Tíminn - 01.04.1960, Blaðsíða 13

Tíminn - 01.04.1960, Blaðsíða 13
T í MIN N, föstudaginn 1. aprfl 1960. 13 ! m MINNING: Frií Gudrun Jónasson [ggert Gilfer, skákmeistari Fáein minningarorð Fœdd 24. des. 1910 Dáin 25. marz 1960. Hún var fædd í Lenvig hinn 24. desember 1910, dóttir Rantzau Geisler, sem lengi var 1. vélstjóri hjá björgunarfélagi Eon. Z. Switz- er. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum í Gedser á Falstri, lauk gagnfræðaprófi í menntaskóla í Nyköping og stundaði síðar nám í húsmæðraskóla í Kaupmanna- höfn. Hinn 26. september 1931 giftkt hún Ársæli kafara Jónas- syni, sem hafði þá starfað hjá björgunarfélagi Switzer um nokk- urra ára skeið. Stóð brúðkaup þeirra i Marseille og voru hjónin þar búsett fyrst í stað, en fluttu til íslands 1933. Hinni ungu og myndarlegu hús- freyju féll þegar vel við hina nýju fósturjörð sína. Hún náði fljótt furðu góðum tökum á íslenzku tungunni og má segja að hún hafi talað hana lýtalaust. Henni var yfirleitt haígt um að læra tungu- mál og hún talaði ensku, þýzku og frönsku. Hún var rausnarleg húsfreyja og manni sínum sam- hent við að skapa fallegt heimili, þar sem hún og þau bæði nutu þess að taka vel á móti vinum sín- um og margir hafa þar notið gest- risni þeirra hjóna. Ég mun ávallt minnast hennar með þakklæti fyr- ir kynni okkar. Frú Guðrún átti að stríða við mikla vanheilsu síðastliðið ár og leitaði sér heilsubótar bæði hér heima og í Danmörku, en allt kom fyrir ekki. Hún lézt 25. f. m. en útförin fer fram í dag. Vinir hjón anna senda Ársæli og tengdafor- eldrum hans einlægar samúðar- kveðjur. Bjarni Bjarnason. Hún ólst upp í landinu, þar sem beykiskógurinn liðast um ása og dalverpi, og hún fluttist til lands- ins, sem vantaði beykiskóginn, en hafði í hans stað tignarleg fjöll; og hvoru tveggja virtist hún kunna jafn vel, því hvort tveggja átti við skapgerð hennar og þó mat hún ekki síður tign íslenzkrar nátt- úru. Frú Guðrún Jónasson, fædd Geisler, bar svipmót stórrar ættar og hún var sjálf stórbrotin í lund. Ég kynntist frú Guðrúnu fyrir allmörgum árum, og ég fann, þeg- ar við fyrstu kynni, að hún var cvenjuleg kona. Hún kunni vel þá list að láta gestum sínum líða vel, og er hún bauð gestum til sín, var hún hin fullkomna hús- móðir, sem auðveldlega breytti hversdagsleikanum í hátíðarstund. Fjölþætta menntun sína hlaut írú Guðrún í Danmörku þar sem hún dvaldist hjá ástríkum foreldr- um sínum unz hún giftist eftirlif- andi eiginmanni sínum, Ársæli Jónassyni og fluttist með honum til framandi landa. Hingað til íslands fluttist frú Guðrún árið 1933 — og hún tók fljótt ástfóstri við þetta land, sem var þó svo ólíkt ættjörð hennar, og mér er nær að halda, að hér hafi hún unað því betur því lengur sem hún dvaldist hér. Á síðast liðnu ári fór hún til Danmerkur sér til heilsubótar, og '’irtist nokkuð hafa áunnizt i því efni,' en þrátt fyrir alla þá um- ör.nun sem hún naut þai hjá ást- rikum foreldrum sínum og öðrum a’ttmennum. þá þráði hún þó að l:oma heim — og hún kom heim, og hún fór — fór til þeirra heim- k'mna. sem bíða okkar allra Frú Guðrún var du að eðlis- fari. en inin va- heil og trvgg vin- nm sínum Nú. þegar frú Guðrún er horf- in vinum sínum, minnazt þeir á- nægjus'tundanna, er þeir áttu á snotra heimilinu, sem hún og Ár- sæll Jónasson höfðu búið sér. Frú Guðrún Jónasson unni ís- lenzku vori og björtum nóttum sumarsins, og við vonum að þar sem hún fer að loknu jarðlífi mæti hún enn vori og sumri, þar sem engan skugga ber á — þar sem hið eilífa vor kærleikans ríkir. ★★★ Hun voksede op í Landet hvor Bögeskoven „bugter sig i Bakke og Dal“, og hun tog med sin Mand til Landet hvor Bögeskoven manglede men hvor der i stedet fandtes höje og stolte Bjerge, og hun elskede disse to Lande lige höjt, for de var begge to en saa stor Del af hendes egen Karakter — det smukke og Ömfindtlige og det store og det stolte. Det var nemt at se at Fru Gud- run Jónasson var af en fornem her- komst, og hun besad en stærk Kar- akter, der ikke saa let bukker sig for Stormen. Jeg lærte Fru Gudrun at kende i hendes smukke Hjem, der var præget af hendes gode Smag og fornemme Tone, for Fru Gudrun besad i saadan en höj grad den fuldkomne Husmoders ædle kunst altid að lade sine Gæster föle sig hjemme. Det var i aaret 1933 at Fru Gud- run tog med sin mand til Istend — og hun kom saa hurtigt til jft elske dette Land, der i mange henseend- er var saa forskelligt fra hendes Fædres Land, og jeg tror at hun skattede Island desto höjere desto længere hun opholdt sig der. Sidste Aar opholdt Fru Gudrun sig en Tid i Danmark, hvor hun forsögte at komme sig efter en langvarig Sygdom, men trods hend- es höjt elskede Forældres og andre Slægtningers Omsorg længtes hun at komme op til Island — og hun kom hjem — og hun gik bort til den Verden, der venter os alle. Og nu, da Fru Gudrun er bort- gaaet, mindes hendes Venner og Bekendte de dejlige Tider de til- bragte i det smukke Hjem som hun og Ársæll Jónasson havde skabt. Fru Gudrun Jónasson elskede pen islandske Vaar og Sommerens lvse Nætter. og vi haaber at' hun, hvor end hun saa færdes maa end- nu gaa Vaar og Sommer imöde — h.nsides den store Elv hvor kær- l'ghedens evige Vaar hersker I dag gaar Tankerne först og fremmest til Gudruns Forældre, Fru Karen og Ranzau Geisler, der har misted en kær Datter de elsk- ede saa höjt. Jeg ved dog at i deres dybe Sorg vi) det tröste dem at mindes Rejs- en til Island i Aaret 1951 da de gæstede Fru Gudruns Hjem og nöd hendes Kærlighed og Omhu i de giade Sommerdage. Vi tröster os alle ved de gode Minder. Henrik Thorlacius. Hinn 1. marz s.l. var formlega stofnað taflfélag útvarpsmanna, Riddaraliðið. Á undirbúningsfundi, höldnum nokkrum vikum fyrr, var samþykkt að hafa í liðinu einn heiðursfélags frá upphafi vega, ef hann vildi gerast svo lítillátur. Og svo varð. Sá, sem heiðraði þann ig hið nýja félag var sjálfur Egg- ert Gilfer, margvegsamaður ís- Iands- og Reykjavíkurmeistari í Rætt vifc frú Sigrúnu Ingólfsdóttur (Framhald af 9. síðu). — Hefðir þú fremur óskað þér að vera á stað þar sem væru minni umsvif en á Hól- um? — Vera má, að það hefði átt betur við mitt skaplyndi að vera þar, sem minna var umleikis, en Hólum fylgir, eitt hvað sérstakt — ég veit ekki hvað það er — sem laðar fólk ótrúlega. að staðnum. Oft hvarflar að mér, að það séu einhver áhrif aftan úr öld- um. Fólk unir sér vel á Hólum og bindur ósjálfrátt tryggð við staðinn. Og margs hef ég þar notið, sem veitt hefur mér gleði. Eg hef alla tíð haft yndi af fallegum skepnum og fögru umhverfi og úr svefnherberg isglugganum í nýja húsinu sé ég fjallið Elliða blasa við. Það fjall stígur fyrst út úr dimmunni á vetrárdögum. Um það leika hin fegurstu litbrigði alla árstíma og skýja far yfir því breytist í sífellu. Þannig hef ég sífellt yrir aug unum lifandi náttúru, sem er fegurri' nokkru málverki. Þá er það ekki lítið ánægju efni, að hitta gamla nemend ur, hvar sem farið er um land ið, finna tryggð, þeirra við skólann, njóta vináttu þeirra og fylgjast með þroska þeirra og lífsferli. — Eru öll börnin ykkir far- in að heiman? — Þar til síðasta sumar komu þau alltaf heim á sumr in, og unnu við búið, því að alltaf eru verkefnin næg. En nú er eldri sonur okkar að nema landbúnáðarverkfræði í Bandaríkjunum og eldri dóttirin að byrja hjúkrunar- nám, svo að sennilega fer að fækka dvalardögum þeirra heima. Yngri sonurinn er í menntaskóla og smgri dóttir- in Kvennaskólanum, en fóst- urdóttirin gift kona og farin að búa fyrir austan fjall. Þó aö það kunni að vera rétt, sem frú Sigrún heldur fram, að hin frábæra snirti mennska, sem allsstaðar mæt ir auganu þegar komið er að Hólum, sé fyrst og fremst skólastjóranum að þakka, þá vitum við, sem höfum notið gestrisni þeirra hjóna, að ekki hefur hlutur húsfreyjunnar legið eftir í þvj að halda uppi reisn staðarins. Eg óska skólastjórahjónun um til hamingju með aldar- fjórðungsstarf þeirra á Hól- um og þakka þeim góð kynni. Sigríður Thorlacius. Sigurður Olason Og Þorvaldur LúSvlksson Málflutningsskrifstofa Austurstræti 14 S(mar 15535 og 14600 skák og atkvæðamesta skákkempa íslendinga á fyrra helmingi 20. aldar. Og hann gerði annað og meira. Hann gekk ótrauður út í bardag- ann í fararbroddi þeirrar sveitar, er Riddaraliðið nefndi til þátttöku í hinni fyrstu skákkeppni stofn- ana, sem nú er nýlokið. Náði sveit in þar sómasamlegum árangri, ekki sízt fyrir tilstuðlan Eggerts. Hlaut hann í þeirri keppni 4% vinn. í 6 skákum. Þetta varð síðasta þol- raun hans við skákborðið á opin- berum vettvangi, en þó átti hann „,svanasönginn“ eftir. Tveimur dögum fyrir dauða sinn kom hann á taflkvöld hjá þessu yngsta tafl- félagi landsins. Var þar engin feigðarmerki að sjá á hinum aldna meistara, því að hann vann þær 9 skákir, sem hann tefldi það kvöld, allar með tölu. Var það verðugur endasprettur þessum gjörfulega riddara skáklistarinnar og í fyllsta samræmi við 100% „karakter" hans. Eggert Gilfer var 23 ár í þjón- ustu Ríkisútvarpsins sem félagi í útvarpshljómsveitinni, því að hann var músíkalskur mjög og lærður á því sviði. Hann var t.d. einn þeirra sárafáu fslendinga, sem lok- ið hafa prófi í organleik í erlend- um skóla. Hann samdi og fáein tónverk fyrir þetta aðalhljóðfæri sitt. Við útför hans í dag mun eitthvað heyrast úr þeim. Eggert var Ijúfur maður í við- kynningu og hafði á hraðbergi spaugsyrði og skemmtilegar sögur og ummæli. Að vísu var hann nokkuð sérkennilegur í tali, en eigi að síður var hann mjög orð-' var um menn og málefni, svo og með afbrigðum orðheldinn. Má segja að grandvarleiki hans og prúðmennska garði hann að vamm- lausum manni. Við skákborðið var Eggert Gilfer snillingur, sem getið hefur sér ó- dauðlegt orð í skáksögu íslands. Auðvitað er skáklífi okkar íslend- inga feiknamikil) sjónarsviptir að slíkum manni, en ríkari allri eftir sjá er minningin um hinn aldna meistara, merkan mann og góðan. Baldur Pálmason Húnvetningar - Húnvetiiingar Fata- og skómarkaftur verííur í verzlunarhúsi Hall- dórs Albertssonar, Blönduósi dagana 5. til 8. apríl n. k. Kaupfélag Húnvetninga Blönduósi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.