Tíminn - 09.12.1959, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.12.1959, Blaðsíða 5
T Í MI Níí.-miðyilatdaginn 9: desembcr-19591 t Ö mtttm Sumar á Hellubæ er hrífandi frásögn af sænsku herragarðslífi og ein hamingju- ríkasta skáldsaga, sem Margit Söderholm hefur skrifað. Á Heliubæ ræður ástin ríkium. Lífsgleði og æskufjör móta hina fögru sumardaga. Nýgift fóik byrjar að takast á við vandamál lífsins og jafnvel húsbóndinn, hinn íjörmikli Vilhelm ofursti, glímir við ástamál sín. Eng'inn hinna mörgu sem eignast hafa eða lesið fyrri bækur höfundarins, má missa af þessari bók. 'Gísli Svcinsson, fyrrum alþingis- forseti og sendiherra, andaðist í Landsspítalanum 30. f. im., tæpra sjötíu og níu ára að aldri. Með honum er til moldar hniginn, einn af merkustu stjórnmála- og .emb- ættismönnum þjóðarinna'r. Gísli Sveinsson fæddist 7. des. 1880 á Sandfelli í Öræfum. Foreldrar hans voru Sveinn Ei- ríksson prestur þar og alþingis- maður og kona hans Guðríður Pálsdóttir prófasts og þjóðfundar- manns í Hörgsdal Pálssonar. Hann lauk stúdentsprófi í Reykjaví'k árið 1903 og embættis- prófi í lögum við Kaupmanna- hafnarháskóla 1910. Á háskólaárunum varð nokkurt ‘hlé á námi Gísla sökum heilsu- brests, 1906—1907. Var hann þá á AkUreyri og var um skeið settur bæjarfógeti þar og sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu. Er hann hafði lokið námi (1910)1 varð hann yfirdómslögmaður í Reykjavík og gegndi þeirn störfum til 1918. Árið 1918 (4.4.) var hann skip-' <aður sýslumaður Skaftfellinga. Þeim starfa gegndi hann til ársins 1947 og bjó í Vík í Mýrdal. Á árinu 1947 var hann skipaður sendiherra íslands í Noregi með bú setu í Osló. Þvi embætti gegndi hann fram á árið 1951, er hann lét af störfum fyrir aldurssakir. Upp frá því átti hann heima í Reykjavík og vann að ýmsum á- hugamálum sínum. Gísli Sveinsson skipaði sér þegar á unga aldri 1 baráttu fyrir að -þjóðin endurhei'mti sjálfstæði sitt. Á fyrsta háskólaári hans fékk ís- land heimastjórn, sem var merkur áfangi í sjálfstæðismáli þjóðarinn- ar. En slí'k málalok létu þeir sér ekki lynda, er vildu að þjóðin fengi full. og óskoruð yfirráð alira ‘sinna máía. Algert sjálfstæði lands ins og skilnaður við Dani var þeim takmark. | Gí-sli Sveinsson var í fylkingar- brjósti skilnaða'rmanna. Er hann var á Akureyri var hann samherji Guðmundar Hannessonar í sjálf- slæðisbaráttunni, en Guðmundur var e:ns og kunnugt er, eindreginn skilnaðarmaður. Báðir voru þess- ir menn gunnreifir baráttumenu og vígfimir i bezta lagi. Enda varð þeim gott til liðs. J Á Hafnarárum síuum studdi Gísli Sveinsson þá, er flytja vildu starf Hins íslenzka bókmenntafé- lags að fullu heim til íslands, og náði það fram að ganga. Þagar Gísli Sveinsson kcm heim að loknu nánii, hafði hann. getið sér mikið orð fyrir baráttu sina i sjálfetæðismálinu. Voru hanum fal in mörg trúnaðarstörf fyrir þjóð- ina og landið, auk embættisstarfa. Skal hér nokkuð talið: Hann var ráðinn málflutnirtgs- anaður Landsbanka ísland 1912— 1918. Skipaður í imill'þinganefnd um Flóaáveitu 1916. í millrþinga- nefnd um bankamál 1937, en fékk lausn úr henni. Hann átti sæti í landsbankanef id 1934—1945, var ikosinn í danUc-ísIenzka ráðgjafar- nefndlna 1938 o-g í‘milliþinganefnd um póstmál 1943. Hanu var formaður milliþinga- nefndar um stjómarskrármálið 1942— 1947. I Alþing'ssögunefnd átti hann sæti meðan hún starfaði, 1943— 1956. Honn lét sig miklu skipta mál hinn-ar íslenrku þjóðkirkju. Sat í kirkjuráði frá stcfnun þess 1931. Hafði sumpart forgöngu um — ieða voru falin ýmis trúnaðarmál, er 'kirkjuna varða. Formaður héraðsdómara var var hann 1941—1947, og heiðurs- forseti þess síðan. Á Alþingi átti hann sætj á árunum 1916—1921 (sat e-kki á þingi ’21). og 1933— 1947. Sat á 27 þingum alls, og var nær al’an þann tíma þingmaður Vestur-Skaftfellirrga.. Forseti Sam- einaðs Alþingis var hann 1942 og 1943— 1945. Hann var forseti á hi.nu'm hátíð- lega ÍU’idi að Lögbergi á Þingvöll- um 17. júni 1944, er lýðveldi var sett á stofn. Fór vel á því, að það skyldi koma í hans hlut að -tjórna þeirn fundi, svo ótrauður og ein- lægur baráttumaður hafði hann jafn-an verið fyrir því að þjóðin næði því marki. - I Gisii Sveinsson var áhugasarailr GÍSLI SVEINSSON, fyrrv. alþingisforseti og sendiherra um þjóðmál yfirleitt, þó mest léti hann sig 'Sikipta frelsismál þjóðar- innar og kirkju'mál.; en jafnan var hann reiðubúinn að veita hverju góðu máli lið. Hann var ræðuskörungur, rökfim ur og málafylgjumaður, þó hófs ] gætti hann jafnan í málflutningi. í Lærða skólann og lauk þaðan stúdentsprófi 1903 og embættis- prófi í lögum 1910. Á háskólaárum sínum var hann um skeið settur bæjarfógeti og sýslumaður á Akureyri. Að loknu próf.' gerðist hann málaflutningsmaður við yfirdóm- Hann var mjög þjóðlegur í lund og unni því, er íslenzkt var og þjóð- inni niáttj vera til gagns og sóma. Ég, secn þessar línur rita, hafðí £il nái-n 'ky-ini af Gísla Svainssyni. Þannig var störfum skipað í Al- þingi, að í okkar hlut kom að starfa sérstaklega sanvan um all- langt skeið. Þeirrar samvinnu, og alls þess er Gís-la Sveinssyni kom við og mig snertir, mmni'st ég með sérstakri virðingu og þaikk’læti. Heima í héraði naut Gí'sli Sveins- son miikillar virðingar og-vinsælda. Hann var höfðiagi hc'm að sækja. Skyldurækið og.röggsam-t yfirvald. Jatoaði ágrelning milli manna og var úrskurðagóður, ef til slíks •þurfti að koma. Kvæntur var Gísli -Sveinsson Guðrúnu Einarsdóttur trésmiðs í Reykjavík, Pálssonar, hinni ágæt- ustu konu. Fjögur eru börn þeirra hjóna, éian sonur og þrjár dætur, öll hin mannvænlegustu eins og þau e:ga kyn til. Ég vil léyfa mér 'að votta þeirn, ásamt öðrum venzlamönnum, inni- legustu s-amúð mína og óska þeim alls hin-s béztá á kömandi tið, | Jörundur Brynjólfsson. Við andlótsfregn Gísla Sveins- sonar, fyrrum sýslumanns Skaft- fellinga, alþingismanns og sendi- herra, setur okkur hina eldri Skaft feH'.r.ga hljóða. Ekki fyrir það að í dag verði neinn héi'aðsbrestur þó aldurhniginn þjóðsk-örungur og’ héraðshöfðingi sé nú genginn til feðra sinna, heldur 'Staðnar tím- inn uiú :;tui.d cg hverfur ti'l baka, til minningann-a, til sögunnar. þar sem hinn látni var miðdspill og. brennipunktur atburðanna í þessu héraði um 30 ára skeið og þó öllu lengur. Gísli var af skaftfellsku bergi brotinn, afsprengi kraftmik- illa kynstofna. Standa rætur þeirra djúpt í skaftfellskri’ jörð c-g því eigi að undra þó traustir stofnar hafi af þeim risið'. Gisli fæddist að Sandfelli í Ör- ajíum, h 'nn 7, desembeit. 1880. Foreldrar hans voru hjónin sr. Sveinn Eiríksson, síðar prestur að Ásum í Skaftártungu og Guð- ríður Pálsdóttir prófasts í Hörgs- dal, Páljsonar. Langafi Gísla var Sveinn Pálsson. læknir í Vík, 1898 fluttu foreldrar Gísla að Ás- um í Skaftártungu en veitingu fyrir því prestakalli fékk séra Sveinn 1892 og var þar siðan prest ur til dauðadags 1907. Gisli ól-st upp. í foreldrahúsum unzi.hann fór inn í Reykjavík. Árið 1918 var hann skipaður sýslumaður í Skaftafellssýslum og gegndi hann því embæt.ti O ársins 1947 en þá gerðist hann sendiherra íslands í Osló. Þeirri stöðu gegndi hann unz hann lét af embætti fyr- ir aldurs sakir. Síðan hqfur hann átt heimili í iteykjávík hin siðari ár, að Grettis götu 98. Það leikur ekki á tveim tung- um að með Gísla Sveins-syni er hniginn í valinn hóraðshöfðingi og þjóðskörungur. Har.n varð þjóðkunnur maður þegar á unga aldri. Olli því fyrst og fremst hin einarð'a afstaða hans í sjálf stæðisbaráttunni, sem islenzk stjórnmál snerust J)á um. Gerðist hann eindreg'un skilnaðarmaður og munaði þar drjúgum um lið- semd hans. Var hann strax í æsku snarpur og sókndjarfur ræðumað ur, markviss og fylginn sér. Ágæt greind hans cg meðfæddir ræðu- mannshæfileikar skiþuðu honum þegar í fremstu víglínu stórn- málamanna. Hann var kosinn þingmaður Vestur-Skaftfellinga árið 1916 og sat þá á þingi til ársins 1921, en lagði þá niður þingmennsku, sakir heilsubrests. 1933 var hann ag nýju kosinn þingmaður Vestur-Skaftfellinga o-g sat á þingi þar til hann gerðist sendiherra. Gisli var umsvifamik ill alþingismaður og málafylgju- maður hinn mesti. Hann var um nokkur ár forseti Sameinaðs Al- þings og fórst það vel og sköru- lega. En stærsta stund í lífi hans mun án alls efa hafa verið er hann stýrði fundi Sameinaðs Al- þingis að Lögbergi, hinum forn- helga þingstað þjóðárinnar 1944 og lýsti sjálfstæði lýðveldisins ísland. Þar rættfet hinn stóri draumur ungu skilnaðarmannanna frá aldamótaáruinum og verður það ag segjast, að Gísli var vel kominn að þeirri sæmd, enda leyst af hendi hið isögulega hlut- verk með reisn og höfðingskap. Af þessum sögulega atburði' mun stafa ljómi í íslenzkri þjóðar sögu á borð við Kristnitökuna ár ig 1000, og þó öllu fremur er aldir renna og mun nafn Gisla Sveinssonar óafmáanlega verða tengt þeirri1 ljómun hinnar íslenzku sögu. í sambandi við stjórnmálin voru Gísla falin störf í fjölda þýðingarmikilla nefnda, sem of langt yrði upp að telja, þó vi'l ég geta þess, aö hann var for- maður milliþinganefndar um stjórnarskrármálið. Lauk sú nefnd við undirbúning ag lýð- veldisstjórnarskránni. Mun það verk hafa verið honum mjög að skapi. Þegar Gisli Sveinsson settist í sýslumannsembætti'ð í Skaftafells sýslum 1918 fluttist hann til Vík- ur í Mýrdal og þar sat hann alla sína sýslumannstíð, eða nær 30 ár. Það mátti segja að verkefnin heima í héraðinu lélu ekki á sér standa. Þá um haustig kom Kötlu gosið með öllum þess afleiðing- um. Reyndi þá þegar á úrræða- hæfileika hans. Er .ekki tækifæri til að isegja þá sögu hér, en þá kom skýrt í Ijós hvílíkum for- ustuhæfilelkum Gísli var búinn, undir þeim erfiðu ki-ingumsiæð- um. Þá verður ekki síður minnis stætt hvernig vi'ðbrögg Gísla urðu, er spænska veikin herjaði landið. Lokaði hann þá þegar öll um samgöngum við héraðið og hélt um það svo strangan vörð, að veikin náði aldrei í Skafta- fellssýslur. Verður seint fullþakk að það afreksverk, því enginn hefði 'getað séð fyrir afleiðingar þe.ss, ef veikin hefði fengið að geysa hér um sveitirnar. Hefði það þá getað orðið örlagaríkt strax ofan í cg eftir Kötlugosið. Þessi' tvö atriði er hér hafa verið nefnd, hefðu A'erið nóg til ag halda nafni Gísla á lofti í Skaftafellssýslum um langan ■tírna. Þetta reyndi mjög á heilsu hans, því á þessum árum var langt frá því að hann gengi heill ti'l sk'ógar, enda varð hann svó sem áður greinir, að fara til út- landa um skeið sér til heilsu- bótar. Svo sem að líkum lætur lét Gísli ýmis hóraðsmál til sín taka. Var viðbrugðið undirbún- ingi hans ag sýslufundum og hVersu vel og greitt öll mái gengu þar. Þegar hafist var handa um kirkjubyggingu í Vík hafðil Gísli um það forustu á hendi og gekk að því verki með skörungs skap, máttii heita undur árin 1931 til 1934 á þeim krepputíma-, hversu fljótt og vel safnaðist fé til kirkjubyggingarinnar. Þó marg ir legðu þar hönd að verki er á engan hallað þó sagt sé að þar hafi mest munag um forustuhlut verk Gísla Sveinssonar, enda hafði hann mikinn áhuga á kirkj- ' unnar málum almennt og lét þau t í vaxandi mæli' til sín taka, enda j var hann á sí'ðari árum forustu- maður leikmanna um kirkjumál, svo sem í kirkjuráði og nú síðast á kirkjuþingi. Strax á stúdentsárunum skrif- aði hann um þessi mál meðal annars um skilnað ríkis og kirkju. Gísli Sveinsson studdi vel að malefnum siysavarnanna, var hvatamaður að stofnun slysavarn ardeildarinnar Vonin í Vík, tók lengi þátt í landsþingum slysa- varnarfélaganna og sat þá löng- um í forsæti. Þá átti hann frumkvæði að stofnun skógræktarfélags Mýr- dælinga cg var ævifélagi þess. Margt fleira mætti til nefna um félagsmálastarf Gísla í héraði, en því verður að fresta um sinn. —• Ekki reyndi mikið á Gísla í dóm. arasæti. Hafði hann óvenju gott lag á að setja niður deilur manna á milii og má fullyrða ag hann var mannasættir í þess orðs beztu merkingu. Það var öllum óhætt að leggja mál sín fyrir hann, greiddi hann hvers manns vanda eftir beztu • vitund og grl'ti einu hver í hlut j á'.ti. Þótti fylgismönnum hans stundum ganga úr hófi íram. hversu hann lét pólitíska andstæð Framhald ú bls. 8

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.