Tíminn - 28.07.1960, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.07.1960, Blaðsíða 1
Þessi mynd er af marsvínunum, sem liggja í fjörunni í Ólafsvík. Heim- Dansdöir Bretar trufla sjdmenn Útvarpa dansmúsík á bátabylgjunni Bretar heyja landhelgis- stríð sitt með margvíslegum meðölum. Eins og áður hefur verið sagt frá hér í blaðinu veldur það sjómönnum fyrir Austurlandi miklum óþægind um að kailbylgja brezku tog- aranna er þétt við íslenzku bátabylgjuna, og hefur sjó- mönnum á stundum þótt Bret ar halda uppi óþarflegu mál- rófi, en talstöðvar brezku tog aranna eru svo sterkar að þær valda miklum truflunum á sambandi bátanna sín á milli og við land. í gær brá svo við að einhver brezku togaranna tók að útvarpa dunandi dans- músík á bylgjunni, og stóð sú tónlistariðkun frá hádegi og fram yfir miðjan dag þegar blaðið frétti síðast til. Er ó- þarfi að lýsa því að þetta veld ur bátunum miklum vandræð- um, einkum þeim sem næstir eru hinum dansóða togara, þar sem þeir ná ekki talsam- bandi við land eða hver við annan. Telja sjómenn full- víst að Bretar geri þetta af (íTamhald á lö sí3u > Grænlandsflug félag stofnað Kaupmannahöfn, 26. júlí. — Information segir í dag, að fyrir árslok verði stofnað sér stakt fluglélag til þess að annast Grænlandsflug. Þetta verður samsteypa milli Græn landsverzlunarinnar, SAS og kanadiska flugfélagsins East ern Provincial airwais, sem í sumar hefur annast flutninga flug fyrir Grænlandsverzlun ina. —Aðils. ildarmaður blaösins þar sagði í gær, að fólk væri enn að kroppa eitthvað í hræin. í fjörunni framan við kauptúnið liggja um 80—90 hræ, og má búast við því að þau fari að anga óþægilega í dag og á morgun, ekki hvað sizt ef sólin heldur áfram að skína. Hins vegar er mun meira af mar- svínum inn við Fossárósa, sem eru rétt innan við Ólafsvík, en þar eru hátt á annað hundrað kepnur, sem misstust út úr aðalrekstrinum en voru reknar þar á land. (Ljósm.: LÞ) Þing Norðurlanda- ráðs sett í dag í dag kl. 10 f. h. verður þing Norðurlandaráðs sett 1 hátíðasal háskólans eftir að þingmenn hafa hlýtt messu herra Sigurbjarnar Einars- sonar biskups í kapellu há- skólans. Bertil Ohlin, forseti Norðurlandaráðs, setur þing- ið, og verður útvarpað frá at- höfninni. Eins og áður hefur verið sagt frá sækja margir kunnir norrænir stjómmálamenn þingið, þar á meðal forsætisráðherrar Norður- lánda allra, Viggo Kampmann frá Danmörku, V.J. Sukselainen frá Finnlandi, Einar Gerhardsen frá Noregi, Tage Erlander frá Sví- þjóð og Ólafur Thors, forsætis- ráðherra íslands. . i Til Þingvalla Að þingsefningu lokinni fer fram nefndarkjör, en síðan hefj- ast umræður og standa megin- hluta dagsins. Hádegisverð snæða þingmenn í Lídó í boði hinnar ís- lenzku deildar r'áðsins, en mið- degisverð að Hótel Borg í boði ríkisstjórnarinnar. í fyrramálið S'.anda nefndarfundir, en síðan verður haldið til Þingvalla með viðkomu í Hveragerði og við Sogs- virkjanir í boði Reykjavikurbæjar og alþingis. (Framhald á 15. síðu) Fjórða landsvölu- hreiðrið finnst Fjórða iandsvalan sem vifað er um hérlendis verpti að Svínafelli í Öræfum Landsvaia hefur gert hreið- ur sitt á Svínafelli í Öræfum og verpt þar. Er þaS afar fá- títt að svölur verpi hér á landi og er ekki kunnugt um nema þrjár landsvölur sem verpt hafa áður hér. Hálfdán Björns son á Kviskerjum telur að eggin séu ófrjó. Það var 14 ára sonur Þor- steins Jóhannssonar bónda og kennara að Svínafelli sem fyrstur fann svöluhreiðrið. Hafði svalan gert hreiðrið í tómum súrheysturni stein- snar frá bæjarhúsunum, klínt því á sperru uppundir þaki. Er erfitt að komast að hreiðr inu. — Svölur voru mikið á ferð og flugi í Öræfum í vor eins og raunar í mörgum sveif um á Suðurlandi. Berast þær (Framhald á 3. síðu) Kaffi hækkar um 2 króuur Verðlagsstjóri auglýsti í gær hækkun á smásöluverði kaffis um kr. 2.00 á kíló. Segir í til- kynningu frá Viðskipta-.iála- ráðuneytinu að hækkun þessi stafi fyrst og fremst af vcrð- hækkun á erlendum markaði, en einnig vegna þess að birgðir pappírspoka frá því fyrir geng- isbreytinguna eru nú á þrotum. Vilhjálmur stökk 16.10 m. \ Á iþróttakeppni á Bislet-leikvanginum í Ósló í gær varð Vilhjálmur Einarsson . í þrístökki. Stökk hann 16.10 metra, en það er bezti árangur Vilhjálms síðan á Olympíuleikunum í Melbourn, er hann stökk 16.26. Sigurvegarinn i þrístökkinu á Bisiet í gær var Evrópu- meistarinn Jozef Schmidt frá Póllandi. Hann stökk 16.50 metra- — Nánar á bls. 12. Elli'lMHMIWri Breytingar á hrezku stjóminni, bls. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.