Tíminn - 08.08.1959, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.08.1959, Blaðsíða 6
6 T í M I N N, laugarclaginn 8. ágúst 1959. Útgefandl: FRAMSÖKNARFLOKKUKIRH Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur 1 Edduhúsinu við Lindarjðte Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303,18 301 oj 18 306 (skrifst., ritstjómln og blaðamerus). Auglýsingasími 19 623. - AfgreiBílan ISUS Prentsm. Edda hl. Sími eftir ki. 18: UNI Fáein minningarorð: Séra Sigtryggur Guðlaugsson, Núpi Stjóm fólksins Engum fær dulizt, sem leiö sina leggur út um lands- byggðina og ræðir þar við bændjur, sjómenn, verka- menn og annað það fólk, sem í daglegu tali er nefnt „vinn andi fólk“, um stjórnmála- þróunina síðustu árin, hví- líkra vinsælda vinstri stjórn in naut. Hjá þessu fólki var hún tvímælalaust ein vinsæl asta stjórn, sem að völdum hefur setið á íslandi. Verka menn í Reykjavík eru mjög almennt sömu skoðunar. Hvað var það þa, sem gerði þessa ríkisstjórn svo vin- sæia, einmitt meöal þeirra þegna þjóðfélagsins, sem yfirleitt eiga undir högg að sækja í lífsbaráttunni? í stuttu máli má svara þeirri spurningu á þann veg, að ríkisstjórnin lagði sig fyrst og fremst fram nm að bæta aðstöðu þessa fólks. Hún var stjórn hins vinnandi manns. Eitt af frumskilyrð- um þess, að einstaklingnum geti liðið vel, og einmitt það, sem þjóðfélagið hefur á valdi sínu að fullnægja, er góð efnahagsafkoma. Og und irstaða góðra efnahags- ástæðna almennings er blómlegt atvinnulíf. Þetta var vinstri stjórninni að sjálfsögðu ljóst. Þess vegna lagði hún megin orku sina í það, að auka og bæta atvinnu skilyrðin. Þeim hafði á undan fömum árum verið mjög á- fátt víða úti um land. At- vinna var þar meira og minná stopul og sums staðar jafnvél því nær engin heila tíma úr árinu. Afleiðing in varð sú, að menn neydd ust til þess í stórum stíl, að yfirgefa staðfestu sína og settbyggð og flytja þangað, sem blómlegra var undir bú. Um hættu þá, sem i þessum samdrætti fólst fyrir þjóðfé lagið i heild, þarf ekki að ræða, svo augljóst er liún. FRAMleiðsla okkar ís- lendinga er fábreytt. Megin undjrstaða gjaldeyrisöflun- arinnar er sjávarútvegurinn. Á sjávafafla og hágnýtingu hans byggist éinnig aficoma manna í sjóþorpunum víðs vegar um land. t tíð vinstri stjórnarinnar var aðstaða sjávarútvegsins stórlega bætt með hækkun fiskverðsins. Fiskiskipastóllinn var auk- inn til mikilla muna en í þeim efnum var alger lá- deyöa meðan Ólafur Thors sat í stóli sjávarútvegsmála- ráðherra. Þessi aukning átti sinn rika þátt í því, að fisk- framleiðslan varð meivi ár- ið sem íeið en nokkru sinni fyrr. í fyrsta sinn um langt skeið var útgerðin rekin stöðvunarlaust. Sjómönnum fjölgaði mjög vegna þess aö kjör þeirra voru stórlega bætt. Þegar litið er til land- búnaðarins verður hið sama uppi á teningnum. Einnig þar urðu framfarir meiri og’ stórstígari en áöur hafa ver iG. Má ekki nvað sízt mínna á það átak, sem gert var til þess að stækka býlin og létta þannig undir með þeim bænd um sem erfið'asta áttu aðstöð una. Af framkvæmdum í iðnaö ar- og raforkumálum er sömu sögu að segja. Sem- entsverksmiðjan var full- gerð. Stór raforkuver reist bæði á Vestfjörðum og Aust fjörðum. Hafizt handa um nýja stórvirkjun við Sogið. Ýmiss konar iðnaður efldur og aukinn, ekki sízt fiskiðnað ur. Sérstakar ráðstafanir voru gerðar til þess að auka og tryggja atvinnu í bæjum og sjóþorpum úti um land og leiddi það til þess, að hinn öra og uggvænlega fólks- flótta utan af landsbyggö- inni og til þéttbýlissvæðanna við Faxaflóa tókst að mestu leyti að stöðva. Gerðar voru áhrifaríkari ráðstafanir en áður hafa þekkzt til þess að útrýma hús næðisskortinum í Reykja- vík. Loks er svo að nefna þá framkvæmd ríkisstj órnarinn ar, sem telja verður hvað þýðingarmesta fyrir framtíð arafkomu þjóðaðrinnar en það er útfærsla fjskveiði- landhelginnar í 12 milur. Það vántar sízt, að auð- kóngavaldið í landinu og á- róðurstæki þess, íhaldið, finnur þessari ríkisstjórn flest til foráttu. Má þa'ð' vera þeim mönnum, er a'ð henni stóðu, mikið ánægjuefni. Betri einkunn getur hún ekki fengið. Skýrslur Efna hagsmálastofnunar Evrópu sýna að í tið hennar bjuggu íslendingar við jafnbetri lífs kjör en nokkur önnur þjóðð álfunnar. Það eru góð eftir- mæli. NÚ MÁ SEGJA ,a'ð auðvelt sé að lifa lukkulega 1 2—3 ár með því að eyða . og spenna, með því að safna ó- eðlilegum skuldum, með því að reka allt með tapi. Var þá velmegunin e. t. v. gold- in því verði9 Hvað segja stað reyndirnar? Ríkið skilaði drjúgum tekjuafgangi ári'ð sem leið. Útflutningssjóður hélt vel í horfi. Togaraút- gerðin var rekin með hagn aði en það hafði ekki átt sér stað í lengiú tíma. Afkoma sjávarútvegsins í heild var með allra bezta móti s. 1. ár. Fiskbirgðir voru óvenjumikl ar í landinu um s. 1. áramót en þær eru nú eitt af flot- holtum stj órnarf lokkanna. Þegar helztu hagspekingar íhaldsins fóru að glugga í fjárhagsafkomu þjóðarinnar um næstliðin áramót þá kváðu þeir upp þann úrskurð, að auðvelt væri að halda á- )fram hinum góða reksftrj jfram^eiðslunnar, án nýrra skattálaga ef gefin væri eft ir sú 6% kauphækkun, sem íhaldið barði sjálft fram í fyrra sumar. í framantöldwn staðreynd Með fráfalli sr. Sigtryggs Guðlaugssonar á Núpi lýkur .langri og merkri mannsævi. Sr. Sigtryggur var Eyfirðing ' ur, fæddur aö Þremi í Önguls stáðahreppi 27. 9. 1862. For- eldrar hans voru orðlögð sæmdarhjón og heimili þeirra frábært á ýmsa lund, — fá- tækt að vísu af veraldargæð- um, en sterkt í sniðum, söngv- ið og reglusamt iðjuheimili, þar sem guðstrú og siðgæði ,var hæzt metið allra lífsins gæða. j Um fermingaraldur naut hinn ungi sveinn áhrifa frá vakningastarfi Menningarfé- lags Eyfirðinga, sem stofnað var til upp úr þjóðhátíöarár- inu 1874. Og á þrítugs aldri kynntist hann Guðmundi Hjaltasyni og varð snortinn af lýðháskólahugsjón hans, er hafði djúp áhrif á allt lif hans og starf. Sr. Sigtryggur fór gamall í skóla, varð stúdent 32 ára og guöfræðingur 35 ára og vígð- ist til Svalbar'ösþinga, en veittur Þóroddsstaður í Kinn 1899, og Dýrafjarðarþing 5 árum síðar. Var Kristinn bróð ir hans þá kominn vestur og setztur þar að, og mun það vafalaust hafa dregið hann þangað, því að jafnan var kært með þeim bræðrum, sem kunnugir vita. Sr. Sigtryggur settist að á Núpi og þar stofnaði hann ungmennaskóla sinn 1906 og stýrði honum nokkuð á þriðja tug ára, með þeim ágætum sem löngu eru landskunn orð in. Og á Núpi átti hann síöan heima alla ævi, eða meira en hálfa öld. Og í dag verður hann lag'ður þar til hinztu hvíldar á 97. aldursári. Skóli sr. Sigtryggs var merkileg uppeldisstofnun. Hann hófst við fátæklegar ytri aðstæður og átti raunar jafnan við þær að búa. En inni var birta, hátt til lofts og vítt til veggja í hugarheimi og hjartasölum skólastjórans og samkennara hans, Björns Guðmundssonar, hins ágætá kennara og hugsjónamanns. Þar var meira um mannrækt hugsað en fræðastagl og próf. Enda hafði skólinn mikil áhrif. Þaðan komu vakandi reglusamir unglingar, sem skólinn hafði magnað að viljastyi-k og siðferðilegum þrótti. Og jafnan munu þeir hafa bori'ð þess merki að hafa átt skóladvöl aö Núpi. Og því mátti með sanni segja um þennan lýðskóla sr. Sigtryggs, að hann var mikill aflgjafi í vestfirzku menningarlífi á sinni tíð. ’ Og störf og áhrif sr. Sig- tryggs og þeirra Núpsmanna voru margþætt. Þeir ferðuö- • ust oft um sveitirnar og fluttu fræðandi erindi, studdu , alla félagslega menningu með ; ráðum og dáð, efldu söng og , félagslíf og höfðu .forystu í bindindis- og ræktunarmál- um héra'ðsins. Og trjágarðurinn Skrúður vitnar eigi a'öeins um óhemju legan dugnað sr. Sigtryggs og. áhuga á trjárækt, heldur og fyrst og fremst um þau heil- indi hans, að ganga jafnan þannig fram að eftirbreytnis vert væri. Þess vegna ræðst hann 1 þetta verk. Hann vildi að nemendur hans sæju það um er fólgið svariö við þeirri spurningu, hvers vegna vinstri stjórnin var svo vin- sæl meðal almennings í land inu. svart á hvítu, að hægt væri að rækta skrúð'garð við hvern bæ, ef menn hefðu næga þekk ingu til þess, nógan vilja og 'dug. Því þótti honum sem íræktun Skrúðs væri í raun réttri einn þáttur skólastarfs ins er horfði til aukinnar rækt , unar og heimilismenningar. | Og á mis við þá leiðsögn, þar sem sjón var sögu rikari, skyldu nemendur hans ekki , fara. Og söfnuður hans ekki 1 heldur. Því a'ð það voru líka ! „nemendur“ hins ágæta kenni manns og vinsæla sálusorgara- Og Núp ger'ði hann að miklu , skólasetri. Sr. Sigtryggui- Guðlaugsson var gæddur miklum hæfileik- um og margþættum. Hann var djúpvitur mannkostamað- ur, «inlægur og hjartahreinn hugsjónamaður, listrænn í eðli, söngvinn vel og hafði yridi af tónlist og mjög fróður á því sviði. Hann var góður Ijóða- og lagasmiður og vand virkur við allt sem hann snerti á. Má sem dæmi um sllkt nefna nótnabók þá, er hann handskrifaði á áttræðis aldri af slíkri prýði að fágætt mun vera. En öll lögin í þeirri bók voru eftir hann sjálfan. Og segja má um ræður hans að sumar þeirra urðu mörgum ógleymanlegar.. Sr. Sigtryggur var dulur að eðlisfari, alvörugefinn að jafn aði, en gat þó verið léttur á báru og gamansamur er svo bar undir, en alltaf ljúfur og viðmótsþýður. Og framkoman öll ákveðin og alúðleg, er vakti jafrian virðingu og traust. Er af öllu lífi og starfi séra Sigtryggs mikil og merk saga, !er síðar mun í letur færð, en hér aðeins drepið á, þvi að hann má með sanni telja einn hinna gagnmerkustu manna sinnar samtíðar. Sr. Sigtíyggur Guðlaugsson var tvíkvæntur. Fyrri konu sína Ólöfu Sigtryggsdóttur missti hann eftir stutta sam- búð, og var það hjónaband barnlaust. Síðari kona hans, Hjaltlína Guðjónsdóttir, lifir mann sinn, góð kona, erxeynd ist honum samhent stoð og stytta. Eiga þau tvo mannvæn lega sonu, Hlyn, veðurfræðing og Þröst, stýrimann á einu varðskipanna. Það munu margir senda hlýjar samúðar- og þakkar- kveðjur að Núpi i dag. Og biðja hinum sofnaða sæmdar manni guðs blessunar. Er ég einn í þeirra hópi. SnS. Andlátsfregnina heyrði ég í útvarpinu og var þá nýkom inn til Reykjavíkur. Óviðráð anlegar orsakir meina mér að fylgja honum, læriföður mín um og vini, hinzta spölinn, en skrifa nú fáein minningarorð. Mín fyrstu kynni af sr. Sig tryggi voru, er hann varð sóknarprestur minn ári'ð 1905. Eg var þá að vísu barn að aldri, en lærði fljót-t að þekkja hann og meta, enda lét hann fljótlega sér ekki nægja að leysa preststarfið eitt af höndum. Hann byrjaði strax á þvi að kenna safnaðar fólkinu söng, svo að kirkju- söngurinn mætti verða hátíð legri og betri. Kalla'ði hann unga fólkið í Sæbólssöfnuði saman kvöldið fyrir messudag inn til að kenna því. Tveimur árum seinna fór bróðir minn að hans hvötum til að læra á orgel og var upp frá því stuðzt við orgelleik við messu gerðir. Þetta voru hans fyrstu aðgerðir til að fræða og auka menningu og fegurð í sókn um sínum, en brátt kom fleira á eftir og jafnhli'ða. Á ég þar við unglingaskólann, er hann stofna'ði á Núpi haustið 1906, er tólc til starfa 4. jan. 1907 og stýrði hann honum og stjórn aði til ársins 1929, er Björn Guðm'ðundsson samkennari hans tók við skólastjórn. Áhrif sr. Sigtryggs á hugsún arhátt og menningu héráðs síns og viðar, þvl nemendur hans voru víða af landinu, voru mikil og víðfeðm. í skóla hans var ekki einung is lögð stund á almenn fræði, sem nú þykja sjálfsögð í slík um skólurn, heldur lagði hapn einnig stund á kristindóm, sið gæði, fegurð og snyrti- mennsku og þroskun _ rnaim- dóms og skapgerðar. í stuttu máli sagt: hann vildi gera nemendur sína að góðum og grandvörum sonum og dætr- um lands síns. „Fyrir guö og föðurlandið“, voru einkunnar orð hans, og enginn sem ég þekki hefur unnið trúlegar að framgangi hugsjóna sinna, bæði með orði og eftirdæmi en hann. Um unglingsár hans og nám verð ég fáorður.Að því er vikið af öðrum hér í blaðinu í dag. Séra Sigtryggur var bind- indismaður frá barnæsku og stofnaði góðtemplarasútkuria Gyðu nr. 120 á Núpi strax og hann kom aö Núpi, meö að sto'ð Kristins bróður sín's o.’fl. gó'ðra manna. Starfaði sú stúka um áratugi og á hennar vegum var haldið uppi merkl legri menningarstarfsemi, svo sem leiksýningum, sem mun (Framhald á 8. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.