Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						TÍMINN, föstudaginn 18. júlí 195«?
MINNINGARORÐ:
Guðbjörg ÞorSeifsdóííir, Múlakoti
F. 37. júlí 1870. — D. 8. júlí 1958.
í dag er jarðsett í heimagrafreit
að Múlatkoti í Fljótshlíð Guðbjörg
Þorieifsdóttir, fyrrum húsfreyja
þar á staðnum. Mcð henni er geng
in þjóðkunn merkiskona, sem átti
rík ítök í hugum manna viðsvegar
um landið.
Guðbjörg Aðalheiður, en svo hét
hún fullu nafni, var fædd að Múla-
koti 27. júl árið 1870. Voru for-
eldrar hennar Þorleifur Eyjólfs-
son og Þuríður Jónsdóttir, hjón
búaadi í Múlakoti. Traustur stofn
bænda var að þeim hjónum báð-
um, hans úr Fljótshlíð, hennar frá
Kaldrananesi í Mýrdal. Áttu
þau þrjú börn, sem upp komust,
tvo sonu og eina dóttur. Efnaleg
kjftr þeirra hjóna töldust sæmileg
miðað við þá tíma. En þar sem
Þorleifur gegndi ýmsum hjáverk-
um, var m. a. siLfursmiður um ára-
tugi, mun búreksturinn o£t hafa
hvíit mjög á húsmóður og börnum,
ekki sízt á einu dótturirni. sem
fjölskyldunni heyrði til. Guðbjörg
mun þvá ung hafa þurft að beita
'huga og hönd við hvers konar
sfcœrf úti og inni. Hin ríka starfs-
hneigð hennar, umhyggja og ná-
kvæeuii, fram á síðuscu stund,
mua ekki sízt hafa vaknað og þró-
art viö verkefnin, sem lífið fól
henni ungri á hendur.
' Árið 1893, 26. júní, giftist Guð-
björg Túbal Magnússyni frá Kolla
bæ í Fljótshlíð. Voru þau bræðra-1
börn að frændsemi og æslcuvinir.
HÓfu þau þá þegar búskap að
Múlakoti og héldu honum til árs-j
ins 1934, er Ólafur sonur þeirra
tók við jörð og búi. Mann sinn
missti Guðbjörg vorið 1946, en var
síðan áfram í Múlakoti í skjóli son-
ar og tengdadóttur. Við Múlakot
varð því ævi hennar bundin aíla
leið frá vöggu til grafar.
Sambúð þeirra hjóna, Guðbjarg-
ar og Túfbals, var allt í senn, hlý,
farsæl og traust. Þau staðfestu
það, sem svo margur vill véfengja
nú á tímum, að æskuást geti enzt
og vermt meðan lífið varir. Þótt
á'hugamál þeirra féllu eigi ávallt
að öllu saman, var þeim sýnt uin
að styðja hvort annað til þess, er
betur mátti verða eða fara. Heim-
ili þeirra var að vísu ekkert ríkis-
heimili,en þó vel fyrir sig og auð-
ugt í beztu merkingu orðsins. Þar
sat gestrisni og hlýja í fyrirrúmi
svo að lengi mun minnzt verða.
Þar var ekkert til sparað, enga fyr-
irhöfn horft í, við að hlynna að og
leysa vandkvæði þeirra, er að
garði toar. Og þeir eru orðnir marg
ir, sem sótt ihafa þau hjón heim,
fyrr og síðar. Um áratugi var heim
ili þeirra eitt af þekktustu heimil-
um í þjóðbraut á iandi hér. „Fög-
ur er Hlíðin", eins og kunnugt er.
En garðurinn hennar Guðbjargar
í Múlakoti jók á þá fegurð Og dró
menn að hvaðanæva.
Það var árið 1897, sem Guðbjörg
hóf sína skógi- >og blómarækt í
Múlakoti. Þá um vorið sótti bróðir
hennar, Eyjólfur, í Nauthúsagil,
fyrstu skóganhrísluna, sem gróður
sett var í garði hennar. Frá þeirri
stund varð garðurinn yndi hennar,
iíf og draumur. Til hans varði hún
ást sinni og umhyggju,  tíma  og
A víðavangi
kröftum, fram á síðustu ár. f garð
inum vakti hún ein og vann marga
stund að brýnustu örmum dagsins
loknum. Þar fór hún sínum Ijós-
móðurhðndum um hið viðkvæma,
vaknandi líf, sem var hertni svo
hugstætt og kært. Þar sáði hún sín
um fögru vonum og draumum og
hlaut undraverða og vcrðskuldaða
uppskeru. Garðurinn hennar hefir
Mynd þessi var tekin af GuSbjörgu Þorleifsdóttur í Múlakoti, er hún kom
á garðyrkjusýninguna í Reykjavík 1952.
r
r
w
IN MEMORIAM
CLag: „Dagur er liðinn")
Hnípinn er dalur, hrygg standa fjöllin,
„Hlíðin" er grátin með tárdögg á kinn.
Byrgja sig döpur blómgrös um völlinn.
Bjarkirnar livisla um ástvininn sinn.
Lundurinn drúpir. Lækirnir hjaia,
lindirnar syngja mildum róm.
Blærinn við gluggann bæn sína talar
blessandi ljúfum kveðiuhl.1óm.
Hljótt er um „Kotið". Hjartað er brostið.
Hjartað, sem fann þar sinn eilífðardraum.
Allt er því höfgum harmdöggvum lostið,
hnipið og grátið við árinnar straum.
Blómvinan góða, bjarkanna móðir,
blundar nú fölnuð við hlynsins fót.
Því eru bliðir blómálfar hljóðir,
brekkurnar grátnar sólu mót.
Ástríkum höndum, elskandi hjarta,
orti hún draum sinn í frjósama mold:
Glólundinn tigna, grundina bjarta,
glitrandi teiga og blikandi fold.
Allt, sem hún snerti varð angandi gróður.
Hmbjörkin teygði sig himni mót.
Afrekið hennar varð ættlandsins hróður,
allt var sem fætt af sömu rót.
„Kotið" varð háreist höfðingjasetur
hýsti nú gesti af framandi slóð.
Glólundur bar þeim gróandans letur
gaf þeim sín friðsælu ættjarðarljóð.
Bjarkanna sungu blómálfar friðir
bláskyggða morgna og draumljúf kvöld.
Undu við hreiðrin elskendur blíðir:
Eiiífðardraumsins sólskins völd.
Börn þín og vinir blessa þig látna.
Blessa og þakka hvern dag, hverja stund.
Klukkurnar hljóma um „Hliðina" grátna
hjúpast nú társlæðum jökull og grund.
Þau sjá hvar þú gengur og gælir við blómin.
Gróðurinn ilmar við öll þín spor.
Um thidana andar ódáinsljóminn
ósklandsins hlýja sæluvor.
Heílagur lundur himneskra landa
hvislandi bænum þig tekur í faðm.
Sæl milli Drottins heilögu handa
hlýtur þú laun þín við Edens baðm.
Skóggyðjan krýnir þig kransi með lotning
Kvöldblærinn syngur þér frægðaróð.
íslenzkra skóga ókrýnda drottning
ást þín var lahds þíns sólarljóð.
Árel.
um áratugi verið eins konar þjóð-
garður og þjóðarstolt um leið. —
Hann hefir flestu fremur sýnt
gróðurmátt íslenzkrar moldar, sé
hún studd af ást, umhyggju og
hlúandi höndum. Þótt Guðbjörg
hefði ekkert látið eftir sig annað
en garðinn einan, væri það henni
ærinn og fagur minnisvarði um ó
fyrirsjaanlegan tíma.
En Guðbjorg var víðar en í garð
inum sínum, þótt mörgum væri
tamast að sjá hana þar. Hún var
jafnframt hinn þekkti gestgjafi,
mikla stai?skona, húsmúðir og
móðir. Þtð átti ekki við hana að
sitja aaðum höndum. Og hún vann
verk sín af smekkvísi og listrajnni
tilfinningu. Vefnaðuv hennar var
víða þekktur og opinberlega viður-
kenndur Nærfærni hennar gagn-
vart vanheilum mönnum og mál-
leysingjum var rík og hún oft sótt
til hjálpar. Henni var sýnt um að
veita þeim, er vöntun eð:i skort
bjuggu við, og á stundum af litlum
eigin efnum. Hún var kona hógvær
og hlý 'í framkomu, geðþekk að út-
liti, tigin að yfirbragði og sómdi
sér vel, (hvar sem hún kom eða
fór. Sál hennar var vissulega í ætt
við blómið rík af viðkvæmni, birtu
og yl, sem stafaði út í lífið. Minni
hennar og skýrleikur í svörum lað
aði og hugina að henni, Það auðg-
aði því líf margra að koma eða
dveljasf á heimili hennar og njóta
þess, er þvtí heyrði til. Mynd henn-
ar heima í garðinum í Múlakoti
verður mér og öðrum alveg ó-
gleymanleg.
Síðustu árin var Guðbjörg rúm-
föst og oft þungt haldin. En sjakl-
an mun hún hafa verið svo þjáð að
hún myndi ekki Ijóst trén og blóm-
in heima. Um framtíð þeirra bar
hún ef til vill þyngstu og siðustu
áhyggjurnar. Hins vegar hafði hún
fram á eigin veg björtum augum.
Hún mætti þúngum sjúkleika og
dauða eins og sá, sem veit á hvcrn
hann trúir og hvar lent er að leið-
arlokum.
Fyrir þátttöku í félagsmálum og
garðinn sinn var Guðbjörgu í Múla
¦koti margvíslegur sómi sýndur.
Um áttrætt hlaut hún riddarakross
íslenzku fálkaorðunnar. Um svipað
leyti varð hún heiðursmeðlimur í
Garðynkjufélagi íslands, Kvenfél.
Fljótshlíðarhrepps, Stúkunni Hlíð-
in s. st. Stórstúku íslands, Urn-
dæmisstúkunni o. fl. Ennfremur
heiðruðu hana áttræða sveitangar
hennar í Fljótshlíð mtð skjalfastri
viðurkenningu og peningagjöfum.
Að öllu þessu var hún vel komin
samkvæmt almanna rómi.
Af 5 börnum, Guðbjargar otí Tú-
bals lifa 4 föður og móður.
1. Guðbjörg Lilja, gift Jóni Guð
jónssyni áður bónda að Svanavatni
í Landeyjum, nú í Reykjavík.
Ólafur, listmálari, gestgja'fi og
bóndi í Múlakoti, kvæntur Láru
Eyjólfsdóttur úr Reykjavík.
(Framhald af 7. síðu).
málum yfirstandandi tíma. Væri
það ekki einmitt sterkasti leikur-
inn fyrir þá, að sýna fram á, að
þeir Tiefðu úrræði á reiðum
höndum, úrræði, sem bæru af
því, sem stjórnarflokkarnir eru
að gera? Slík vinnubrögð væru
heiðarleg og mundu aufca tráust
flokksins, en slíku er ekki til að
dreifa. Þetta veit þjóðin, ©g þess
vegna eru fundir Sjálfstæðis-
manna illa sóttir og undirtektir
eins og Fj'lkir skýrir frá: „Eng-
inn kvaddi sér Mjóðs".
Erieii yfiriifr
(Framhald af 6. síðu).
neikvæðu. stefnu  sinni r málum
Araba, áorka þau engu öðru með
'því en að þrj'sta þeim í   fang
Rússa.
Jafnhliða því, sem vesturveldin
tæku upp þessa stefnu, þyrftu
þau svo að vinna að því, að komið
yrði upp alþjóðlegu samstarfi um
framtíð ísraels, svo að það yrði
ekki ásleyíingarsteinn milli aust-
urs og vesturs.             Þ.Þ.
3. Þuríður Soffía, forstöðukona;
ógift í Reykjavík
4. Ragnheiður Ágústa, gift Hjör-
leifi Gíslasyni bónda að Efri-Þverá
í Fljótshlíð.
Öll eru þessi börn Guð'bjargar
og Túbals meira og minna þekkt
og hið prýðilegasta fólk í viðkynn-
ingu og raun. Ennfremur ólu þau
hjón upp 4 fósturbörn að nokkru
eða öllu leyti.
Við kveðjum Guðbjörgu í Múia-
koti í dag með innilegasta þakk-
læti fyrir garðinn hcnnar. allt líf
hennar og starf, um leið o% vér
árnum henni allrar blessunar á
vegum æðri heima. Minning henn-
ar mun lengi lifa og bera birtu
víðsvegar, ep þó fyrst og íremst
um Rangárþihg.
„Fögur er Hlíðin''*. ",
Fannst þér samt á vanta.
Ein um áratugi^  „
út þú varst að;?planta.
Gefist æ í gaSStþinn
geislaflóðið mesta.
„Blómmóðir teézta."
Guðbjörg í Muiakoti var um
langt skeið ókrýnífc gróður;- og
blómadrottning Suðurlands. Eg
trúi því að bjart'verði yfir garð-
inum hennar, bæði þessa heims og
annars.         "'•"¦  Jón Skagan.
Guðbjörg#orleifs-
dóttir í Mílakoti
KVEÐJA    «
Fögur er hlfðin.
foss í hamrágili,
fellur að ós'r
berglind, siífurtær.
.  Laufviði smáa
Ijúfast móðir elur
leikur í skógi
þýður sumartolær.
Fellur að ósi
fljót með þungum niði,
firrðbláar öldur
hvísla undurhljótt.
Haustlaufið bleika
að brúnum sverði hnígur
með bjarkanna ilm
í vökulausa nótt.
Himinninn tendrast, —
hafdjúp stjörnuljósa,
heilög er stundin —
vörðuð-bæn og þökk.
Minningin varir —
merluð aftanskini.-.-
máttug og hlý .„ ^
í djúpi hvítra rp.s.a.:
Jón Bjarnason.
Eigi mun þín ævidáð
að öllu færð í letur,
— verður ekki i vísu tj'áð,
„verkin tala" betur.
A. V.
FRAMHALD
tók þá ákvörðun að halda áfram
námi sínu við skólann eins og ekk
ert hefði í skorizt. Fyrsta dagirin
mætti hún ekki 1 hina vénjuleg'u
útileiki, sem stuhdaðir éru við
skólann, og meðan hinar stólkurn-
ar lóku tennis í skólagarðinu, sat'
Fazilet ein við útvarpstaeki inni
í skólanum, hlustaði á allar frétta
útsendingar. ¦--------Nú virðisf út-
scð um örlög Feisals konungs, en
líklegt er að Fazilet sitji enn öll-
um stundum við útvarpið sitt,
bíði og voni.
/í—	-T  .  :¦;;-¦¦-	¦ ' -       /-------------'-------
'¦ - ' JL-	/¦ 2^'-/^§	
		
——----	¦:::::::::£/~^ ¦¦¦/ ¦•.......	
/____		
	-----/   L   -------------	
Ungir Framsóknarmenn
Safnið áskrifendum a3
Dagskrá og sendið nöfn
þeirra til ski-ifstofu S.U.F.,
Lindargöfu 9A, Reykjavík.
Auglýsendur
Yfir sumarmánuðina «r
nauðsynlegt, að augiýsing-
ar, er birfast eiga í sunnu-
dagsblaði, hafi borizt aug-
lýsingaskrifstofu blaðsins
fyrir kl. 5 á föstudag. .
t«»S««3SSSS«SSSSSSS3«5S«S53S5S^
Áskriíiarsimmn
er 1-23-23
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12