Tíminn - 20.09.1958, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.09.1958, Blaðsíða 7
T í M I N N’, Iaugardaginn 20. september 1958, 7 Ríkarður Jónsson, myndhöggvari, sjötugur í dag ,,. a3 RíkarSur Jóns- son, fæddur 20. september 1888 í Tungu í FáskrúSs- firði, hefir árið 1908 aS af- loknu undirbúningsprófi í dráttíist, sfaöiit námspróf í rnyndskurði, er var í því fólgiS að skera spegilramma úr mahogni eftir uppdrætti, er hann sjálfur hefir gjört, og er hvorí tveggja að voru áliti aðdáanlega af hendi leyst". Þannig 'hljóðar „nám£tbréf“ Stef- áns Eiríks:onar og annarra próf- nefndarnianna l'il handa Ríkarði Jónssyni, myndhöggvara, dagsett 30. júní 19C3. Og það leig ekki á löngu áður en fleiri e:i dórnnefnd- in, fengu aðdáun á „ápóglinum hans Rákarðs“. Hanh' vák’tj' slíkt umtal, að halda varð . syíjihgu á honum 1 Reykj'aví.k, og áf .því til- efni segir eitt Reykj,:vvÍ^úýldaðið: „AHt hefir s«aa ffjigii, ‘óg 'speg- illinn ekki síður. Itncai'ður bjó liann til seir: fullnumasáiíð' í tré- skurði, án þess að deíta í hug, að hann yrði siíkt umtalsefni, svo við sjálft lægí að Iiann ærði allan höfuðstaðirm og tæmdi flesta 25 aura lú- vösum nianna. En Ríkarður er piítur austan af landi 'íw, hefir óréskurð wg tálgulist hjá Stefáni Eiríks- syni“. Og nú er Rikarður Jónsson, „pilturinn austan af landi“ sjötug ur í dag. Hann situr enn í vinnu- ítofu sin'ni á ’Grundai’stíg 15 og mótar og myndar. Og það er ekki aðeins „tréskurður og tálgulist“ sem leikur í höndum hans. Ríkarð ur er löngu viðurkenndur sem einn sérsíæðasti og þróttmesti llistamaður landsins í höggmynda- gerð og hefir gerzl cueiri björgun armaður þjóðmenningarlegra verð mæta en nokkur annar. Þótt „spegillinn hans Ríkarðs" teljist kannske frernur gerður af miklum hagleik en skapandi list, er 'hann fyrsti áfangi á langri leið eins merkilegasta listamanns, sem þjóðin á. Og að vissu leyti er „speg- illinn“ táknrænn fyrir allan lista- mannaferil hans, því að enginn íslenzkur listamaður hefir sepglað eins vel samííð og sögu þjóðar sinnar í listaverkum sinum eða tengt fortið og samíið eins vel saman í spegiknyndinni. Vafalítið má telja, að tréskurður sé sú list grein ag fornu. sem viga- og veiga mest sé að frátöldum skáldskap og ritun bóka, og hún hélt velli við hlið rímna sem alþýðleg þjóð- list fram á síðustu aldir. Þó fór svo að hún laut í lágina eins og flest annað í þjóðlífinu á mestu niðurlægingartímunum. Við borð lá, að þessi merkilega og fagra list grein, yrði aðeins arfur fortiðar, er geymdist í gömlum munum í þjóðminjasafni og yrði aldrei iðk- uð í reisn nýs lima. Með fámennri þjóg eins og íslendingum getur einn maður ráðið miklu urn það, hvort þjóðleg listgrein koðnar nið ur eða endurfæðist. Þegar tímar líða mun slík endurfæðing íslenzkr ar tréskurðarlistar verða kennd við Ríkarð Jónsson. Hann hefur sýnt svo að ekki verður um villzt, að tréskurður er ekki aðeins hag- leiksiðja heldur skáldskaparform, þegar svo er á haldið sagnritun og þjóðfræði. En pund Rikarðs er orðið stærra en að lyfta tréskurðarlistinni til vegs á ný. Hann er ágætur mynd- hcggvari og hefir mótað í leir og málm myndir samtíðarmanna sinna svo að hundruðum skiptir. Þær myndir eru flestar frábærlega gerðar og trúar því, sem til er -otlazt, að .svni bann, sem myndin RíkarSur Jónsson, myndhöggvari. er af, sýna meira en svipmót hans, sýna innri manninn eftir því sem svipur og yfirbragð geta gefið til kynna. Gripir R'.karðar eru dreifðir um allar jarðir, íslenzkar sem erlend- ar. Hann á fundarihamar jafnt á borði Sameinuðu þjóð'anna sem Búnaðarfélags íslands. Hann hefir gert myndir af dönskum rá'ðherr- um og færeyskum höldum, en um fram allt íslenzku kjarnafólki. •— Myndir hans eru í Alþingi, Háskól- anum og öðrum skólum landsins, kirkjum, hjá einstaklingum og stofnunum. Um æsku og þrosika Ríkarðs Jónssonar segir Eiríkur Sigurðs- son, yfirkennari á Akureyri, svo í <rv“!n fvr’r irve;m árum. Ríkarðu . ,u -... ivtyndin tékin í fyrradag ogsýnir einn vegg nýjar mannaipyndir eru. vinnustofunnar, þar sem gamiar og . (Ljósm.: Tíminn JHM). „Ríkarður Jónsson er uppalinn á Strýtu vig Hamarsfjörð. For- eldrar hans voru hjónin Jón Þór- arinsson frá Núpshjáleigu og Ólöf Jónsdóltir frá T'ungu í Fáskrúðs- firði. Hann var kominn af gáfuðu og listfengu alþýðufólki í báðar 'ættir. Bróðir Ríkarðs er hinn góð- kunni listmálari, Finnur Jónsson. Alfaborgir og sérkennilegar klettamyndanir á æskustöðvunum hafa mótað hann frá bernsku. En yfir hálsana ofan við Strýtu gnæf- ir Búlandstindur, fjallajöfurinn fagri, eins og egypzkur pýramídi, enda er 'Ríkarður fyrir löngu bú- inn að gera hann ódauðlegan í verkum sínum. Æskuslöðvarnar hafa alltaf átt djúp ítök í Ríkarði. Fyrstu viðleitni á listrænu sviði gerði Ríkarður ungur heima á Strýtu. I-Iann telgdi úr tálgusteini þar úr fjallinu, bæði mannamyndir ig manntöfl. En 16 ára gamall fór hann til Rej-kjaviku(r að nema. tréskurð hjá Stefáni Eiríkssyni myndskera. Stefán var Austfirðingur eins og Ríkarður og reyndist mætavel þessum efnilega lærisveini. Eftir þrjú ár lauk hann fyrs'ta prófi í myndskurði, sem tekið var á ís- landi. Prófsmíð hans var spegil- timgjörð, sem nú er eign Þjóð minjasafnsins. Eftir þetta fór Ríkarður til Kaupmannahafnar til frekara nóms. Var hann svo gæfusamur tð kynnast þar Einari Jónssyni, nyndhöggvara. Kenndi hann Rik- irði undirstöðuatriði nöggmynda- listar og var það góður undirbún- ngur undir listaháskólann. AIls stundaði Rikarður listnám í Kaupmannahöfn í sjö ár. Flutti íann þá til Reykjavíkur, en fór nnan skamms aftur utan og þá til Ítalíu, dvaldist þar í eitt ár. Er ekki vafi á því, að Ríkarður 'ærði mikið á þessu ári af hinum iuðræntt meisturum. Að Ítalíuförinni lokinni • fór Ríkarður heim til íslands' og :.ett- ist nú að á æskustöðvum sínum á Djúpavogi og var þar tvö ár. Það- an fluttist hann svo til Reykja- víkttr. Haustið, sem Ríkarður kom til Djúpavogs kont fyrir skemmtilegt itvik, sem sýnir hug þeirra ná- grannanna til hans og minnir meira á söguöldina en nútímann. Dag einn kom Gísli í Papey með kú utan úr Papey ,og færði Rik- arði að gjöf. En hann lét ekki þar við sitja. Báturinn var einnig hlaðinn af heyi. Gísli lét vetrar- fóður fylgja handa kúnni. I-Iann vildi sjá um, að fjölskylda Rík- arðs yrði ekki mjólkurlaus ttna veturinn. Svrtir þetta ekki aðeins hlýhug Gísla til Ríkarðs, heidur einnig, að hann vissi, hvað í Ríkarði bjó. Ríkarður er kvæntur Maríu Ól- afsdóttur frá Dallandi í Húsavík eystri, mikilhæfri konu. Þau hafa eignazt fimm mannvænleg börn. En þau urðu fvrir p.eirri saru sorg að missa einkason sir.n. Má arki- tekt, uppkominn. Var hann mesti efnismaður.“ Ríkarður situr enn í vinnu- stofu sinni með verKefn'i' liæg, meiri en hann kemst yii.-,. Ha'nh heldur áfram að festa svipmót samtíðarmanna í berg og- máJjn, og tréskurðurinn er ekki þoldur lagður á hilluna. Eitt síðasta verk hans á þeini vettvangi var yegg- niynd af íslénzkri baðstöfu, og er hún nú eign Kennaraskóla íslánds, gefin af 20 ára nemendum á síð- asta vori. Við gerð þeirraf mynd- ar, sem er mikið hagleiks- og lista verk, hafði Ríkarður í huga bað- stofuna í Hafarnesi, en þar var stórbýli um aldamótin og enn í traustum, íslenzkum skprðum. Þar dvaldist Rikarður um t'ímá eftir fermingaraldur. R.'karöur he'fir to.ipf allnrargt bráðsnjallra kvæ'ða og lausávísna á víð og dreif í blöðum ög.. rit- um, og væri raunar vel þegs vert að safna í bók. Greinar hans pg ljóð bera öll mark málhagans og oft bregður fyrir fátíðum, kjarn- yrðunt af suðausturhorni landsins,, þiví horni, sern ef lil vill á me$t' í þeim sjóði íslenzkra landshofna. Framhald á 11. síðu Matthías Jochumsson Einar H. Kvaran Hluti af hinni nýiu baðstofumynd Ríkarðs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.