Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						JDLABLAÐ    TIMANS     195B
13
Ilmandi kaííilykt barst nú fram
vélina. Ingi vélaniaður hafði sett
ketilinn yfir. Veitti hann nú öllum
kaffi af miklum myndarskap og
ennfremur voru nú teknir fram
brauðkassarnir. Allir fengu tæki-
færi til þess að dvelja stundarkorn
aftur. í „borðsar, fá sér kaffi og
reyk. En ekki var lengi til setunnar
boðið. Þegar komið var yfir Blönðu-
ós, fundu flugmeimirnir „gat". En
svo nefna þeir skýlausa bletti, þar
sem sést til jarðar. Þarna grillti í
dauf Ijós í þorpinu, langt fyrir neð-
an. Þarna var farið að lækka flug-
ið. Flugmennirnir beindu vélinni í
hringi og stööugfc færðist jörðin
nær og nær. Þarna var hafskipa-
bryggjan, brúin á Blöndu og spital-
inn.
Þegar komió var niður í 1200
feta hæð, var stefnan sett út miðj-
an Húnaflóa. Vindur var hvass, en
skyggniö sæmilegt. Við a'ðeins
greindum ljósin á Skagaströnd og
litlu síðar sáurn við vitann í Sel-
skeri til vinstri. Strandafjöllin
komu í ljós. Þau voru drungaleg í
haustmyrkrinu. Enda hétu þau
leyndardómsfullutn nöfnum, sem
líka voru drungaleg, eins og þau:
Dranagaskörö, Geirólfsnúpur, Látra
bjarg og Heljarvíkurbjarg. Svona
nöfn voru ekkert blávatn, enda
staðirnir ekki árennilegir. Þegar
komið var norður undir Kögur, var
sama sagan. Þykkir þokubakkar
lágu þétt upp a& landi og svo langt
til hafs sem augað eygði. Við sner-
um enn við. 4 skip sáust i radar-
tækinu, en ekki voru tök á að at-
huga þau nánar. Reyndar vissum
við hvaða skip þetta voru. Það
voru 2 brezkir togarar, brezk frei-
gáta og varðskipið Sæbjörg.
Nú var stefnan sett „með línu"
austur með. Floglð var framhiá
Skaga, i áttina að' Siglufirði og
mynni Eyjafjarðar. Ætlunin var að
gista á Akureyri yfir nóttina eftir
að skipherrarm hafði ráðfært sig
við landhelgisgæzluna.
Þegar komið var í mynni Eyja-
fjarðar, sáust Ijós á Grimseyjar-
sundi. Komið var hið bezta flugveö-
ur. Var nú haldið að ljósunum, ef
ske kynni, að þar væri eitthvað á
ferðinni, er okkur bæri skylda til
að hafa afskipti af. Flugið var nú
lækkað í 200 fet og von bráðar
vorum við komnir að ljósunum.
Sterkum Ijóskastara var beint að
fyrsta skipinu. Mjór ljósgeirinn
skar myrkrið og i ljós kom norð-
lenzkur fiskibátur. Mennirnir í
bátnum veifuðu til okkar. Það var
nú ljóst, að þarna var ekkert í okk-
ar verkahring, svö að við héldum í
áttina til Eyjafjarðar. Til Akureyr-
ar.
Davíð Stefánsson hefir ort mikiö
kvæði um að sigla inn Eyjafjörð.
Ýmsir fleiri hafa orðið til þess að
yrkja kvæði um firði. Matthías
sagði: „Skín við sólu Skagafjörður"
o. s. frv. Já, íslenzk skáld hafa
keppzt um að lofsyngja firði, þegar
þeir eru baðaðir sumarsól.
Eyjafjörður er fallegur fjörður,
ekki aðeins í sólskini á sumardegi,
heldur er hann lika fagur í annan
tima, meira að segja í myrkri. Ef
ég væri Eyfirðingur og skáld, myndi
ég yrkja langt kvæði um Eyjafjörö
í myrkri, þ. e. a. s. séðan úr lofti.
Þegar ver.ið er niðri á jörðinni, er
myrkrið svai't og ljótt, en þegar
verið er hátt á lofti í flugvél, er
það allt öðru vísi: Alstirndur him-
inn, undursamlega fíngerð samsetn
ing af takmörkuðu ljósi og lit. Þeg-
ar komið var inn fyrir Hrísey, blasti
við Ijósbogi frá þúsundum ljósa í
höfuðstað Norðurlands. Innan
skamms snerti vélin jörðina.meö
lágu iskri og v©n bráðar stóðvaðist
hún fyrir framan afgreiðslubygg-
inguna. Klukkau var 2347.
Þoka
Eg vil nú fara fljótt yfir sögu.
Siðdegis daginn eftir var haldið
frá Akureyri og austur fyrir land.
Út af Héraðsflóa varð að snúa við
vegna dimmviðris. Vorum við á
hótelinu á Egilsstöðum yfir nótt-
ina. Þess má geta, að lent var á
Egilsstöðum eftir radiómiðara
(radio-compass), en það er aðferð,
sem í raun og veru er undirstaða
innanlandsflugsins hér. Aðferð
þessi grundvallast á því, að flogiö
er yfir radíóvita í sífellu meðan
flugið er lækkað niðurfyrir skýin.
Á þennan hátt er mögulegt fyrir
flugvél að fljúga niður gegnum ský,
enda þótt há fjöll séu á allar hliðar,
eins og t. d. á Akureyri. Ef þessir
vitar væru ekki til staðar, er hætt
við því, aö erfitt væri að tryggja
öruggt flug hér innan lands, enda
hefir flugvélum minna hlekkzt á,
síðan radíólendingar fóru a'ð tíðk-
ast.
Lagos
Þegar flugbáturinn lyfti sér til
flugs af Egilsstaðaflugvelli í grárri
morgunskímunni, höfðu tveir meim
bætzt við í vélina, þeir Stefán Jóns-
son fréttamaður og unglingspiltur
af varðskipinu Þór, Guðbjartur
Benediktsson að nafni. Þeir voru
á leiðinni til Reykjavíkur.
Flogið var sem leið liggur til
sjávar, út á Héraðsflóa. Þaðan var
haldið suður meö línu að Gerpi, en
þar snúið við aftur og stefna sett
að Lánganesi. Segir ekki af ferðum
okkar fyrr en komið var fram hjá
Langanesi og að Hraunhafnar-
tanga. Þá sáum við fyrsta skipið
frá því að við fórum frá Egilsstöð-
iTm. Flugið var lækkað og haldið
að skipinu.- Þetta reyndist vera
brezka skipið Black Ranger, birgða-
skip brezku flotadeildarinnar, sem
hér aðstoðar togara við ólöglegar
vaiðar. Þarna vorvi ennfremur
nokkrir togarar að veiðum. Þegar
gerðar höfðu veri'ð staðarákvarðan-
ir yfir togurunum, kom í ljós, að
þeir voru að veiðum innan fiskveiði
takmarkanna. Togararnir voru all-
ir brezkir. Ennfremur var þarna
alllangt í burtu tundurspillirinn
Lagos.
Þegar við höf'ðum lokið mæling-
um að skipunum, var flogið lágt
niður að einum togaranum. Guðjón
flugstjóri renndi vélinni alveg nið-
ur að sjónum, svo nærri, að maðiir
bjóst við að hún myndi snerta
vatnsflötinn. Þegar fáeinir metrar
voru eftir að togaranum, lyfti hann
vélinni snögglega til þess að rekast
ekki á möstrin og i sama mund var
skotið merkjaljósi. Merkjaljós eru
Guðmundur Kjærnested, skipherra.
alsaklaus og gera engum mein. Ekki
var langt um liðið, þegar Garðar
loftskeytamaður tilkynnti, að tog-
arinn væri búinn að klaga okkur
fyrir tundurspillinum. Kvað togar-
inn þessa djöfulsins Catalinu vera
byrjaða að skjóta á togarann. Við'
sjáum, að tundurspillirinn setti á
ferð og beygði i áttina að togaran-
um. Við héldum samt áfram að
striða togaraskipstjóranum og enn
fremur reyndi loftskeytamaðurinn
að fá hann til þess að svara sér í
talstöðina, 'en til þess var hann
ófáanlegur. Við biðum yfir togaran-
um þar til tundurspillirinn kom til
„hjálpar", þá héldum við áfram
ferðinni. Skömmu siðar náöi Garð-
ar loftskeytamaður radíósambandi
við Lagos. Bað Garöar hann um
a'ð' taka nokkur loftskeyti til þeirra
togara, sem þarna hefðu verið að
ólöglegum veiðum. í skeytum þess-
um var togararskipstjórunum til-
kynnt, að þeir hefðu verið staðnir
að   ólöglegum   fiskveiðum   innan
landhelgi og yrðu kærðir fyrir til-
tækið. Tundurspillirinn lofaði að
koma loftskeytum þessum til skip-
anna.
Commandore í slæmu skapi?
Nú var haldið meðfram nýju lin-
unni vestur eftir. Yfir Grímsey og
þaðan að Horni. Ekkert sást til
skipaferða á þessari leið fyrr en
farið var að nálgast Hornbjarg, en
þar voru nokkrir brezkir togarar að
veiðum utan 12 sjómílna markanna,
enda voru þeir látnir afskiptalaus-
ir.
Þegar komið var að Straumnesi,
sáust fyrstu landhelgisbrjótarnir.
Varðskipið Sæbjörg var þarna hjá
þeim og ennfremur brezk freigáta.
Þar sem varðskipið var þarna gerð
um við aðeins lauslegar mælingar
að þessu sinni og héldum svo áfram
eftir að hafa haft talsamband viö
Sigurð Árnason skipherra á Sæ-
björgu.
Aígeng  sjón  í fiskveiSilandhetgi""'- — (Ljósm. Garðar Pálsson).
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34