Tíminn - 25.07.1959, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.07.1959, Blaðsíða 5
T f M IN N, föstudaginn 25. júlí 1959. 5 Bréf frá Vínarborg: „Grímudansleikur 99 Vínarborg, 5. júní. Þctta verk ber þess greinileg jnerki, að tónskáldið hefur náð þroskaskeiði 'isínu. Mikið melódískt ‘hugmyndaflug, tign og fegurð út- setningárinnar, og ósvikin drama- tík. Óperan hlaut beztu undirtektir strax við frumflutninginn fyrii rúmum 100 árum, og hefur haldit vinsældum sínum síðan. En efninu varð að brevta, áður en hún vai sett á sVið í fvrsta sinn, og hylja raunverulega söguþráðinn (Morð Gústafs III. Svíakonungs) grímun, tilbúinna persóna. Vínaróperan, sem undan farin ieikár hefúr getið sér orð fyrii stjörnusýningar sínar, virðist ekk. ætla að láta sitt eftir liggja, til þess að sem skærustum géislum frægðarljómans stafi af nöfnum listamannanna á dagskrá hátíðar- innar. Á sýningunni í kvöld lét'u fjórar „stjörnur“ ljós sitt skína: Giuseppe di Stefano (Richard), Ettore Bast- anini (René), Antoniette Stella (Amelia) og Pean Madeira (Ul- rica). Ekki lét samt hið „inn- fædda“ lið sitt eftir liggja heldur, og ber þar fyrst að nefna Ritu Streich í hlutverki Oscars. Antoni etta Stella vakti svo mikla hrifn- ingu meðal áheyrenda, að lahgt hlé varð að gera á flutningnum í hvert sinn, sem hún hafði lokið hverri aríu sinni. Hrífandi fallegur var samsöngur hennar og di Stefanos við gálgahæðina í öðrum þæti. Rödd di Stefanos er öllum óperu unnendum að góðu kunn af hljóm- plötum, en færri eru þeir, sem Ríkisóperan í Vínarborg. Bastianinis svo og góður leikur hans, gerðu einnig sitt til að gera sýningu þessa að raunverulegum listviðburði. Allt það, sem fram fór á svið- inu, hélt athygli minni svo fastri, að mér láðist að nota aðstöðu mína til að fylgjast með tónstjóranum, Francesco Molinari-Pradelli, sem skyldi. En hann er þaulæfður óperustjórnandi, og þótt mér yrði ekki litið niður til hans nema ein- stöku sinnum, gat ekki farið fram hjá mér, hve góður heildarsvipur hvíldi yfir sýningunni, þótt gesta- .sýning væri. S. U. Minning: Ágást Pálsson, skipstjóri Giuseppi di Stefano sem Ríkarður greifi i „Grímudansleiknum". fengið hafa að njóta leikhæfileika Iians og stórfenglcgrar framkomu á sviði. Þar að auki er honum gefið svo glæsilegt útlit, að það eitt gæti nægt til að heilla áhorfendur. (Mynd sú, sem fylgir, gefur engan veginn rétta hugmynd um klass- íska andlitsdrætti hans, en hún er sú eina, sem ég gat náð til af söngvaranum í þessu hlutverki). Áhrifai-íkasta atriði sýningar- innar þótti mér samt söngur Jean Madeira í hlutverki spákonunnar Ulricu. Ég minnist þess ekki að liafa heyrt jafn dramatíska alt- eða messósópranrödd fyrri. Fræg- asta hiutverk hennar er þó Carm- en. Ekki hefði ég hikað við að sleppa tónleikum þeim, sem fram fara sama-kvöld og hún syngur það hlutverk, ef mig hefði grunað hve stórkostlegur listarkraftur nér er á l'erð. Mikil og þjálfuð rödd Ettore Breiðafjarðarbyggðir hafa löng- um átt dugandi menn til lar.ds cg sjávar. Eyjabóndinn var fyrr á árum eins og konungur eða jarl í ríki sínu og sama mátti segja um stórbændur á ýmsum höfuðbólum og hlunnindajörðum í kringum fjörinn. Ein minnsta eyjan af byggðum eyjum í Breiðafirði er Höskulds- ey. Á þessari litlu eyju átti Ágúst Pálsson sín fyrstu spor og þar vandist hann snemma baráttunni við Ægi konung, sem bæði gat verið stórgjöfull og stórhöggur. Lífsstarf Ágústar var því fyrst og fremst helgað sjónum og sjó- mennskunni, en jöfnum höndum vtundaði hann landbúnað, þótt ekki væri í stórum stíl, og var hinn mesti dýravinur. Eg kom til Stykkishólms árið eftir að þau giftu sig Magðalena Níelsdóttir frá Sellátri og Ágúst Pálsson. En þau voru gefin sam- an í hjónaband hinn 12. febrúar 1918. Veitti ég snemma athygli þessum ungu, glæsilegu hjónum, en það átti fvrir mér að liggja, að kvnnast þeim nánar, því að ég átti eftir að vera samtíða þeim um fjórðungs aldar skeið og kenna öllum börnum þeirra í barnaskóla og sumum í framhalds skóla. Er mér ljúft að minnast þess, að Ágúst Pálsson, og þau hjón bæði, voru sérstaklega hlynnt skólanum og allri starf- semi hans, enda heimili þeirra rómað fyrir siðprýð1 og fagra he'milishætti. Þau hjónin eignuðust 8 mann- va..i-á uo.ii, t... ...u ug þ..jar tíætur. — Eru þau öll á lífi, og njóta trausts og virðingar vegna mannkosta og siðprýði. Frá tvítugsaldri og fram á síð- ustu ár. þegar heilsan bilaði, stund aði Ágúst Pálsson sjóinn. — Var hann aflasæll og lánsamur formað ur, en þó bar af. hve vel hanfi fór með bát og veiðarfæri. Var því oft betri hlutur hjá honum með minni afla en hjá þeim. sem jakar gættu skips og veiðarfæra. K.omu þarna fram höfuðkostir Agústar, en þeir voru trúmermska ug snyrtimennska í öllum störf- um. Agúst var vinsæll maður og vel metinn af öllum samtíðarmönn- um. Aldrei heyrðist nann leggja inönnum lastyrði, en var ætíð til- lögugóður um menn og maiefni, þótt hann hefði ákveðnar skoðan- ir og fvlgdi fast fram sannfær- ingu sinni. Slysavarnir og björgunarmál voru aðaláhugaimál Ágúsbs síð- ustu áratugina. Vann hann mikið að fjársöfnun fyrir björgunar- skútu við Breiðafjörð og var hann einn af hvatamönnum þess að skriður komst á það mál. Ágúst var fæddur hinn 26. ág. 1896, en dó í sjúkrahúsi í Reykja- vík hinn 14. júlí síðast liðinn, tæp lega sextíu og þriggja ára. — Vil ég senda öllum aðstandendum Ágústs mínar hugheilustu kveðj- ur með þessum línum, og þakka allar ljúfar minningar frá liðn- um árum. Stefán Jnnsson Þingeysk kveðja til Borgfirðinga Fyrír skömmu, er borgfirzkir bændur og konur voru i för um NorðurIancM30 sarnan, komu þeir í S.-Þingeyjarsýslu og tóku þing- eyskir bændur á móti þeim með höfðingsbrag. Við það tækífæri, föstudaginn • 19. júní, ftutti Steingrúnur Baldvinsson, bóndi » Nesi, Borgfirðingúm íjóðakveðju þá, sem liér fer á eftir. Við fögnum borgfirzkum bændum bæði sem vinum og frændum, því ættgarður Egils og Snorra nær einnig til byggða vorra, og þér hafið fyrri oss flestum fagnað sem gestum. Gestir borgfirzkum byggðum bindast órofatryggðum. 1 Sagan vegiega varðar veginn til Borgarfjarðar. i Sveita dætur og synir, systur, bræður og vinir, vor sameiginlegi sjóður er svörður jarðar og gróður, sjóður sagna og ljóða, sjóður málsins vors góða, sjóður siða og hátta, sóldægra,. skammdegisnátta. Bóndiím breytir og skapar, bóndinn græðir — og tapar, fagnandi blævi blíðum, bítur á jaxl í hríðum, trúr sínum ættararfi í or'ði, hugsjón og starfi, trúr sínum heimahögum háttum þeirra og lögum. Bóndinn-breytir og skapar, bóndinn gi-æðir og tapar, liarmar ei horfin gæði, hugsar málin í .næði, hugreifur heilsar degi, Korfir fr'ameftii’ vegi, ekki afráðasnöggur, athugull, veðurglöggur. i Þó aðrir sigurinn sæki £ svilc og ofbeldi og klæki og. hamist heiftuga geðið, hann getur sigursins beðið, langskyggn til allra átta, óvæginn- — fús til sátta, ekki undanlátssamur, æstur né leíðitamur. . I Öfga og æsikenning, afglöp í iist og menning tilbiðúr ei né tignar tízkan á lund hans svignar og hrynur, sem hrönnin við klettinn. Heiðurinn, frelsið og réttinn setur hann öllu ofar 1 ættjörð- og guð sinn lofar. Steingrímur Baldvinsson \ Nesi Sextugur: Þórhallur Vilhjálmsson istjóri í blikksmiðju vantár strax. Helzt vana. BLIKKSMIÐJAN SÖRLI Sími 24731 I dag er sextúgur ÞórKalIur Vil- hjálmsson skipstjórí i'rá- líanefs stöðum við' Seyöisfjörð. Hann er fæddur þar 25. júlí 1899. Voru i'oreldrar hans merkis- hjónin Vilhjálfrrar Árnason og Björg Sígurðardóttir, er bjuggu við mikla rausn á Hánefsstöðum um tugi ára og ráðu þar stórbú og mikla útgerð. Fór Þórhallur snemma á sjóinn og gerðist ungur skipstjóri og reyndist þar löngum heppinn og. farsæll stjórnandi; þót-t oft hafi hann í hann krappan komizt. Fyrir nokkru er hann þó-hættur- ur sjósókn, en hefur um skeið stundað verkstjórn og umsjóríar- störf í Keflavík. Þórhallur Vilhjálmsson ef hiinn mesti dugnaðarmaður, traustur og áreiðanlegur við hvað sem hann fæst, glaður og reifur jafnan, drengur góður og vinsælli Hanu er kvæntur Sigríði Jónsdótíur, ætt- aðri af Héraði, ágætis konuj o|; hefur þeim orðið 4ra barha'auðið, og lifa 3 þeirra og öll hin- mann- vænlegustu. Hinir fjölmörgu vinir og kunn- ingjar Þórhalls Vilhjálmssonai' munu hugsa hlýtt til hans i dag, þakka honum liðna tið og .óska honum og heimili hans alls .hins bezta á komandi árum. —SlS So í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.