Tíminn - 16.06.1960, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.06.1960, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, fimmtudaginn 16. júnl 1960. Minningarorð: Arnleif Lýösdóttir fyrrverandi húsfreyja á Eiríksbakka TILKYNNING frá póst- og símamálastjórninni Laugardaginn 7. maí s. 1. fylgdu Biskubstungnamenn háaldraSri heiðurskonu, Arn leifu Lýðsdóttur, til hinnstu hvíldar í Torfastaðakirkju- garði. Arnleif var Tungukona að ætt og uppruna og þar var hennar aðallífsstarf. Það var ekki fyrr en aðalævistarfi var lokið og hallaði undan fæti hvað þrek og þol snerti, að hún hvarf frá feðra slóð- um, og sat eftir það í skjóli sona og tengdadætra í fjöl- býlinu við Faxaflóa, en fór þó flest sumur til heima- haga og andaði þar að sér ilmi gróandi jarðar æsku- stöðvanna, enda átti hún gott athvarf hjá dó4-*"" sinni og tengdasyni í E 'holti. Arnleif var fæu.. dð Braut- arholti 10. ágúst 1877, dóttir Lýðs Þórðarsonar og Krist- ínar Markúsdóttur, sem lengst bjuggu á Eiríksbakka. Þórður faðir Lýðs var Jónsson og bjó i Gýgjarhálskoti, Bryggju og Spóastöðmn (d. 1872) og var kona hans Helga Jónsdóttir, bæði komin af góðu bænda- fólki í Biskubstungum. Jón, faðir Þórðar var Gíslasoh og bjó í Kjarnholtum, var kona hans Sigríður Þórðardóttir frá Hrafnkelsstöðum í Ytri- hrepp, Jónssonar s. st. Jóns- sonar lögréttumanns á Stóra- Núpi, Magnússonar í Bræðra tungu, Sigurðssonar sýslu- manns á Reykhólum, Arason ar sýslumanns í Ögri, Magn- ússonar prúða, Jónssonar á Svalbarða, Magnússonar. Þórður og Helga, afi og amma Amleifar áttu mörg efnileg böm. Þeirra sonur var Stefán, faðir dr Jóseps Thórson hins nafnkunna lög fræði'ngs, fyrrv. ráðherra, dómsforseti í Canada og for- seti alþjóðasambands lög- fræðinga. Kristín móðir Amleifar var eins og áður segir Markúsd. Torfasqnar prófasts í Hrana, Jónssdnar prófasts s. -st. Finnssonar, biskubs, Jónsson ar hins fróða í Hítardal, Halldórssonar. En kona Mark úsar var Amdís Jónsdóttir, Jónssonar prests að Klaustur hólum. Kona séra Jóns var Margrét dóttir séra Kolbeins Þorsteinssonar í Miðdal, en hann var kvæntur Amdísi; dóttur séra Jóns eldra, Jóns- ! sonar á Gilsbakka, Eyjólfs-J sonar prests að Lundi (d.1675) I Jónssonar. Frá Sigríði systur Arndísar, er Briemsætt kom- in. í Grímsbakkaþulu kemur Sigríður við sögu, er séra Kol beinn lýsir fyrir Guðrúnu, eldri dóttur sinni, móttöknn- um, sem hún muni fá, er hún heimsækir afa og öfnmu og móðursystkini á Gilsbakka. Guðrún þessi giftist Eiríki hreppstj. Vigfússyni á Reykj- um á Skeiðum, og eru miklar ættir frá þeim komnar í Ár- nesþingi (Reykjaætt). í Borg arfirði o. v. eru miklar ættir komnar frá þeim séra Jóni á Gilsbakka og séra Kolbeini. Árið 1902 giftist Amleif Sæmundi Jónssyni frá Stritlu (nú Dalsmynni) Bjarnasonar s st. Sæmundur var greindur maður og góðviljaður, en ekki fjáraflamaður, enda ekki auð velt að afla fjár á rýrum jörð um á þeim árum En hann var fróður um margt og kunni vel þá list að segja frá, svo að einatt gat lítið efni orðið að nokkurri sögu. Var ; líkt sem skáldæð lægi í hugar j djúpi hins fátæka manns, þó aldrei fengi hún framrás — Ungu hjónin byrjuðu búskap í Hrauntúni, lítilli jörð og ekki kostamikilli og bjuggu anförnu unnið að endurbygg- ingu Skálholtsstaðar ásamt mörgum öðrum. Þessir synir Arnleifar voru, .Jón múrara- meistari, er kvæntur var Guð laugu Sigfúsdóttur frá Eyrar bakka og Kristinn trésmm., sem var kvæntur Kristínu Ögmundsdóttur frá Syðri- Reykjum. Önnur börn Arn- leifar eru: Lýður, bóndi á Gýgjarhóli, kvæntur Helgu Karlsdóttur frá Gýgjarhóls- koti, Kristrún, gift Kristni Sigurjónssyni frá Hreiðri í Holtum, bóndi á Brautarhóli s. 1. 28 ár, Sveinn, blikksmið- ur í Kópavogi, kvæntur Ingi björgu Kristjánsdóttupr frá Kirkjubóli í Önundarfirði og ! Ingibergur, lögregluþjónn íl Kópavogi, kvæntur Sigríði Halldórsdóttur frá Rauða- felli. Amleif Lýðsdótti'r var hin mesta höfðingskona, þó að hún færi á mis við, og vant- aði flest, hvað ytri aðstæður snerti, sem oft er talið höfuð atriði til að öðlast slíkt sæmdarheiti. En hún var rík af öðru, sem meira var um vert; afbragðsgáfum, skap- styrk og viljafestu og heil- brigðu lífsviðhorfi Enginn heyrði hana kvarta, hve harð ur sem andblástur lífsins var. Hún bar sorgir sínar og aðra erfiðleika, með höfðyiglegri ró og æðruleysi. f framhaldi af fréttatilkynningu póst- og símamála- stjórnarinnar, dags. 13. þ. m., þykir rétt að upp- lýsa að aðalbókari póstsins, Þorgeir Þorgeirsson, fann í morgun umrætt rit eftir E. Lundgaard verk- fræðing, dagsett í ágúst 1941 í óuppröðuðum skjalabunkum og bókum í einu af geymsluher- bergjum póstmálastofunnar. Póst- og simamálastjórnin 15. jún( 1960. ‘ ALLT Á SAMA STAÐ Ljósasamlokur Ljósaperur Stefnuljós Sendum gegn kröfu. Egill Vilhjálmsson h.f. Laugaveg 118. Sími 2-22-40. Afgreiðslustúlka TÍMANN vantar afgreiðslustúlku nú þegar. Upp- þar í tvö ár. Þaðan fóru þau að Torfastaðakoti (nú Vega- tunga) og bjuggu þar í nokk ur ár, en fluttu bú sitt þaðan að Eiríksbakka og dvöldu þar mestallan sinn búskap. Þau voru mjög fátæk og skortur brýnustu líf snauðsynj a svo mikill einatt, að nútímafólki myndi þykja sem lygasaga, ef sögð væri. Þó veit ég að að Arnleif taldi sig hamingju sama í sambúð við mann sinn og stóran barnahóp. En um miðjan aldur fór að draga upp dimman skugga á hamingjuhiminn hennar. Árið 1922 misstu þau hjónin 8 ára gamla dóttur, Guðbjörgu að nafni og 6 árum seinna missti Arnleif mann sinn, brá þá búi en fór svo að Tjarnar- koti og bjó þar um stund með syni sínum. Þá var kreppan í algleymingi og allar leiðir lokaðar fjárhagslega. Þeir erf iðleikar hurfu þó fyrir þeim harmi, að Sigríður dóttir henn ar, 18 ára efnisstúlka varð helsjúk og andaðist 1932. Eftir þetta hvarf Arnleif frá bú- skap, til sona sinna og átti þar athvarf að vild og á Braut arhóli á sumrin hjá dóttur og tengdasyni. Næsta 20 ára tímabil varð henni því gott og hagstætt, líkt og hlýtt og milt haust eftir annasamt sumar. „En bilið er mjótt milli blíðu og éls“, það mátti Arn- leif sanna, er tveir synir hennar gengu saman á skammdegiskvöldi rétt fyrir jólin 1955 í vök í Hvltá hjá Iðu, er þeir voru á leið til góðra vinafunda sunnan ár- innar, en þeir höfðu að und- Enn er eins ógetið, sem mjög reyndi á þessa ágætu kosti hennar, að alla búskap artíð hennar annaðist hún um mág sinn, sem var hið mesta ógæfubarn. Við fimm ára aldur, tók hann ókenni- lega sótt, sem varð honum að slíku meini, að eftir það hafði hann ekki vit á við árs gamalt bam eða tæplega það. Því verður varla lýst, hví- líkt fórnarstarf hún innti af höndum með umönnun þessa ósjálfbjarga vesali'ngs. En sælir eru miskunnsamir, því þeirn mun miskunnað verða. Þetta er hið mikla fyrirheit. Arnleif var vel hagmælt, unni ljóðum og lausavísum og kunni vel að meta það sem vel var gert á því sviði. Hún var félagi í Kvæðamannafé- laginu Iðunni, hafði af því yndi og lagði því lið, sem hún mátti. Hún var mikil þrekkona, bæði til líkama og sálar, þó að það væri mjög niðurbrotið síðustu árin, eftir langan og erfiðan ævidag. Það var gott við hana að ræða, hún var fróð um marga hluti og kunni á mörgu skil, sem .dulið er eftirlætisbömum þessa heims jafnvel þó þau hafi þreytt skólanám áratugum saman. Hlutskipti Arnleifar var að sitja á hinum harða skóla- bekk lífsins sjálfs. Og hún bar mikið úr býtum af mann legum þroska. Við vottum henni við leiðar lok, virðingu og þökk fyrir líf hennar og starf. Þorsteinn Sigurðsson. lýsingar á skrifstofu blaðsins. Tilkynning um áburðarafgreiðslu í Gufunesi. Frá og meS mánudeginum 20. iúní n. k, verður áburðarafgreiðsla þannig: Alla virka daga kl. 8.00 f. h. — 5.00 e. h. Laugardaga engin afgreiðsla, ÁBURÐARVERKSMIÐJAN H.F. Síldarsöltun Höfum til leigu söltunaraðstöðu á Raufarhöfn. Oss vantar einnig síldarstúlkur á tvær söltunarstöðvar vorar, Borgir og Skor. — Nánari uppl í síma 32737, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag eftir kl. 19. Kaupfélag Raufarhafnar Byggingafálag verkamanna Kópavogi. Ein íbúð í öðrum byggingaflokki, sem nú er í smíðum, er enn óráðstafað. Þeir félagsmenn sem vilja neyta forkaupsréttar tiikynni það formanni félagsins Ólafi Jónssyni, Hlíðarvegi 19, sími 10479, eigi síðar en 20. júní. Stjórnin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.