8. 1877, d. 1.6. 1931). Katrín har nafn móður- ömmu sinnar, er var systir Jóns Jónssonar frá Sleðbi'jót, alþingis- rnanns Norðmýlinga. Hún var yngst systkina sinna og eina systirin, en bræður hennar eru Jón verzlunarmaður í Reykja- \dk, Arnþór framkvæmdastjóri Gefjunar á Akureyri, Eiríkur al- þingismaður og kaupfélagsstjóri á Þingeyri, Helgi framkvæmdastjóri innflutningsd'eildar Sambands ísl. samvinnufélaga og Ólafur verk- stjóri á Seyðisfirði. Þegar Katrín missti móður sína, tók hún við búsforráðum á heim- ili föður síns og fórust þau störf prýðilega úr hendi, eins og öll önnur störf, er fyrir henni lágu síðar á hfsleiðinni. Katrín var við nám í héraðsskól- anurn á Laugarvatni veturinn 1934 —35, en hvarf þá frá námi og stundaði ýms störf, m.a. skrif- stofustörf hjá Sambandi ísl. sam- vinnufélaga. Hinn 6. ágúst 1949 giftist hún Hannesi Pálssyni frá Undirfelli, formanni fasteigna- matsnefndar, og bjuggu þau ávallt hér í Reykjavík. Þeim Hannesi og Katrínu varð ekki barna auðið, en barngóð var hún svo af bar, dg stjúpbörnum sínum, er oft dvöldust á heimili þeirra lijóna, reyndist hún sem_ hin umhyggju- samasta móðir. Á heimili þeirra dvöldust og oft frændsystkin henn- ar um lengri eða skemmri tíma, og er mér kunnugt um, að þau litu ávallt á heimUi Katrínar og Hann- esar sem sitt annað heimili. Katrín bjó manni sínum hið á- gætasta heimili, hún var og hin prýðilegasta húsmóðir, kunni vel til al'lra húsverka og hliíði sjálfri sér aldrei við störf, þrekkona og æðrulaus í hverri raun. Hún var höfðingi heim að sækja, gestrisin með afbrigðum, hugulsöm við hvern sem að garði bar og hjarta- hlý. Kata, eins og við kölluðum hana jafnan vinkonur liennar, kom ávallt til dvranna eins og hún var klædd, sagði hispurslaust það sem henni bió í skapi við hvern sem hún átti, hún var og gædd þeirri húttvísi að kunna að segja mein- ingu sína án þess að særa nokk- urn mann. Hún var glaðlynd og gamansöm, glettin. í samræðum og spaugsöm, og átti þann eigin- leika húmoristans að láta gamanið jafnan beinast að sjálfri sér en ekki bitna á öðrum. Vinum sínum var hún sannur vinur og óvini átti hún áreiðanlega enga. Hún var vissuiega góð og indæl kona. Ég þakka Kötu- vinkonu minni fyrir langa kynningu og alla try.ggð og vináttu við mig og votta; Hann- esi manni liennar, stjúpbörnum, systkinum hennar og öðrum ætt- ingjum innilega sainúð í dag frá okkur vinum þeirra öllum. M. Ó. B. LANGT ER um liðið síðan Sinfóníuhljömsveitin hefur haldið hljómleika, sem jafnast ó við þessa síðustu að jafnvægi og góðum sam leik. Að einhverju leyti er það vissulega að þakka þeirri slað- reynd, að sveitin er enn að vaxa að verðleikum og þroskast, en fyrst og fremst þó frábærri handleiðslu stjórnandans, Wilhelm Schleun- ings, sem óþarft mun að ^kynna frekar, þar sem hann er íslend- ingum þegar að góðu kunnur. — S'tjórn hans markast af vandvirkni og nákvæmni samfara háríinum tónlistarskilningi. Gildir það jafnt um alla efnisskrána, en á henni voru að þessu sinni forleikur að „Freischutz" eftir Weber, tvær a'ríur og cavatina úr „Brúðkaupi Figaros“ eftir Mozart, og G-dúr- sínfónía Schuberts. Sérstaklega var þö sinfónían rismikil í flutningi sveitarinnar. Þar kom líka bezt fram sá eiginleiki Schleunings að ná því bezta úr sveitinni án þess að beita valdi Hann þröngvar henni ekki eða lemur hana áfram, heldur er engu líkara en hann taki hana við hönd sér með takt sprotahum og leiði hana yfir allar torfærur, svo að áhorfandinn fær e-kki séð, að hún eigi við neina örðugleika að etja. I-Iann fer aldrei fram á meira við hana, en hann veit, að hún getur staðið við, og einmitt þess vegna skapast það jafnvægi, sem einkennir allan leik sveitarinnar undir hans stjórn. Ekki' varð söngur Guðrúnar Á. Símonar til að draga úr ágæti þess ara hljómleika, svo virðist sem list þessarar ágæt.u söhgkonu okk- ar sé alltaf að þroskast og fágast meir og meir. Hún gerði viðfangs efnunum með afbrigðum- góð skil, svo og aukalaginu, Bæn úr Toscu eftir Puccini, og hlutfallið milli blæfagrar raddar hennar og und irleik hljómsveitarinnar var prýði legt. Húsið var þéttsetið áheyrendum og hriíning hjartanlega að vonum. Hlýtur það að vera ósk allra tón- listarunnenda, að ‘Sinfóníuhljóm- sveitin haldi áfram á þeirri braut, sem hún hefur hafið á því litla, sem af er þessu starfsári, og verð ur fróðlegt að sjá, hvort svo verð ur. S.U. Alsíí málið rætt á þingi S. þ. NTB-New York, 27. nóv. — Þing S. þ. hóf í dag umræður unv Alsír- málið. Hefir Pineau utanríkisráð herra Frakka haldið langa ræðu og varið stefnu Frakka. Hann sagði meðal annars í ræðu sinin, að ef landið fengi^. algert sjálfstæði myndi það örugglega verða komm únistum að bráð. Kjarninn í for- ystu uppreisnarmanna væru komm únistar og þeir myndu sölsa undir sig öll völd í landhvu. Hann kvað stjórn sína fúsa til að láta alþjóð- lega eftirlitsnefnd fylgjast mcð kosningum þeim sem fram eiga að fara í landimi, samkvæmt stjórn- arskrá þeirri, sem franska ríkis- stjórnin hefir lagt fram, en þó ekki verið samþykkt af franska þiuginu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.